28. desember 2005

Checklist

Jæja, nú er komið að því að vekja upp öfund/vorkunn hjá lesendum mínum.

1. Leðurveski (M+P) (Laglegt veski, sérstaklega þegar það er fullt af peningum)
2. Saving Private Ryan á DVD (M+P) (Glæsileg mynd í alla staði - Vin Diesel er m.a.s. áhorfanlegur!)
3. Argóarflísin eftir Sjón (Amma + afi) (Hún á víst að vera ansi góð)
4. Gjafakort í Kringluna (Amma + afi) (The world is my oyster!)
5. Rokland eftir Hallgrím Helgason (Afi Baldvin og Dóra) (Hún á víst að vera ansi fyndin)
6. 3000 krónur (Afi Baldvin og Dóra) (Smellpassar í veskið)
7. Scrubs Season 1 á DVD (Sveinbjörn + Halldóra) (Fyndnustu leiknu þættir í mörg, mörg ár (Boing Fhip!))
8. The 40 Year Old Virgin á DVD (Baldvin) (Furðulega góð og ekki nærri því eins vitlaus og við mátti búast)
9. Die Hard I, II & III á DVD (Sörlaskjól) (Yippee-ka-yay, motherfucker!)
10. Little Britain Seasons 1 & 2 á DVD (Miðskógar) (Eh, eh, ehhh!)
11. 12 íslensk topplög með Á móti sól (Dídí) (Á móti sól er ekki beint mitt uppáhald, en takk samt)
12. Ósögð orð og ekkert meir eftir Rúnar Þórisson (Gunna & Addó) (Hef nákvæmlega ekki hugmynd um hver þetta er...)
13. Almond Sunset Dessert Tea (C.J.) (Nú þarf maður að byrja að drekka te)
14. Lítill trédiskur (C.J.) (Afar sléttur)
15. Das Wohltemperierte Klavier I (C.J.) (Nú þarf maður að byrja að æfa aftur á píanóið)
16. Witness á DVD (Kertasníkir) (Þarf að horfa á þessa)

Takk fyrir mig!

14. desember 2005

Svo nálægt!

Eitt próf eftir!
Þá get ég loksins ekki lært undir próf og verið laus við samviskubit!
Jei!

9. desember 2005

Near death experience...

Á leið minni í knattspyrnu í gærkvöldi sá ég fjarskyldan ættingja í Kópavoginum. Ég hafði ekki séð hann í afar langan tíma og langaði því gífurlega mikið að heilsa upp á hann. Bílstjóri bílsins er ég sat í virtist lesa hugsanir mínar því nú jók hann hraðann og stefndi í humátt að þessum ættingja mínum. En er nær honum var komið uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar: "Ég er ekki skyldur neinum helvítis steypustólpa!!!"
Aftur virtist bílstjóri bílsins lesa hugsanir mínar, þó örlítið á eftir mér, því nú beygði hann snarlega framhjá þessum platættingja, en ekki mátti miklu muna. Ég get sagt svo án nokkurs efa því ég finn ennþá lyktina af gráleitum, illþefjandi, rykkenndum rakspíranum hans.
Þar slapp ég naumlega við vandræðalegan fund.

5. desember 2005

Hversu kúl?

Hversu hipp, kúl og 'ýkt, mega töff' væri að sjá George Bush dansa hlutverk regnskýs sem kemur og þvær burt öll óhreinindi heimsins?
Það virkaði fyrir Lúðvík...

1. desember 2005

Gorglepoof

Gorglepoof.

Huzzah!

David Letterman (kannski er það sköllótti, leiðinlegi hljómborðsleikarinn hans...) fær hrós vikunnar í mínum bókum.
Hver sá sem velur Schism, þó það sé í kjánalegri accoustic/brass útgáfu, til flutnings getur ekki verið alslæmur.

Húrra fyrir Tool!

29. nóvember 2005

Úje

Eftir lipra tilburði dagsins er ég að spá í að láta kalla mig Einar léttfeta...
Einar lipri, kannski...
Einar sápa?

Back me up, piltar!

22. nóvember 2005

Yarrgh!

Ég er að spá í að opna veitingahús einhvern tímann... ef ekki nema subbulega hamborgarabúllu.
Þá ætla ég að bjóða öllum eigendum bíóhúsa á höfuðborgarsvæðinu í opnunarkvöldmáltíð.
Þegar þeir eru svo hálfnaðir ætla ég að kippa af þeim diskunum, 'blasta' einhvers konar form af Hip-Hoppi og benda þeim að salatbarinn stendur þeim núna opinn.
Svo mega þeir éta kaldan og nú óspennandi borgarann eftir kortér...
Take that!

10. nóvember 2005

Salernispása

Lof þú mér að laumast frá,
litlum tíma af missa.
Það er nú mín þörf og þrá
að þjóta niðr og pissa.

Leyf mér aftur laumast frá,
ég lofa mér að flýta.
Naumt það verður tíma að ná
því nú þarf ég að tefla við páfann.

Takk fyrir

2. nóvember 2005

Gilli-gill

Meiri sjálfsskoðun hér á bæ.
Voðalega er ég eitthvað opin þessa dagana...ojæja.

Áður en ég dey ætla ég að...
...verða "MacJammer of the week".
...fara á Old Trafford.
...vinna fótboltamót.
...semja sönglag.
...geta sungið fyrir framan fólk.
...græða pening fyrir tónlist.
...sofa undir berum himni.

Ég get...
...samið tónlist.
...farið í heljarstökk á stökkdýnu.
...samið ljóð.
...tekið hjólhestaspyrnur.
...gripið amerískan fótbolta nokkuð örugglega.
...fengið tiltölulega hátt á prófum án áreynslu.
...logið þegar ég þarf þess.

Ég get ekki...
...deilt tilfinningum mínum með fólki.
...farið í afturábak heljarstökk á stökkdýnu.
..."hözzlað".
...sungið fyrir framan fólk.
...kastað amerískum fótbolta.
...lært á gítar.
...smellt með vinstri hendi.

