24. apríl 2005

Tiðindi að ofan

Landið grætur í norðri.
Myrkrið hefur þar yfirráð.
Enn er örlítil vonarglæta í vestri, en kaldir vindar volæðis og depurðar aðstoða myrkrið í herferð sinni.
Suðrið lifir enn í birtu og gleði en fellur brátt fyrir hendi vegg vonleysis.
Gráturinn verður á landsvísu á þriðjudag.

Þetta var veðrið klukkan 6.

Mig langar að heyra svona veðurfréttir.

22. apríl 2005

Easy money

Í dag sá ég eitt augljósasta tilfelli á auðunnum pening.
Strákarnir víðfrægu mættu í skólann í dag, vopnaðir slökkvitæki og seðlabúnti.
Svo ég sé ekki að lengja málið þá fékk Emma Dögg 16.000 krónur fyrir að leyfa þeim að tæma úr slökkvitækinu yfir sig.
Æ, æ. En hvað ég vorkenni henni.
Þeir fengu þó að súpa seyðið af aðgerðum sínum þegar Hannes Portner mætti á svæðið og sagði Strákunum að þrífa dufthelvítið upp eftir sig.

Easy money.

20. apríl 2005

Trúleysi

Ég held ég sé smám saman að missa trúna á skyndibitastöðum.
Fyrra áfallið var þegar ég fór til Belgíu í fyrra og fékk mér MacDonalds. Málið með MacDonalds er það að hvert sem maður fer, þá getur maður alltaf reddað sér góðum kvöldmat á MacDonalds.
Ekki í Belgíu, greinilega!
Hitt áfallið var í dag er við piltarnir (og Loftur) fórum á Subway.
Subway er án efa minn uppáhaldsskyndibitastaður. Ferskur, mettandi og umfram allt bragðgóður matur þar á ferð.
Ekki í dag!
"Brakandi ferskt". Þannig er grænmetinu á Subway lýst, og ég er sammála því... niður að miðju kálílátinu. Eftir það er kálið, slepjulegt, klístrað, blautt og bragðvont og það nuddast að sjálfsögðu yfir í brauðið.

Ef þið farið á Subway og sjáið að það er lítið eftir af káli, skuluð þið bara fá ykkur pulsu.

Gadem

Óheppilegt að rekast á eðlisfræðikennarann sinn í bíó daginn fyrir próf...

"Ég lærði í allt gærkvöld!"
...

Napoleon Dynamite er hins vegar yndisleg!

18. apríl 2005

Einskær leti

Ég er ekki dauður...

...ekki alveg, að minnsta kosti.

7. apríl 2005

Hættum lyginni!

"Hættum að ljúga að samkynhneigðum að þeirra lífsmáti sé allt í lagi!"


Í alvöru talað...ég held að Gunnar í krossinum sé vangefinn...


Maður klikkaði síðan auðvitað á skilti í mótmælunum í morgun:



Hitler var ekki í menntaskóla í 4 ár


Synd...þetta hefði litið vel út á Austurvelli...

6. apríl 2005

Skemmtileg uppgötvun

Er þrotlaus bið mín eftir seinvirkum og önnum köfnum húðlækni var á að ætla hálfnuð rak ég augun í tímaritið Lifandi vísindi. Hin fínasta tilbreyting frá klósettpappír eins og Hello og OK.
Þar sá ég það að tölvuleikir framleiða þrisvar sinnum meira af ánægjuhórmóni (dópimín, eða eitthvað álíka) en kókaínvíma!
Með þessarri uppgötvun hef ég fundið hina fullkomnu vörn fyrir tölvunörda um heim allan!

Pirruð móðir: Jæja, sonur minn. Er þetta ekki komið nóg af Sé Ess í dag?!
Tölvunörd: Viltu frekar að ég sé á kókaíni?!


P.S. Simpsons pósturinn minn hér fyrir neðan átti að þjóna öðrum tilgangi en bara að skemmta lesendum þessa lítilláta bloggs míns, en vegna leiðinlegrar leturgerðar þá sjást ekki földu skilaboðin...
Þar voru stöku stafir feitletraðir og mynda þar með heildina: Simpsons rule.

Ég er með ARG á heilanum.

496620796F752063616E2072656164207468697320796F75206
E6565642061206C69666500

5. apríl 2005

Shary Bobbins

Barney Gumbel: Buy me a beer,
two bucks a glass,
come on, friends, help me
I'm freezing my ass.
Buy me brandy,
a snifter of wine!
Who am I kidding?
I'll drink terpentine.

Moe Szyslak: Move it, ya bum,
or I'll blast your rear end!
Barney Gumbel: I found two bucks!
Moe Szyslak: Then come in my frieeeend!

Óumdeilanlegt meistaraverk!