26. desember 2004

Allt bú'!

Það er aðfangadagur.
Klukkan er tíu mínútur í sex.
Og ég gleymdi að pakka inn gjöfinni fyrir litla bróður minn.
Úps!

En að öllu gamni slepptu, þá voru þetta hin fínustu jól.
Gjafirnar voru þónokkrar, þó hefði ég ekki grátið nokkra í viðbót.
En lesendur þessa bloggs voru greinilega ekki að standa sig í stykkinu!
Af fyrrnefndum lista mínum fékk ég aðeins 4 hluti af 20!
Svo ég taki svona nett "ríkapp" (re-cap fyrir þá sem ekki skilja íslenskað slangur) þá er þetta það sem ég fékk:
1. Diesel armbandsúr (M+P) (Á listanum, fínt mál það!)
2. Líkamsræktardót (M+P) (Andstyggilegt hint?)
3. Englar & djöflar (M+P) (Nýja Dan Brown bókin, grúví)
4. Eternal Sunshine of the Spotless Mind (Balli bróðir) (Mögnuð mynd!)
5. Life, the Universe and Everything (Svalldóra) (Á listanum, fínt mál það!)
6. Amélie soundtrack (Svalldóra) (Á listanum, fínt mál það!)
7. Gallabuxur (Amma & afi) (Á listanum, fínt mál það!)
8. Íslenskur stjörnuatlas (Afi & Dóra) (Stjörnur = töff)
9. Peysa (Afi & Dóra) (Verulega fansí)
10. Vökvafyllt beljumúsamotta (Fjölsk. Miðskógum) (Skondin og töff!)
11. Naked Gun DVD pakkinn (Dísa frænka) (Leslie Nielsen flottur, Dísa líka!)
12. Korn - Follow the Leader (Dídí frænka) (Besti diskur Korn)
13. Quarashi - Guerilla Disco (Gunna & Addó) (Quarashi diskurinn!)
14. Jagúar - Hello Somebody! (Mál & menning) (Jagúar flottir!)

Jæja, ég þakka kærlega fyrir mig og vona svo sannarlega að ég sé ekki að gleyma neinum!
Takk, takk!

23. desember 2004

Mér hlakkar til!

Jamm og já!
Mig hlakkar til jólanna.
Mér hlakkar svo mikið til að málfræðihæfileikar mínir hafa farið út um þúfur.
Ég á ekki von á því að skrifi meira fyrir jól (ekki það að ég hafi mikið að segja núna) þannig að:
Gleðileg jól, allir sem einn!

P.S. Vonandi eruð þið ánægð! (Þeir taka það til sem sín sem eiga það skilið)

13. desember 2004

Morð! Morð!

Ég ligg í rúmi mínu, utan þessa heims.
Ég bylti mér við hverja vindhviðu sem dynur á glugga mínum.
Skyndilega heyrist öskur, utan úr garðinum. Langt, skerandi, hrjúft öskur.
Ég hrekk upp og lít eftir blóði.
Þið liggur um alla gangstétt. Hellurnar verða gegnsósa á örfáum sekúndum.
Blóðbaðið er gífurlegt.

Ég gleymi ekki nóttinni sem veðurgyðjan var myrt.

9. desember 2004

Mér leiðist...

Mikið langar mig að berja líffæri úr dauðu dýri með spýtum...

8. desember 2004

Ó gleði gleði!

Ó, en sú gleði!
Ég mun lofsama Popp Tíví fram á laugardag! (Nema að sjálfsögðu Heiðar Austmann)
Nú hef ég í höndunum 2 miða á Saw!
Ó gleði, gleði!

6. desember 2004

Besservisser!

Dag nokkurn í Bernhöftsbakaríi, þeim glæsta sölustað bakkelsis og brauðmetis, gengu inn tveir piltar. Það tók fólk ekki langan tíma að sjá það að þeir voru greinilega menntskælingar, en hvort þær væru Kven(nó)menn eða Emmerringar, það er annað mál. Varð öðrum þeirra, án nokkurs fyrirvara, litið á neðra, hægra horn afgreiðsluborðsins.

Piltur 1: "Hey, cool. Þeir selja svona 'bagúett'!"
Piltur 2: "'Bagúett'? Maður segir: 'Bagett'!"
Piltur 1: "Hey! Ég hef komið til Ítalíu!"