Hitt kynið hrífur mig með...
...gáfum.
...skopskyni.
...hógværð.
...fallegu brosi.
...björtum, djúpum augum.
...nettum höndum.
...heiðarleika.

Í gegnum tíðina hef ég hrifist af þessum nafnkunnu einstaklingum...
...Zach Braff.
...Danny Carey.
...Hans Zimmer.
...Steve Buscemi.
...Natalie Portman.
...Homer Simpson.
...Fox Mulder.

Ég segi oft...
..."Fokk, já!".
..."Touché".
..."Neeeeeeeei!" (með svolítið hásum tón).
..."Akkúrat".
..."Ertu bjáni?!".
..."S'bi - fæ ég far inn í Garðabæ?".
..."Djöfull sökkar Manchester!".

Þessa stundina sé ég...
...gamlan, stóran, nokkuð ljótan Sony Trinitron tölvuskjá.
...rauðan síma.
...Mac Jams spjallgluggann (og innan hans nöfnin Bizarre, cjhoose, savage4hire (bróðir cjhoose) og caroline).
...mikið drasl á skrifborðinu hans pabba.
...Zoom RhythmTrak RT-323 trommuheilann minn.
...stórt Roland A-30 hljómborð.
...asnalegu vinstri höndina mína.

Þið megið síðan búast við því að verða kitluð.
Be afraid. Be very afraid.

16. október 2005

Re: Klukk

Vegna kvörtunar frá ákveðnum aðila (nefni engin nöfn, byrjar á Kl og endar á ara) hef ég ákveðið að gera þetta klukkdæmi aftur og nú aðeins meira alvöru.

Og hefst nú lestur:

1. Ég átti afmæli í febrúar og hef enn ekki tekið bílprófið. Ekki bara vegna leti eins og ég sagði síðast heldur er ég afar stressaður ökumaður og að vissu leyti hræddur við það að keyra. Hvort það er af hræðslu við að lenda í árekstri, valda árekstri eða einfaldlega að valda einhvers konar uppnámi, það hef ég ekki hugmynd um.
2. Ég er frekar innhverfur einstaklingur. INNhverfur - til að koma í veg fyrir alla ósmekklega brandara. Mér finnst oft gott að sitja einn heima rólegheitum með tónlist eða góða bíómynd. En þar með er ég ekki að segja að ég hrífist ekki að góðum teitum.
3. Ég er afar montinn en reyni að fela það á bakvið hógværð, eins gáfulegt og það hljómar.
4. Ég kveikti einu sinni í hól fyrir aftan hús milli tveggja íbúðagatna hér úti á Nesi. Ég var á línuskautum þann daginn (ég var 11 eða 12) og þaut heim hið snarasta í gífurlegu móðursýkiskasti. Á leiðinni datt ég og útskýrir það verulega rispuðu hnéhlífina inni í bílskúr. Ég hef aldrei verið eins hræddur á ævi minni.
5. Ég er afar feiminn. Til dæmis hef ég verið hrifinn af ákveðinni stúlku í dágóðan tíma en er of mikil kelling til að gera nokkuð í því.

Þar hafið þið það!
Ef einhver nálgast mig með þessi mál í huga í öðrum tilgangi en að styðja og ræða á skynsaman hátt, þá eyði ég þessum pósti og afneita öllu saman.

29. september 2005

Til hammó með ammó!

Time flies when you're having fun, huh?

Jibbí!

22. september 2005

Vetur

Veturinn er að koma.
Ég er næstum því með marblett til að sanna það...

20. september 2005

Klukk

Jæja... það hlaut að koma að því. Ég var "klukkaður" í dag. (Takk Sveinbjörn)
Let's get this show on the road!

1. Ég er í 4-Q í Menntaskólanum í Reykjavík.
2. Ég drekk hvorki né reyki.
3. Ég hef ekki enn tekið bílprófið, þrátt fyrir að hafa orðið 17 ára síðasta febrúar, hreinlega vegna leti.
4. Ég er nörd - á hinum ýmsu sviðum.
5. Ég elska að semja tónlist, hvort sem hún er góð eða slæm.

Enjoy.
Þið fáið ekkert annað svona.
Beware of the "klukk"...

18. september 2005

Einar pólfari

Ekki nóg með að ég hafi heimsótt einn pól - heldur heimsótti ég báða!
Á sama degi!

Ef þú hélst að ég væri að tala um hina víðfrægu Suður- og Norðurpóla, heimkynni mörgæsa, jólasveina og geðveikra vísindamanna, þá ert þú viti þínu fjær.
Ég heimsótti hins vegar báða póla menningarpriksi

Annars vegar norðurpólinn. Hinn kalda, yfirborðslega, menningarlega. (Sjaldan hefur maður heyrt um að íslensk áhrif sjáist í dönskum abstrakt verkum, en í tilfelli Else Alfelt eru þau nokkuð greinileg, eins og sést af hinum skæra, en þó rólega, græna lit.)
Og hins vegar suðurpólinn. Hinn hlýja, geðveika og oftar en ekki heimskulega. (Glory, Glory Man Uniiiiited!!!)

Ég ætla hins vegar ekki að gera upp á milli þeirra, af hættu við hinar ýmsu hættur sem leynast á báðum stöðum...


P.S. Ég er syfjaður...

15. september 2005

Nu er nóg komið!

Þeir eru byrjaðir aftur!
Enn á ný hunsa þeir aðvaranir mínar, hversu alvarlegar sem þær hafa verið!
Enn á ný sýna þeir mér óvirðingu og dónaskap.
Enn á ný sýna þeir mér fingurinn!

Nú spyrja eflaust margir sig:
"Hverjir eru þessir 'þeir'?" "Hvað hafa 'þeir' hugsanlega gert sem verðskuldar svona orðaval?"

Ég á að sjálfsgögðu við þorpara götunnar!
Bláklæddir óþokkar sem horfa fyrirlitningaraugum á hinn almenna borgara í gegnum kámugar bílrúður.
Ég á að sjálfsögðu við STRÆTÓBÍLSTJÓRANA!!!

