26. desember 2004

Allt bú'!

Það er aðfangadagur.
Klukkan er tíu mínútur í sex.
Og ég gleymdi að pakka inn gjöfinni fyrir litla bróður minn.
Úps!

En að öllu gamni slepptu, þá voru þetta hin fínustu jól.
Gjafirnar voru þónokkrar, þó hefði ég ekki grátið nokkra í viðbót.
En lesendur þessa bloggs voru greinilega ekki að standa sig í stykkinu!
Af fyrrnefndum lista mínum fékk ég aðeins 4 hluti af 20!
Svo ég taki svona nett "ríkapp" (re-cap fyrir þá sem ekki skilja íslenskað slangur) þá er þetta það sem ég fékk:
1. Diesel armbandsúr (M+P) (Á listanum, fínt mál það!)
2. Líkamsræktardót (M+P) (Andstyggilegt hint?)
3. Englar & djöflar (M+P) (Nýja Dan Brown bókin, grúví)
4. Eternal Sunshine of the Spotless Mind (Balli bróðir) (Mögnuð mynd!)
5. Life, the Universe and Everything (Svalldóra) (Á listanum, fínt mál það!)
6. Amélie soundtrack (Svalldóra) (Á listanum, fínt mál það!)
7. Gallabuxur (Amma & afi) (Á listanum, fínt mál það!)
8. Íslenskur stjörnuatlas (Afi & Dóra) (Stjörnur = töff)
9. Peysa (Afi & Dóra) (Verulega fansí)
10. Vökvafyllt beljumúsamotta (Fjölsk. Miðskógum) (Skondin og töff!)
11. Naked Gun DVD pakkinn (Dísa frænka) (Leslie Nielsen flottur, Dísa líka!)
12. Korn - Follow the Leader (Dídí frænka) (Besti diskur Korn)
13. Quarashi - Guerilla Disco (Gunna & Addó) (Quarashi diskurinn!)
14. Jagúar - Hello Somebody! (Mál & menning) (Jagúar flottir!)

Jæja, ég þakka kærlega fyrir mig og vona svo sannarlega að ég sé ekki að gleyma neinum!
Takk, takk!

23. desember 2004

Mér hlakkar til!

Jamm og já!
Mig hlakkar til jólanna.
Mér hlakkar svo mikið til að málfræðihæfileikar mínir hafa farið út um þúfur.
Ég á ekki von á því að skrifi meira fyrir jól (ekki það að ég hafi mikið að segja núna) þannig að:
Gleðileg jól, allir sem einn!

P.S. Vonandi eruð þið ánægð! (Þeir taka það til sem sín sem eiga það skilið)

13. desember 2004

Morð! Morð!

Ég ligg í rúmi mínu, utan þessa heims.
Ég bylti mér við hverja vindhviðu sem dynur á glugga mínum.
Skyndilega heyrist öskur, utan úr garðinum. Langt, skerandi, hrjúft öskur.
Ég hrekk upp og lít eftir blóði.
Þið liggur um alla gangstétt. Hellurnar verða gegnsósa á örfáum sekúndum.
Blóðbaðið er gífurlegt.

Ég gleymi ekki nóttinni sem veðurgyðjan var myrt.

9. desember 2004

Mér leiðist...

Mikið langar mig að berja líffæri úr dauðu dýri með spýtum...

8. desember 2004

Ó gleði gleði!

Ó, en sú gleði!
Ég mun lofsama Popp Tíví fram á laugardag! (Nema að sjálfsögðu Heiðar Austmann)
Nú hef ég í höndunum 2 miða á Saw!
Ó gleði, gleði!

6. desember 2004

Besservisser!

Dag nokkurn í Bernhöftsbakaríi, þeim glæsta sölustað bakkelsis og brauðmetis, gengu inn tveir piltar. Það tók fólk ekki langan tíma að sjá það að þeir voru greinilega menntskælingar, en hvort þær væru Kven(nó)menn eða Emmerringar, það er annað mál. Varð öðrum þeirra, án nokkurs fyrirvara, litið á neðra, hægra horn afgreiðsluborðsins.

Piltur 1: "Hey, cool. Þeir selja svona 'bagúett'!"
Piltur 2: "'Bagúett'? Maður segir: 'Bagett'!"
Piltur 1: "Hey! Ég hef komið til Ítalíu!"

4. desember 2004

Regla 1

Sannið: hornasumma þríhyrnings er alltaf 180°

Gefum okkur þríhyrninginn ABC. Drögum línu l í gegnum B samsíða AC. F1 gefur þá að x=A og y=C (*)
Þar sem x+y+B=180° gefur (*) að A+B+C= hverjum er ekki sama?

1. regla af 27...

Nú líður mér eins og þessum kisa:

1. desember 2004

Jólafrí

Hopp og hí,
trallallí,
nú er komið jólafrí!
...næstum því...
Sækir á mann skólaþóf,
því núna hefjast jólapróf.