22. febrúar 2007

Hver hatar fýluferðir?

Ég!

Ég gerði mér ferð í Kringluna í dag til að kaupa mér ýmislegt smálegt, þ.e. enskubók og Simpsons, en endaði á að kaupa, eins og upphafleg spurning mín gefur til kynna, ekki neitt.
9. þáttaröð af The Simpsons er ekki komin í verslanir, ÞRÁTT FYRIR að BT hafi auglýst hana síðustu helgi og ég fann enga enskbókanna, sem er afar sérstakt þar sem maður myndi halda að Eymundsson ætti til bækur eftir Jane Austen, Ernest Hemingway og William Shakespeare.
Greinilega ekki.
Ég fann bara Gilzenegger.

Bjartast punktur ferðarinnar var án efa 15 ára strákurinn sem var að lýsa einhverjum slagsmálum og kýldi "nýju og rándýru" (að hans eigin sögn) derhúfuna sína af höfðinu á sér fram af svölunum hjá Stjörnutorgi og ofan í innkaupakerru.

Gaman að því.

7. febrúar 2007

Frumraun



Mér finnst þetta pínulítið fyndið...

6. febrúar 2007

Pepsi max-imum asnalegheit

Ég hef verið að pæla í þessari nýju „Pefsí maks“ auglýsingu með Evu Longoriu...

Allt í lagi, gaurarnir tveir eru fastir úti í rassgati og hafa það skítt.
Ég skil það.
Eva Longoria stoppar fyrir þeim og þeir fíla það.
Ég skil það líka.
Næst verður bíllinn bensínlaus og gaurarnir verða úbervongóðir, því eins og allir vita er fátt meira turn-on fyrir konur en að sitja fastar úti í eyðimörk í blæjubíl með tveimur puttaferðalöngum.
Það er langsótt en ég fatta hugsunina.

Þegar hér er komið sögu fer minn skilningur dvínandi.

Af hverju finnst gaurunum það svona æðislegt þegar Eva Longoria segir: „Let's get you out of those wet clothes!“?
Af hverju eru þeir svona hrifnir af því að ÞEIR eigi að fara úr fötunum?
Af hverju þurfa þeir þá Evu Longoriu?

...é eggi fadda...

1. febrúar 2007

Skemmtilegur leikur

Ég rakst á líka svona ansi skemmtilegan tónlistar-/internetleik á einhverri vefsíðu (man ekki alveg hvar).
Hann gengur svona fyrir sig:

1. Kveiktu á iTunes, Winamp eða hvað sem þú notar og stilltu á shuffle.

2. Hlustaðu á fimm lög í röð og taktu fyrsta orðið úr fyrsta lagaheitinu, annað orðið úr öðru lagaheitinu o.s.frv. (ef orðafjöldinn í lagaheitinu er ekki nægur, þá telur þú orðin í hring, þ.e.a.s. fjórða orðið í þriggja orða lagi er fyrsta orðið). Að sjálfsögðu þurfa orðin í laginu að vera til (þarf ekki endilega að vera á ensku, en það hentar betur fyrir næstu skref í leiknum).

3. Takið þessi fimm orð og farið inn á www.youtube.com. Þar skuluð þið leita að þessum orðum, helst öllum fimm í einu, þ.e.a.s innan gæsalappa. Það gæti tekið nokkrar tilraunir að fá e-r niðurstöður og ef þið fáið alls engar með orðunum innan gæsalappa þá skuluð þið sleppa þeim. Ef ekkert fæst ennþá, þá endurtakið þið skref 2.

4. Af þeim niðurstöðum sem þið fáið, þá veljið þið það myndband sem hefur það númer í röðinni og fjöldi stafa í nafninu ykkar segir til um.

5. Þar takið þið fyrsta staf þess sem upphlóð (Öpplódaði) myndbandinu og skrifið hann hjá ykkur

6. Endurtakið skref 6 og 7 fjórum sinnum í viðbót nema takið annan stafinn í nafni annars "myndbandsupphlaðara" o.s.frv. (líkt og í skrefi 2).

7. Því næst (róleg, þetta er að klárast) takið þið þessa fimm stafi og leitið að þeim í iTunes (eða hvað sem er) og hlustið á efsta lagið í niðurstöðunum.

8. Að lokum farið þið hingað og segið mér hve langt þið voruð komin þegar þið komust að því að ég er bara að "fokka" í ykkur.