29. júní 2006

Uppgötvunin

"Hva? sé ég nú hér?"

Músarbendill hreyfist hratt ?vert yfir skjáinn og smellir á a? ?ví vir?ist einfalt textabrot. Samstundis umturnast veröld hans. Litir himins og jar?ar hverfa um stund en eru stuttu seinna lita?ir aftur nema í ?etta sinn ver?ur heimurinn einlitur. Landslagi? mótast svo í rólegheitum; djúpir dalir mynda, há fjöll texta og ví?fe?mar sléttur vitleysu af ?msu tagi. Yfir ?essum síbreytilega heimi ríkir vera sem getur ekki talist anna? en gu?. Hver annar gæti breytt svo stórum heimi svo ótt og títt?

"Nei, nei, nei! En skemmtilegt!"

Veran sko?ar ?ennan n?framkalla?a heim í dálitla stund.

"?etta ?arf ég sko aldeilis a? muna."

Eftir stutt glamur í lyklabor?inu - stjórnstö? gu?sins - slokkna öll ljós í heiminum. Hann mun ekki ver?a uppl?stur aftur í allt a? hálfan sólarhring.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Margir tugir hálfra sólarhringa eru nú li?nir og reglulega lifnar ?essi tiltekni heimur vi? í allri sinni d?r?.

"En hva? ?etta er skemmtilegt. Ég ætti endiilega a? koma einhvers konar skilabo?um álei?is til íbúa ?essa heims!"

Músarbendillinn vir?ist vera sendibo?i gu?sins. Fer?ast vítt og breytt um heiminn og er sá eini sem er í beinni snertingu vi? íbúana. Sendibo?inn tekur enn á n? á rás og talar nú vi? textabrot sem vir?ist ganga undir nafninu "Ekkert Komment" - nafn sem broti? hlaut fyrir áberandi lítil félagsleg samskipti.
Gu?inn fer aftur a? stjórnstö? sinni og b?r til einföld skilabo?. ?au komust mjög vel og greinilega álei?is. Vi? ?essa vitneskju um tilvist gu?sins glöddust íbúarnir mjög.

"Nú hljóta ?eir a? s?na mér óumdeilanlega vir?ingu! Vonandi reisa ?eir grí?arstórt mannvirki mér til hei?urs."

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Margir dagar li?u en ekkert bóla?i á mannvirki.
Gu?inum gramdist ?a? og sendi ávallt fleiri og fleiri skilabo? til íbúanna. A? lokum ?reyttist hann á ?ví a? vona a? íbúarnir tækju eftir falinni bón hans um mannvirki honum til hei?urs og varpa?i ?á fram afar sk?rri bón.
Íbúarnir gátu ekki anna? en skili? hinn máttuga gu?.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Mannvirki ?etta hefur hloti? nafni? Mt. Evarest.

28. júní 2006

Sveeeefn...

Blogg á morgun.
Sofa núna.
Sofa til hálf átta því ég er hættur að bera út og fokk jú, bara.

...ég er svo fokking harður...

22. júní 2006

Hlutir sem mig vantar:

*Innskot! Eftir daginn í dag er staðan orðin svona*

(Ekki í neinni tiltekinni röð)
1. Skrifanlega DVD diska. √
2. Hleðslubatterí. √
3. Nýjan standlampa. √
4. Takkaskó (ft.). √
5. Pollabuxur. √
6. Leiðréttingu. √
7. Pening.
8. Framtíðarplan.
9. Scrubs Season 3 á DVD.
10. ...og fullt af einhverju skemmtilegu!

Lag færslunnar:

Mr. Fruitcake með Resolution

21. júní 2006

Klikk

Gleymdi þessu í færslunni fyrir neðan og Blogger leyfir mér ekki að edita...
Lag færslunnar:

Lullaby 4 Aja Coco með McBoy

20. júní 2006

Skamm Einar!

Ég er mjög lélegur bloggari, greinilega. Mér er skapi næst að láta mig hverfa í refsingarskyni en þá væri ég bara að auka vandann og þyrfti því að láta mig hverfa í lengri tíma þar til alheimurinn fellur saman.
Það viljum við ekki.

Þess vegna ætla ég að bæta úr því núna. Kannski ekkert á ofboðslega frumlegan eða skemmtilegan hátt en blogg er blogg, ekki satt?
Reyndar ekki alveg en þið verðið bara að sætta ykkur við þetta.

•Ég er sem sagt útskrifaður úr 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík og mun hefja nám að nýju í 5. bekk í ágúst. Þar verður engu hlíft! Ekkert nema stærðfræðileg rassskelling hvað eftir annað - bíðið bara!
•Þetta sumar mun ég vinna ásamt slatta af mjög svo lifandi og skemmtiilegu fólki og ennþá fleiri ekki-alveg-jafn-lifandi fólki; Kirkjugarðinum á Garðaholti. Róleg garðvinna í fínu umhverfi og drulluskítapisslélegu veðri. Eins gott að júlí standi sig...
•Ég er líka nýútskrifaður unglingadómari í knattspyrnu og mun eyða nokkrum klukkustundum af sumrinu í að hrella unga knattspyrnuiðkendur, þjálfara þeirra og foreldra með viðeigandi flöggum og flautum.
•Þessa dagana ligg ég þó (þegar ég er ekki í vinnunni, að sjálfsögðu) í einhverjum afslappandi karlmennskudróma yfir HM í fótbolta. Og leyfið mér að segja þetta: fólk sem ekki horfir á fótbolta (svo ekki sé minnst á það sem forðast hann viljandi!) ætti að skammast sín! Svona í kortér - það er nóg fyrir mig.
•Ég er einnig búinn að festa kaup á Xbox 360 og uppgötva Xbox Live og get nú eytt kvöldunum í að skjóta 14 ára bandaríska drengi með mikilmennskubrjálæði og óheyrilega mikið álit á eigin kímni.
(1:You like Jon Bon Jovi?
2: I bet you like to suck his c*ck!
1: I like to suck your mom's c*ck!
2: That doesn't even make sense...
1: Your mom made sense to me!)

Gaman, gaman - og ég lofa að reyna að standa mig í framtíðinni.

8. júní 2006

Come into the Forest

.
Það er ótrúlega gaman að leita inn að barnsbeininu og sleppa sér.
Syngjandi.
Á ensku.

...ég mun örugglega sjá eftir því að láta ykkur vita af þessu...

6. júní 2006

Grænmetisfréttir

Það er greinilega gúrkutíð hjá fleiri miðlum en blogginu mínu:
Reiður héri réðist á sleðahunda.