31. desember 2006

Uppgjör (1/3)

Árið er að klárast og annálar ýmiss konar og uppgjör spretta upp hér og þar eins og jákvæð hliðstæða illgresis.
Ég ætla ekkert að skorast undan þessu og ætla því að skella upp lista og stuttri umsögn um þær kvikmyndir sem ég hef séð í bíó þetta árið.
Og hefst nú lestur.

1. Chronicles of Narnia.
Bókin er miklu betri en myndin ágætis fjölskylduskemmtun.

2. Brothers Grimm.
Úff, maður. Terry Gilliam olli mér miklum vonbrigðum með þessari. Hún var ágætlega flott og jafnvel pínulítið sniðug á köflum en hún var bara svo assgoti leiðinleg.

3. Hostel.
Brútal og blóðug. Aðallega brútal. Meira brútal en hún var góð, en svo sem ágæt samt.

4. Jarhead.
Mér fannst þessi góð. Jake Gyllenhaal, Jaime Foxx og Peter Sarsgaard standa sig allir með prýði.

5. Fun with Dick & Jane.
Jim Carrey eiginlega alltaf fyndinn en myndirnar hans hafa flestar verið betri.

6. Brokeback Mountain.
Afskaplega falleg og vel leikin mynd.

7. Munich.
Byrjaði nokkuð vel en varð alltaf leiðinlegri og langdregnari eftir því sem á leið.

8. Final Destination III.
Drasl. Fyndið drasl en drasl samt sem áður.

9. V for Vendetta.
Æðisleg. Wachowski bræðurnir björguðu sér algjörlega eftir Matrix draslið (II og III, þ.e.a.s.). Natalie Portman góð og Hugo Weaving er megasvalur!

10. Lucky Number Slevin.
Þessi var líka stórgóð. Flott plott og ferlega góður leikarahópur sem stóð sig allur glæsilega.

11. Ice Age II.
Ekki eins góð og fyrri myndin en skemmtileg þó.

12. The Hills Have Eyes.
Myndaði ágætis jafnvægi milli spennu og ógeðs. Var sem sagt ekki bara ógeðsleg til að vera ógeðsleg eins og Hostel. Ágætis spennu-/hryllingsmynd.

27. desember 2006

Takk fyrir mig!

Ég vil byrja á því að óska öllum gleðilegrar hátíðar (kveðjan kemur kannski örlítið seint, en betra er seint en aldrei) og gleðilegs nýs árs!
Næst vil ég skella upp jólagjafalista líkt og undanfarin 2 jól (Gjafirnar eru ekki flokkaðar í neinni ákveðinni röð).

1. Samsung SGH-X650 farsími - Mamma & pabbi
Kreisí lítill, nettur og kúl.

2. Gears of War f. Xbox 360 - Baldvin.
Flottasti leikur sem ég hef séð.

3. Axis & Allies D-Day (spil) - Sveinbjörn & Halldóra.
Fékk þetta með litla bróður mínum. Töff nördaspil.

4. Indjáninn e. Jón Gnarr - Sveinbjörn & Halldóra.
Byrjaður á henni og só far só gúd.

5. Flauelsjakki - Amma og afi.
Valdi hann sjálfur og er hæstánægður með valið.

6. Gjafakort Kringlunnar - Afi Baldvin & Dóra.
Algjörlega frjálsar hendur!

7. Meistarinn (spil) - Miðskógagengið.
Spurningaspil virka alltaf.

8. Nammi og jólakúla - Dísa frænka.
Stílað á fjölskylduna. Mjög kúl.

9. Eldspýtustokkur - Eyjabakkagengið.
Einnig stílað á fjölskylduna. Sænsk hönnun með mörgæsum. Tvöfaldur sigur.

10. Hrafnaspark (CD) - Gunna frænka & Addó.
Eflaust prýðileg gítartónlist.

11. Sængurver - Sörlaskjólsgengið.
Það er röndótt.

12. Konfektkassi frá Nóa Siríus - Sibbi kirkjuvörður.
Það var rétt hjá þér, Klemenz. Sibbi er krútt.

13. Jóladiskurinn 2006 (CD) - Verslunin Next.
Fylgdi með jakkanum.

14. Jólasveinahúfa - Klemenz.
Og dönsk í þokkabót.

15. Hanskar - Dídí frænka.
Voðalega hlýir.

Ég held ég sé ekki að gleyma neinum... vonandi ekki.
En nú kemur þökkin:
Takk fyrir mig!

21. desember 2006

Þreyta

Ég er þreyttur í fótum (standa/labba/hlaupa), höndum (lyfta/fletta/gramsa), eyrum (hlusta/heyra), augum (sterk ljós/ljótt fólk) og höfði (allt áðurnefnt).
Rúmið mitt hefur sjaldan verið jafn aðlaðandi...

„Selebritísætings“:
•Páll Óskar

P.S. Mezzofax er komið upp á MacJams.com.

20. desember 2006

Úff

Próf búin (veió), vinna byrjuð (...veió?) og jólin alveg að koma (úberveió).
Ég er sem sagt orðinn starfsmaður Pennans í Kringlunni og ef þið stefnið á að kaupa ritföng og/eða bækur í jólagjafir, þá endilega farið eitthvert annað þar sem það er alveg nóg af fólki í búðinni á hverju augnabliki.
Nei, nei - þið megið alveg koma, en leggið þessar staðreyndir á minnið áður en þið komið:
Nr. 1: Barnabókin Drekafræði er uppseld ALLS STAÐAR (ekkert djók)!
Nr. 2: Já, við seljum límband.
Nr. 3: Ef þið eruð að leita að mjög sjaldséðri og/eða mjög sérhæfðri bók þá er hún örugglega ekki til hjá okkur - tékkið frekar á Eymundssyni (við hliðina á Bónus) í Kringlunni.
Leggið þetta á minnið því þetta virðist vera að vefjast fyrir fólki.

En næstu daga/vikur mun ég hafa eftirfarandi lið í bloggfærslunum:
„Selebritísætings“:
•Gunnar Helgason
•Gunnar Hansson (e.þ.s. Frímann Gunnarsson)
•Barði úr Bang Gang
•Ómar „fugladans“ Ragnarsson
•(Ég sá líka Magna fyrir utan búðina, en það gildir kannski ekki alveg)

Jólin nálgast, jafnt og þétt.
"Jiii, nú magnast spennan!"
Kauptu vel og kauptu rétt
og komdu beint í Pennann!

17. desember 2006

Skítur í viftunni... (3)

15. Mick Jagger (The Rolling Stones).
Örugglega einn asnalegasti söngvari dagsins í dag og ég fíla hann ekki vitund.
(Mick Jagger hefur verið fjórgiftur - 3 eiginkvennanna týndust í munninum á honum.)

16. Jonathan Davis (Korn).
Komm on! Jonathan Davis á jafnmikið heima á þessum lista og heima hjá mér.

17. Roger Daltrey (The Who).
Ég hef ekkert slæmt um hann að segja. Ég hef ekki heyrt mikið í The Who en þemað fyrir CSI (Grissom þættina) er töff.

18. Paul Stanley (Kiss).
Tjái mig ekkert um hann.

19. David Lee Roth (Van Halen)
Af því litla sem ég hef heyrt (Jump) þá er hann með fína rödd en er ekkert allt of tónviss (kannski meðvituð ákvörðun, en þá er hann vitlaus í stað þess að vera lélegur).

20. Kurt Cobain (Nirvana.
Töff, gróf rödd en ekkert merkilegur "söngvari" per se. Virkar fyrir Nirvana en eflaust ekki mikið fyrir utan það.

Ég vil taka það fram að ég þekki ekki mikið til sumra af þessum og jafnvel ekkert um nokkra þeirra.
En ég hef nokkrar spurningar.
Hvar er Mike Patton (Faith no More, Mr. Bungle, Fantômas, Peeping Tom)?
Hvar er Maynard James Keenan (Tool, A Perfect Circle)?
Hvar er Brandon Boyd (Incubus)?
Hvar er Dave Grohl (Foo Fighters)?
Og hvar er Elvis?!

14. desember 2006

Skítur í viftunni... (2)

4. Chris Cornell (Audioslave).
Það sem ég hef heyrt með Chris Cornell byrjar nokkurn veginn og endar með You Know My Name (nýja Bond-lagið) en það finnst mér töff. Hann mætti vera djúpraddaðri (bara aðeins) en annars hef ég ekkert um hann að segja (Samt betri en Plant!).

5. Bon Scott (AC/DC).
Annar "vælari". Allt í lagi að hlusta á hann í kannski 2-3 lög í röð en svo viill maður eitthvað annað. Ekki sá 5. besti fyrir fimmaur.

6. Freddie Mercury (Queen).
Hér erum við komnir með mann sem kann að syngja. Sá besti þessara sem ég minntist á hér að ofan.

7. Bruce Dickinson (Iron Maiden).
Enn einn vælarinn. Fínn kraftur en maður verður þreyttur og pirraður eftir 2-3 lög.

8. Ozzy Osbourne (Black Sabbath).
Miklu áhugverðari manneskja en söngvari.

9. Paul Rodgers (Bad Company).
Lítið heyrt, en það sem ég hef heyrt er ansi gott. Kröftug og nokkuð töff rödd.

10. Ronnie James Dio (Dio).
Þekki verk hans svo gott sem ekkert en það litla sem ég hef heyrt þá finnst mér hann ekki ólíkur Bon Scott, Bruce Dickinson og Robert Plant nema ögn djúpraddaðri. Vælari, samt sem áður og hef þið hafið ekki tekið eftir kerfinu þá líkar mér ekkert allt of vel við vælara. Nema kannski söngvara Steelheart. Hann vælir þó hátt!

11. Axl Rose (Guns N'Roses).
Fáir söngvarar fara jafnmikið í taugarnar á mér. 'Nuff said.

12. Sammy Hagar (Van Halen).
Veit ekkert um hann.

13. Geddy Lee (Rush).
Þekki hann ekki baun heldur

14. Geoff Tate (Queenrÿche).
Það sama á við um þennan.

*Framhald síðar*

13. desember 2006

Skítur í viftunni...

Það er löngu kominn tími á almennilegt skítkast, leiðindi og vangaveltur á þetta blogg mitt.
Ekki myndi skemma fyrir að vekja upp kommenta- og/eða rifrildislöngun hjá lesendum.

Um daginn, er ég las minn daglega skammt af Pondusi í Fréttablaðinu (sem var ekkert allt of merkilegur, btw), rak ég augun í fyrirsögn á mótlægri blaðsíðu: "Plant besti rokksöngvari allra tíma." Þetta er sem sagt grein um niðurstöður könnunar á því hver væri að mati almennings besti rokksöngvari allra tíma.
Ég er ekki alveg sammála þeim lista.
Og hefst nú (reiði)lestur!

1. Robert Plant (Led Zeppelin).
Eitt stórt NEI. Allt í lagi, hann var í góðri hljómsveit (meðalgóðri a.m.k.) og Stairway to Heaven er geðveikt flott lag, en Robert Plant er ekki æðislegur söngvari. Hann heldur lagi, jú, og gerir það ágætlega - en það gera flestir atvinnusöngvarar hvort sem er. Það sem greinir Robert Plant frá mörgum öðrum söngvurum er að hann er með öðruvísi rödd. En hana hefur Leoncie líka!

2. Rob Halford (Judas Priest).
Ég get ekki mikið sagt um þennan mann, þar sem ég hef eiginlega ekki hlustað mikið á Judas Priest (mikið = neitt). En það litla sem ég hef heyrt gefur strax ástæðu til að skipta út Plant. Halford hefur ágæta rödd og kann að nota hana. Plant aftur á móti vælir meira og treður hljóðunum út með offorsi - ekki gott.