4. desember 2004

Regla 1

Sannið: hornasumma þríhyrnings er alltaf 180°

Gefum okkur þríhyrninginn ABC. Drögum línu l í gegnum B samsíða AC. F1 gefur þá að x=A og y=C (*)
Þar sem x+y+B=180° gefur (*) að A+B+C= hverjum er ekki sama?

1. regla af 27...

Nú líður mér eins og þessum kisa:

1. desember 2004

Jólafrí

Hopp og hí,
trallallí,
nú er komið jólafrí!
...næstum því...
Sækir á mann skólaþóf,
því núna hefjast jólapróf.

30. nóvember 2004

Óskalisti

Í tilefni þess að jólin eru eftir aðeins tæpan mánuð ætla ég að skrifa upp óskalistann minn þessi jól. Endilega nýtið ykkur hann þegar þið kaupið jólagjafir handa mér.
So...

1. Fable (Hlutverkatölvuleikur fyrir Xbox. Veit voða lítið um hann, en hann á að vera í anda Zelda. Enough said.)
2. Halo 2 Soundtrack (Marty O'donnell er snillingur. Aðeins fáanlegur utanlands.)
3. Amélie Soundtrack (Tónlistin úr Amélie. Tók eftir því um daginn hve skemmtileg hún er.)
4. Dual 2.5 gHz G5 Power Mac (Maður má láta sig dreyma.)
5. 30" Apple Cinema HD flatskjár (Til móts við tölvuna.)
6. Hitchhiker bækurnar (Einhverjar bókanna úr Hitchhiker's Guide to the Galaxy seríunni. EKKI stóru bókina.)
7. Gallabuxur (Með mjúku L-i.)
8. A Perfect Circle bolur (Afar töff. Aðeins fáanlegur utanlands.)
9. Tool bolir (Einnig afar töff. Aðeins fáanlegir utanlands.)
10. Heimsyfirráð (Ef einhver er MJÖG gjafmildur.)
11. Dumb & Dumber (Á DVD. EKKI VHS! Hver kaupir svoleiðis óbjóð nú til dags...?)
12. Tool: Ænima (Síðasti Tool diskurinn í safnið.)
13. A Perfect Circle: Mer De Noms (Langar í löglegt eintak.)
14. A Perfect Circle: Thirteenth Step (Sama ástæða og fyrir ofan.)
15. Xbox Live (Internet-leikjaþjónusta fyrir Xbox.)
16. X-Files (DVD seríurnar. Mulder og Scully klikka ekki.)
17. Dúnsæng (Ahhh....)
18. 42" Widescreen Plasma sjónvarp (Loftur...?)
19. Armbandsúr (Slétt sama hvernig, bara á meðan það sé yfir 5000 kr. markinu.)
20. Allar DVD myndir og Xbox leiki sem ykkur dettur í hug. (Ég skipti því þá bara.)

Jæja...þetta er þó ekki nærri því allt sem mig langar í... maður getur víst ekki keypt hæfileika...

Lágmark að ég fá 15 af ofantöldum hlutum!

29. nóvember 2004

Glæstar vonir brotnar niður!

Taylor veit eitthvað um Morgan, en einhver gráhærður, gamall ríkisbubbi er ekki viss hvað.
Morgan er ófrísk og Ridge á barnið! Hann ásakar hana auðvitað um að vera hreinlega að hefna sín eftir að Stephanie neyddi hana til að fara í fóstureyðingu fyrir nokkrum árum. Morgan harðneitar því!

Þetta er það sem ég þurfti að heyra og sjá í morgun þar sem ég lá lasinn og veikburða inni á sófa hjá ömmu minni.
Eins og ég hafi ekki þjáðst nóg...

28. nóvember 2004

Ekki er allt sem sýnist...

Ég hef komist að því að ekki er allt sem sýnist á þessu litla landi okkar í norðri.
Ber þar að nefna Norræna húsið.

"Mánud. 29.nóv.
12:00 - 13:30
Þjóðarákall til að stöðva limlestingar á kynfærum kvenna í Norræna húsinu."


Þetta stendur, orðrétt, í bæklingi nokkrum sem mér barst í vikunni.
Ég segi: tökum höndum saman og STÖÐVUM OFBELDI Í NORRÆNA HÚSINU!!!

27. nóvember 2004

Jólaleiði

Ég bölva ótímabæru jólaskrauti!
Ég bölva jólalögum í nóvember!
Það eina sem 'jólin' hafa gefið mér hingað til er aukin byrði á öxlum mínum og miklu hugarangri.
Jólin kipptu mér nánast úr axlarlið í morgun.
Jólin töfðu mig um korter.
Jólin brotna illa saman.