Tvo morgna í röð hafa þeir gefið skít í hina opinbera tímatöflu, sem þeir ákváðu sjálfir til að byrja með. Svo slóttugir eru þeir!
Eitt sinn gengu þeir jafnvel svo langt að aka framhjá mér án þess að gefa mér hinn minnsta gaum. Þeir óku framhjá mér, eflaust hlæjandi og jórtrandi munntóbak í gríð og erg líkt og sannir óþokkar gera!

Hvað mun ég gera?
Svarið er afar einfalt!

EKKERT!!!

Ef maður fer að takast á við kerfið mun illa fyrir manni fara.
Kerfið er óáþreifanlegt.
Kerfið er órjúfanlegt.
Kerfið er almættið.


-Taka skal fram að það sem hér fyrir ofan stendur endurspeglar ekki skoðanir rithöfundar til fulls -

10. september 2005

Grabblesnaps

Blegh - nenni alls ekki að blogga núna...
Dundið ykkur við þetta á meðan.

20. ágúst 2005

"Get ég aðstoðað?"

Aldraður maður stendur ráðvilltur við inngang skrifstofumarkaðs. Honum er ýtt til hliðar þegar roskin miðaldra kona ryðst inn með tvö sex ára börn í eftirdragi, sem þessa stundina japla á klístruðum frostpinna. Venjulega myndi konan ekki detta það í hug að leyfa gríslingunum það en þar sem hún borgaði ekki fyrir þá var henni svo sem slétt sama.
Er gamli maðurinn nær áttum á ný gengur hann af stað inn í hinn villta frumskóg ritfanga og skólabóka sem orðið hefur mörgum efnilegum ungmennum að bana. Hann vindur sér að ungum manni sem stendur með fangið fullt af rauðgulum A4 stærðfræðibókum með 7 millímetra rúðum - stærð sem ýmist er talin meðalstór eða stór.
"Góðann daginn, ungi maður. Vinnur þú hérna?"
Ungi maðurinn lítur niður á alrauðan bolinn sem hann klæðist og virðir fyrir sér stafina sem mynda orðið GRIFFILL myndarlega á bringu hans.
"Nei, því miður. Ég var bara svo ótrúlega heppinn að verða 10.000. viðskiptavinur Griffils og fékk að launum þennan æðislega bol og 260 króna úttekt í skriffæradeildinni!"
"Hvað um það, ég er gamall, pirraður, ósjálfbjarga maður og ég er að leita að ákveðnum, ótrúlega absúrd hlut sem enginn hefur minnst á. Mig minnir að Monroe hafi framleitt hann á sínum tíma."
Ungi drengurinn horfir dauflega á hinn eldri mann sem lagfærir sixpensarann sinn um leið og hann sýgur rösklega upp í nefið.
"Jaa... nú veit ég bara ekki..." svarar ungi maðurinn. Daunninn af gamla manninum minnti á illþefjandi blöndu neftóbaks og kaffis.
"Nú?! Hver veit það þá?!" segir gamli maðurinn reiðilega.
Lyktin lokar öllum skilningarvitum unga mannsins sem gerir þó sitt besta í að halda meðvitund. "Tjah - ég er sko bara nýbyrjaður hérna; búinn að vera hérna í 24 mínútur, nákvæmlega. Þú gætir spurt stelpurnar á kassanum - þær gætu vitað hvar þennan óheyrilega absúrd hlut er að finna."
Gamli maðurinn hóstar snöggt en snýr sér svo hneykslaður við og strunsar í burtu, muldrandi einhver ógreinileg ókvæðisorð.
Ungi maðurinn snýr sér aftur að bókahillunum og heldur áfram að raða A4 stærðfræðibókunum.
"Ógeðslega er heitt hérna inni...".

16. ágúst 2005

Já, já...

Það er orðið ansi langt síðan ég hripaði eitthvað niður en ég sé engan kvarta þannig að... skrú jú.

30. júlí 2005

About damn time

Ég held að það sé kominn tími á eitthvað alvöru blogg...
Fyrst ber að nefna að besta mynd í heimi er komin í hús.
Ójá, ég var svo heppinn að slysast til að finna Garden State á DVD í fremstu hillu Skífunnar í Kringlunni á sunnudag. Síðan þá er ég búinn að horfa á hana þrisvar og rífast við afar þröngsýnan og hrokafullan hálfvita á spjallborði IMDB. Hann hefur ekki svarað í sólarhring, þannig að ég vil líta á mig sem sigurvegara í rökræðunum... en hálfgert virðingartap hvorn veginn sem er.
Ég byrjaði svo að horfa á Scrubs í framhaldi af kaupunum. (Zach Braff er bæði í Garden State og Scrubs.) Og vá, ég hef verið að missa af fyrsta flokks gamanþáttum!
Never again!
Jafngaman og alltaf í vinnunni...voða lítið að frétta þaðan... skiljanlega... ("Hey, VÁ, bandið mitt slitnaði ALDREI á mánudaginn!!!!")

Ég er búinn að vera með óttalega músíkalska ritstíflu...þannig að frekari uppfærslur verða að bíða.
Komment vikunnar er þó: "Þetta er flott og allt það, þetta er bara svo ógeðslega leiðinlegt!"

Laglegt!

21. júlí 2005

17. júlí 2005

Ahhh...íslensk nepja!

En hvað íslensk rigning er ljúf viðkomu!
Líka æðislegt að geta fengið smá rigningu án þess að henni fylgi þrumur og eldingar.

•Króatía er fallegt og ódýrt land.
•Króatar horfa ekki á DVD.
•Ég varð ekki sólbrúnn.
•Ég sólbrann ekki.
•Útibíó eru skrýtin en þó laus við hlé.
•Það er æðislegt að svífa í 30 metra hæð yfir Adríahafinu í fallhlíf aftan í hraðbát.
•Þjóðverjar eru ömurlega miklir málverndarsinnar.
•Ég nenni ómögulega að blogga.

28. júní 2005

Bless

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að vera stuttorður og leiðinlegur í þessari færslu.

