30. ágúst 2006

Steel Club

Partý dán.


Steel Club eftir Einarus

27. ágúst 2006

Instant slugs

Það er byrjað með látum.
1 skóladagur búinn,
1 heimaverkefni fengið í hendurnar
1 heimaverkefni sem ég get ekki klárað.
Fokk já.

Mér til varnar þá er þetta upprifjun á gleymdum atriðum og ég nenni ekki að lesa allt aftur.
Ég man ekki hvernig maður leysti hornafallaójöfnur með brotum. Ég man heldur ekki hvernig maður fann út punkt D út frá hnitum A, B og C þannig að ABCD verði samsíðungur. Ef út í það er farið þá held ég að ég hafi ekki getað það í vor heldur...
Jæja, það verður bara að hafa það!
Maður gerir bara betur næst - ég lofa því.


P.S. 37 vinir á mæspeis. Vilt þú bætast í hópinn?

23. ágúst 2006

Ég er að sökkva...

...djúpt ofan í mæspeis...

4 dagar komnir og 11 vinir.
Keep it coming people!

20. ágúst 2006

16. ágúst 2006

Gítar er ekki minn tebolli

Onei.
Ef ég ætti slíkan tebolla myndi ég geyma hann uppi í skáp fyrir "hið sérstaka tilfelli" sem er alltaf á næsta leyti, en annars mundi ég aldrei nota hann. Hann væri bara einhvers konar gagnvirkt skraut.
En þar sem litli bróðir minn keypti svoleiðis um daginn (og kann bara orðið ágætlega vel á hann) þá hef ég gert nokkrar tilraunir.
Ástæður þess að ég og gítar mynda ekki gott teymi:
1. Ég er með of stóra fingur fyrir "frettbordið" (ég kann samt gítarlingóið!)
2. Ég meiði mig í fingurgómunum á strengjunum.
3. Ég held að ég haldi vitlaust á honum því mig fer að verkja í úlnliðina eftir smástund.
4. Ég man aldrei hljómana (ég man e moll, a dúr og einhvern sem ég man ekki hvað heitir)

Þar hafiði það!
Ég ætla bara að halda mig við píanóið/hljómborðið, takk fyrir.

14. ágúst 2006

Þögla hæð 2/2

Það fyrsta sem maður tekur eftir er að myndin er ekkert afskaplega draugaleg, a.m.k. ekkert í líkingu við tölvuleikina.
Ógeðsleg? Já já. Pínulítið truflandi, kannski, en ekki draugaleg.
Kvikmyndagerðarmennirnir hefðu nú getað tekið einhver atriðin úr tölvuleiknum og fært þau yfir í myndina, þar sem leikirnir eru frekar óhugnanlegir. En jæja, hvað getur maður gert?
Það verður þó að segjast að þeir halda nokkuð vel í þema leikjanna, t.d. Fáar sögupersónur, súr söguþráður (samt ekki of súr), töff og pínulítið truflandi tónlist, svalt umhverfi og virðast nota nokkurn veginn sömu skrímsli (i.e. Pýramídahausinn).
Myndin var hins vegar dálítið kjánaleg á köflum ("Look! I'm burning!") og líður fyrir það.

En ég var samt nokkuð sáttur.
Hún höfðar kannski aðeins meira til þeirra sem þekkja til leikjanna en takmarkast ekki bara við þá.
En munið þetta bara: Þetta er ekki draugamynd!
Ef þið viljið óhugnanleika þá mæli ég frekar með því að spila leikina!

Jibbí.

-Einar Múvíkritik.

P.S. Fokk Blogspot.

Þögla hæð

Leikirnir eru betri en myndin.
Ekki spurning.
Myndin er samt ekki eins asnaleg og íslenska þýðingin gefur til kynna.
Fyrir þá sem ekki vita þá fjallar þessi mynd um hjónin Rose og Chris da Silva sem eiga saman dótturina Sharon. Sharon kraftgengur í svefni og talar þá alltaf um bæinn Silent Hill (Hljóðu Þúfu). Rose finnst þetta ekkert sniðugt og hefur enga trú á læknishjálpinni sem Sharon er veitt. Hún fær þá þá góðu hugmynd að fara með Sharon til draugabæsins Silent Hill (Kyrra Hóls) en hann hefur verið yfirgefin síðan neðanjarðarkolabruni grillaði eitthvað af bænum og skildi eftir sig hættulegar eiturgufur.
En allt kemur fyrir ekki, þegar Rose og Sharon koma að Silent Hill lenda þau í árekstri og Rose missir meðvitund. Þegar hún vaknar aftur er Sharon horfin og Rose þarf að kanna hinn yfirgefna bæ Silent Hill (Haltu-kjafti fjall). Þar hittir hún fyrir leðurklædda lögreglukonu, tötrum klædda kerlingu, sértrúarsöfnuð og svalan gæja með pýramídahöfuð, STÓRAN hníf og handleggi á stærð við lágvaxinn mann.
Sem sagt, Helvíti á Jörð.

9. ágúst 2006

Sex orða færsla!

Ég er kominn með bílpróf.

Veeei!