Jólin eru þó ekki alslæm...believe you me!

26. nóvember 2004

Japanskur keisari? Nei, drottning!

Mér var bent á þetta í dag.
Queen syrpa á japönsku...
...hljómar vel, eh?

Au Contraire!

Hlustið og njótið!
-reynið, að minnsta kosti...

23. nóvember 2004

Allt í vitleysu

Tímaskyn mitt er farið út um þúfur. Ég þekki varla muninn á fortíð og framtíð lengur.
Ég kem heim um hálf fimm eftir tíu og hálfs tíma vöku. Ég fæ mér dágóðan hádegisverð, vegna þess að í morgun komst ég ekki til þess að láta almennilegan morgunmat ofan í mig. Eftir það dotta ég í mínu ástkæra og aðlaðandi rúmi, sem er enn meira lokkandi í þessum kulda. Ég vakna í örstutta stund við hundsgá. Móðir mín er kominn heim. Vakna síðan nokkrum klukkustundum síðar. Eitthvað sem hljómar eins og jólatónlist ómar í eyrum mínum.
Í smástund hugsa ég: "Þorláksmessa!"

Faðir tími hefur haft mig að fífli. Hálftími hefur liðið í fantasíulandi. Tími heimanna tveggja rennur saman fyrir huga mínum.
Nú ráfa ég stefnulaust um í húsinu og reyni að átta mig á því hvar ég er.
Ég þekki ekki sekúndur frá árum, klukkustundir frá öldum.
Ég er tímalaus!

18. nóvember 2004

Fimbulkuldi

Ég fagnaði snjónum á fimmtudag, mjög innilega.
Ég fagnaði kuldanum í kjölfarið, innilega.
Ég fagnaði því þegar frostið fór yfir fimm stig, ágætlega.
Ég fagnaði því þegar snjórinn hætti að vera skemmtilegur, sæmilega.
Ég fagnaði því þegar frostið fór yfir 10 stig, illa.
...fullmikið af því góða.

17. nóvember 2004

Strætóstríð!

Ég vil lýsa yfir óopinberu stríði við leið 57!
Hann tók á sig óvenjulegan krók á þriðjudagsmorgun sem varð til þess að ég þurfti að hlaupa á eftir honum niður mest allan Bakkaveginn, en jafnvel þá sá hann mig ekki! Ég sneri til baka og tók út reiði mína á blásaklausum ljósastaurum á leiðinni, og iðrast ég þess innilega.

Ég hef tekið eftir því að það er lítið um aktivití á þessu bloggi, eins og frændur okkar vestanhafs mundu segja, commenta- og bloggwise.
Ég hef fundið leið til að bjarga því:
π=3.0!!!

9. nóvember 2004

Fjandinn hir�i interneti�

Allur g�rdagurinn f�r � eint�ma vitleysu!
H�r er �g, � lei�inni � f�lagsfr��ipr�f sem �g veit ekkert um og er �g a� l�ra?
Au�vita� ekki.
�ess � sta� er �g a� p�la, sp� og grufla � �essu helv�ti!
30 bor� my ass!

3. nóvember 2004

Ó, vei þér!

I'd much rather have a tree in my garden than Bush!

Næstu fjögur ár verða... tjah.... forvitnileg?

28. október 2004

Ó, hví?

Hví yfirgafst þú mig?
Ég ráfaði einn í myrkrinu á sléttu flatarmynda í tugi mínútna þar til ég sá ljós í fjarska!
Ég staulaðist áfram og hrasaði um ósannaðar þríhyrningareglur.
Úrköst stærðfræðinnar.
Er að ljósuppsprettunni var komið sá ég að það var eigi útgönguleið.
Engin björgun.
Engin sáluhjálp.
Ljósið hvarf inn í myrkrið ásamt von minni.
Í stað þess var djúp, enn myrkari hola sem veitti mér ekkert nema aukinn kulda og stærri svitaperlur.
Tíminn er að renna út.
Ég steypi mér ofan í hyldýpið. Ekkert heyrist nema vindgnauð og dropar í fjarska.
Fallið er langt.
Afar langt.
Bjallan glymur og ég lendi loksins.

Lengd hliðar b verður ávallt hulin vitneskju mannverunnar.

