30. mars 2006

Þrískipt stórfærsla

1. Skelfilegur atburður átti sér stað í gær. Er ég steig inn í Hallann í leit að e-s konar brauðmeti til að seðja hungur mitt bauð hún Magga mér góðan daginn, eins og hún á til með að gera. Það sem hún gerði næst var hins vegar nýtt fyrir mér. Hún benti á vegginn fyrir aftan mig og sagði mér að lesa, sem ég og gerði. (Hvað gerir maður ekki fyrir Möggu?) Þar var skeyti. Afar neikvætt og sorglegt skeyti. Þar var tilkynnt að leigusamningnum á verslunarhúsnæði Hallans hafði verið sagt upp og á að vera búið að hreinsa út úr versluninni fyrir 1. desember. Þetta eru náttúrulega afar sorglegar fréttir og nú verðum við öll að taka saman höndum og styðja Möggu, bæði í huga og verki!

2. Ég vil koma því á framfæri að ég er *mjög* ósammála Sæbirni Valdimarssyni, kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins. V for Vendetta er ekki tveggja stjörnu mynd. (Nema kannski á skalanum 0-1,5) Að líkja henni við The Matrix Revolutions er bara ljótt og andstyggilegt!
Remember, remember the fifth of November,
the gunpowder treason and plot.
I know no reason why the gunpowder treason
should ever be forgot.

Bara svalt

3. Hlé eru ennþá asnaleg sem og fólkið sem notar þau! (Ekki allir, að sjálfögðu, en annars væri þessi setning ekkert töff)

13. mars 2006

Skólaleiði

Skólaleiði leiðir til leti.
Leti veldur aðgerðaleysi.
Aðgerðaleysi leiðir til dundurs.
Dundur leiðir til tónlistar.
Tónlist leiðir af sér þetta.
Þetta fjallar um skólaleiða.

Skemmtileg hringrás.

12. mars 2006

Ég varð

Ég tók mig til og tók þetta "Geek Test". Það var athyglisvert.
Ég hlaut 17,15976% og titilinn "Geek"

Ég skora hér með á alla (já, ALLA) til að taka þetta próf og deila niðurstöðunum hér!

9. mars 2006

"The other list!"

Mér líkar vel við eftirfarandi hluti:

Sirkus - sjónvarpsstöð:
Ekkert sjónvarpsefni jafnast á við X-Files. Ekkert.

Mitch Hedberg - uppistandari/(dópisti):
"If you find yourself lost in the woods - fuck it - build a house!". Hvíli hann í friði.

10 manns af þeim 11 sem kommentuðu á fyrri listann-Homo sapiens :
Og getiði nú!

Genesis og Peter Gabriel - tónlistarundur:
[söngl] Honey, get hip, it's time to unzip. To unzip-zip-zip-a-zip-a-zip! Whipeeee! [/söngl]

Eitthvað sem ég ætla ekki að segja ykkur - leyndarmál:
Ég get ekki uppljóstrað öllu, er það?

MacJams.com - vefsíða:
Yndisleg músík + yndislegt fólk = yndislegur staður!

Lúlla - grjónakoddafyrirbæri:
Nú er sko gott að horfa á sjónvarp!

Kvikmyndir og sjónvarpsefni af ýmsum toga - afþreyingarmiðill:
Goes without saying...

MR - menntastofnun í sérklassa:
Goes without saying...

Svefn - guðdómlegheit:
Bless.

8. mars 2006

"The list!"

Eftirfarandi hlutir fara í taugarnar á mér:

Ívar Guðmundsson - útvarps-/sjónvarpsmaður:
Ef þú heldur að fólk vilji frekar hlusta á þig en að hlusta á Óskarsverðlaunin, þá ert þú bara bjáni. (Þetta á líka við um hitt fólkið í stúdíóinu)

José Mourinho - knattspyrnuþjálfari:
Síði, svarti frakkinn og sjálfstraustið var töff í fyrstu. Núna ertu bara asnalegur hrokagikkur vafinn í svart handklæði. (Og, já - hí á Chelsea)

Jordan Houston, Cedric Coleman og Paul Beauregard - "tónlistarfólk":
"It's Hard Out Here for a Pimp" er ekki betra en "In the Deep". Hip-hop er líka bara leiðinlegt. (Fyrir þá sem ekki þekkja nöfnin, þá unnu þessir aðilar Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd)

Fólk sem finnst Crash ekki eiga skilið Óskarinn - bjánar:
Ég endurtek bara: bjánar.

Slagorðið gegn styttingu framhaldsskóla:
"Mennt er máttur, kallinn er ekki sáttur!". Komm on... þið getið gert betur...

Að vinna verzló í MorfÍS:
Nei, djók.

Íslenskuprófið sem ég tók í dag:
27 bls. úr Bókastoðum gilda 23 stig á meðan 5 sinnum fleiri bls úr Snorra-Eddu gilda 17? Neee...

Cabbage úr Scrubs - sögupersóna:
Af hverju þurftiru að koma við hanskann?! AF HVERJU?! Nú verður hún veik... (Ef þið vitið ekki um hvað ég er að tala - aumingja þið)


P.S. Mig langar að gera smá könnun. Ég ætla núna að biðja alla sem kíkja á þetta blogg að skilja eftir komment. Ekkert merkilegt, mig langar bara að vita hverjir eru eiginlega að skoða þetta dæmi...