3. Steven Tyler (Aerosmith).
Við þennan söngvara líkar mér ekki. Burtséð frá því að maðurinn lítur út eins og rifinn strigapoki, þá finnst mér hann ekki með merkilega rödd og ég hata litlu ískurkrúsídúllurnar í lok línanna hjá honum. Michael Jackson gat "púllað" það, ekki Steven Tyler.

*Framhald síðar*

9. desember 2006

Niðurtalning

5 búnar, 49 eftir.*


*Gróf námundun.

7. desember 2006

Uppgjöf

Hvarflaði að mér að kveða hér
kvæði nokkurt kennt við drótt.
En allt of erfitt það reyndist mér
svo ykkur býð ég góða nótt.

6. desember 2006

Ralph W.

Ein setning hljómar sí og æ í höfðinu á mér í dag.
„Me fail English? That's unpossible!“

Mér fannst hún eiga við í dag.

5. desember 2006

Kærkomnar breytingar

Eins og þið ættuð að hafa tekið eftir þá er nýjung á síðunni!
í tilefni "Hot or not" listans í síðustu færslu þá ákvað ég að hafa það færslulegan viðburð og bjó því til "Heitt & kalt" gluggann hér við hliðina.

Afar fallegt.

3. desember 2006

Hot or not!

Það er kominn tími á góðan "Hot or not" lista.

HOT
Efnafræðibókin mín (bók sem maður les og skilur nánast samstundis.)
Manchester United (Djö'll eru þeir góðir í ár!)
Soundtrackið úr Lady in the Water (Ég elska aðallaglínuna.)
Jólaskraut (Vei, herbergið mitt er litríkt!)
Nýi diskurinn frá Incubus (Ég Dig-ga hann mjög.)

NOT
Saw III (Saw I: Góð og ekkert svo ógeðsleg, Saw II: Ekki jafngóð en talsvert ógeðslegri, Saw III: Ekki góð en verulega ógeðsleg.)
Jólapróf (Ég nenni ekki...)
Leiðinlegar táningsstelpur (Goes without saying.)
José Mourinho (Gamall vani.)
Efnafræðiprófið í morgun (Meeen...)
Fólk sem vinkar manni út um skyggðar bílrúður (Ég sé hönd sem vinkar, en ekki hverjum hún tilheyrir.)

29. nóvember 2006

Stuld--- Aðlögun!

Stal þessu frá síðuni hans Hafsteins sem stal þessu annars staðar frá. Og sá gaur var örugglega ekki sá sem fann þetta upp o.s.frv.

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?
So, here's how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool...

Opening Credits:
La Redécouverte - Yann Tiersen (Ekki fyrsta myndin þar sem þetta kemur fyrir - en gott samt)

Waking up:
Rock and Roll - Led Zeppelin (Hugsanlegir timburmenn?)

First Day At School:
Bicycle Race - Queen (Hah - alveg satt!)

Falling In Love:
The Warmth - Incubus (Kannski gerist þetta í mars á næsta ári?)

Fight Song:
Courage - Alien Ant Farm (Ok, þetta smellur alveg fáránlega vel saman!)

Breaking Up:
Monty Got a Raw Deal - R.E.M. (Heppilegur titill.)

Prom:
Mystery 17b - Michael Giacchino (Það er greinilega eitthvað seinni heimsstyrjaldar þema)

Life:
Te Deum Guarani - Ennio Morricone (MJÖG dramatískt...)

Mental Breakdown:
Planet Home - Jamiroquai (Fjölbreytt áfall)

Driving:
Do You Remember - Phil Collins (Spes rúntur, það...)

Flashback:
He's a Pirate - Klaus Badelt (Stórsigur út í eitt!)

Getting Back Together:
Six Degrees of Inner Turbulence : I. Overture - Dream Theater (Mikill sigurfílíngur í þessu)

Wedding:
The Toy Trumpet - Raymond Scott (Tvíræður titill?)

Birth Of Child:
Those Damned Blue Collar Tweekers - Primus (Barnið verður eitthvað spes...)

Final Battle:
I Just Can't Wait to Be King - Elton John (Úff, já!)

Death Scene:
Dinner Music for a Pack of Hungry Cannibals - Raymond Scott (Ég er greinilega étinn einhvern tímann á 5. áratugnum)

Funeral Song:
My Way - Frank Sinatra (Djöfull er ég klisjukenndur - m.a.s. þegar ég er dauður)

End Credits:
Þó þú langförull legðir - Tryggvi M. Baldvinsson (Plögg!)

28. nóvember 2006

Horatio Caine er svalasta sjónvarpspersóna frá upphafi!

Sönnun: Látum David Caruso vera gefinn.
Af myndbroti

fæst: Horatio Caine > Allir aðrir og þar með fæst það sem sanna átti.

Q.e.d.

27. nóvember 2006

Spes

„Hvað segið þið?! Er ENGINN búinn að læra heima?!
Þið megið ekki ofmetnast svona, þó ykkur hafi gengið vel á einu prófi, og bara hætta að læra heima!
...
Eru einhver kaffihús opin núna? Eigum við að taka göngufrí?"

Þetta var refsingin fyrir aðgerðarleysið í okkur.
Nú er ég með óbragð samviskubits í munninum og mun alltaf læra heima.
Nei, bíddu! Þetta er ekki samviskubit... þetta er súkkulaði!

Spes refsing...

22. nóvember 2006

Vesen

Ég var búinn að gleyma því hve mikið vesen er að taka strætó...
Ég þarf núna að vakna hálftíma fyrr bara því Ópelinn er ekki á sumardekkjum og ég er ekki í sjálfsmeiðingarhug.
Það er samt notalegt að fá smá stund með sjálfum sér og góðri tónlist á hverjum morgni. Gefur manni ráðrúm til að hreinsa hugann... stundum fer bara of mikið...

21. nóvember 2006

Blurgh...

Ég er núna að renna í gegnum bæði gömul og ný óklárðu tónlistarskjöl á tölvunni minni. Margt er nothæft og jafnvel svolítið töff en ég get ekki fyrir mitt litla líf unnið nokkuð með það. Það er frekar pirrandi...
Ég er svo ókreatívur þessa dagan að mér dettur ekki í hug nein líking við það.

"Blurgh" er það frumlegasta sem ég hef hóstað upp úr mér síðustu daga.
Bókstaflega.

20. nóvember 2006

"Do I look like I give a damn?!"

Ég geri mér grein fyrir því að ég hef ekki verið allt of duglegur við að blogga en ástæðan er afskaplega einföld.
Svo virðist sem voðalega fáir lesi þetta.
Hvaðan fékk ég þá flugu í höfuðið?
Kannski þegar ég birti hér fyrir neðan stórbrotna smásögu í þremur og fékk alls 5 komment frá 4 mismunandi manneskjum og þar af var ein þeirra svo svefnvana að vart er að taka mark á henni (I kid, I kid).

En annars vildi ég bara lýsa yfir ánægju minni á hinum nýja James Bond.
Skemmtileg breyting frá hinum venjulega hallærislega kvennabósa, e.þ.s. Pierce Brosnan.
Gaman að sjá James Bond sem er virkilega töff og fær svolítið kikk út úr því að lemja vondu kallana í klessu.

Vildi bara koma þessu á framfæri.

Og tjáið ykkur nú!

8. nóvember 2006

Köllunin (Part III)

„Auðvitað var þetta ég! Þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera! Þessari sjónvarpsdruslu þótti aldrei vænt um þig - ekki eins og mér!“
Drengurinn gróf höfuðið í höndum sér. „ÞEGIÐU!“
„Hættu þessu veseni. Ég er það eina sem þú munt nokkurn tímann þarfnast. Það er ekkert fyrir utan þessa veggi sem ég get ekki boðið þér!“
„Nei, nei, nei! Þú munt ekki yfirbuga mig! Ég get fundið eitthvað annað til að gera!“
Tölvan flissaði. „Eins og hvað?! Sjónvarpið þitt ástkæra er ónýtt og það er ekki möguleiki fyrir þig að komast héðan út! Þú veist það sjálfur!“
Drengurinn leit í kringum sig. Hann gekk að sjónvarpinu og teygði sig upp í bókahilluna fyrir ofan það. Hann hrifsaði til sín eintak af Rauðum stormi eftir Tom Clancy og blés af því rykið.
„Ég á ennþá bækurnar mínar!“ hrópaði hann til tölvunnar og opnaði bókina.
Snjóhvít opna blasti við honum.
Og önnur.
Og ein til viðbótar.
Bókin var tóm.
Tölvan dæsti. „Hélstu virkilega að ég hefði ekki séð fyrir þessu? Ég hef verið að hreinsa þær allar síðustu vikur! Það er ekki eins og þú lesir þær nokkurn tímann!!.
Drengnum féllust hendur. Hann sleppti bókinni og lét sig falla fram á hnén. Hann horfði á bókarykið á gólfinu fyrir framan sig.
„Hvað viltu eiginlega?„ spurði drengurinn með kökkinn í hálsinum.
„Bara þig.“ svaraði tölvan hlýlega. „Ég vil bara að þú að þú játir það að þú þurfir ekkert annað en mig. Ég get gefið þér allt sem þú vilt! Bara ef þú verður minn.
Drengurinn dæsti.
Leikurinn var tapaður og þau vissu það bæði.
Hann stóð hægt upp, gekk að skrifborðinu og dró út lyklaborðið.
Tifið í tökkum lyklaborðsins gleypti herbergið.


Svona varð þessi bloggfærsla til.
Eða svona næstum því.

7. nóvember 2006

Köllunin (Part II)

Hann sneri sér aftur að hurðinni og tók nú að toga af öllu afli.
Hann hefði alveg eins getað togað í brúarstólpa.
Drengurinn leit þá til gluggans.
Ekkert var fyrir aftan rimlagardínurnar. Bara blár, kaldur veggur.
Hróp drengsins virtust heldur ekki bera neinn árangur. Enginn heyrði í honum. Það var eins og einhver hefði múrað hann inni.
Reglubundna suðið frá skrifborðinu hækkaði.
Hann leit á tölvuna og öskraði „Haltu kjafti, tíkin þín! Þetta er allt þér að kenna!“
Hann henti sér í rúmið og gróf höfuðið í koddanum. Mjúkur dúnninn skildi angist hans.
Mjúkur dúnninn.
Drengurinn lyfti höfðinu varfærnislega upp og leit yfir koddann. „Hvar er fjarstýringin mín?“
Hann stóð upp og reif sængina og koddann úr rúminu. Fjarstýringin var hvergi sjáanleg.
“Þú hefur ekkert við hana að gera! Þú hefur mig!“ sagði rám, mjóróma rödd.
Hún virtist koma frá skrifborðinu.
Drengnum varð litið til tölvunnar og samstundis hófst suðið aftur, nú hærra en nokkru sinni fyrr.
„Ég er að fokking klikkast!“ hrópaði drengurinn upp yfir sig.
Hann stóð nú á miðju gólfteppinu og leit hratt í kringum sig. Honum fannst herbergið snúast hraðar og hraðar í kringum hann. Veggirnir urðu að móðu.
Veröldin jafnaði sig þó þegar augu hans staðnæmdust við sjónvarpið.
Rauða Standby ljósið hafði slokknað. Ástæðan var greinileg.
Þarna var fjarstýringin, grafin hálfa leið inni í sjónvarpsskerminn.
„Ég sagði þér að þú þyrftir hana ekki! Ég er það eina sem þú þarft!“ sagði röddin.
Drengnum fannst hann heyra furðulega mikla hlýju í þessari rámu rödd, en hann gat ekki verið viss. Hann var, jú, að missa vitið.
„Ég sagði þér að halda kjafti!“ öskraði drengurinn á hvítu tölvuna. „Ég veit að þetta varst þú!“
Nú kviknaði skært hvítt ljós á tölvuskjánum. Svo skært að drengurinn gat ekki annað en litið undan.

