25. október 2007

"Down"-heilkenni

Ég held að sorgmæddasta vera í heimi (kannski fyrir utan þennan) sé helvítis kallinn í hraðamælingarskiltinu á Suðurnesvegi.
Hann er bara ALLTAF í einhverri helvítis fýlu.

Bölvaður ræfillinn.

16. október 2007

Deja Vu?

Eftir fótboltaæfingu gærkvöldsins er afar kunnugleg sveigja á nefinu á mér. Hún er ekki eðlileg og orsakast af olnboganum á ónefndum samherja mínum hvern ég fékk af þónokkru afli í andlitið á mér.
Nú er nefið á mér skakkt. Aftur.
Nú er mér illt í nefinu. Aftur.
Nú mun ég þurfa að ganga í gegnum helvítis réttingaraðgerðina. Aftur.

Deja Vu er ekki vinur minn.

P.S. Þetta blogg er tileinkað skónum hennar Alex. Það er kannski ekki jafnlangt og skóhælarnir eru, en ég vona að þetta dugi.
:)

14. október 2007

Gleymska

Einhvern tímann í dag fékk ég góða hugmynd að örbloggi. Hugmyndin var fyndin og stutt - uppfyllir öll skilyrði fyrir gott örblogg.
En nú man ég ekki hver hugmyndin var, þannig að þetta örblogg verður að nægja í bili. En það uppfyllir aðeins annað skilyrðið...
...og getið nú!