Ég fer til Króatíu á morgun, ekki þið!
NANANANANANNA!! (*syngist*)

20. júní 2005

Bikarkvöld

Í kvöld var bæði merkilegasta bikarkvöld sem ég hef orðið vitni að og ómerkilegasta Bikarkvöld sem ég hef orðið vitni að.
Fyrst ber að nefna að Magic komst í 2. umferð bikarkeppni utandeildarinnar með 4-1 sigri á Stormi á Leiknisvelli.
Yðar einlægur átti ekkert markanna. Það kemur... bíðið bara...

Síðan þarf ég að minnast á Bikarkvöld Ríkissjónvarpsins sem var á dagskrá rétt eftir ellefu.
Í kvöld fóru 6 leikir fram í VISA-bikarkeppninni (sem svo ótrúlega vill til að er styrkt af VISA) og samtals skoruð hvorki meira né minna en 33 mörk!
En hvað gerir RÚV?
Þeir sýna leik Víðis og FH (sem fór 5-0 fyrir FH) og sýndu svo leik Víðis og FH ... FRÁ 1991!!!.
Síðan sýna þeir vítaspyrnukeppnina sem fór fram mill Þróttar og Hauka (Til hamingju, Haukar).
Þeir enduðu síðan á myndum frá leikjum gærdagsins!

Það er greinilegt að þeir hafa bara verið með myndavél úti í Garði til að horfa á FH og hafa síðan brunað út í Hafnarfjörð til að ná vítaspyrnukeppni Haukamanna!

Hafnarfjarðarklíkan búin að teygja sig inn í raðir Ríkissjónvarpsins?

19. júní 2005

Batman Returns

Ójá! Hér er hún aftur eftir allt of langt hlé!

K V I M Y N D A G A G N R Ý N I N


Skellti mér með hópi góðra vina á Batman Begins í Álfabakka fyrr í kvöld.
Ég reyndi að gera mér ekki neinar vonir, þar sem ég hef áður orðið fyrir vonbrigðum á Batman mynd, sbr. Joel Schumacher fíaskóið. Ég fæ ennþá martraðir...
En þau mistök skósmiðsins hafa svo sannarlega verið leiðrétt!
Ég geng kannski ekki svo langt að segja að þessi mynd toppi Tim Burton myndirnar, en hún kemst ansi nálægt því!
Cristhopher Nolan hefur farið nýja leið með Batman. Hann hefur gert Batman mannlegri og Gotham borg tiltölulega eðlilega, ólíkt Tim Burton sem gerði borgina alveg jafnskrýtna og Batman sjálfan.
Nolan tekst þar vel upp og stendur leikhópurinn sig með prýði, enda skartar hann snillingum eins og Morgan Freeman, Michael Cane og Gary Oldman.
Það eina sem ég hef að segja er að mér finnst Katie Holmes hreinlega ekki passa inn í myndina. Hún er of stelpuleg til að vera Batman-gella. Það look virkar í Dawson's Creek en ekki í ofurhetjumynd.

Samt sem áður er þessi mynd vel 800-kallsins virði.
"Top-notch" hasarmynd!

P.S. Hlé eru ennþá sköpunarverk kvikmyndadjöfulsins.

Ó, já!

Djöfull er ég bestur í Sing Star!

15. júní 2005

Sá hlær best sem síðast hlær.... með skóflu

FH er nú þegar fallið.
Ekki í Landsbankadeildinni, heldur í virðingarstiganum mínum.
Þegar við stígum inn á völlinn er tekið á móti okkur: "Ú! A! Við hötum Val! Ú! A! Við hötum Val".
Íþróttamenskan í hámarki.
Útslagið átti síðan Tryggvi Guðmundsson.
Þar sem hann lá meiddur á höfði á hliðarlínunni, stendur hann upp og kallar til stuðningsmanna Vals einhver vel valin orð. "Djöfull ... þið heimsk......" var það eina sem ég náði.
Uss...og ég sem hafði svo mikið álit á honum....

Ég vil síðan bara benda FH-ingum á það að FH er núna 3 stigum á undan Val.
Það eru ennþá 12 X 3 = 36 stig í pottinum.

13. júní 2005

Gillty

"Michael Jackson sýndi engar tilfinningar þegar sýknudómarnir voru lesnir upp, hann einfaldlega starði fram fyrir sig og leit ekki á kviðdómendurna."

Hefur einhver séð plastpoka sýna svipbrigði?


P.S. Allir hingað

10. júní 2005

Fjandinn hafi það!

Fjandinn hafi æðislega framhaldsþætti!
Maður bíður og bíður eftir lausn, en kemst síðan að því að dæmið er rétt að byrja!
Sveiattan!

P.S. Ekki spyrja hvaða þáttur þetta er, ég svara ykkur ekki. Ég vil ekki skemma neitt fyrir neinum.

5. júní 2005

Regnkápa?

Komst að þessu í dag:

Macintosh = A waterproof raincoat made of rubberized fabric.

Ég ætla samt ekki að láta reyna á vatnsheldis-"faktorinn"...

P.S. Ný lög.

2. júní 2005

Guð minn góður!

Ég held að ég hafi verið vitni að versta hlut sem sést hefur síðan Svarti dauði!
Silvía Nótt!

Hún er í algjörri "lose-lose" stöðu!
Ef hún er svona í alvörunni, þá ættum við að halda fjáröflun til að bjarga þessari vesalings manneskju! Enginn á að þurfa að ganga í gegnum það að vera svona!
Og ef hún er að leika, þá er hún hreinlega fífl!

Við ættum að nota svona sjónvarpsefni til að refsa glæpamönnum!

Silvía Nótt, sofnaðu fljótt, að eilífu, amen!

P.S. Nýtt lag

1. júní 2005

Sumar og sól

Sumarið er komið, öllum að óvörum.
Hægri handleggurinn á mér sýnir það glögglega...

Mig langar í rigningu...

29. maí 2005

Reginmunur

Chernobyl er ógnvekjandi staður...

Tekið af www.kiddofspeed.com

Aftur á móti er Squaw Peak í Arizona fallegur staður...

Tekið af www.pbase.com/ericnoel/

Langaði bara að deila þessu með ykkur.

