29. september 2005

Til hammó með ammó!

Time flies when you're having fun, huh?

Jibbí!

22. september 2005

Vetur

Veturinn er að koma.
Ég er næstum því með marblett til að sanna það...

20. september 2005

Klukk

Jæja... það hlaut að koma að því. Ég var "klukkaður" í dag. (Takk Sveinbjörn)
Let's get this show on the road!

1. Ég er í 4-Q í Menntaskólanum í Reykjavík.
2. Ég drekk hvorki né reyki.
3. Ég hef ekki enn tekið bílprófið, þrátt fyrir að hafa orðið 17 ára síðasta febrúar, hreinlega vegna leti.
4. Ég er nörd - á hinum ýmsu sviðum.
5. Ég elska að semja tónlist, hvort sem hún er góð eða slæm.

Enjoy.
Þið fáið ekkert annað svona.
Beware of the "klukk"...

18. september 2005

Einar pólfari

Ekki nóg með að ég hafi heimsótt einn pól - heldur heimsótti ég báða!
Á sama degi!

Ef þú hélst að ég væri að tala um hina víðfrægu Suður- og Norðurpóla, heimkynni mörgæsa, jólasveina og geðveikra vísindamanna, þá ert þú viti þínu fjær.
Ég heimsótti hins vegar báða póla menningarpriksi

Annars vegar norðurpólinn. Hinn kalda, yfirborðslega, menningarlega. (Sjaldan hefur maður heyrt um að íslensk áhrif sjáist í dönskum abstrakt verkum, en í tilfelli Else Alfelt eru þau nokkuð greinileg, eins og sést af hinum skæra, en þó rólega, græna lit.)
Og hins vegar suðurpólinn. Hinn hlýja, geðveika og oftar en ekki heimskulega. (Glory, Glory Man Uniiiiited!!!)

Ég ætla hins vegar ekki að gera upp á milli þeirra, af hættu við hinar ýmsu hættur sem leynast á báðum stöðum...


P.S. Ég er syfjaður...

15. september 2005

Nu er nóg komið!

Þeir eru byrjaðir aftur!
Enn á ný hunsa þeir aðvaranir mínar, hversu alvarlegar sem þær hafa verið!
Enn á ný sýna þeir mér óvirðingu og dónaskap.
Enn á ný sýna þeir mér fingurinn!

Nú spyrja eflaust margir sig:
"Hverjir eru þessir 'þeir'?" "Hvað hafa 'þeir' hugsanlega gert sem verðskuldar svona orðaval?"

Ég á að sjálfsgögðu við þorpara götunnar!
Bláklæddir óþokkar sem horfa fyrirlitningaraugum á hinn almenna borgara í gegnum kámugar bílrúður.
Ég á að sjálfsögðu við STRÆTÓBÍLSTJÓRANA!!!

Tvo morgna í röð hafa þeir gefið skít í hina opinbera tímatöflu, sem þeir ákváðu sjálfir til að byrja með. Svo slóttugir eru þeir!
Eitt sinn gengu þeir jafnvel svo langt að aka framhjá mér án þess að gefa mér hinn minnsta gaum. Þeir óku framhjá mér, eflaust hlæjandi og jórtrandi munntóbak í gríð og erg líkt og sannir óþokkar gera!

Hvað mun ég gera?
Svarið er afar einfalt!

EKKERT!!!

Ef maður fer að takast á við kerfið mun illa fyrir manni fara.
Kerfið er óáþreifanlegt.
Kerfið er órjúfanlegt.
Kerfið er almættið.


-Taka skal fram að það sem hér fyrir ofan stendur endurspeglar ekki skoðanir rithöfundar til fulls -

10. september 2005

Grabblesnaps

Blegh - nenni alls ekki að blogga núna...
Dundið ykkur við þetta á meðan.