23. október 2006

Gaman með punkta

Já, það er rétt!
PUNKTAFÆRSLA!

•Fæ gleraugu eftir 3 vikur!
•Meistaraflokkur UMFÁ er orðinn að veruleika og verður klikkað góður!
•Búinn með Njálu (úje!).
•Fór í bíó um helgina á The Guardian (kemur á óvart, ekki satt?).
•Eitt laga minna, Rampancy Part II : Anger, verður líklega gefið út á geisladiski úti í BNA eftir einhverjar vikur!
•"Whose Line Is It Anyway?" eru yndislega fyndnir þættir.
•"Heroes" eru svalir þættir.
•"Lost", "Supernatural" og "Prison Break" eru líka töff þættir.
•Ég er búinn að vera að horfa á of mikið af sjónvarpsefni.

Þá er það komið, held ég...

...hvar er PacMan þegar maður þarf á honum að halda - svona ómerkilegir punktar hafa engan tilvistarrétt...

15. október 2006

To-Do listar:

Mánudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird.
(Æhj, geri það í hausthléinu.)

Þriðjudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird og gera eitthvað í vinnubókinni í eðlisfræði.
(Meen - geri það bara í hausthléinu.)

Miðvikudagur: Lesa í Njálu og To Kill a Mockingbird og gera eitthvað í vinnubókinni í eðlisfræði og byrja á efnfræðiskýrslunni.
(Ohhh, ég lofa að vera duglegur í hausthléinu!)

Fimmtudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Uss! Maður lærir ekki á árshátíðardaginn! Geri það í hausthléinu sjálfu.)

Föstudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Æi, ég ætla að njóta hausthlésins í dag. Geri það um helgina.)

Laugardagur: Öll ofangreind verkefni.
(Maður lærir ekki á laugardögum - það er líka svo mikill fótbolti í sjónvarpinu í dag! Geri það á morgun, lofa því!)

Sunnudagur: Öll ofangreind verkefni.
(Oh, sjiiiiiiitt...)


Ef þið hafið ekki lent í þessu - þá eruð þið að ljúga.

13. október 2006

Árshátíðarpartýstuð

Ein búin, ein eftir.
Ef sú seinni verður jafnskemmtileg og sú fyrri - þá er ég geim! Ég færi reyndar hvort sem er upp á prinsippið en alvöru skemmtun er náttúrulega ágætis hvatning.

Fjörið byrjaði sem sagt heima hjá Kristínu, bekkjarsystur minni, um hádegi í gær. Þar hittist bekkurinn í hádegiskaffi með öllu tilheyrandi, s.s. ávaxtasafa, brauði, geitungum og bakkelsi. Breskur húmor sveif þar yfir stofunni og MR-ískur húmor yfir eldhúsinu. Ekki þarf að taka fram hvor staðurinn var vinsælli.

Svo var tekið hlé á hátíðarhöldum klukkan hálf þrjú og fóru allir til síns heima eða því sem næst. Sjálfur fór ég í bæinn með móður minni og valdi mér gleraugu (FYI - ég er geðveikt töff með gleraugu) og keypti svo 'nesti' og nýja skó.

Ég sleppti reyndar árshátíðarmatnum fyrir fótboltaæfingu (Ég biðst afsökunar á öllum þeim sem vildu sjá mig þar (ég geri ráð fyrir að það séu flestir, ekki satt?)). Eftir á að hyggja hljómar betur að horfa á árshátíðarmynd Skólafélagsins, hlusta á rúmensku prinsessuna syngja og snæða góðan mat með góðum vinum en að hlaupa tvo stóra "iðnaðarhringi" og taka slattan allan af armbeygjum og kviðæfingum. En hvað um það...

Ég mætti svo í fyrirpartý, þreyttur og hress (mætti reyndar mjög seint - en stuðið var alls ekki búið) og var þar mjög margt um manninn. Og flest allir með hávaða á við tvisvar sinnum fleiri. Þaðan var svo haldið niður á Breiðvang með leigðum strætó.
Um þá reynslu tjái ég mig með einu orði - "jibbí".

Þannig var nú það.
Eruð þið ekki glöð að ég ákvað að deila þessu með ykkur?

P.S. Allir þeir sem lesa þetta sem voru á balli/í partýi: Takk fyrir síðast!

11. október 2006

Teeeeeekinn!

Horfði á þáttinn á mánudaginn. Ég verð að viðurkenna mér fannst hann bara svolítið sniðugur!Kannski ekkert bestu leikarar í heimi... en nógu góðir til að gera þetta a.m.k. pínulítið trúverðugt.
Eini gallinn er þó að það er of mikið af Audda í þessum þáttum.
Ég vil ekki heyra þína eftirhermu af Ashton Kutcher. Ég vil hvorki sjá né heyra þín asnalega ófyndnu komment inni í miðju atriði. Og ég vil ekki sjá þig deita Siv Friðleifs. Hvað þá í þrjár mínútur! Við föttuðum brandarann á fyrstu 8 sekúndunum (sumir kannski aðeins síðar).