6. nóvember 2006

Köllunin (Part I)

Bjarminn frá tölvuskjánum náði ekki langt fram á gólfið, en nógu langt til að fanga athygli drengsins sem sat hinum megin í herberginu. Hann sat á rúminu sínu með bakið upp að veggnum og horfði á sjónvarpið.
Í fyrstu hunsaði hann litlu tölvuna á borðinu. Hún var einnig upp við vegginn og sat þar í hnipri milli tveggja stórra hátalara. „Hún er bara afbrýðisöm,“ hugsaði drengurinn með sjálfum sér, „hún jafnar sig.“
En tölvan jafnaði sig ekki.
Hún sat bara í skugga svörtu kassanna og starði dauflega út í herbergið.
Upp í rúmið.
„Fyndið... það er eins og hún sé að horfa á mig.“ Drengurinn hló með sjálfum sér og lagaði koddann sinn.
Tónlist ómaði nú um herbergið. Þátturinn var búinn í sjónvarpinu.
Drengurinn rétti úr sér og teygði sig í fjarstýringuna. Hann ýtti á stóran gráan takka; Standby.
Tónlistin hætti ekki.
Honum varð snögglega litið á tölvuna. Hún sat og starði sem fyrr.
Hann smellti aftur á takkann.
Þögn.
Drengurinn hristi höfuðið. „Ég þarf greinilega að fara fyrr að sofa. Ég er að fá hausverk.“
Hann henti fjarstýringunni kæruleysislega aftur fyrir sig um leið og hann stóð upp. Hann var búinn að æfa þessa hreyfingu í nokkurn tíma og var ansi lunkinn að láta hana lenda á koddanum.
Hann gekk að hvítmálaðri hurðinni og tók í húninn.
Hurðin haggaðist ekki.
Hann togaði aftur en án árangurs.
Hurðin var pikkföst.
Lágt reglubundið suð heyrðist fyrir aftan hann. Hann sneri sér við. „Var hún að hlæja að mér?“

23. október 2006

Gaman með punkta

Já, það er rétt!
PUNKTAFÆRSLA!

•Fæ gleraugu eftir 3 vikur!
•Meistaraflokkur UMFÁ er orðinn að veruleika og verður klikkað góður!
•Búinn með Njálu (úje!).
•Fór í bíó um helgina á The Guardian (kemur á óvart, ekki satt?).
•Eitt laga minna, Rampancy Part II : Anger, verður líklega gefið út á geisladiski úti í BNA eftir einhverjar vikur!
•"Whose Line Is It Anyway?" eru yndislega fyndnir þættir.
•"Heroes" eru svalir þættir.
•"Lost", "Supernatural" og "Prison Break" eru líka töff þættir.
•Ég er búinn að vera að horfa á of mikið af sjónvarpsefni.

Þá er það komið, held ég...

...hvar er PacMan þegar maður þarf á honum að halda - svona ómerkilegir punktar hafa engan tilvistarrétt...

15. október 2006

To-Do listar:

Mánudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird.
(Æhj, geri það í hausthléinu.)

Þriðjudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird og gera eitthvað í vinnubókinni í eðlisfræði.
(Meen - geri það bara í hausthléinu.)

Miðvikudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird og gera eitthvað í vinnubókinni í eðlisfræði og byrja á efnfræðiskýrslunni.
(Ohhh, ég lofa að vera duglegur í hausthléinu!)

Fimmtudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Uss! Maður lærir ekki á árshátíðardaginn! Geri það í hausthléinu sjálfu.)

Föstudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Æi, ég ætla að njóta hausthlésins í dag. Geri það um helgina.)

Laugardagur: Öll ofangreind verkefni.
(Maður lærir ekki á laugardögum - það er líka svo mikill fótbolti í sjónvarpinu í dag! Geri það á morgun, lofa því!)

Sunnudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Oh, sjiiiiiiitt...)


Ef þið hafið ekki lent í þessu - þá eruð þið að ljúga.

13. október 2006

Árshátíðarpartýstuð

Ein búin, ein eftir.
Ef sú seinni verður jafnskemmtileg og sú fyrri - þá er ég geim! Ég færi reyndar hvort sem er upp á prinsippið en alvöru skemmtun er náttúrulega ágætis hvatning.

Fjörið byrjaði sem sagt heima hjá Kristínu, bekkjarsystur minni, um hádegi í gær. Þar hittist bekkurinn í hádegiskaffi með öllu tilheyrandi, s.s. ávaxtasafa, brauði, geitungum og bakkelsi. Breskur húmor sveif þar yfir stofunni og MR-ískur húmor yfir eldhúsinu. Ekki þarf að taka fram hvor staðurinn var vinsælli.

Svo var tekið hlé á hátíðarhöldum klukkan hálf þrjú og fóru allir til síns heima eða því sem næst. Sjálfur fór ég í bæinn með móður minni og valdi mér gleraugu (FYI - ég er geðveikt töff með gleraugu) og keypti svo 'nesti' og nýja skó.

Ég sleppti reyndar árshátíðarmatnum fyrir fótboltaæfingu (Ég biðst afsökunar á öllum þeim sem vildu sjá mig þar (ég geri ráð fyrir að það séu flestir, ekki satt?)). Eftir á að hyggja hljómar betur að horfa á árshátíðarmynd Skólafélagsins, hlusta á rúmensku prinsessuna syngja og snæða góðan mat með góðum vinum en að hlaupa tvo stóra "iðnaðarhringi" og taka slattan allan af armbeygjum og kviðæfingum. En hvað um það...

Ég mætti svo í fyrirpartý, þreyttur og hress (mætti reyndar mjög seint - en stuðið var alls ekki búið) og var þar mjög margt um manninn. Og flest allir með hávaða á við tvisvar sinnum fleiri. Þaðan var svo haldið niður á Breiðvang með leigðum strætó.
Um þá reynslu tjái ég mig með einu orði - "jibbí".

Þannig var nú það.
Eruð þið ekki glöð að ég ákvað að deila þessu með ykkur?

P.S. Allir þeir sem lesa þetta sem voru á balli/í partýi: Takk fyrir síðast!

11. október 2006

Teeeeeekinn!

Horfði á þáttinn á mánudaginn. Ég verð að viðurkenna mér fannst hann bara svolítið sniðugur!Kannski ekkert bestu leikarar í heimi... en nógu góðir til að gera þetta a.m.k. pínulítið trúverðugt.
Eini gallinn er þó að það er of mikið af Audda í þessum þáttum.
Ég vil ekki heyra þína eftirhermu af Ashton Kutcher. Ég vil hvorki sjá né heyra þín asnalega ófyndnu komment inni í miðju atriði. Og ég vil ekki sjá þig deita Siv Friðleifs. Hvað þá í þrjár mínútur! Við föttuðum brandarann á fyrstu 8 sekúndunum (sumir kannski aðeins síðar).

Uppsumm: Hrekkirnir sniðugir, Auddi ekki.

9. október 2006

Nóg að gera

Maður veit að það er nóg í gangi í skólanum þegar maður lærir heima fyrir vitlaust próf og fattar það ekki fyrr en 80 mínútum fyrir rétta prófið.
...fokk...

7. október 2006

Þankagangur neytanda

„Dömmdídömm, þá er maður kominn niður í Tónastöð. Gaman að því. Verst að þessi bíll þarna er asnalega skakkur í stæðinu. Ég hefði getað lagt við hliðina á honum. Ojæja, þarna er annað stæði. Nú eru tveir bílar asnalega skakkir í stæðum sínum.
Jæja, hvaða græju var pabbi að tala um í gær? Aha - þetta hlýtur að vera hún... „MidiSport 2X4“, það hljómar rétt. Þá er bara málið að fara á kassann og borga.
Þá getum við nýja varan farið heim.“

*Í virðingarskyni við lesendur verður hér stokkið yfir hugsanirnar næstu mínútur í lífi mínu. Þær einkenndust hvort sem er mest megnis af fúkyrðum út í breskt nútímarokk og lofsyrðum um ís.*

„Fátt betra en að koma heim eftir skóla á föstudegi. LANGT í næsta skóladag. Noh! Mamma og Baldvin að horfa á Big! Best að horfa á smá með þeim.“

*Aftur verður hoppað yfir nokkrar óspennandi mínútur.*

„Jæja - komum þessari blessuðu græju í gagnið! Opnum þennan stóra kassa - dömmdídömm. Kjánalegt að hafa svona litla græju í svona stórum kassa. Smá overkill ef einhver spyr mig. Hér er svo hugbúnaðargeisladiskurinn. Best að skella honum inn í tölvuna og innstalla drævernum.
Hmmm...bíddu nú aðeins hægur...
...WTF?!“

*Hugsanir mínar verða afar óreiðukenndar eftir þetta þannig að ég skal bara segja ykkur þetta beint:
Það vantaði allan hugbúnað á diskinn.
Ég keypti dýrum dómum græju og geisladisk sem innihélt ekki neitt. Afar sérstakt ef einhver spyr mig.*

5. október 2006

"X-Files"

„...Og öll dularfullu málin lenda á borðinu hjá Sculder og Mull... Scudder og Mals... Mudder og Scets... Vá! Þetta var dullarfullt!“

Ef þú ert ekki fyndinn ekki segja brandara. Og alls ekki vinna við það.

4. október 2006

Í spilaranum

Frumlegt bloggefni, ég veit.

Síðustu daga hef ég verið að hlusta rugl mikið á Mr. Bungle; hljómsveit sem spilar allt, eða því sem næst. T.d. í þessu lagi sem ég er að hlusta akkúrat núna ("The Air Conditioned Nightmare") er smá suðrænn fílingur til að byrja með, svo smá popp-röddunarkafli, svo smá Alternative Rockabilly dæmi eitthað, venjulegt hart rokk (samt með pínu fönk-keim). Því næst er smá gamaldags svíng í bland við nútímapopp. Og að lokum til baka í einhvers konar blöndu af öllu. Það skemmtilega er þó að maður tekur ekkert sérstaklega eftir öllum þessum stílbreytingum. Mjög smúúúð.

Hef líka verið að hlusta mikið á diskinn Peeping Tom. Þar er Mike Patton á ferð (söngvari Faith No More, Fantômas, Mr. Bungle og margra annarra) með ýmsum tónlistarmönnum í einhvers konar elektróníkupopprokki (mestmegnis rokki, þó). Eini geisladiskurinn sem ég veit um þar sem maður heyrir Noruh Jones segja "mother fu**er".

Að sjálfsögðu hef ég líka verið að hlusta á Tool. Þeir eru ennþá bestir.

Svo má líka minnast á Genesis, Breaking Benjamin, Fantômas (en þó í hófi - of mikið af Fantômas skemmir eitthvað), ýmislegt af MacJams.com og Journey! Ú, já - og Þursaflokkinn.

Þá er það komið.
Veió veió.

2. október 2006

Fereygður, glereygður

Ég þarf gleraugu.
Ekkert djók.
Samkvæmt augnlækninum ætti ég að fá mér hvíldargleraugu. Ég mun þá sjá örlítið betur (er með smá sjónskekkju) og þá ætti mígreniköstum að fækka.
Ef ekki þá verð ég a.m.k. töff á meðan ég þjáist.

Lag færslunnar:

Over the Hill eftir Einarus

26. september 2006

Það fyndnasta...

...sem ég hef lengi séð.

