30. nóvember 2004

Óskalisti

Í tilefni þess að jólin eru eftir aðeins tæpan mánuð ætla ég að skrifa upp óskalistann minn þessi jól. Endilega nýtið ykkur hann þegar þið kaupið jólagjafir handa mér.
So...

1. Fable (Hlutverkatölvuleikur fyrir Xbox. Veit voða lítið um hann, en hann á að vera í anda Zelda. Enough said.)
2. Halo 2 Soundtrack (Marty O'donnell er snillingur. Aðeins fáanlegur utanlands.)
3. Amélie Soundtrack (Tónlistin úr Amélie. Tók eftir því um daginn hve skemmtileg hún er.)
4. Dual 2.5 gHz G5 Power Mac (Maður má láta sig dreyma.)
5. 30" Apple Cinema HD flatskjár (Til móts við tölvuna.)
6. Hitchhiker bækurnar (Einhverjar bókanna úr Hitchhiker's Guide to the Galaxy seríunni. EKKI stóru bókina.)
7. Gallabuxur (Með mjúku L-i.)
8. A Perfect Circle bolur (Afar töff. Aðeins fáanlegur utanlands.)
9. Tool bolir (Einnig afar töff. Aðeins fáanlegir utanlands.)
10. Heimsyfirráð (Ef einhver er MJÖG gjafmildur.)
11. Dumb & Dumber (Á DVD. EKKI VHS! Hver kaupir svoleiðis óbjóð nú til dags...?)
12. Tool: Ænima (Síðasti Tool diskurinn í safnið.)
13. A Perfect Circle: Mer De Noms (Langar í löglegt eintak.)
14. A Perfect Circle: Thirteenth Step (Sama ástæða og fyrir ofan.)
15. Xbox Live (Internet-leikjaþjónusta fyrir Xbox.)
16. X-Files (DVD seríurnar. Mulder og Scully klikka ekki.)
17. Dúnsæng (Ahhh....)
18. 42" Widescreen Plasma sjónvarp (Loftur...?)
19. Armbandsúr (Slétt sama hvernig, bara á meðan það sé yfir 5000 kr. markinu.)
20. Allar DVD myndir og Xbox leiki sem ykkur dettur í hug. (Ég skipti því þá bara.)

Jæja...þetta er þó ekki nærri því allt sem mig langar í... maður getur víst ekki keypt hæfileika...

Lágmark að ég fá 15 af ofantöldum hlutum!

29. nóvember 2004

Glæstar vonir brotnar niður!

Taylor veit eitthvað um Morgan, en einhver gráhærður, gamall ríkisbubbi er ekki viss hvað.
Morgan er ófrísk og Ridge á barnið! Hann ásakar hana auðvitað um að vera hreinlega að hefna sín eftir að Stephanie neyddi hana til að fara í fóstureyðingu fyrir nokkrum árum. Morgan harðneitar því!

Þetta er það sem ég þurfti að heyra og sjá í morgun þar sem ég lá lasinn og veikburða inni á sófa hjá ömmu minni.
Eins og ég hafi ekki þjáðst nóg...

28. nóvember 2004

Ekki er allt sem sýnist...

Ég hef komist að því að ekki er allt sem sýnist á þessu litla landi okkar í norðri.
Ber þar að nefna Norræna húsið.

"Mánud. 29.nóv.
12:00 - 13:30
Þjóðarákall til að stöðva limlestingar á kynfærum kvenna í Norræna húsinu."


Þetta stendur, orðrétt, í bæklingi nokkrum sem mér barst í vikunni.
Ég segi: tökum höndum saman og STÖÐVUM OFBELDI Í NORRÆNA HÚSINU!!!

27. nóvember 2004

Jólaleiði

Ég bölva ótímabæru jólaskrauti!
Ég bölva jólalögum í nóvember!
Það eina sem 'jólin' hafa gefið mér hingað til er aukin byrði á öxlum mínum og miklu hugarangri.
Jólin kipptu mér nánast úr axlarlið í morgun.
Jólin töfðu mig um korter.
Jólin brotna illa saman.

Jólin eru þó ekki alslæm...believe you me!

26. nóvember 2004

Japanskur keisari? Nei, drottning!

Mér var bent á þetta í dag.
Queen syrpa á japönsku...
...hljómar vel, eh?

Au Contraire!

Hlustið og njótið!
-reynið, að minnsta kosti...

23. nóvember 2004

Allt í vitleysu

Tímaskyn mitt er farið út um þúfur. Ég þekki varla muninn á fortíð og framtíð lengur.
Ég kem heim um hálf fimm eftir tíu og hálfs tíma vöku. Ég fæ mér dágóðan hádegisverð, vegna þess að í morgun komst ég ekki til þess að láta almennilegan morgunmat ofan í mig. Eftir það dotta ég í mínu ástkæra og aðlaðandi rúmi, sem er enn meira lokkandi í þessum kulda. Ég vakna í örstutta stund við hundsgá. Móðir mín er kominn heim. Vakna síðan nokkrum klukkustundum síðar. Eitthvað sem hljómar eins og jólatónlist ómar í eyrum mínum.
Í smástund hugsa ég: "Þorláksmessa!"

Faðir tími hefur haft mig að fífli. Hálftími hefur liðið í fantasíulandi. Tími heimanna tveggja rennur saman fyrir huga mínum.
Nú ráfa ég stefnulaust um í húsinu og reyni að átta mig á því hvar ég er.
Ég þekki ekki sekúndur frá árum, klukkustundir frá öldum.
Ég er tímalaus!

18. nóvember 2004

Fimbulkuldi

Ég fagnaði snjónum á fimmtudag, mjög innilega.
Ég fagnaði kuldanum í kjölfarið, innilega.
Ég fagnaði því þegar frostið fór yfir fimm stig, ágætlega.
Ég fagnaði því þegar snjórinn hætti að vera skemmtilegur, sæmilega.
Ég fagnaði því þegar frostið fór yfir 10 stig, illa.
...fullmikið af því góða.

17. nóvember 2004

Strætóstríð!

Ég vil lýsa yfir óopinberu stríði við leið 57!
Hann tók á sig óvenjulegan krók á þriðjudagsmorgun sem varð til þess að ég þurfti að hlaupa á eftir honum niður mest allan Bakkaveginn, en jafnvel þá sá hann mig ekki! Ég sneri til baka og tók út reiði mína á blásaklausum ljósastaurum á leiðinni, og iðrast ég þess innilega.

Ég hef tekið eftir því að það er lítið um aktivití á þessu bloggi, eins og frændur okkar vestanhafs mundu segja, commenta- og bloggwise.
Ég hef fundið leið til að bjarga því:
π=3.0!!!

9. nóvember 2004

Fjandinn hir�i interneti�

Allur g�rdagurinn f�r � eint�ma vitleysu!
H�r er �g, � lei�inni � f�lagsfr��ipr�f sem �g veit ekkert um og er �g a� l�ra?
Au�vita� ekki.
�ess � sta� er �g a� p�la, sp� og grufla � �essu helv�ti!
30 bor� my ass!

3. nóvember 2004

Ó, vei þér!

I'd much rather have a tree in my garden than Bush!

Næstu fjögur ár verða... tjah.... forvitnileg?