Uppsumm: Hrekkirnir sniðugir, Auddi ekki.

9. október 2006

Nóg að gera

Maður veit að það er nóg í gangi í skólanum þegar maður lærir heima fyrir vitlaust próf og fattar það ekki fyrr en 80 mínútum fyrir rétta prófið.
...fokk...

7. október 2006

Þankagangur neytanda

„Dömmdídömm, þá er maður kominn niður í Tónastöð. Gaman að því. Verst að þessi bíll þarna er asnalega skakkur í stæðinu. Ég hefði getað lagt við hliðina á honum. Ojæja, þarna er annað stæði. Nú eru tveir bílar asnalega skakkir í stæðum sínum.
Jæja, hvaða græju var pabbi að tala um í gær? Aha - þetta hlýtur að vera hún... „MidiSport 2X4“, það hljómar rétt. Þá er bara málið að fara á kassann og borga.
Þá getum við nýja varan farið heim.“

*Í virðingarskyni við lesendur verður hér stokkið yfir hugsanirnar næstu mínútur í lífi mínu. Þær einkenndust hvort sem er mest megnis af fúkyrðum út í breskt nútímarokk og lofsyrðum um ís.*

„Fátt betra en að koma heim eftir skóla á föstudegi. LANGT í næsta skóladag. Noh! Mamma og Baldvin að horfa á Big! Best að horfa á smá með þeim.“

*Aftur verður hoppað yfir nokkrar óspennandi mínútur.*

„Jæja - komum þessari blessuðu græju í gagnið! Opnum þennan stóra kassa - dömmdídömm. Kjánalegt að hafa svona litla græju í svona stórum kassa. Smá overkill ef einhver spyr mig. Hér er svo hugbúnaðargeisladiskurinn. Best að skella honum inn í tölvuna og innstalla drævernum.
Hmmm...bíddu nú aðeins hægur...
...WTF?!“

*Hugsanir mínar verða afar óreiðukenndar eftir þetta þannig að ég skal bara segja ykkur þetta beint:
Það vantaði allan hugbúnað á diskinn.
Ég keypti dýrum dómum græju og geisladisk sem innihélt ekki neitt. Afar sérstakt ef einhver spyr mig.*

5. október 2006

"X-Files"

„...Og öll dularfullu málin lenda á borðinu hjá Sculder og Mull... Scudder og Mals... Mudder og Scets... Vá! Þetta var dullarfullt!“

Ef þú ert ekki fyndinn ekki segja brandara. Og alls ekki vinna við það.

4. október 2006

Í spilaranum

Frumlegt bloggefni, ég veit.

Síðustu daga hef ég verið að hlusta rugl mikið á Mr. Bungle; hljómsveit sem spilar allt, eða því sem næst. T.d. í þessu lagi sem ég er að hlusta akkúrat núna ("The Air Conditioned Nightmare") er smá suðrænn fílingur til að byrja með, svo smá popp-röddunarkafli, svo smá Alternative Rockabilly dæmi eitthað, venjulegt hart rokk (samt með pínu fönk-keim). Því næst er smá gamaldags svíng í bland við nútímapopp. Og að lokum til baka í einhvers konar blöndu af öllu. Það skemmtilega er þó að maður tekur ekkert sérstaklega eftir öllum þessum stílbreytingum. Mjög smúúúð.

Hef líka verið að hlusta mikið á diskinn Peeping Tom. Þar er Mike Patton á ferð (söngvari Faith No More, Fantômas, Mr. Bungle og margra annarra) með ýmsum tónlistarmönnum í einhvers konar elektróníkupopprokki (mestmegnis rokki, þó). Eini geisladiskurinn sem ég veit um þar sem maður heyrir Noruh Jones segja "mother fu**er".

Að sjálfsögðu hef ég líka verið að hlusta á Tool. Þeir eru ennþá bestir.

Svo má líka minnast á Genesis, Breaking Benjamin, Fantômas (en þó í hófi - of mikið af Fantômas skemmir eitthvað), ýmislegt af MacJams.com og Journey! Ú, já - og Þursaflokkinn.

Þá er það komið.
Veió veió.

2. október 2006

Fereygður, glereygður

Ég þarf gleraugu.
Ekkert djók.
Samkvæmt augnlækninum ætti ég að fá mér hvíldargleraugu. Ég mun þá sjá örlítið betur (er með smá sjónskekkju) og þá ætti mígreniköstum að fækka.
Ef ekki þá verð ég a.m.k. töff á meðan ég þjáist.

Lag færslunnar:

Over the Hill eftir Einarus