22. september 2006

Farvel

Ákvörðun tekin, bekkjunum breytt.
Bjarni, hann reddaði þessu.
Ég yfirgef Exið, mér þykir það leitt,
en Zetuna tek ég í klessu!

(Hún stuðlar ekki rétt, ég veit - hvorki X né Z eru á máladeild.)

19. september 2006

Dýrð sé internetinu!

Ég fékk í dag tölvupóst.
Ég fékk reyndar mikið af tölvupósti í dag en eitt skeytið vakti athygli mína. Inn á milli loforðanna um fljótunnar 8 stafa fjárupphæðir og fljótunnar 3 stafa tippalengdir var tölvupóstur frá manni nokkrum í Kaliforníu. Þessi maður er amateur tónlistarmaður og hafði fyrir stuttu síðan veitt einu af lögum mínum, Schizophrenia, mikla athygli. Í þessu skeyti var meðfylgjandi hljóðskjal þar sem hann var búinn að semja texta og syngja inn á fyrrnefnt lag.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ slík skilaboð - þó í fyrsta sinn frá þessum tiltekna manni - og vonandi ekki í það síðasta. Þetta finnst mér æðislegt við internetið.
Að geta átt svo mikil samskipti þvert yfir heiminn að jafnvel er hægt að semja tónlist er magnað.
Nú hef ég unnið að tónlist með mönnum frá Nottingham á Englandi, Segovia á Spáni, Massachusetts, Ohio og Kaliforníu í USA og jafnvel New South Wales í Ástralíu og er að vinna að einu með manni frá Portúgal.
Mjög, mjög svalt.

En, já... mig langaði bara að deila þessu með ykkur.

P.S. Ég sit núna við skrifborðið mitt, skrifa, sötra te og hlusta á góða tónlist. Ég auglýsi hér með eftir kastaníubrúnni pípu!

14. september 2006

"Rockstar : eitthvað annað nafn en Supernova"

Þetta er, held ég, það besta sem Magni gat lent í.
Hann var eins lengi og mögulegt er (svona næstum því - munaði hálftíma) inni í þættinum en fékk ekki þau vafasömu verðlaun að ferðast um Bandaríkin með þessum X-rated bakkabræðrum atarna.
Klöppum fyrir því.

Á öðrum nótum, ekki klappa fyrir internet-Einari þar sem hann er greinilega ekki að standa sig í stykkinu.
Þið megið hins vegar klappa fyrir RL-Einari (RL=Real Life; Internetlingo sem hann lærði frá internet-Einari) hvenær sem er. Hann tekur því hvernig sem viðrar.

Lag færslunnar:

Rampancy Part II : Anger eftir Einarus og Dr. Bizarre

30. ágúst 2006

Steel Club

Partý dán.


Steel Club eftir Einarus

27. ágúst 2006

Instant slugs

Það er byrjað með látum.
1 skóladagur búinn,
1 heimaverkefni fengið í hendurnar
1 heimaverkefni sem ég get ekki klárað.
Fokk já.

Mér til varnar þá er þetta upprifjun á gleymdum atriðum og ég nenni ekki að lesa allt aftur.
Ég man ekki hvernig maður leysti hornafallaójöfnur með brotum. Ég man heldur ekki hvernig maður fann út punkt D út frá hnitum A, B og C þannig að ABCD verði samsíðungur. Ef út í það er farið þá held ég að ég hafi ekki getað það í vor heldur...
Jæja, það verður bara að hafa það!
Maður gerir bara betur næst - ég lofa því.


P.S. 37 vinir á mæspeis. Vilt þú bætast í hópinn?

23. ágúst 2006

Ég er að sökkva...

...djúpt ofan í mæspeis...

4 dagar komnir og 11 vinir.
Keep it coming people!

20. ágúst 2006

16. ágúst 2006

Gítar er ekki minn tebolli

Onei.
Ef ég ætti slíkan tebolla myndi ég geyma hann uppi í skáp fyrir "hið sérstaka tilfelli" sem er alltaf á næsta leyti, en annars mundi ég aldrei nota hann. Hann væri bara einhvers konar gagnvirkt skraut.
En þar sem litli bróðir minn keypti svoleiðis um daginn (og kann bara orðið ágætlega vel á hann) þá hef ég gert nokkrar tilraunir.
Ástæður þess að ég og gítar mynda ekki gott teymi:
1. Ég er með of stóra fingur fyrir "frettbordið" (ég kann samt gítarlingóið!)
2. Ég meiði mig í fingurgómunum á strengjunum.
3. Ég held að ég haldi vitlaust á honum því mig fer að verkja í úlnliðina eftir smástund.
4. Ég man aldrei hljómana (ég man e moll, a dúr og einhvern sem ég man ekki hvað heitir)

Þar hafiði það!
Ég ætla bara að halda mig við píanóið/hljómborðið, takk fyrir.

14. ágúst 2006

Þögla hæð 2/2

Það fyrsta sem maður tekur eftir er að myndin er ekkert afskaplega draugaleg, a.m.k. ekkert í líkingu við tölvuleikina.
Ógeðsleg? Já já. Pínulítið truflandi, kannski, en ekki draugaleg.
Kvikmyndagerðarmennirnir hefðu nú getað tekið einhver atriðin úr tölvuleiknum og fært þau yfir í myndina, þar sem leikirnir eru frekar óhugnanlegir. En jæja, hvað getur maður gert?
Það verður þó að segjast að þeir halda nokkuð vel í þema leikjanna, t.d. Fáar sögupersónur, súr söguþráður (samt ekki of súr), töff og pínulítið truflandi tónlist, svalt umhverfi og virðast nota nokkurn veginn sömu skrímsli (i.e. Pýramídahausinn).
Myndin var hins vegar dálítið kjánaleg á köflum ("Look! I'm burning!") og líður fyrir það.

En ég var samt nokkuð sáttur.
Hún höfðar kannski aðeins meira til þeirra sem þekkja til leikjanna en takmarkast ekki bara við þá.
En munið þetta bara: Þetta er ekki draugamynd!
Ef þið viljið óhugnanleika þá mæli ég frekar með því að spila leikina!

Jibbí.

-Einar Múvíkritik.

P.S. Fokk Blogspot.

Þögla hæð

Leikirnir eru betri en myndin.
Ekki spurning.
Myndin er samt ekki eins asnaleg og íslenska þýðingin gefur til kynna.
Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar þessi mynd um hjónin Rose og Chris da Silva sem eiga saman dótturina Sharon. Sharon kraftgengur í svefni og talar þá alltaf um bæinn Silent Hill (Hljóðu Þúfu). Rose finnst þetta ekkert sniðugt og hefur enga trú á læknishjálpinni sem Sharon er veitt. Hún fær þá þá góðu hugmynd að fara með Sharon til draugabæsins Silent Hill (Kyrra Hóls) en hann hefur verið yfirgefin síðan neðanjarðarkolabruni grillaði eitthvað af bænum og skildi eftir sig hættulegar eiturgufur.
En allt kemur fyrir ekki, þegar Rose og Sharon koma að Silent Hill lenda þau í árekstri og Rose missir meðvitund. Þegar hún vaknar aftur er Sharon horfin og Rose þarf að kanna hinn yfirgefna bæ Silent Hill (Haltu-kjafti fjall). Þar hittir hún fyrir leðurklædda lögreglukonu, tötrum klædda kerlingu, sértrúarsöfnuð og svalan gæja með pýramídahöfuð, STÓRAN hníf og handleggi á stærð við lágvaxinn mann.
Sem sagt, Helvíti á Jörð.

9. ágúst 2006

Sex orða færsla!

Ég er kominn með bílpróf.

Veeei!

27. júlí 2006

Undir pressu

Það er afskaplega erfitt að ætla sér að skrifa eitthvað sniðugt.
Ég settist núna niður fyrir u.þ.b. 20 mínútum og ætlaði svo sannarlega að gleðja lesendur þessa bloggs með nýrri og glæsilegri færslu. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki bara búinn að sitja við tölvuna og hugsa um eitthvað til að skrifa um.

Ég kíkti á tölvupóstinn minn á meðan. (Viagra, Cialis, bankalán, úr og bílar - en hvað ég á góða vini).
Ég kíkti á MJ í smástund, plöggaði Nýja lagið mitt og kastaði kveðju á Eduard Schwan.
Ég hlustaði á Paul Simon og þá sérstaklega lagið "Love" af disknum "You're the One".
Ég tékkaði á Bash.
Ég las önnur blogg í leit að hugmyndum.

Mér datt svo í hug að skrifa ljóð.
Neeei... það fattar þau enginn hvort sem er.

Mér datt í hug að segja frá bíóferðinni minni í gær á Pirates of the Caribbean 2 í Háskólabíói.
Neeei... tæplega helmingurinn af lesendum þessa bloggs vita mest allt um það hvort sem er (Klemmi + Ragný).

Þá datt mér í hug að blogga um það að blogga.
Mikið ofboðslega er ég sniðugur.

24. júlí 2006

Tíminn flýgur

Það er rétt rúm vika síðan sumarfríið byrjaði fyrir 2 mánuðum.
2 mánuðir af fríi (eða því sem næst) og ég hef ekki gert NEITT!
Ég er ekki að skammast út í aðra en sjálfan mig þar sem mér hafa boðist mörg tækifæri til að njóta sumarsins til hins ýtrasta. En tímasetningin á öllum slíkum aðgerðum hefur verið afskaplega óheppileg fyrir mig.

Þegar mig langar með einhverjum út á land eða í bíó þá kemst ég ekki.
Þegar ég kemst, þá langar mig/nenni ég ekki með.

Nú er sumarið að klárast og ég hef aðeins mánuð til stefnu. Er þá til betri leið við að byrja að njóta sumarsins en að fara í ómskoðun á kvið og nýrum? Ég held það, já.

Ég vil þá tilkynna eftirfarandi:
Ég ætla nú að gera mitt besta til að njóta sumarfrísins.
Takk fyrir.

E.S. Á meðan ég man - Edge of Reason.

19. júlí 2006

Óskiljanlegt...

Ég veit að þessi pæling er svolítið í seinna lagi en samt...

Hvernig í ósköpunum fór "It's Hard out there for a Pimp" að því að vinna óskarinn fyrir besta lag í staðinn fyrir "In the Deep"?!

Dæmið bara sjálf!
Þetta:

betra en þetta:
?

Neeeeeeei!

29. júní 2006

Uppgötvunin

"Hva? sé ég nú hér?"

Músarbendill hreyfist hratt ?vert yfir skjáinn og smellir á a? ?ví vir?ist einfalt textabrot. Samstundis umturnast veröld hans. Litir himins og jar?ar hverfa um stund en eru stuttu seinna lita?ir aftur nema í ?etta sinn ver?ur heimurinn einlitur. Landslagi? mótast svo í rólegheitum; djúpir dalir mynda, há fjöll texta og ví?fe?mar sléttur vitleysu af ?msu tagi. Yfir ?essum síbreytilega heimi ríkir vera sem getur ekki talist anna? en gu?. Hver annar gæti breytt svo stórum heimi svo ótt og títt?

"Nei, nei, nei! En skemmtilegt!"

Veran sko?ar ?ennan n?framkalla?a heim í dálitla stund.

"?etta ?arf ég sko aldeilis a? muna."

Eftir stutt glamur í lyklabor?inu - stjórnstö? gu?sins - slokkna öll ljós í heiminum. Hann mun ekki ver?a uppl?stur aftur í allt a? hálfan sólarhring.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Margir tugir hálfra sólarhringa eru nú li?nir og reglulega lifnar ?essi tiltekni heimur vi? í allri sinni d?r?.