26. maí 2005

Stikl

1. Stóðst öll prófin => öruggur inn í 4.bekk. Újé!
2. Tapaði með Magic gegn Melsteð, 2-1, í gærkvöld.
3. Keypti þrjár snilldar DVD-myndir á þriðjudag: Donnie Darko, Good Will Hunting, og A Bug's Life.
4. Ég, Loftur Hreinsson, Sigurbjörn Viðar Karlsson og Stefán Már Möller erum ekki skemmtilegir bílfarþegar (Húbbeðe Flebbeðe!).
5. John Cleese er fáránlega fyndinn.
6. Mig langar í Garden State, myndina og soundtrackið.
7. Stikl er skemmtilegt orð.

23. maí 2005

Fólk er fífl

Fyrirspurnir til Símans.
Það eru greinilega fífl á fleiri stöðum en í Bandaríkjunum...

1: Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt númer???

2: Nei, nei. Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur. Ég er búinn að hafa þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!!!!!

3: Ég er að fara til USA á morgun, og ætla að taka GSM símann minn með. Þarf ég að taka hleðslutækið með mér líka?

4: Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá???

5: Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina. Hún er svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt. Veistu nokkuð litinn á kökunni sem er á skjánum núna???

6: Hvað á þetta að þýða að loka símanum? Ég gerði allt upp hjá ykkur fyrir nokkrum mánuðum síðan.

7: Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD. Getið þið reddað því fyrir mig?

8: Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu minni SMS, fær hún þau bara á íslensku!!!

P.S. Við hefðum átt að senda þetta í Eurovision!
P.P.S. Linkurinn virkar núna

20. maí 2005

Uppfærsla

Persónulegur kvikmyndatopplistinn minn hefur breyst örlítið á undanförnum dögum.
Síðustu helgi komst Dead Poets Society á listann. (Hún varð til þess að ég skrifaði ljóðið fyrir 2 færslum.)
Í kvöld komst síðan Garden State á hann líka. Hún er æðisleg í alla staði!
Einnig á listanum eru myndir eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind, The Shawshank Redemption, Dumb & Dumber, Donnie Darko, Shining og fleiri. (Ég mismuna ekki toppmyndunum...það er of erfitt.)

19. maí 2005

HAH!

Ef Ísland væri nokkur hundruð kílómetrum sunnar og austar værum við inni...
Uss....

...og síðan er fólk að styðja pólitík...

17. maí 2005

Týndur í alfræðinni

Ég stend á hæðinni og horfi á skýin í suðri.
Allar áttir stefna niður á við.
Sjóndeildarhringurinn er endalaus.
Hinn grimmi daunn fáfræði leggur að vitum mínum. Hann stígur upp úr mýrinni;
mýri fávisku og vanskilnings.
Hinum megin bíður áhyggjuleysið, vafið hálmstráum og hundasúrum.

Ég geng yfir mýrina og blotna í fæturna.
Ég missi annan skóinn en held ótrauður áfram.
Ég verð að komast burt.
Burt úr ólyktinni.
Burt úr áhyggjunum.
Burt úr fangelsi hins ritaða orðs.

Ég hnýt um fallinn félaga.
Hann missti trúna.

Ég stend aftur upp og hleyp af stað.
Ég er blautur upp að hnjám en það aftrar mér ekki.
Ilmur sóleyjanna og bláklukknanna heltekur hug minn.

Ég er svo nálægt.
Svo nálægt.

12. maí 2005

Hommar eru skemmtilegir

"Ditch the bitch and switch!"

Yeehaw!


P.S. Ég er ekki að tilkynna 'útkomu'...
...bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning.

11. maí 2005

RoboCup 2005

Flottasti íþróttaviðburður ársins!

Eftir hörkuspennandi leik töpuðu Bandaríkjamenn fyrir ríkjandi Evrópumeisturum Þjóðverja 2-0.

Svo virðist sem Þjóðverjar séu drullugóðir í öllum gerðum knattspyrnu...

10. maí 2005

Titlakaup

Lengi vel var talað illa um Manchester United sem stórveldi peninga og þar af leiðandi spillingar og svindls!
Ósjaldan hafa tapsárir aðdáendur annarra liða kvartað undan ímynduðum mútum og sagt: "Ef við ættum svona fo**ing mikinn pening..." og tala þar að sjálfsögðu um lið sitt.
Ástæðan fyrir þessari umræðu minni er Chelsea.
Chelsea er greinilegasta merki peninganotkunnar í knattspyrnusögunni. Ekkert lið hefur eitt jafnmiklum pening í leikmannakaup á jafnstuttum tíma. Til dæmis má nefna að af aðalleikmannahópi Chelsea, sem samanstendur af 24 leikmönnum eru aðeins 5 sem hafa leikið með liðinu í meira en 2 ár, og þar af aðeins 2 sem hafa leikið í meira en 5 ár (Terry-'98 og Cudicini-'99).
Þetta finnst mér hálfgerð óvirðing við Chelsea liðið eins og það leggur sig! Hver man ekki eftir snillingum eins og Gianfranco Zola, Gianluca Vialli og Ruud Gulllit sem prýddu liðið í allmörg ár.
Svo ekki sé minnst á önnur lið.
Lítum á Manchester United. Ryan Giggs hefur spilað með liðinu frá blautu barnsbeini og það sama á við um menn eins og Paul Scholes, Neville-bræður og Roy Keane.
Enginn efast um það að liðið hefði aldrei unnið titilinn í ár án aðstoðar þessara nýju leikmanna.
Það mætti jafnvel líta svo á að Chelsea hafi keypt sér titilinn í ár!

Já, Chelsea vann Manchester og já, ég er sár.
En ef þið hugsið virkilega út í málið, þjá sjáið þið glögglega að þetta er ekki bara uppspuni og ímyndun.

9. maí 2005

Negatífur fyrirvari

Fékk póst frá Mogganum í dag:
"Það verður fylgidreifing með blaðinu þriðjudaginn 3. maí. Biðjumst við velvirðingar á hversu seint tilkynningin birtist."

KnattspyrnuHreimurinn greinilegur

Hverjir hafa spilað fótbolta með selebritíi?

