31. janúar 2005

Stærðfræði er fyndin

Hún var það að minnsta kosti í þetta sinn.

Þannig er mál með vexti að yðar einlægur var í stærðfræðiprófi fimmtudaginn var. Þetta var fyrsta prófið mitt eftir fjarvistirnar vegna handarinnar, svo ég var ekki alveg klár á öllu.
En jæja, ég byrja á prófinu og það gengur svona sæmilega.
Nema hvað, að ég gat hreinlega ekki munað hvernig maður sannar: "Jafnan x í öðru = 2 hefur enga ræða lausn."
Þannig að ég byrja bara að skrifa. Allt í lagi, byrjunin tekst án vandkvæða.
En þegar ég er búinn að skrifa þrjár línur, þá gat ég hreinlega ekki meira, svo ég gafst upp.
Spratt þá upp í hausinn á mér þetta í framhaldi:

Glugga vil ég bókina' í,
spurning hvort það megi.
Nú hætti ég að skrifa, því
meira man ég eigi.

(Ég veit að vísan stuðlar ekki, en komm on, ég var í stærðfræðiprófi. Give me a break)

Í vonleysisaðgerðum svaraði ég líka þremur spurningum:
"Kann ekki :("
"Get ekki :("
"Skil ekki :("
Og fannst mér það ákaflega sniðugt á þeim tímapunkti.

En annað kom upp á bátinn eftir tímann. Skyndilega fór ég að sjá eftir þessu og var orðinn logandi hræddur um hvað Siffa mundi gera.
Prófblöð með stóru núlli svifu fyrir augum mér í draumum mínum og á blaðinu stóð:
"Haltu kjafti eða farðu á málabraut, fíflið þitt!"

Við fengum síðan prófblöðin afhent í dag.

Ég var búinn að búa mig undir margt. Alls kyns orðsendingar og óbjóð, en þessu átti ég ekki von á.
Búið var að skrifa með bleikum penna við hliðina á vísunni góðu:

Betra er bók að glugga í
bæði vel og lengi.
Lesið efni læra því
ljótt er þetta gengi!

(Hennar vísa stuðlar, já. En hún fékk líka 4 daga til að æfa sig. (Þess vegna fengum við prófin ekki á föstudaginn))

En já, stærðfræðin er skemmtileg.

20. janúar 2005

Örljóð

Blátt ljós
Engin umferð.

Takk fyrir mig.

14. janúar 2005

Nei, nei og aftur nei!

Ég sit við morgunverðarborðið í mestu makindum og renni í gegnum síður morgunblaðanna (með annarri hendi, að sjálfsögðu).
Skyndilega rek ég augun í grein sem , satt að segja, kemur mjög illa við mig.

Auddi talinn líklegastur að hreppa hlutverk í nýrri hryllingsmynd Eli Roth.

Munið þið eftir litlu þáttaröðinni á Stöð 2 í sumar? Svínasúpu?
Og munið þið eftir loðna, asnalega guttanum sem gæti ekki leikið þótt honum væri borgað fyrir það?
Það er Auddi....

...ef Auddi fær hlutverkið, þá missi ég alla trú á kvikmyndabransanum og þó sérstaklega Eli.

13. janúar 2005

Hnakkarnir hafa sigrað!

Hnakkarnir hafa borið sigur úr býtum.
Rokkunnendur lúta nú í grasið og drukkna í dögginni.

"Íslenska útvarpsfélagið leggur niður þrjár útvarpsstöðvar

Íslenska útvarpsfélagið hætti útsendingu dagskrár þriggja útvarpsstöðva klukkan 21 í kvöld. Um er að ræða stöðvarnar Skonrokk, X-ið og Stjörnuna. Samhliða verður starfsemi Bylgjunnar og FM957 efld.

Hvert mun Tvíhöfðinn minn fara núna?

9. janúar 2005

Handaleysi veldur aðgerðaleysi

Vinstri hönd mín er sem egypskur, látinn konungur.
...
...mér leiðist...

4. janúar 2005

Sigmár steig upp úr holunni. "Hvert varst þú eiginlega að fara, kallinn?"

"Heim." svaraði Gunnar.

Hvað um það.

Ég var að uppgötva svolítið um daginn. Ég hef verið að hlusta nokkuð mikið á Queen undanfarið og nú er ég búinn að finna kaldhæðnasta lag í heimi!
"Too much love will kill you"
...tilviljun?


Eftirtalin lög hafa hækkað upp í stöðuna "gæsahúðarlög":
-Passive m. A Perfect Circle
-Peace, Love and Understanding m. A Perfect Circle
-Vorblótið eftir Stravinsky
-Who Wants to Live Forever m. Queen
-Too Much Love Will Kill You m. Queen
-Le Dispute eftir Yann Tiersen
-Boulevard of Broken Dreams m. Green Day
-Lateralus m. Tool
-The Patient m. Tool
-Adagio for Strings eftir Samuel Barber

Ábendingar, einhver?