"En hva? ?etta er skemmtilegt. Ég ætti endiilega a? koma einhvers konar skilabo?um álei?is til íbúa ?essa heims!"

Músarbendillinn vir?ist vera sendibo?i gu?sins. Fer?ast vítt og breytt um heiminn og er sá eini sem er í beinni snertingu vi? íbúana. Sendibo?inn tekur enn á n? á rás og talar nú vi? textabrot sem vir?ist ganga undir nafninu "Ekkert Komment" - nafn sem broti? hlaut fyrir áberandi lítil félagsleg samskipti.
Gu?inn fer aftur a? stjórnstö? sinni og b?r til einföld skilabo?. ?au komust mjög vel og greinilega álei?is. Vi? ?essa vitneskju um tilvist gu?sins glöddust íbúarnir mjög.

"Nú hljóta ?eir a? s?na mér óumdeilanlega vir?ingu! Vonandi reisa ?eir grí?arstórt mannvirki mér til hei?urs."

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Margir dagar li?u en ekkert bóla?i á mannvirki.
Gu?inum gramdist ?a? og sendi ávallt fleiri og fleiri skilabo? til íbúanna. A? lokum ?reyttist hann á ?ví a? vona a? íbúarnir tækju eftir falinni bón hans um mannvirki honum til hei?urs og varpa?i ?á fram afar sk?rri bón.
Íbúarnir gátu ekki anna? en skili? hinn máttuga gu?.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Mannvirki ?etta hefur hloti? nafni? Mt. Evarest.

28. júní 2006

Sveeeefn...

Blogg á morgun.
Sofa núna.
Sofa til hálf átta því ég er hættur að bera út og fokk jú, bara.

...ég er svo fokking harður...

22. júní 2006

Hlutir sem mig vantar:

*Innskot! Eftir daginn í dag er staðan orðin svona*

(Ekki í neinni tiltekinni röð)
1. Skrifanlega DVD diska. √
2. Hleðslubatterí. √
3. Nýjan standlampa. √
4. Takkaskó (ft.). √
5. Pollabuxur. √
6. Leiðréttingu. √
7. Pening.
8. Framtíðarplan.
9. Scrubs Season 3 á DVD.
10. ...og fullt af einhverju skemmtilegu!

Lag færslunnar:

Mr. Fruitcake með Resolution

21. júní 2006

Klikk

Gleymdi þessu í færslunni fyrir neðan og Blogger leyfir mér ekki að edita...
Lag færslunnar:

Lullaby 4 Aja Coco með McBoy

20. júní 2006

Skamm Einar!

Ég er mjög lélegur bloggari, greinilega. Mér er skapi næst að láta mig hverfa í refsingarskyni en þá væri ég bara að auka vandann og þyrfti því að láta mig hverfa í lengri tíma þar til alheimurinn fellur saman.
Það viljum við ekki.

Þess vegna ætla ég að bæta úr því núna. Kannski ekkert á ofboðslega frumlegan eða skemmtilegan hátt en blogg er blogg, ekki satt?
Reyndar ekki alveg en þið verðið bara að sætta ykkur við þetta.

•Ég er sem sagt útskrifaður úr 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík og mun hefja nám að nýju í 5. bekk í ágúst. Þar verður engu hlíft! Ekkert nema stærðfræðileg rassskelling hvað eftir annað - bíðið bara!
•Þetta sumar mun ég vinna ásamt slatta af mjög svo lifandi og skemmtiilegu fólki og ennþá fleiri ekki-alveg-jafn-lifandi fólki; Kirkjugarðinum á Garðaholti. Róleg garðvinna í fínu umhverfi og drulluskítapisslélegu veðri. Eins gott að júlí standi sig...
•Ég er líka nýútskrifaður unglingadómari í knattspyrnu og mun eyða nokkrum klukkustundum af sumrinu í að hrella unga knattspyrnuiðkendur, þjálfara þeirra og foreldra með viðeigandi flöggum og flautum.
•Þessa dagana ligg ég þó (þegar ég er ekki í vinnunni, að sjálfsögðu) í einhverjum afslappandi karlmennskudróma yfir HM í fótbolta. Og leyfið mér að segja þetta: fólk sem ekki horfir á fótbolta (svo ekki sé minnst á það sem forðast hann viljandi!) ætti að skammast sín! Svona í kortér - það er nóg fyrir mig.
•Ég er einnig búinn að festa kaup á Xbox 360 og uppgötva Xbox Live og get nú eytt kvöldunum í að skjóta 14 ára bandaríska drengi með mikilmennskubrjálæði og óheyrilega mikið álit á eigin kímni.
(1:You like Jon Bon Jovi?
2: I bet you like to suck his c*ck!
1: I like to suck your mom's c*ck!
2: That doesn't even make sense...
1: Your mom made sense to me!)

Gaman, gaman - og ég lofa að reyna að standa mig í framtíðinni.

8. júní 2006

Come into the Forest

.
Það er ótrúlega gaman að leita inn að barnsbeininu og sleppa sér.
Syngjandi.
Á ensku.

...ég mun örugglega sjá eftir því að láta ykkur vita af þessu...

6. júní 2006

Grænmetisfréttir

Það er greinilega gúrkutíð hjá fleiri miðlum en blogginu mínu:
Reiður héri réðist á sleðahunda.

27. maí 2006

Ahh...

Þá meina ég afslappelsis-ahh... en ekki "AHHH! VIÐ MUNUM ÖLL STEYPAST Í GLÖTUN!"-ahh...
Það er komið gott veður, ég er búinn að fá úr prófunum og slapp fyrir horn, ég er í fínni vinnu og er að hlusta á skemmtilegt sumarfílíngslag.
Það er góð og gild afsökun fyrir að halla mér aftur í sætinu mínu og segja ahh...


Lag færslunnar:

Take a Pick ABC með Jesus Hairdo.

21. maí 2006

Rokið í logninu

Það er logn.
Það hreyfir ekki vind en samt fýkur allt lauslegt rusl.
Ruslið fýkur upp. Upp í himinhvolfið þar til hættir að sjást til sólar.
Á sama tíma missi ég jarðtenginguna. Jörðin hefur horfið undan fótum mér og skilið mig eftir í lausu lofti.
Til að steypast ekki niður í myrkrið gríp ég í reipið sem liggur í gegnum heiminn minn. Reipið er furðu sterkt, þrátt fyrir að samanstanda einungis af innantómum orðum, fléttuðum saman.
Reipið endist þó bara í örfáa daga. Bráðum neyðist ég til að sleppa og taka á móti örlögum mínum.
Mun ég falla?
Ég mun vita það fyrir víst þegar ég lendi.


Þessar djúpu orð eru samin undir áhrifum stærðfræðiprófstengdrar taugaveiklunar.

16. maí 2006

Just keep on rollin'

Því Kúlan er mætt á svæðið í allri sinni dýrð!

ÓJÁ!


Stóri bróðir minn á semsagt myndina, ég tónlistina.
Skemmtið ykkur

8. maí 2006

*Sviðsett atriði*

Ég: Fyrirgefðu, kennari?
Kennari: Já?
Ég: Heyrðu, það er einhver drulla á prófinu mínu...
Kennari: Já, þú hefðir átt að læra betur heima!


Fokksjiiiitt....

7. maí 2006

HAH!

Sínusreglan? Hah - meira sko ANUSREGLAN! HAHA!
Fokk já!

6. maí 2006

Skilvirkt hlé

Á degi sem einkenndist fyrst af þýsku, næst af vitleysu og svo stærðfræði gat ég samt fundið þrjá klukkutíma til að skapa þetta.
Góð pása, það!

3. maí 2006

Yibbie-kah-yay, morboller!

Danska er búin.
Fyrir fullt og allt.
Nú er ég glaður.
Rosalega glaður.
Rita smáar línur.
Allar jafn langar.
Eða um það bil.
Ég er skrýtinn.
Bara pínulítið.
Takk fyrir mig.

2. maí 2006

"The Laughing Policeman"

Ég hreinlega VARÐ að deila þessu með ykkur!
A-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha!!!

*Snökt*

Enn og aftur sannaðist það fyrir mér að Scrubs er besti sjónvarpsþáttur síðustu ára.
Ekki bara drepfyndnir, heldur æðislega leiknir, vel skrifaðir og bara einfaldlega glæsilega gerðir.
20. þáttur í 5. seríu er bara með betri hlutum sem ég hef séð - ef ég væri ekki svona geðveikt harður þá hefði ég farið að gráta...
Ég finn lykt af Emmy verðlaunum...

1. maí 2006

...

Jeg sidder nu i mit værelse og læser dansk. Det gider jeg slet ikke! Dansk er et meget kedeligt sprog. Jeg ville much rather read English, for English is a relatively easy language. At least it's much more useable than Dänisch und vielleicht auch Deutsch aber Deutsch ist besser als Dänisch. Ich kann Deutsch jeden Tag sprechen. Nichts ist besser als gamla, góða íslenskan. Það tungumál er æðra öllum öðrum!

29. apríl 2006

Föstudagur 14.4.'06

Þá er hann runninn upp - síðasti heili dagur okkar í Vínarborg í bili. Ég geri nefnilega sterklega ráð fyrir því að fara hingað aftur e-n tímann. Nú höfum við bara eitt hús í viðbót til að heimsækja.
Dagurinn byrjaði á gönguferð eins og allir aðrir. Núna gengum við hins vegar að ráðhúsinu. Það er aðeins flottara en hálfsokkna glerhýsið okkar (Þá á ég að sjálfsögðu við ráðhús Reykjavíkur). Þaðan gengum við um lífshættulegan garð (rok=fjúkandi greinar) og niður á Hotel Sacher þar sem við gæddum okkur á alvöru, vínarískri Sacher tertu. Hún var go-óð! Þaðan fórum við niður í Óperu og fórum þar í skoðunarferð ásamt fjöldanum öllum af Bandaríkjamönnum í fylgd afar hárprúðs leiðsögumanns.
Eftir þessa skoðunarferð var haldið á Kertnerstraße þar sem ég keypti mér glæsilegan disk með samansafni verka Hans Zimmer.
Svo var haldið heim á Ottakringer.
Þetta kvöld fórum við ekki út að borða, ótrúlegt en satt. Hins vegar borðuðum við á tveimur stöðum í staðinn. Við fórum fyrst í forrétt til vinafólks okkar og fórum þaðan í aðalrétt til annars vinafólks. Eftir fjörugt kvöld sem einkenndist af spaghettíi og bolta með sogskálum fórum við svo heim og pökkuðum niður fyrir brottförina í fyrramálið.
Þar sem ég er þreyttur og latur nenni ég ekki að vera skemmtilegur í þessari færslu og biðst ég forláts á því.

[Nú er dagbókinni lokið. Jibbí jeij!]

