31. janúar 2007

Ríks manns frasi:

„Er það bilað? Jæja, þá kaupi ég bara nýtt!“

Fyrir þá sem ekki vita, þá á þetta við um úrið mitt.

30. janúar 2007

O, jæja

Sjitt.

Djö...

Ég var búinn að skrifa ágætis færslu um bíóafrek mín það sem af er árinu (7 myndir á 29 dögum, takk fyrir) en Blogger ákvað skyndilega í einhverju flippi að hoppa upp í rassinn á sér með færsluna mína og ekki ætla ég að ná í hana.
Þannig að þess í stað ætla ég að lýsa yfir hrifningu minni á súkkulaðikexi á hækuformi.

Súkkulaðikex,
frábært í alla staði.
Enn betra með mjólk.

24. janúar 2007

Leirburður

Mættum Túnismönnum fyrr í dag,
Allir búnir undir mikinn slag.
Ei var stundin löng,
þar til bolti í neti söng
Áfram Ísland! Strákar, nú er lag!

21. janúar 2007

Elítan, maður!

Ein spurning.

Hve margir Íslendingar hafa staðið innan við 5 metra frá Sir Elton John?
Ég veit það ekki, en ég hef gert það.

Þessi litli, þybbni, hýri maður er svalasti litli, þybbni, hýri maður í heimi!

16. janúar 2007

Ég borða mat

...ekki akkúrat núna, en ég reyni að gera það reglulega.

Eins og þið ættuð að vera búin að fatta þá hef ég ekkert merkilegt að skrifa núna þ.a. ég ætla mér bara að skrifa svo sem eitt stykki punktafærslu.

•Ég er með marblett á stærð við lítinn kött á hægri sköflungi.
•Ég er með hægri fót (fyrir neðan hné) á stærð við vinstri fót (fyrir ofan hné) vegna bólgu.
•Ég var að horfa á 3 asískar, stuttar hryllingsmyndir um fósturétandi konu, nettklikkaðan statista og stelpu sem brenndi tvíburasystur sína ofan í gjafakassa.
•Úrið mitt er hætt að ganga.
•Ég borðaði mat fyrr í kvöld.
•Ég er farinn að fíla myndir eftir Chan-Wook Park (Oldboy, Lady Vengeance).
•iPhone er geðveikt svalur.
•Mig langar svolítið að læra japönsku.
•Mig langar svolítið að eiga ljón - bara upp á kikkið.
•Ég er kominn með samviskubit út af þessari arfaslöku bloggfærslu.

Talandi um leiðinlega og asnalega hluti á internetinu, þá er þetta hvorugt.

8. janúar 2007

Fréttnæmt

„Skallagrímur og Álftanes gerðu 3-3 jafntefli á Framvelli í fyrrakvöld. Álftnesingar voru sterkari framan af og fengu fjölda færa sem ekki nýttust áður en Magnús Einar Magnússon kom þeim 1-0 yfir. Skallagrímsmenn jöfnuðu metin um 5 mínútum síðar þegar markvörður Álftnesinga sparkaði boltanum í eigið mark eftir misheppnað skot Guðmundar Björns Þorbjörnssonar. Staðan var 1-1 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Kjartan Kjartansson fyrir Álftnesinga áður en Borgnesingar jöfnuðu aftur þegar að Hörður Jens Guðmundsson skoraði. Guðbjörn Alexander Sæmundsson skoraði þriðja mark Álftnesinga áður en Valdimar K. Sigurðsson jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu. Bæði lið fengu ágætis færi til að skora sigurmarkið en það tókst ekki og því fór leikurinn 3-3.“.

Tekið af fótbolta punkti neti.

Hve töff? (þ.e.a.s. greinin, ekki úrslitin (sem áttu svo að detta okkar megin...))

5. janúar 2007

Stuld--- Aðlögun nr.2!

Rakst á þetta á bloggi bróður míns og mágkonu og fannst þetta ansi sniðugt.
Hér er því tónlistartopplisti síðasta árs (jafnvel allt að 3 ár aftur í tímann...) miðað við "Play count" í iTunes. Fjöldi spilana birtist í sviga fyrir aftan titilinn.
*NB* Af augljósum ástæðum eyði ég sjálfum mér og öðrum MacJammerum úr þessum lista.

1. The Colony of Slippermen - Genesis (65)
2. Counting Out Time - Genesis (64)
3. Just Another Story - Jamiroquai (63)
4. The Grand Parade of Lifeless Packaging - Genesis (62)
5. Anyway - Genesis (62)
6. Fair - Remy Zero (60)
7. The Chamber of 32 Doors - Genesis (53)
8. Carpet Crawlers - Genesis (52)
9. Lilywhite Lilith - Genesis (51)
10. It's Good To Be In Love - Frou Frou (47)
11. Cuckoo Cocoon - Genesis (47)
12. The Spirit Carries On - Dream Theater (46)
13. In the Rapids - Genesis (46)
14. Here Comes the Flood - Peter Gabriel (45)
15. Let Go - Frou Frou (44)
16. The Cinema Show - Genesis (43)
17. More Fool Me - Genesis (41)
18. The Lamb Lies Down on Broadway - Genesis (40)
19. The Noose - A Perfect Circle (39)
20. One of These Things First - Nick Drake (38)
21. Forty Six & 2 - Tool (38)
22. Broadway Melody of 1974 - Genesis (37)
23. Hairless Heart - Genesis (37)
24. The Light Dies Down on Broadway - Genesis (36)
25. Orestes - A Perfect Circle (35)
26. Back in N.Y.C. - Genesis (34)
27. Fly on a Windshield - Genesis (33)
28. The Lamia - Genesis (33)
29. Riding the Scree - Genesis (33)
30. The Outsider - A Perfect Circle (32)

Kannski ekkert allt of fjölbreytt....

