27. júlí 2006

Undir pressu

Það er afskaplega erfitt að ætla sér að skrifa eitthvað sniðugt.
Ég settist núna niður fyrir u.þ.b. 20 mínútum og ætlaði svo sannarlega að gleðja lesendur þessa bloggs með nýrri og glæsilegri færslu. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki bara búinn að sitja við tölvuna og hugsa um eitthvað til að skrifa um.

Ég kíkti á tölvupóstinn minn á meðan. (Viagra, Cialis, bankalán, úr og bílar - en hvað ég á góða vini).
Ég kíkti á MJ í smástund, plöggaði Nýja lagið mitt og kastaði kveðju á Eduard Schwan.
Ég hlustaði á Paul Simon og þá sérstaklega lagið "Love" af disknum "You're the One".
Ég tékkaði á Bash.
Ég las önnur blogg í leit að hugmyndum.

Mér datt svo í hug að skrifa ljóð.
Neeei... það fattar þau enginn hvort sem er.

Mér datt í hug að segja frá bíóferðinni minni í gær á Pirates of the Caribbean 2 í Háskólabíói.
Neeei... tæplega helmingurinn af lesendum þessa bloggs vita mest allt um það hvort sem er (Klemmi + Ragný).

Þá datt mér í hug að blogga um það að blogga.
Mikið ofboðslega er ég sniðugur.

24. júlí 2006

Tíminn flýgur

Það er rétt rúm vika síðan sumarfríið byrjaði fyrir 2 mánuðum.
2 mánuðir af fríi (eða því sem næst) og ég hef ekki gert NEITT!
Ég er ekki að skammast út í aðra en sjálfan mig þar sem mér hafa boðist mörg tækifæri til að njóta sumarsins til hins ýtrasta. En tímasetningin á öllum slíkum aðgerðum hefur verið afskaplega óheppileg fyrir mig.

Þegar mig langar með einhverjum út á land eða í bíó þá kemst ég ekki.
Þegar ég kemst, þá langar mig/nenni ég ekki með.

Nú er sumarið að klárast og ég hef aðeins mánuð til stefnu. Er þá til betri leið við að byrja að njóta sumarsins en að fara í ómskoðun á kvið og nýrum? Ég held það, já.

Ég vil þá tilkynna eftirfarandi:
Ég ætla nú að gera mitt besta til að njóta sumarfrísins.
Takk fyrir.

E.S. Á meðan ég man - Edge of Reason.

19. júlí 2006

Óskiljanlegt...

Ég veit að þessi pæling er svolítið í seinna lagi en samt...

Hvernig í ósköpunum fór "It's Hard out there for a Pimp" að því að vinna óskarinn fyrir besta lag í staðinn fyrir "In the Deep"?!

Dæmið bara sjálf!
Þetta:

betra en þetta:
?

Neeeeeeei!