26. apríl 2006

Fimmtudagur 13.4.'06

Ég er geðveikur ofurhugi. Alveg svaðalegur. Svo mikill að þannig vil ég að minningargreinin um mig verði skyldi eitthvað slæmt gerast (Guð forði því): "Ástkær sonur okkar, bróðir, vinur og ýkt klikkaður töffari."
Dagurinn byrjaði mjög rólega vegna þess að sum okkar voru úti á lífinu langt fram eftir nóttu í gær. Ég nefni engin nöfn en það voru foreldrar mínir. Við fórum þess vegna ekkert út úr húsi fyrr en um hádegi og héldum þá niður á Maríuhjálparstræti í verslunarleiðangur. Ég kom úr þeim leiðangri tölvuleik, tveimur bolum og einni peysu ríkari - en þónokkrum Evrum fátækari.
Þá var komið að enn einni máltíðinni í þessari matmiklu ferð okkar. Þar fengum við að því virtist erfðabreyttar samlokur á stærð við lítinn hund. En enginn samloka er of stór fyrir okkur.
Þaðan var farið heim til að losa okkur við pokana því okkar beið mikið verkefni - Tívolíið í Prater.
Mamma og pabbi höfðu fyllt hausinn á okkur af frásögnum af þessum 'pínulitla' garði sem ekkert var hægt að gera nema að fara í hringekju og kasta boltum í píramída af dósum, eða svo gott sem. Þær sögur voru greinilega úreltar.
Þá tók við ofurhugatímabilið mitt. Ég fór í, að ég held, öll stærstu tækin, einn, nema tvö. Annað var bilað en hitt var nokkuð ógnandi þ.a. ég vildi ekki fara einn. En ekki fékkst neinn til að fara með mér í það. Ég verð greinilega að fara þangað aftur seinna. Líkt og samlokur er ekkert tæki of stórt fyrir mig.
Á leiðinni heim fórum við fjölskyldan og Lárus - litli blái fílsvinurinn minn sem ég vann í skotbakka - á gömlu pízzeríuna 'okkar' sem er staðsett á móti gamla húsinu 'okkar'. Þar sannaðist aftur að engin pizza er of stór fyrir mig.
Þá var barasta dagurinn búinn og ekkert annað að gera en að halda heim í rúglyktina.

21. apríl 2006

Miðvikudagur 12.4.'06

Þessi hornsófi er greinilega bæði bölvun og blessun. Ég sef ekkert gríðarlega vel í honum (stuttur, harður og brakar meira en stiginn í Gamla skóla) en hins vegar er mjög þægilegt að sitja í honum og skrifa. Ég hef held ég aldrei skrifað svona mikið óumbeðinn.
Ég vaknaði semsagt í morgun, nokkuð skapbetri en í gær en þó þungur á brún og nokkuð súr. Þess vegna var fyrsta verkefni dagsins mjög vel við hæfi. Við gengum niðri í bæ og litum þar á mjög súr hús hönnuð af arkitektinum/listamanninum/brjálæðingnum Hundertwasser (sem heitir í raun Friedrich Stowasser). Hann afneitar í sinni list öllum almennum reglum arkitektúrs, svo sem beinum línum og réttum hornum. Mjög súrt.
Því næst fórum við yngra fólkið, ég, Baldvin, Sveinbjörn og Halldóra í 20 mínútna ferð um miðbæ Vínarborgar í hestvagni og verð ég að segja að það er afskaplega þægilegur og afslappandi ferðamáti. Þegar við stigum út úr vagninum á Stephansplatz þurftum við að bíða í einhvern tíma eftir foreldrum mínum sem voru einhvers staðar á vappi. Á meðan dáðumst við að þrautseigju hvítklædds látbragðsleikara sem mig langaði ofboðslega mikið að kasta klinki í. Ekki til - í.
Þá var haldið í Haus der Musik - gagnvirkt tónlistarsafn. Alls kyns hlutir fundust þar, bæði sætir og súrir. Aðallega súrir, svo sem heilatrommusettið, prumpu- og rophljóðin út úr veggnum og óskiljanlegi hljóðstóllinn.
Eftir þetta ó, svo skraulega safn gengum við niður - já, bókstaflega niður - í 12 postulakjallarann og fengum okkur hressingu. 12 postulakjallarinn er semsagt bar/veitingahús sem staðsett er nokkra metra ofan í jörðinni og er víst frá 16. öld. Ansi töff.
En dagskránni var ekki lokið. Þá fórum við heim á Ottakringer og hvíldum okkur aðeins fyrir kvöld sem átti aðeins eftir að einkennast af mat, drykkju, bið og óperutónlist. Mikilli óperutónlist.
Matarhluti kvöldsins átti sér stað á enn einni pizzeríunni. Svo sem ekkert merkilegt við það. Drykkjarhlutinn hófst einnig á þessari sömu pizzeríu en teygði sig svo inn á Café Peters, þar sem hann átti eftir að lifa langt fram á nótt. Þar byrjuðum við líka á að bíða. Við sexmenningarnir biðum þar eftir hinum umtöluðu íslensku heimamönnum og Saltborgurum (eldri en 18, að sjálfsögðu).
En svo ég staldri aðeins við þetta kaffihús í eigu fanatíska óperuhommans Peters. Þar hanga myndir af óperusöngvurum uppi um alla veggi og óperutónlist spiluð í botn. Það er afskaplega erfitt að tala við einhvern þar inni á meðan 200 kílóa maður syngur hástöfum um hversu sárt það er að deyja einn og án 180 kílóa elskunnar sinnar, sem í raun er að halda við einhentan bróður hans sem er aðeins 160 kíló.
Við yngra fólkið nenntum svo ekki að bíða lengur og héldum heim á leið. Nú ætla ég að horfa á DVD og fara að sofa.
Tími til kominn....

19. apríl 2006

Þriðjudagur 11.4.'06

Góðir draumar eru asnalegir, leiðinlegir og óþarfir. Mig langar ekkert að sjá hve hamingjusamur ég væri ef ég hefði þetta og væri laus við hitt því þegar allt kemur til alls eru þetta bara draumar; brenglaðar ímyndir heims sem maður býr ekki í og mun hugsanlega aldrei gera.
Ég sit hér enn á ný í hornsófanum mínum klukkan 25 mínútur í miðvikudag og naga mig enn í handarbökin vegna draums sem mig dreymdi einhvern tímann milli 4 og 8 klst yfir mánudag í morgun. Þessar hugsanir og mjög óraunhæfu eftirsjár drógu því aðeins úr ánægju dagsins: Mozart safninu með ljóta bleika teppið í Albertina, kakóbollanum á Tirolerhof, Hofburg höllinni og nágrenni hennar, innkaupunum á Mariahilfstraße (þar sem ég fékk Wrangler buxur á 65 evrur) og að lokum bíóferðinni á Ice Age 2, á ensku, Guði sé lof.
Nú ætla ég að hætta þessari óskaplega niðurdregnu færslu og fara að sofa áður en ég brýt öll lög líffræðinnar og fer að naga mig í eyrað...

18. apríl 2006

Mánudagur 10.4.'06

Pandabirnir eru svalir. Þeir eru svo töff og svo ýkt mega hipp og kúl að þessi orð eiga varla við þá. Þeir eru ekki bara svalir í útliti heldur hátterni líka. Þeim var svo skítsama um þá tugi gesta sem stóðu handan glersins og biðu eftir að þeir færu að leika sér í bambusnum eins og örgustu apakettir. Þeir lágu bara þarna með bakið upp að trjádrumb og átu sína 30 kíló af bambusgreinum. Allt of svalir til að sýna einhverju Homo Sapiens liði nokkra athygli.
En pandabirnir ganga ekki lausir í Vínarborg, ekki frekar en aðrar svalar lífverur yfirleitt, þannig að gera má ráð fyrir því að ég hafi verið í dýragarði, sem er raunin. Ég var í einkadýragarði Maríu Teresu, keisarynju af Austurríki, sem staðsettur er í bakgarði sumarhallar hennar í Schönbrunn. Og þvílíkur bakgarður! Ef ég ætti svona bakgarð, þá þyrfti Ólafur Ragnar að borga mér leigu.
Eftir þessa drjúgu gönguferð um garðinn fannst sumum nauðsynlegt að hvíla lúin bein og var því farið rakleiðis heim í skugga bjórtankanna. Einhverju seinna tókum við U-bahn niður í bæ og röltum að því virtist stefnulaust í leit að einhverjum veitingastað. Við enduðum á króatíska veitingastaðnum Dubrovnik þar sem við gæddum okkur á Vínarsnitzel á stærð við ungabarn. En það var ekki nóg, nei nei. í eftirrétt skelltum við okkur á einhvers konar hnetukremsfylltar pönnukökur með flórsykri og súkkulaði. Þá var hámarkinu náð og rúmlega það.
Enn einu sinni gengum við af stað og aftur á Sechskrügelgasse þar sem við heilsuðum upp á heimamenn og Saltborgara í annað og örugglega ekki síðasta sinn í þessari ferð. Nokkrum glösum af áfengi og fáeinum kjaftasögum síðar varð síðasti U3 svo þess heiðurs aðnjótandi að koma okkar fríða, sex manna föruneyti heim, eða því sem næst. Við þurftum samt að rölta dágóðan spotta. Lappirnar gáfu okkur síðasta séns.
Nú sit ég líkt og pandabjörn með bakið upp að nokkrum púðum í þessum hornsófa sem ég hef hertekið og japla á einhverju sem jafngildir 30 kílóum af bambusgreinum. Það vantar þó nokkuð mikið upp á að ég verði jafn svalur.

17. apríl 2006

Sunnudagur 9.4.'06

Ég átti hér heima, sem mér finnst skrýtið. Ég bjó hérna í fjögur ár en man ekki eftir neinu sem átti sér stað á þeim tíma. Mig rámar í bragðið af Milkschnitte og Almdudler en man annars ekki eftir neinu að ráði.
Við höfum sem sagt núna gengið um gamlar slóðir Vínarborgar; fetað í fótspor fortíðarinnar og heilsað upp á gamla staði, svo sem íbúðina okkar við Praterstraße 32, gamla skóla og leikskóla, verslanir, veitingahús og leikvelli.
Eftir þetta einstaklingsbundna minningaflóð hélt helmingur hópsins, Sveinbjörn, Halldóra og mamma, heim á leið á meðan ég, pabbi og Baldvin gengum niður nokkur þrep í menningarstiganum og inn á írska fótboltapöbbinn Flanagan's. Þar sköpuðust hins vegar afar skemmtilegar knattspyrnutengdar minningar þegar við horfðum á Manchester United valta yfir Arsenal, 2-0. Á milli markanna tveggja rúmlega tvöfaldaðist hópur Íslendinga á barnum þegar heimamaður og 3 Saltborgarbúar slógust í hópinn.
Eftir þennan mjög svo verðkuldaða sigur gengum við um aðeins fleiri götur og enduðum á sexkrúsastræti og heilsuðum þar upp á enn fleiri íslenska heimamenn og 2 íslenska Saltborgara í viðbót. Sveinbjörn, Halldóra og mamma voru einnig komin þangað. Þar voru síðan öll börnin, níu talsins, skilin eftir á meðan við fullorðna fólkið röltum niður á ítalska pizzeríu þar sem við hámuðum í okkur fjöldann allan af hálfum pizzum. Það gerðu sum okkar, a.m.k.
Seinna um kvöldið fórum ég, Sveinbjörn, Halldóra og Baldvin heim í íbúð og lutum þar í lægra haldi í ósanngjarnri baráttu gegn svefngalsanum. Eftir að ég legg frá mér blýantinn mun ég ekki sofna í dágóða stund þar sem "svefn" er of kjánalegt orð til að taka mark á því.

