29. nóvember 2005

Úje

Eftir lipra tilburði dagsins er ég að spá í að láta kalla mig Einar léttfeta...
Einar lipri, kannski...
Einar sápa?

Back me up, piltar!

22. nóvember 2005

Yarrgh!

Ég er að spá í að opna veitingahús einhvern tímann... ef ekki nema subbulega hamborgarabúllu.
Þá ætla ég að bjóða öllum eigendum bíóhúsa á höfuðborgarsvæðinu í opnunarkvöldmáltíð.
Þegar þeir eru svo hálfnaðir ætla ég að kippa af þeim diskunum, 'blasta' einhvers konar form af Hip-Hoppi og benda þeim að salatbarinn stendur þeim núna opinn.
Svo mega þeir éta kaldan og nú óspennandi borgarann eftir kortér...
Take that!

10. nóvember 2005

Salernispása

Lof þú mér að laumast frá,
litlum tíma af missa.
Það er nú mín þörf og þrá
að þjóta niðr og pissa.

Leyf mér aftur laumast frá,
ég lofa mér að flýta.
Naumt það verður tíma að ná
því nú þarf ég að tefla við páfann.

Takk fyrir

2. nóvember 2005

Gilli-gill

Meiri sjálfsskoðun hér á bæ.
Voðalega er ég eitthvað opin þessa dagana...ojæja.

Áður en ég dey ætla ég að...
...verða "MacJammer of the week".
...fara á Old Trafford.
...vinna fótboltamót.
...semja sönglag.
...geta sungið fyrir framan fólk.
...græða pening fyrir tónlist.
...sofa undir berum himni.

Ég get...
...samið tónlist.
...farið í heljarstökk á stökkdýnu.
...samið ljóð.
...tekið hjólhestaspyrnur.
...gripið amerískan fótbolta nokkuð örugglega.
...fengið tiltölulega hátt á prófum án áreynslu.
...logið þegar ég þarf þess.

Ég get ekki...
...deilt tilfinningum mínum með fólki.
...farið í afturábak heljarstökk á stökkdýnu.
..."hözzlað".
...sungið fyrir framan fólk.
...kastað amerískum fótbolta.
...lært á gítar.
...smellt með vinstri hendi.

Hitt kynið hrífur mig með...
...gáfum.
...skopskyni.
...hógværð.
...fallegu brosi.
...björtum, djúpum augum.
...nettum höndum.
...heiðarleika.

Í gegnum tíðina hef ég hrifist af þessum nafnkunnu einstaklingum...
...Zach Braff.
...Danny Carey.
...Hans Zimmer.
...Steve Buscemi.
...Natalie Portman.
...Homer Simpson.
...Fox Mulder.

Ég segi oft...
..."Fokk, já!".
..."Touché".
..."Neeeeeeeei!" (með svolítið hásum tón).
..."Akkúrat".
..."Ertu bjáni?!".
..."S'bi - fæ ég far inn í Garðabæ?".
..."Djöfull sökkar Manchester!".

Þessa stundina sé ég...
...gamlan, stóran, nokkuð ljótan Sony Trinitron tölvuskjá.
...rauðan síma.
...Mac Jams spjallgluggann (og innan hans nöfnin Bizarre, cjhoose, savage4hire (bróðir cjhoose) og caroline).
...mikið drasl á skrifborðinu hans pabba.
...Zoom RhythmTrak RT-323 trommuheilann minn.
...stórt Roland A-30 hljómborð.
...asnalegu vinstri höndina mína.

Þið megið síðan búast við því að verða kitluð.
Be afraid. Be very afraid.