ÉG!!!

8. maí 2005

Humm...

Er ég var að skoða hina guðdómlegu síðu IMDB þá rakst ég á myndina The Magic 7 sem kemur út 2005.
Ég veit ekkert um þessa mynd, nema það að Kevin Bacon leikur sjálfan sig og ein aðalpersónan er leikin af snillingnum John Candy.

...

Það fannst mér svolítið skrýtið... þar sem John Candy fyrir rúmum 11 árum!


Ætli hann búi í sömu blokk og John Lennon, Elvis og Chris Farley?

6. maí 2005

Fly, my pretty!

Ég ætla að fá hleypa út mínum innri tölvunörd í smástund.
Ég rakst á þetta:

Playstation 3, baby!

P.S. Ef einhver ætlar að segja: "Puh! Þú fannst þetta bara á b2.is!"
Þá bara "Skrú jú! Ég sendi þetta þangað inn!"

3. maí 2005

Töfrum likast

Knattspyrnugyðjan sneri aftur til mín á sunnudaginn.
Hún hafði samband við mig símleiðis, í gegnum Jóa ex-þjálfara.
Hann hringdi, bauð mér að keppa með Magic gegn Carpe Diem.
Ég þáði.
Ég fór með honum og Bjögga ex-þjálfara niður á Framvöll.
Ég keppti.
Við unnum.
Ég var valinn maður leiksins. (*Prump* (rétt samhengi, flettu því upp))
Hann hringdi áðan og bauð mér inngöngu.
Ég þáði.
Ég er glaður.


P.S. Vil benda fólki á linkinn "Í spilaranum" fyrir neðan Bloggmaskínulinkana.

2. maí 2005

America we stand as one!

Bandaríkjamenn eru æðislegir og fátt hægt að segja annað en að þeir elski landið sitt.
Það sést mjög svo greinilega hér.

Hreint út sagt yndislegt.

24. apríl 2005

Tiðindi að ofan

Landið grætur í norðri.
Myrkrið hefur þar yfirráð.
Enn er örlítil vonarglæta í vestri, en kaldir vindar volæðis og depurðar aðstoða myrkrið í herferð sinni.
Suðrið lifir enn í birtu og gleði en fellur brátt fyrir hendi vegg vonleysis.
Gráturinn verður á landsvísu á þriðjudag.

Þetta var veðrið klukkan 6.

Mig langar að heyra svona veðurfréttir.

22. apríl 2005

Easy money

Í dag sá ég eitt augljósasta tilfelli á auðunnum pening.
Strákarnir víðfrægu mættu í skólann í dag, vopnaðir slökkvitæki og seðlabúnti.
Svo ég sé ekki að lengja málið þá fékk Emma Dögg 16.000 krónur fyrir að leyfa þeim að tæma úr slökkvitækinu yfir sig.
Æ, æ. En hvað ég vorkenni henni.
Þeir fengu þó að súpa seyðið af aðgerðum sínum þegar Hannes Portner mætti á svæðið og sagði Strákunum að þrífa dufthelvítið upp eftir sig.

Easy money.

20. apríl 2005

Trúleysi

Ég held ég sé smám saman að missa trúna á skyndibitastöðum.
Fyrra áfallið var þegar ég fór til Belgíu í fyrra og fékk mér MacDonalds. Málið með MacDonalds er það að hvert sem maður fer, þá getur maður alltaf reddað sér góðum kvöldmat á MacDonalds.
Ekki í Belgíu, greinilega!
Hitt áfallið var í dag er við piltarnir (og Loftur) fórum á Subway.
Subway er án efa minn uppáhaldsskyndibitastaður. Ferskur, mettandi og umfram allt bragðgóður matur þar á ferð.
Ekki í dag!
"Brakandi ferskt". Þannig er grænmetinu á Subway lýst, og ég er sammála því... niður að miðju kálílátinu. Eftir það er kálið, slepjulegt, klístrað, blautt og bragðvont og það nuddast að sjálfsögðu yfir í brauðið.

Ef þið farið á Subway og sjáið að það er lítið eftir af káli, skuluð þið bara fá ykkur pulsu.

Gadem

Óheppilegt að rekast á eðlisfræðikennarann sinn í bíó daginn fyrir próf...

"Ég lærði í allt gærkvöld!"
...

Napoleon Dynamite er hins vegar yndisleg!

18. apríl 2005

Einskær leti

Ég er ekki dauður...

...ekki alveg, að minnsta kosti.

7. apríl 2005

Hættum lyginni!

"Hættum að ljúga að samkynhneigðum að þeirra lífsmáti sé allt í lagi!"


Í alvöru talað...ég held að Gunnar í krossinum sé vangefinn...


Maður klikkaði síðan auðvitað á skilti í mótmælunum í morgun:Hitler var ekki í menntaskóla í 4 ár


Synd...þetta hefði litið vel út á Austurvelli...

6. apríl 2005

Skemmtileg uppgötvun

Er þrotlaus bið mín eftir seinvirkum og önnum köfnum húðlækni var á að ætla hálfnuð rak ég augun í tímaritið Lifandi vísindi. Hin fínasta tilbreyting frá klósettpappír eins og Hello og OK.
Þar sá ég það að tölvuleikir framleiða þrisvar sinnum meira af ánægjuhórmóni (dópimín, eða eitthvað álíka) en kókaínvíma!
Með þessarri uppgötvun hef ég fundið hina fullkomnu vörn fyrir tölvunörda um heim allan!

Pirruð móðir: Jæja, sonur minn. Er þetta ekki komið nóg af Sé Ess í dag?!
Tölvunörd: Viltu frekar að ég sé á kókaíni?!


P.S. Simpsons pósturinn minn hér fyrir neðan átti að þjóna öðrum tilgangi en bara að skemmta lesendum þessa lítilláta bloggs míns, en vegna leiðinlegrar leturgerðar þá sjást ekki földu skilaboðin...
Þar voru stöku stafir feitletraðir og mynda þar með heildina: Simpsons rule.

Ég er með ARG á heilanum.