3. janúar 2007

Tvö blogg á sama degi?

Mynd segir meira en þúsund orð.
Myndband segir u.þ.b. jafnmikið og þúsundir mynda sýndar hver á eftir annarri með örstuttu millibili, með hljóði.
Þetta myndband segir Fantômas með Terry Bozzio á Jazz-hátíð í Montreux.
Hvað það þýðir er hins vegar túlkunaratriði.

Þversögn?

Hópur af goth-urum situr, brosir og syngur "Feed the world" saman í kór.

1. janúar 2007

Uppgjör (3/3)

24. Clerks II..
Oh, þessi var yndisleg. Langt síðan ég hef hlegið svona ógeðslega mikið í bíó. Með betri gamanmyndum sem ég hef nokkurn tímann séð.

25. Nacho Libre.
Ekki jafn fyndin og Clerks II en Nacho hefur það fram yfir hana að Jack Black leikur í þessari. Góð skemmtun.

26. Crank.
Hasarmynd í fyllstu merkingu orðsins. Stanslaus spenna frá 4. mínútu og það var bara ágætis spenna.

27. Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby.
Afskaplega heimskuleg (enda Will Ferrell mynd) en bara nokkuð fyndin. Ekki næstum því jafngóð og Anchorman, samt.

28. The Guardian.
Nokkuð klisjukennd - sérstaklega undir lokin - en ágætis mynd samt sem áður.

29. The Departed.
Þrælgóð mynd. Stútfull af góðum leikurum og m.a.s. Mark Wahlberg var fínn! Mjög töff!

30. Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.
Eins og hún er röng og fordómafull þá er hún samt ógeðslega fyndin!

31. Casino Royale.
Besta Bond mynd sem ég hef séð og hugsanlega ein besta spennumynd sem ég hef séð í þónokkurn tíma!

32. A Scanner Darkly.
Lítur mjög vel út og ágætis plott. Flottir leikarar í þokkabót.

33. Saw III.
Óttalegt klúður miðað við fyrstu myndina. Þetta er annað dæmi um mynd sem er ógeðsleg bara til þess að vera ógeðsleg. Ekki merkileg kvikmynd.

34. Tenacious D in the Pick of Destiny.
Ef þið fílið Tenacious D, þá fílið þið þessa mynd - en annars finnst ykkur hún eflaust heimskuleg og bara óttalegt kjaftæði, sem hún er. En mér fannst hún samt ferlega fyndin.

Þar hafið þið það!
Gleðilegt nýtt ár!

Uppgjör (2/3)

13. The Da Vinci Code.
Bókin miklu skemmtilegri en myndin ágæt og hárið á Tom Hanks fór barasta ekkert í taugarnar á mér.

14. 16 Blocks.
Betri en ég átti von á. Ekkert verið að fela þá staðreynd að Bruce Willis er orðinn gamall og Mos Def skemmtilega pirrandi.

15. Over the Hedge.
Mér fannst þessi stórskemmtileg! Miklu fyndnari en ég átti von á en Garry Shandling fannst mér hreinlega lélegur (hann lék skjaldbökuna).

16. Pirates of the Caribbean.
Pínu vonbrigði en samt þrælskemmtileg. Kannski helsti gallinn að hún hefur svolítið orðið fyrir barðinu á of miklum tæknibrellum og of mikilli tölvuteiknun. Johnny Depp er samt fyndinn.

17. Cars.
Ekkert síðri en fyrri Pixar myndir!

18. The Sentinel.
Eitt stórt 'meh'. Michael Douglas fínn eins og alltaf en plottið var ekkert merkilegt.

19. Prairie Home Companion.
Svolítið spes en stórskemmtileg. Æðisleg tónlist og ferlega góðir leikarar.

20. Silent Hill.
Hún olli mér smá vonbriðgum þar sem hún var ekki næstum því jafn óhugnanleg og samnefndir tölvuleikir. En fín var hún samt og ég var mjög hrifinn af endanum á henni (vil ekki segja of mikið).

21. Lady in the Water.
Mér fannst hún bara helvíti fín. Öðruvísi en fyrri myndir Shyamalans en skemmtileg samt sem áður. Paul Giamatti var ferlega flottur og tónlistin hitti beint í mark hjá mér.

22. Snakes on a Plane.
Þetta var sérstök mynd. Hún var óttalegt drasl en það var eins og allir hafi vitað það og hafi þess vegna gert í því. Ef hún var asnaleg af ásettu ráði, þá var hún sniðug og fyndin, ef ekki þá var hún bara fyndið rusl.

23. United 93.
Byrjaði meira eins og heimildarmynd en sótti svo í sig veðrið og varð að lokum ein magnaðasta bíóreynsla sem ég hef upplifað.