28. júní 2005

Bless

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að vera stuttorður og leiðinlegur í þessari færslu.

Ég fer til Króatíu á morgun, ekki þið!
NANANANANANNA!! (*syngist*)

20. júní 2005

Bikarkvöld

Í kvöld var bæði merkilegasta bikarkvöld sem ég hef orðið vitni að og ómerkilegasta Bikarkvöld sem ég hef orðið vitni að.
Fyrst ber að nefna að Magic komst í 2. umferð bikarkeppni utandeildarinnar með 4-1 sigri á Stormi á Leiknisvelli.
Yðar einlægur átti ekkert markanna. Það kemur... bíðið bara...

Síðan þarf ég að minnast á Bikarkvöld Ríkissjónvarpsins sem var á dagskrá rétt eftir ellefu.
Í kvöld fóru 6 leikir fram í VISA-bikarkeppninni (sem svo ótrúlega vill til að er styrkt af VISA) og samtals skoruð hvorki meira né minna en 33 mörk!
En hvað gerir RÚV?
Þeir sýna leik Víðis og FH (sem fór 5-0 fyrir FH) og sýndu svo leik Víðis og FH ... FRÁ 1991!!!.
Síðan sýna þeir vítaspyrnukeppnina sem fór fram mill Þróttar og Hauka (Til hamingju, Haukar).
Þeir enduðu síðan á myndum frá leikjum gærdagsins!

Það er greinilegt að þeir hafa bara verið með myndavél úti í Garði til að horfa á FH og hafa síðan brunað út í Hafnarfjörð til að ná vítaspyrnukeppni Haukamanna!

Hafnarfjarðarklíkan búin að teygja sig inn í raðir Ríkissjónvarpsins?

19. júní 2005

Batman Returns

Ójá! Hér er hún aftur eftir allt of langt hlé!

K V I M Y N D A G A G N R Ý N I N


Skellti mér með hópi góðra vina á Batman Begins í Álfabakka fyrr í kvöld.
Ég reyndi að gera mér ekki neinar vonir, þar sem ég hef áður orðið fyrir vonbrigðum á Batman mynd, sbr. Joel Schumacher fíaskóið. Ég fæ ennþá martraðir...
En þau mistök skósmiðsins hafa svo sannarlega verið leiðrétt!
Ég geng kannski ekki svo langt að segja að þessi mynd toppi Tim Burton myndirnar, en hún kemst ansi nálægt því!
Cristhopher Nolan hefur farið nýja leið með Batman. Hann hefur gert Batman mannlegri og Gotham borg tiltölulega eðlilega, ólíkt Tim Burton sem gerði borgina alveg jafnskrýtna og Batman sjálfan.
Nolan tekst þar vel upp og stendur leikhópurinn sig með prýði, enda skartar hann snillingum eins og Morgan Freeman, Michael Cane og Gary Oldman.
Það eina sem ég hef að segja er að mér finnst Katie Holmes hreinlega ekki passa inn í myndina. Hún er of stelpuleg til að vera Batman-gella. Það look virkar í Dawson's Creek en ekki í ofurhetjumynd.

Samt sem áður er þessi mynd vel 800-kallsins virði.
"Top-notch" hasarmynd!

P.S. Hlé eru ennþá sköpunarverk kvikmyndadjöfulsins.

Ó, já!

Djöfull er ég bestur í Sing Star!

15. júní 2005

Sá hlær best sem síðast hlær.... með skóflu

FH er nú þegar fallið.
Ekki í Landsbankadeildinni, heldur í virðingarstiganum mínum.
Þegar við stígum inn á völlinn er tekið á móti okkur: "Ú! A! Við hötum Val! Ú! A! Við hötum Val".
Íþróttamenskan í hámarki.
Útslagið átti síðan Tryggvi Guðmundsson.
Þar sem hann lá meiddur á höfði á hliðarlínunni, stendur hann upp og kallar til stuðningsmanna Vals einhver vel valin orð. "Djöfull ... þið heimsk......" var það eina sem ég náði.
Uss...og ég sem hafði svo mikið álit á honum....

Ég vil síðan bara benda FH-ingum á það að FH er núna 3 stigum á undan Val.
Það eru ennþá 12 X 3 = 36 stig í pottinum.

13. júní 2005

Gillty

"Michael Jackson sýndi engar tilfinningar þegar sýknudómarnir voru lesnir upp, hann einfaldlega starði fram fyrir sig og leit ekki á kviðdómendurna."

Hefur einhver séð plastpoka sýna svipbrigði?


P.S. Allir hingað

10. júní 2005

Fjandinn hafi það!

Fjandinn hafi æðislega framhaldsþætti!
Maður bíður og bíður eftir lausn, en kemst síðan að því að dæmið er rétt að byrja!
Sveiattan!

P.S. Ekki spyrja hvaða þáttur þetta er, ég svara ykkur ekki. Ég vil ekki skemma neitt fyrir neinum.

5. júní 2005

Regnkápa?

Komst að þessu í dag:

Macintosh = A waterproof raincoat made of rubberized fabric.

Ég ætla samt ekki að láta reyna á vatnsheldis-"faktorinn"...

P.S. Ný lög.

2. júní 2005

Guð minn góður!

Ég held að ég hafi verið vitni að versta hlut sem sést hefur síðan Svarti dauði!
Silvía Nótt!

Hún er í algjörri "lose-lose" stöðu!
Ef hún er svona í alvörunni, þá ættum við að halda fjáröflun til að bjarga þessari vesalings manneskju! Enginn á að þurfa að ganga í gegnum það að vera svona!
Og ef hún er að leika, þá er hún hreinlega fífl!

Við ættum að nota svona sjónvarpsefni til að refsa glæpamönnum!

Silvía Nótt, sofnaðu fljótt, að eilífu, amen!

P.S. Nýtt lag

1. júní 2005

Sumar og sól

Sumarið er komið, öllum að óvörum.
Hægri handleggurinn á mér sýnir það glögglega...

Mig langar í rigningu...