27. október 2004

Kaldur lærdómur

Ég sit í garðinum og læri þýsku, sönglandi í takt með Green Day, kemur aðvífandi nágranni minn og spyr: "Ertu læstur úti?"
Ég svara um hæl: "Nei, alls ekki! Ég læri best í 5 stiga frosti með vindinn í andlitið."

Mér er kalt á skriftarhöndinni...

Setning dagsins
"Viljiði hafa þögn, gott fólk! Þegiði nú! ... Var einhver að segja eitthvað?"

25. október 2004

And now for something completely different!

Í tilefni enskufyrirlesturs sem ég er að vinna...lesið þetta:

Palin: Hello, good evening and welcome to another edition of Blood Devastation Death War and Horror, and later on we'll be meeting a man who *does* gardening. But first on the show we've got a man who speaks entirely in anagrams.
Idle: Taht si crreoct.
Palin: Do you enjoy it?
Idle: I stom certainly od. Revy chum so.
Palin: And what's your name?
Idle: Hamrag - Hamrag Yatlerot
Palin: Well, Graham, nice to have you on the show. Now, where do you come from?
Idle: Bumcreland.
Palin: Cumberland?
Idle: Stah't it sepricely.
Palin: And I believe you're working on an anagram version of Shakespeare?
Idle: Sey, sey - taht si crreoct, er - ta the mnemot I'm wroking on "The Mating of the Wersh".
Palin: "The Mating of the Wersh"? By William Shakespeare?
Idle: Nay, by Malliwi Rapesheake.
Palin: And what else?
Idle: "Two Netlemeng of Verona", "Twelfth Thing", "The Chamrent of Venice"....
Palin: Have you done "Hamlet"?
Idle: "Thamle". 'Be ot or bot ne ot, tath is the nestquoi.'
Palin: And what is your next project?
Idle: "Ring Kichard the Thrid".
Palin: I'm sorry?
Idle: 'A shroe! A shroe! My dingkom for a shroe!'
Palin: Ah, Ring Kichard, yes... but surely that's not an anagram, that's a spoonerism.
Idle: If you're going to split hairs, I'm going to piss off.

24. október 2004

Vopnabúrið tómt?

Aumingja Arsenalmenn...
Fyrirgefið.
Ég meina að sjálfsögðu: Aumingjar, Arsenalmenn!

Setning dagsins
-Arsenal töpuðu-

P.S. Öllu veseni reddað...held ég

23. október 2004

The table is set... the pieces are moving...

Smávægilegar breytingar hafa orðið á þessu aðsetri mínu í þessari illþefjandi laug kláms og sora, sem einnig kallast internetið.
Commentakerfinu reddað, linkum bætt inn (fleiri á leiðinni) og almenn fínpússun...
Þið mættuð jafnvel búast við enn meiri breytingum.... hoohoo!

Setning dagsins
-Auga fyrir auga og heimurinn verður blindur-

P.S. YAARGH! Svo virðist sem ill öfl séu að verki: færsla númer þrjú hvarf!! Ojæja...hún olli bara vandræðum hvort sem er...

20. október 2004

Óslípaður demantur...

Eins og þið sjáið er þetta vefsetur mitt enn nokkuð hrjúft og ekki mikið um augnakonfekt. Þetta blogg er, jú, óslípaður demantur. En líkt og demantar kemur í ljós að undir hrjúfu yfirborðinu liggur veruleg harðneskja en jafnframt fegurð...
... nú er ég týndur... fer þetta ekki í prófílinn?

*ZING*

Hér munuð þið fá að sjá í framtíðinni fréttir af mínum afrekum jafnframt ákaflega heimspekilegum pælingum. Til dæmis:
-Hvers vegna fer Andrés Önd í buxur BARA þegar hann fer í sund?
-Hvers vegna virðist mann alltaf klæja í nefið þegar maður er nýbúinn að óhreinka hendurnar?
-Getur eitthvað efni sprottið upp úr engu, eða hefur eitthvað efni verið til frá upphafi? Hvað er þá upphafið?
Fylgist spennt með framhaldi þessa bloggs. Það verður eflaust viðkunnanlegra en fyrri bloggsíður.

Setning dagsins
-Igne Ferroque-

29. september 2004

Einn, tveir, einn, tveir... halló?

Jæja...þriðja bloggið mitt á jafnmörgum stöðum.

Ég veit ekkert hvað ég ætla mér með þetta... þannig að...
...