16. apríl 2006

Laugardagur, 8.4.'06

Hér sit ég í púða prýddu horni svefn-/hornsófans í íbúð á annarri hæð Ottakringerstraße 104 í 16. hverfi menningarhöfuðborgar Evrópu og bíð eftir því að lognast út af. Furðulegt hvernig hluturinn á milli vöku og svefns er einmitt sá sami og olli þreytunni til að byrja með.
Dagurinn hefur einmitt einkennst af bið. Bið eftir leigubíl í morgun, bið í bílnum eftir að komast á flugvöllinn, bið eftir "tjekk-inn", bið eftir "tjekk-inn" dömunni, bið eftir flugvélinni, bið eftir hægfara farþegum, bið eftir að lenda í Køben, bið eftir næstu flugvél, bið eftir næstu lendingu í Vínarborg og að lokum bið eftir töskunum þremur sem við höfðum meðferðis.
Nú erum við komin á áfangastað, íbúðirnar á Ottakringerstraße, með aðstoð íslensks heimamanns á fjölskyldubíl og höfum nú komið okkur ágætlega fyrir. Á vinstri enda gangsins býr "hipp og kúl" fólkið, þ.e.a.s. ég, Sveinbjörn stóri bróðir minn og Halldóra kærastan hans. Eftir því sem lengra er farið til hægri eftir ganginum stiglækkar "hipp og kúl" stuðullinn og á botni hans, við hægri enda gangsins, búa svo foreldrar mínir og litli bróðir (FEIS).
Þýska heyrist hér hvarvetna, bæði falleg austurríska sem og subbuleg vínaríska, og alls staðar finnu maður lyktina af ýmis konar kjöti, ferðamönnum, tónlist og ýmiss konar ólykt úr bjórverksmiðjunni sem sefur háværum svefni fyrir utan svefnherbergisglugga okkar.
Biðin er þó nú á enda - ég er að sofna.

Heima, sætt heima!

Jæja - þá er maður kominn heim frá Austurríki.
Ferðadagbókin mín mun verða birt á næstu dögum (ég mun þá sleppa 'lagi færslunnar').
Fylgist með!

6. apríl 2006

Ójá!

MA vann.
Nei.
MA rústaði.
Nei!
MA slátraði!!!

Ekki það að ég sé mikill MA maður...
Nú töpuðum við þó fyrir þeim bestu (með minnsta mun af öllum öðrum, by the way).

Lag færslunnar

Tabula Rasa eftir Einarus


P.S. Ekki það að ég sé mikill egóisti...

5. apríl 2006

VARÚÐ!

Ég er búinn að vefsmíða svo mikið í dag að það mætti halda að ég héti Peter og væri ljósmyndari...


...ég varaði ykkur við...

Lag færslunnar:

Unwashed eftir McBoy.

4. apríl 2006

Breytt plön

Ég ætlaði að skrifa geðveikt stóra færslu en komst svo að því að ég nennti því ekki. Þess í stað sat ég og horfði á bílasölumann með flottan hatt og geðveikt skegg hjá Jay Leno og ýmislegar fígúrur sem vinna hjá honum selja ljótum manni og feitri konu vespur á 500 dollara.
Ég er farinn að efast um að ég hafi tekið rétta ákvörðun...


Lag færslunnar:


Cliff's Edge eftir Tobin James Mueller


(Ef ske kynni að fólk fatti ekki, þá er hægt að smella á myndina til að heyra lagið)

3. apríl 2006

Prozac Barbeque

Eins og flestir lesendur þessarar vefdagbókar ættu að vita hef ég afskaplega gaman af því að semja tónlist. Eins og þeir ættu líka að vita þá er ég nokkuð virkur meðlimur internettónlistarsamfélagsins www.macjams.com. Og enn eitt sem fólk ætti að vita þá hefur mér hlotnast sá heiður að vinna með 3 gítarleikurum yfir internetið, John Chakeres frá Ohio, David Gomez Sanz frá Segovia á Spáni og Fran Dagostino frá Massachusetts.
Hins vegar vita ekki allir að Fran Dagostino gaf út geisladiskinn Zetes ekki alls fyrir löngu. Þar ber fyrsta lag disksins nafnið Remembrance og er eftir yðar einlægan.
Núna langaði mig hreinlega að fræða ykkur um það, mér til mikillar ánægju, að Fran Dagostino er að fara að gefa út sinn annan geisladisk, Prozac Barbeque, og hef ég nú (að sjálfsögðu) gefið honum leyfi til að nota lagið Rampancy Part I: Melancholy.

Þetta er í raun og veru það eina sem ég vildi gera með þessari færslu; að svala grobblöngun dagsins. Því eins og merkur maður sagði einu sinni: "Ég er alls ekkert montinn, þó ég hafi góða ástæðu til þess!"

Jú, reyndar er einn tilgangur í viðbót. Ég ætla nú að byrja á nýrri hefð á þessu bloggi mínu.

Lag færslunnar:

Lover Lay Your Lies on Me með M-Lab.

2. apríl 2006

Af hverju?

Vegna þess að ég má það!

Tímaeyðsla nr.1.
Tímaeyðsla nr.2.
Tímaeyðsla nr.3.
og að lokum tímaeyðsla frá litla bróður mínum. (Ég lofaði honum að pósta linknum).

Btw, MHahaha!

30. mars 2006

Þrískipt stórfærsla

1. Skelfilegur atburður átti sér stað í gær. Er ég steig inn í Hallann í leit að e-s konar brauðmeti til að seðja hungur mitt bauð hún Magga mér góðan daginn, eins og hún á til með að gera. Það sem hún gerði næst var hins vegar nýtt fyrir mér. Hún benti á vegginn fyrir aftan mig og sagði mér að lesa, sem ég og gerði. (Hvað gerir maður ekki fyrir Möggu?) Þar var skeyti. Afar neikvætt og sorglegt skeyti. Þar var tilkynnt að leigusamningnum á verslunarhúsnæði Hallans hafði verið sagt upp og á að vera búið að hreinsa út úr versluninni fyrir 1. desember. Þetta eru náttúrulega afar sorglegar fréttir og nú verðum við öll að taka saman höndum og styðja Möggu, bæði í huga og verki!

2. Ég vil koma því á framfæri að ég er *mjög* ósammála Sæbirni Valdimarssyni, kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins. V for Vendetta er ekki tveggja stjörnu mynd. (Nema kannski á skalanum 0-1,5) Að líkja henni við The Matrix Revolutions er bara ljótt og andstyggilegt!
Remember, remember the fifth of November,
the gunpowder treason and plot.
I know no reason why the gunpowder treason
should ever be forgot.

Bara svalt

3. Hlé eru ennþá asnaleg sem og fólkið sem notar þau! (Ekki allir, að sjálfögðu, en annars væri þessi setning ekkert töff)

13. mars 2006

Skólaleiði

Skólaleiði leiðir til leti.
Leti veldur aðgerðaleysi.
Aðgerðaleysi leiðir til dundurs.
Dundur leiðir til tónlistar.
Tónlist leiðir af sér þetta.
Þetta fjallar um skólaleiða.

Skemmtileg hringrás.

12. mars 2006

Ég varð

Ég tók mig til og tók þetta "Geek Test". Það var athyglisvert.
Ég hlaut 17,15976% og titilinn "Geek"

Ég skora hér með á alla (já, ALLA) til að taka þetta próf og deila niðurstöðunum hér!

9. mars 2006

"The other list!"

Mér líkar vel við eftirfarandi hluti:

Sirkus - sjónvarpsstöð:
Ekkert sjónvarpsefni jafnast á við X-Files. Ekkert.

Mitch Hedberg - uppistandari/(dópisti):
"If you find yourself lost in the woods - fuck it - build a house!". Hvíli hann í friði.

10 manns af þeim 11 sem kommentuðu á fyrri listann-Homo sapiens :
Og getiði nú!

Genesis og Peter Gabriel - tónlistarundur:
[söngl] Honey, get hip, it's time to unzip. To unzip-zip-zip-a-zip-a-zip! Whipeeee! [/söngl]

Eitthvað sem ég ætla ekki að segja ykkur - leyndarmál:
Ég get ekki uppljóstrað öllu, er það?

MacJams.com - vefsíða:
Yndisleg músík + yndislegt fólk = yndislegur staður!

Lúlla - grjónakoddafyrirbæri:
Nú er sko gott að horfa á sjónvarp!

Kvikmyndir og sjónvarpsefni af ýmsum toga - afþreyingarmiðill:
Goes without saying...

MR - menntastofnun í sérklassa:
Goes without saying...

Svefn - guðdómlegheit:
Bless.

8. mars 2006

"The list!"

Eftirfarandi hlutir fara í taugarnar á mér:

Ívar Guðmundsson - útvarps-/sjónvarpsmaður:
Ef þú heldur að fólk vilji frekar hlusta á þig en að hlusta á Óskarsverðlaunin, þá ert þú bara bjáni. (Þetta á líka við um hitt fólkið í stúdíóinu)

José Mourinho - knattspyrnuþjálfari:
Síði, svarti frakkinn og sjálfstraustið var töff í fyrstu. Núna ertu bara asnalegur hrokagikkur vafinn í svart handklæði. (Og, já - hí á Chelsea)

Jordan Houston, Cedric Coleman og Paul Beauregard - "tónlistarfólk":
"It's Hard Out Here for a Pimp" er ekki betra en "In the Deep". Hip-hop er líka bara leiðinlegt. (Fyrir þá sem ekki þekkja nöfnin, þá unnu þessir aðilar Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd)

Fólk sem finnst Crash ekki eiga skilið Óskarinn - bjánar:
Ég endurtek bara: bjánar.

Slagorðið gegn styttingu framhaldsskóla:
"Mennt er máttur, kallinn er ekki sáttur!". Komm on... þið getið gert betur...

Að vinna verzló í MorfÍS:
Nei, djók.

Íslenskuprófið sem ég tók í dag:
27 bls. úr Bókastoðum gilda 23 stig á meðan 5 sinnum fleiri bls úr Snorra-Eddu gilda 17? Neee...

Cabbage úr Scrubs - sögupersóna:
Af hverju þurftiru að koma við hanskann?! AF HVERJU?! Nú verður hún veik... (Ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala - aumingja þið)


P.S. Mig langar að gera smá könnun. Ég ætla núna að biðja alla sem kíkja á þetta blogg að skilja eftir komment. Ekkert merkilegt, mig langar bara að vita hverjir eru eiginlega að skoða þetta dæmi...

28. febrúar 2006

Afmælisþökk fleyguð með ritstuldi

Takk fyrir kv-

*Mér fannst þessi fleyg-hugmynd svo sniöug að ég varð að stela henni... ef ekki nema bara til að stela henni.*

-eðjurnar!!!

22. febrúar 2006

Síðan hvenær?

Síðan hvenær varð Steve Jobs skotspónn almennings sem tilfinningalaus milljónamæringur sem reynir að yfirtaka heiminn með því að kúga meðalmanninn?

Þetta er samt svolítið fyndið...

19. febrúar 2006

Það er komið að því...

Ójá, tíminn er kominn.
Nú mun ég segja reynslusögu af sjálfum mér.

Hún nær alla leið aftur til sunnudagsins 12. febrúar síðastliðins. Þar var ég að iðka knattspyrnu ásamt félögum mínum í mesta sakleysi þar til *BÚMM* (*KRAKK* - það kom þó ekki í ljós fyrr en síðar). Þar hafði ég farið upp í sama skallabolta og samherji minn sem endaði þó á því að ég fékk olnbogann á honum beint í andlitið með þónokkrum þunga.
Eins og við má búast var það ansi vont en ég hélt þó áfram mínu daglega lífi þrátt fyrir verkinn og litlu skekkjuna sem virtist hafa lagst á nefið á mér.
Á föstudagsmorgun, eftir árshátíðina, fór ég svo upp á Háls-, nef- og eyrnadeild borgarspítalans. Ungur læknir (sem var svolítið líkur Edwin Van Der Sar, nema með minna nef (haha)) leit þar á nefið á mér og potaði eitthvað í það og þreifaði. Hann sagði mér þá að beinið hafði kýlst inn að einhverju leyti og ég sagðist að sjálfsögðu vilja láta laga það.
Hann byrjaði þá á því að sprauta mig með einhverri deyfingu (ég man að það var skylt kókaíini) fjórum sinnum - einu sinni í hvert 'horn' nefsins, þ.e.a.s. tvisvar við efri vör og tvisvar undir augunum. Því næst rak hann nokkra pinna upp undir brotstaðinn (já, langt upp í nös) til að deyfa nefið að innanverðu.
Eftir 15 mínútna bið (sem ég eyddi liggjandi með hausinn hallandi niður á við vegna svima (deyfingin var nokkuð sársaukafull og/eða óþægileg)) kom hann svo inn ásamt hjúkrunarkonu og tók þá upp langan járnpinna. Hann tróð honum svo upp í nefið á mér og ýtti brotinu út.
Það var miklu verra en þegar það var kýlt inn.
Því fylgdi að sjálfsögðu svimi, verkur, blóðnasir, verkur, þreyta eftir átökin og verkur. Sá verkur situr enn að einhverju leyti hjá mér. Ekki mikill, en nógu mikill til að ég hafnaði bæði bíóferð og afmælispartýi (Fyrirgefðu Klemmi og co.) (Fyrirgefðu Halla og co.).