496620796F752063616E2072656164207468697320796F75206
E6565642061206C69666500

5. apríl 2005

Shary Bobbins

Barney Gumbel: Buy me a beer,
two bucks a glass,
come on, friends, help me
I'm freezing my ass.
Buy me brandy,
a snifter of wine!
Who am I kidding?
I'll drink terpentine.

Moe Szyslak: Move it, ya bum,
or I'll blast your rear end!
Barney Gumbel: I found two bucks!
Moe Szyslak: Then come in my frieeeend!

Óumdeilanlegt meistaraverk!

30. mars 2005

Fall glötunar

Í dag gekk ég í raðir glæpamanna, vandræðaunglinga og óþekktarorma þegar mér var vikið úr kennslustund.

Ég hef skyndilega óstjórnlega löngun til að brjóta póstkassa og míga utan í kirkjuveggi...

29. mars 2005

Fear Becomes Total Crap!

Varúð, varúð, varúð!
The Ring 2 er leiðinleg mynd!

Ég hef sjaldan séð eins "óóhugnanlega" hryllingsmynd á ævi minni.
Hún segir frá Rachel, einstæðri móður, og syni hennar Aidan. Þau voru einu lifandi fórnarlömb dauðu stelpunnar Samöru sem réðist á fólk úr draugavídjóspólu. Nú er Samara komin aftur og vill taka sér bólfestu í Aidan.
Myndin er óskaplega bjánaleg, ruglingsleg og algjört kjaftæði á köflum og það eru bara 2 ágætlega óhugnanleg atriði í myndinni. Frekar slappt miðað við mynd sem á að kallast hryllingsmynd.
Það tekst ekki með neinu móti að skapa einhverja samúð með aðalpersónunum, manni er hreinlega skítsama hvort þau deyji eða ekki.
Myndin fær 2 tækifæri til að enda á skikkanlegan hátt en klúðrar þeim báðum herfilega.

Þannig að allt í allt er Ring 2 ekki alvöru hryllingsmynd heldur leiðinleg, misheppnuð drama með dauðri, blautri stelpu í náttkjól sem drepur fólk. Voða hræðilegt.

25. mars 2005

Loksins, loksins!

Loksins er hann kominn heim!
Þrotlaus, löng bið okkar er á enda!
Róbert Fischer er kominn heim!

Fyrir þá í tregari kantinum sem geta engan veginn borið kennsl á kaldhæðni af nokkru tagi, þá var ég að grínast.

Ég hreinlega skil ekki allt þetta umstang í kringum þennan drukkna, ógeðfellda, illa lyktandi (ég álykta svo), bandaríska jólasvein.
Í fyrsta lagi skil ég ekki þessa kæru Bandaríkjamanna.
Ok, hann tefldi skák í Júgóslavíu á meðan viðskiptabanni stóð. Á núna að handtaka alla gaura sem hafa spilað Counter-strike við einhvern annan gaur á Kúbu?
Síðan skil ég ekki hvers vegna í ósköpunum við viljum fá hann heim.
Ok, hann kom Íslandi á kortið með þessu einvígi sínu fyrir 30 árum. Miðað við umsagnir hans um yfirvöld Bandaríkjanna og Japan þá sé ég ekki annað en að hann muni koma okkur á kortið aftur. Þ.e.a.s. kortið sem merkt er "Bomb here".

Og síðan eru fluttir aukafréttatímar vegna komu hans.
"Við rjúfum útsendingu þessa til að færa ykkur þær fregnir að Bobby Fischer er enn á leiðinni."

Gúrkutíð, einhver?

23. mars 2005

Yndislegt

"Yeah, Christy, you're so dumb. When they were handing out brains, you thought that they said trains, so... so... you, like, got on a train, and, like, drove away!"

"I think I have this carpet-tunnel syndrome."
"You, like can't just get it. You can only catch it from, like, a computer.
"Well, some kind of syndrome, anyway."

The wonders of comedy.

18. mars 2005

Sviti og tár

Ég mun lykta eins og búningsklefi í mánuð.
Hvað gerir maður ekki fyrir sigur í gangaslag?

"Hí á 6.bekk"!

9. mars 2005

Glæpamaður

Það er gaman að vera dörtí bissnessmaður...
...sérstaklega gagnvart Tansaníu.


Ljóð dagsins

Virtur kauði, firrtur auði
og myrtur köldu blóði.
Nár og rotinn, sár og skotinn,
hár í rauðu flóði.

-Ég fylgist vel með í stærðfræði...

6. mars 2005

Gott er slæmt

Ég hef komist að því að ekki eru allir góðir hlutir góðir í raun og veru.
Til dæmis: draumar.
Ef maður á vondan draum, þá er maður hreinlega feginn að vakna upp frá honum, nema að hann sé MJÖG slæmur.
Þá er maður í rusli allan daginn.
Það er akkúrat öfugt með góða drauma.
Ef mann dreymir eitthvað frekar gott, til dæmis góðan mat, skemmtilegt partý eða góðan fótboltaleik þá vaknar maður hress og alsæll. En ef það er verulega góður og hamingjusamur draumur þá er maður líka í rusli allan daginn.
Mig dreymdi örugglega besta draum ævi minnar aðfaranótt laugardags og ég er ennþá svekktur! Og það versta er að ég man ekki einu sinni um hvað hann var!
Góðir draumar eru vondir!

1. mars 2005

Næturráf

Á hverjum laugardegi vakna ég upp í öðrum heimi.
Myrkum, köldum og hljóðum heimi.
Köld, litlaus, rám rödd býður mig velkominn til starfa.
Ég er sendiboði.

Fætur eru óþarfir.
Það er svifið eftir götunum.

Þar býr ekkert fólk en samt er fullt af húsum.
Ég svíf upp að húsunum og kíki inn um bréfalúgur í leit að lífi.
Ekkert lifir nema myrkrið og skrjáfið í pappírnum.

Eftir hverja árangurlausa leitina á eftir annarri sný ég heim.
Gatan er líklega köld en ég get ekki sagt til um það.
Röddin kveður mig og ég fer heim.

Heim í hlýjan dúninn.

24. febrúar 2005

Oj, poj!

