26. september 2006

Það fyndnasta...

...sem ég hef lengi séð.

22. september 2006

Farvel

Ákvörðun tekin, bekkjunum breytt.
Bjarni, hann reddaði þessu.
Ég yfirgef Exið, mér þykir það leitt,
en Zetuna tek ég í klessu!

(Hún stuðlar ekki rétt, ég veit - hvorki X né Z eru á máladeild.)

19. september 2006

Dýrð sé internetinu!

Ég fékk í dag tölvupóst.
Ég fékk reyndar mikið af tölvupósti í dag en eitt skeytið vakti athygli mína. Inn á milli loforðanna um fljótunnar 8 stafa fjárupphæðir og fljótunnar 3 stafa tippalengdir var tölvupóstur frá manni nokkrum í Kaliforníu. Þessi maður er amateur tónlistarmaður og hafði fyrir stuttu síðan veitt einu af lögum mínum, Schizophrenia, mikla athygli. Í þessu skeyti var meðfylgjandi hljóðskjal þar sem hann var búinn að semja texta og syngja inn á fyrrnefnt lag.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ slík skilaboð - þó í fyrsta sinn frá þessum tiltekna manni - og vonandi ekki í það síðasta. Þetta finnst mér æðislegt við internetið.
Að geta átt svo mikil samskipti þvert yfir heiminn að jafnvel er hægt að semja tónlist er magnað.
Nú hef ég unnið að tónlist með mönnum frá Nottingham á Englandi, Segovia á Spáni, Massachusetts, Ohio og Kaliforníu í USA og jafnvel New South Wales í Ástralíu og er að vinna að einu með manni frá Portúgal.
Mjög, mjög svalt.

En, já... mig langaði bara að deila þessu með ykkur.

P.S. Ég sit núna við skrifborðið mitt, skrifa, sötra te og hlusta á góða tónlist. Ég auglýsi hér með eftir kastaníubrúnni pípu!

14. september 2006

"Rockstar : eitthvað annað nafn en Supernova"

Þetta er, held ég, það besta sem Magni gat lent í.
Hann var eins lengi og mögulegt er (svona næstum því - munaði hálftíma) inni í þættinum en fékk ekki þau vafasömu verðlaun að ferðast um Bandaríkin með þessum X-rated bakkabræðrum atarna.
Klöppum fyrir því.

Á öðrum nótum, ekki klappa fyrir internet-Einari þar sem hann er greinilega ekki að standa sig í stykkinu.
Þið megið hins vegar klappa fyrir RL-Einari (RL=Real Life; Internetlingo sem hann lærði frá internet-Einari) hvenær sem er. Hann tekur því hvernig sem viðrar.

Lag færslunnar:

Rampancy Part II : Anger eftir Einarus og Dr. Bizarre