20. ágúst 2005

"Get ég aðstoðað?"

Aldraður maður stendur ráðvilltur við inngang skrifstofumarkaðs. Honum er ýtt til hliðar þegar roskin miðaldra kona ryðst inn með tvö sex ára börn í eftirdragi, sem þessa stundina japla á klístruðum frostpinna. Venjulega myndi konan ekki detta það í hug að leyfa gríslingunum það en þar sem hún borgaði ekki fyrir þá var henni svo sem slétt sama.
Er gamli maðurinn nær áttum á ný gengur hann af stað inn í hinn villta frumskóg ritfanga og skólabóka sem orðið hefur mörgum efnilegum ungmennum að bana. Hann vindur sér að ungum manni sem stendur með fangið fullt af rauðgulum A4 stærðfræðibókum með 7 millímetra rúðum - stærð sem ýmist er talin meðalstór eða stór.
"Góðann daginn, ungi maður. Vinnur þú hérna?"
Ungi maðurinn lítur niður á alrauðan bolinn sem hann klæðist og virðir fyrir sér stafina sem mynda orðið GRIFFILL myndarlega á bringu hans.
"Nei, því miður. Ég var bara svo ótrúlega heppinn að verða 10.000. viðskiptavinur Griffils og fékk að launum þennan æðislega bol og 260 króna úttekt í skriffæradeildinni!"
"Hvað um það, ég er gamall, pirraður, ósjálfbjarga maður og ég er að leita að ákveðnum, ótrúlega absúrd hlut sem enginn hefur minnst á. Mig minnir að Monroe hafi framleitt hann á sínum tíma."
Ungi drengurinn horfir dauflega á hinn eldri mann sem lagfærir sixpensarann sinn um leið og hann sýgur rösklega upp í nefið.
"Jaa... nú veit ég bara ekki..." svarar ungi maðurinn. Daunninn af gamla manninum minnti á illþefjandi blöndu neftóbaks og kaffis.
"Nú?! Hver veit það þá?!" segir gamli maðurinn reiðilega.
Lyktin lokar öllum skilningarvitum unga mannsins sem gerir þó sitt besta í að halda meðvitund. "Tjah - ég er sko bara nýbyrjaður hérna; búinn að vera hérna í 24 mínútur, nákvæmlega. Þú gætir spurt stelpurnar á kassanum - þær gætu vitað hvar þennan óheyrilega absúrd hlut er að finna."
Gamli maðurinn hóstar snöggt en snýr sér svo hneykslaður við og strunsar í burtu, muldrandi einhver ógreinileg ókvæðisorð.
Ungi maðurinn snýr sér aftur að bókahillunum og heldur áfram að raða A4 stærðfræðibókunum.
"Ógeðslega er heitt hérna inni...".

16. ágúst 2005

Já, já...

Það er orðið ansi langt síðan ég hripaði eitthvað niður en ég sé engan kvarta þannig að... skrú jú.