Ógeðslega er ég slappur bloggari...
...tjah...maður getur ekki búist við öðru þegar ellin er farin að leggjast svona yfir mann...

14. febrúar 2005

Pínlegar samræður

Samræður við leigubílstjóra, hárgreiðslufólk og fólk af þeim toga eru alltaf jafnspennandi og upplífgandi.

Fýr: "Jæja...ertu námsmaður, eða...?"
Ég: "Já."
Fýr: "Nújá."
*Þögn*
Fýr: "Hvaða skóla?"
Ég: "MR."
Fýr: "Jaaaá. Svoleiðis."
*Þögn*
Fýr: "Góður skóli."
Ég: "Jájájá! Rosalega."
Fýr: "Gengur ekki bara vel?"
Ég: "Jújú. Það gengur ágætlega."
*Þögn*
Fýr: "Ég var sko þar."
Ég: "Já já... svoleiðis..."
*Þögn*
Fýr: "Þið fáið ekkert frí á öskudag, er það?"
Ég: "Neibb."
Fýr: "Það eru bara grunnskólar, er það ekki?"
Ég: "Jú. Flest allir, held ég."

Æðislegt

31. janúar 2005

Stærðfræði er fyndin

Hún var það að minnsta kosti í þetta sinn.

Þannig er mál með vexti að yðar einlægur var í stærðfræðiprófi fimmtudaginn var. Þetta var fyrsta prófið mitt eftir fjarvistirnar vegna handarinnar, svo ég var ekki alveg klár á öllu.
En jæja, ég byrja á prófinu og það gengur svona sæmilega.
Nema hvað, að ég gat hreinlega ekki munað hvernig maður sannar: "Jafnan x í öðru = 2 hefur enga ræða lausn."
Þannig að ég byrja bara að skrifa. Allt í lagi, byrjunin tekst án vandkvæða.
En þegar ég er búinn að skrifa þrjár línur, þá gat ég hreinlega ekki meira, svo ég gafst upp.
Spratt þá upp í hausinn á mér þetta í framhaldi:

Glugga vil ég bókina' í,
spurning hvort það megi.
Nú hætti ég að skrifa, því
meira man ég eigi.

(Ég veit að vísan stuðlar ekki, en komm on, ég var í stærðfræðiprófi. Give me a break)

Í vonleysisaðgerðum svaraði ég líka þremur spurningum:
"Kann ekki :("
"Get ekki :("
"Skil ekki :("
Og fannst mér það ákaflega sniðugt á þeim tímapunkti.

En annað kom upp á bátinn eftir tímann. Skyndilega fór ég að sjá eftir þessu og var orðinn logandi hræddur um hvað Siffa mundi gera.
Prófblöð með stóru núlli svifu fyrir augum mér í draumum mínum og á blaðinu stóð:
"Haltu kjafti eða farðu á málabraut, fíflið þitt!"

Við fengum síðan prófblöðin afhent í dag.

Ég var búinn að búa mig undir margt. Alls kyns orðsendingar og óbjóð, en þessu átti ég ekki von á.
Búið var að skrifa með bleikum penna við hliðina á vísunni góðu:

Betra er bók að glugga í
bæði vel og lengi.
Lesið efni læra því
ljótt er þetta gengi!

(Hennar vísa stuðlar, já. En hún fékk líka 4 daga til að æfa sig. (Þess vegna fengum við prófin ekki á föstudaginn))

En já, stærðfræðin er skemmtileg.

20. janúar 2005

Örljóð

Blátt ljós
Engin umferð.

Takk fyrir mig.

14. janúar 2005

Nei, nei og aftur nei!

Ég sit við morgunverðarborðið í mestu makindum og renni í gegnum síður morgunblaðanna (með annarri hendi, að sjálfsögðu).
Skyndilega rek ég augun í grein sem , satt að segja, kemur mjög illa við mig.

Auddi talinn líklegastur að hreppa hlutverk í nýrri hryllingsmynd Eli Roth.

Munið þið eftir litlu þáttaröðinni á Stöð 2 í sumar? Svínasúpu?
Og munið þið eftir loðna, asnalega guttanum sem gæti ekki leikið þótt honum væri borgað fyrir það?
Það er Auddi....

...ef Auddi fær hlutverkið, þá missi ég alla trú á kvikmyndabransanum og þó sérstaklega Eli.

13. janúar 2005

Hnakkarnir hafa sigrað!

Hnakkarnir hafa borið sigur úr býtum.
Rokkunnendur lúta nú í grasið og drukkna í dögginni.

"Íslenska útvarpsfélagið leggur niður þrjár útvarpsstöðvar

Íslenska útvarpsfélagið hætti útsendingu dagskrár þriggja útvarpsstöðva klukkan 21 í kvöld. Um er að ræða stöðvarnar Skonrokk, X-ið og Stjörnuna. Samhliða verður starfsemi Bylgjunnar og FM957 efld.

Hvert mun Tvíhöfðinn minn fara núna?

9. janúar 2005

Handaleysi veldur aðgerðaleysi

Vinstri hönd mín er sem egypskur, látinn konungur.
...
...mér leiðist...

4. janúar 2005

Sigmár steig upp úr holunni. "Hvert varst þú eiginlega að fara, kallinn?"

"Heim." svaraði Gunnar.

Hvað um það.

Ég var að uppgötva svolítið um daginn. Ég hef verið að hlusta nokkuð mikið á Queen undanfarið og nú er ég búinn að finna kaldhæðnasta lag í heimi!
"Too much love will kill you"
...tilviljun?


Eftirtalin lög hafa hækkað upp í stöðuna "gæsahúðarlög":
-Passive m. A Perfect Circle
-Peace, Love and Understanding m. A Perfect Circle
-Vorblótið eftir Stravinsky
-Who Wants to Live Forever m. Queen
-Too Much Love Will Kill You m. Queen
-Le Dispute eftir Yann Tiersen
-Boulevard of Broken Dreams m. Green Day
-Lateralus m. Tool
-The Patient m. Tool
-Adagio for Strings eftir Samuel Barber

Ábendingar, einhver?