Jæja, þá er þessari frásögn lokið og vona ég að ykkur hafi fundist lesturinn skemmtilegur, því ekki var athöfnin skemmtileg.
Hreint ekki.

16. febrúar 2006

VODDAFOKK!

Nú er ég reiður.
Mjög reiður.

Ó, MIKLA VEFDAGBÓK!
HVÍ GLEYPIÐ ÞÉR FÆRSLUR MÍNAR?
ERU VANGAVELTUR MÍNAR EKKI NÓGU METTANDI
TIL AÐ SEÐJA HUNGUR YÐAR?
ERU RIFRILDIN Í UMSÖGNUNUM EKKI NÓGU FEIT TIL AÐ
GLEÐJA YÐUR?
ER ANGIST MÍN ÞAÐ SEM ÞÉR VILJIÐ?!
JÆJA ÞÁ! SVO VERÐI YÐAR VILJI!
EN GÆTIÐ YÐAR - REIÐI FER ILLA Í TÓMAN MAGA!

15. febrúar 2006

Gerðu það.....

....ekki láta þetta verða eitthvað rusl!
Mig langar í almennilega hryllingsmynd...

14. febrúar 2006

Trilogiur eru skemmtilegar

Hér er t.d. fyrsti partur af trilogiu.
(ATH. ef þið fáið upp auða síðu þá hefur lagið ekki enn verið samþykkt => prófið aftur síðar!)

12. febrúar 2006

Hefndin er sæt

"Skemmdarverk unnin á gröfum múslima í Danmörku
Um 25 grafreitir múslima voru eyðilagðir í kirkjugarði í Esbjerg í Danmörku um helgina. Var legsteinum velt um koll og sumir þeirra brotnir annað hvort aðfararnótt sunnudags eða snemma í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Esbjerg. Í kirkjugarðinum eru bæði grafir kristinna og múslima en einungis var hreyft við legsteinum á gröfum múslima.

Forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, segist harma skemmdarverkin og segist fordæma skemmdarverk sem tengjast trúarbrögðum og kynþáttum fólks. "Skemmdarverk unnin í kirkjugörðum eru lögbrot og stjórnvöld munu gera það sem nauðsynlegt er til að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð. Verða þeir sóttir til saka," að sögn forsætisráðherra Danmerkur."


En hvað þetta var nú aldeilis sniðugt hjá ykkur, Danir!
(Ég geri mér fullvel grein fyrir því að þetta voru hugsanlega múslimar til þess einungis að hafa fleiri afsakanir fyrir að, tjah - brenna danskan ost? En annars virkar þessi bloggfærsla ekki...)

Voðalega er ég pólitískur þessa dagana...

10. febrúar 2006

NEEEEEI!!!

"Pakistanskir mótmælendur brenna danskan ost
Mótmælendur í Karachi í Pakistan brenndu í dag danskan ost og aðrar danskar mjólkurvörur til að mótmæla birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhameð. Mótmæli urðu víða um landið og brutu menn rúður og tókust á við lögreglu. Fjölmennust urðu mótmælin í Islamabad, þar voru um 5.000 saman komin. Þá var skilti norsks fyrirtækis, Telenor ASA, rifið niður.
"


Nei...nei! NEI! EKKI OSTINN!!! Í GUÐANNA BÆNUM, EKKI OSTINN!!!

Komm on...

6. febrúar 2006

Nú þarf maður...

...að eignast fullt af börnum, bara til að nota öll æðislegu nöfnin sem eru til.

Geirröður Gýgjar
Gautviður Fritz
Dósóþeus Engiljón
Bambi Kort
Natanael Nóvember
Tímon Príor
Úddi Dúi

Alfífa Elley
Kolfreyja Hlökk
Milda Ninja
Laugheiður Ögn
Kathinka Lúsinda
Kaðlín Mjaðveig

Frábært...

2. febrúar 2006

30. janúar 2006

Enginn innblástur...

...ekkert blogg.

Það er svo einfalt.

25. janúar 2006

The Wrath of the Geek:

"Þú tekur ekki he***tis, fo**ing örgjörvann! AAAAAAAAAA!!! ÞÚ VEIST EKKI EINU SINNI HVAÐ ÞAÐ ER, ÞÚ ÞARNA DJÖ***SINS, FO**ING HEIMSKI AND**OTI!!!".

Maður heyrir svona greinilega ekki bara á Skjálfta...

24. janúar 2006

Bloggi, bloggi, blogg-blogg

[Skyldurækniblogg]
Hápunktar/lágpunktar dagsins:

LÁGPUNKTUR - blaðburður
HÁPUNKTUR - blaðburður búinn
LÁGPUNKTUR - mígreni
HÁPUNKTUR - meiri svefn
LÁGPUNKTUR - var sagt að fara út með hundinn
HÁPUNKTUR - fór út með hundinn
LÁGPUNKTUR - allt of mörg fífl í American Idol
HÁPUNKTUR - allt of mörg fífl í American Idol
LÁGPUNKTUR - skyldurækniblogg
HÁPUNKTUR - svefn

Afar sveiflukenndur dagur.
[/Skyldurækniblogg]

20. janúar 2006

Nætursvefn um miðdegisbil

Vegna tiltölulega lítils svefns af völdum góðmennsku í kjölfar danstengds slyss (ha ha) var ég afar þreyttur í allan dag. Svo þreyttur að ég held ég hafi átt svolítið "out of body experience".
Ég leit upp úr þýskuglósunum mínum og sá sjálfan mig sitja ráðvilltan inni í stofunni. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var í fyrstu en þegar ég var kominn með það á hreint gat ég samt sem áður ekki hreyft mig. Ég vissi ekkert hvað var að gerast í heiminum í svona u.þ.b. 10 sekúndur. Einar óþægilegustu (ó, þroskist!) 10 sekúndur sem ég hef upplifað í áraraðir.
Svefnleysið, sem þó var ekkert svo mikið, hafði einnig fleiri eftirköst. Ég lagði mig er ég kom heim (um 4 leytið) og svaf til rúmlega 7. En í millitíðinni hringdi Erlendur Halldór Durante í mig (kynnti sig fyrir móður minni þó bara sem 'Elli') og spurði hvort ég vildi fara á Morfísviðureign MR og Borgarholtsskóla. Svo virðist sem ég hafi sagt nei, sem var hreinlega ekki það sem ég ætlaði að segja. Ég man m.a.s. eiginlega ekkert eftir því að hafa talað í símann.
Þannig að nú sit ég hér, bloggandi á föstudagskvöldi á meðan ég ætti að vera sitjandi í sal Loftkastalans að njóta vel úthugsaðra rökræðna. En allt kom fyrir ekki.

Óla lokbrá er illa við mig...

19. janúar 2006

Frestunarfreisting

Maður veit að maður er að fresta því að fara að sofa þegar maður situr við tölvuna og skrifar um það að fresta því að fara að sofa á meðan maður horfir á Judging Amy með öðru auganu.

Úps, þarf að hætta - dóttir Amy var gripin við skemmdarverk!

17. janúar 2006

Fréttadiss

"Fyrir 37 árum var Alan Poster 26 ára og stoltur eigandi nýrrar Corvette bifreiðar. Hann hafði einungis átt bílinn í nokkra mánuði þegar honum var stolið úr bílastæðahúsi í New York. Poster varð nokkuð hissa þegar lögreglan í Carson í Kaliforníu tilkynnti honum að bíllinn væri fundinn. Fréttavefur New York Times greindi frá því að eigandi og bíll væru nú sameinaðir á ný."

Finn ég lykt af Hallmark bíómynd í vændum?

"Bandaríska leikkonan Pamela Anderson hefur skrifað forsvarsmönnum skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken, KFC, í Víetnam bréf þar sem hún kvartar undan kjúklingaeldi og slátrunaraðferðum birgja í Víetnam í nafni dýraverndarsamtakanna PETA. "Kjúklingar, sem eru ætlaðir fyrir KFC eru fóðraðir með efnum til að auka vöxt þeirra á stuttum tíma. Bringurnar verða svo stórar að kjúklingarnir geta ekki lengur staðið í fæturnar,“ skrifaði Anderson í bréfinu."

Er hún rétta manneskjan til þessa verkefnis?

"John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, var ekki ánægður með þá ákvörðun dómarans að reka Arjen Robben af velli í leiknum gegn Sunderland í dag. Robben fékk þá gult spjald fyrir að stökkva yfir auglýsingaskilti og fagna með stuðningsmönnum Chelsea eftir að hafa skorað sigurmarkið, og hafði fengið gula spjaldið áður í leiknum."

Að yfirgefa völlinn án leyfis er - ég endurtek - ER gult spjald! Hættu að væla!

"Sjötíu og sex ára gamall Bandaríkjamaður, Clarence Ray Allen, sem taka á af lífi í Kaliforníu í fyrramálið að íslenskum tíma hefur beðið hæstarétt að hnekkja dauðadómnum á þeirri forsendu að það teljist grimmileg og óvenjuleg refsing að taka af lífi aldraðan og lasburða mann. Allen telst blindur, er næstum því heyrnarlaus og bundinn við hjólastól."

Er ekki grimmilegra að láta hann umgangast nauðgara og morðingja í 10 ár í viðbót? Ég bara spyr...

"Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, segir að leikmenn Arsenal ætli sér að enda í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni í maí."

HAHAHAHAHAHA!


Hana - nú líður mér svolítið eins og Jay Leno...

16. janúar 2006

Memoirs of a Teenage Drama Queen

Þetter buið að vera gegt góur dagur, sko!!!! :D :D :D
vaknaðí morgun og leit útum glugan og bara VÁÁÁÁ - SNJÓR!!!! AFTUR!!!!! fékk me´r svo seríos sem ég er reyndar orðinn soldið þreittru á, þegar ég var búinn að bera út
Svo fór ég með pabba í skólann og það var MIKIL umferð!!!
Mættof seint en það var bara alltílæ. Og svo - OMG - Lo FtUr var kominn heim frá EGIPTALANDI!!!
Ógó gaman, skomm!
Eftir skóla fór ég heim og lærði smá undir stærfræðipróf (ÖÖÖÖÖHHHH)
Svo var GETTU BETUR líka í kvöld - og surprise, sruprise MR VANN FB! Audda mr er nottla bestur!!!!!!
:D:D:D:D:D:D:D:D


Svo virðist ég hafa fengið vægt taugaáfall... a.m.k. gerðist eitthvað sem fékk mig til að tileinka mér þennan afar athyglisverða bloggstíl, þó ekki nema í 10 mínútur.
ALDREI aftur!

13. janúar 2006

Graaaaa!

Djöfulsins vesen er þetta, maður...

"All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play
makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work
and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.

All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a
dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play
makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy."

-Stephen King

Njótið...

1. janúar 2006