13. nóvember 2008

Síjitt!

Ég veit ég virðist vera hættur að blogga, en ég stóðst bara ekki freistinguna núna, því ég var fyrir skömmu að klára spænsku hryllingsmyndina [REC].

Fyrsta mál á dagskrá er Hollywood. Af hverju þarf Hollywood að endurgera prýðisgóðar kvikmyndir fyrir bandarískan markað? Það er margsannað mál að í langflestum tilfellum er bandaríska útgáfan mun verri.

Allt í góðu, ég skil endurgerðir á myndum frá fyrri hluta 20. aldar, en nú kom t.d. [REC] út 2007. Af hverju í ósköpunum þurftu þeir að gera Quarantine? Eru Bandaríkjamenn það hrokafullir og þröngsýnir að þeir geta ekki horft á myndir sem eru ekki gerðar af öðrum Bandaríkjamönnum? Eru þeir það ólæsir að þeir geta ekki lesið texta? Hvað sem málið er, þá er það bara peningaplokk með engu tilliti til kvikmyndalistarinnar.
Til eru fleiri dæmi um svona. T.d. voru í blöðunum fyrir 2-3 dögum fréttir um að Steven Spielberg ætlar að endurgera Suður-Kóreska meistaraverkið Oldboy, sem kom út 2003! ÓÞARFI!
Auk þess er Oldboy allt of gróf og sjúk fyrir bandarískan almenning, þ.a. ég trúi ekki öðru en að Spielberg láti breyta plottinu, sem er bara dónaskapur við Chan-Wook Park, handritshöfund og leikstjóra upprunalegu myndarinnar.

En já, aðalefni þessarar færslu var aðallega það að lofsama [REC] í hástert!
Þetta er án nokkurs vafa ein óhugnanlegasta mynd sem ég hef séð og kemst þá í flokk hryllingsmynda eins og El Orfanato (líka spænsk) og The Shining. Ekki vondur hópur, þar.

En [REC] er bara svo ógeðslega krípí og raunveruleg (enda tekinn upp með e-s konar handycam fílíng). Baldvin, bróðir minn, gaf mér svo nákvæma útlistingu á muninum á [REC] og Quarantine. T.d. var [REC] miklu bjartari, þ.e. fleiri kveikt ljós og svona. Samt fannst honum [REC] óhugnanlegri. Það þarf nefnilega ekki alltaf myrkur og hávaða til að bregða manni og gera mann hræddan! Það fatta fæstir bandarískir hryllingsmyndagerðarmenn!

Nú er ég búinn að röfla minn skammt í bili og ég hvet ykkur öll til að horfa á [REC] sem allra, allra fyrst!

P.S. Ein spurning: Man einhver eftir bandarískri endurgerð sem er betri en originallinn?

14. október 2008

Random sjitt...

Það var fiðrildavængur klemmdur milli blaðsíðanna í hljómfræðiverkefninu mínu.

Þegar stórt er spurt...

17. september 2008

Blautur, blautari, rakastur

Jæja, þá er knattspyrnutímabilið formlega búið.
Svona lauk þessum síðasta degi 2. árs míns sem leikmaður meistaraflokks Álftaness:

Dagurinn fór snemma af stað, strax á hinum óguðlega tíma 11:45 þegar ég kvaddi Guðrúnu mína og fór á Bessann. Þar voru þegar mættir nokkrir meðlimir 2. og meistaraflokks Álftaness, sem og hópur af fólki sem ég þekkti ekki baun, sem var sérstakt, því fyrir þá sem ekki þekkja Bessann af eigin raun þá rúmar Bessinn ekki "hóp" fólks - og hvað þá fleiri.
Brátt voru öll sæti inni á Bessanum - auk útistólanna - upptekinn og Leikurinn hófst.
Nú ætti stóri stafurinn að gefa upp hvaða leikur var þar á ferð.
Að sjálfsögðu stórleik Liverpool og Manchester United - en af gefnu tilefni ætla ég ekkert að fjalla meira um þann tíma sem ég eyddi í að horfa á leikinn...

Næsti liður á dagskrá hófst svo klukkan hálf þrjú þegar 12 leikmenn meistaraflokksins (ég meðtalinn) hittust, búnir hjólum og keppnistreyjum niður í íþróttahús. Nú var kominn tími á refsinguna okkar, þar sem við töpuðum veðmáli okkar við þjálfara liðsins.
(Díllinn var sem sagt sá að ná 15 af 18 síðustu stigum sumarsins, en við náðum einungis 13. Svekk.)
Veðmálið átti auðvitað við um alla leikmenn liðsins en sumir voru uppteknir við vinnu, fjölskyldu eða aumingjaskap.
Þ.a. við hjóluðum frá Álftanesi og niður í Smáralind í hávaðarigningu og roki í keppnistreyjum Álftaness. Þar höguðum við okkur eins og bjánar á meðan við litum út eins og fávitar. Rennblautir fávitar.

Annars segir mynd meira en þúsund orð.
Ennfremur segir myndband u.þ.b. 24x meira á hverri einustu sekúndu, þ.a. þetta myndband ætti því að vera meira en 5,4 milljónir orða.

(Myndbönd af ferðinni í Smáralindina eru alls 4 - þið smellið hreinlega á myndbandið hér að ofan og finnið linkana á hin, ef þið eruð á þeim buxunum.)

Hjólreiðaferðin endaði svo í ljósu fjörunni á Álftanesi þar sem smá viðbót var gerð við refsinguna.
Við vorum látnir hlaupa í sjóinn.
Þar með rennblotnuðu endanlega þær flíkur sem voru einungis hundvotar fyrir.
Aftur - myndband segir allt sem segja þarf.


Eftir þetta var gert smá hlé fyrir sturtu og snyrtingar á húð og hári, því klukkan 7 hófst hið eiginlega lokahóf í hátíðasal íþróttahússins. Þar beið okkar dýrindismatur, nokkur misgóð, mistruflandi skemmtiatriði (ég bíð bara eftir að það komi á youtube) og gríðarlegt magn af áfengi.
Taka skal fram að yðar einlægur hlaut þar verðlaun - "Flest mörk í eigið mark" og fékk ég að launum eina máltíð á Serrano's á eigin kostnað.

Kvöldið endaði svo á því að ég og Guðrún gengum heim í roki og rigningu - ekki það að ég hafi ekki verið vanur bleytunni eftir daginn...

2. september 2008

Listaspíra

Það er skemmtilegt að hugsa til þess að nú þegar skólinn er byrjaður og maður ætti að vera að nota tímann til að læra, þá loksins fer maður að blogga, en það gerir maður ekki þegar maður hefur ekkert að gera.
Gaman að því.

En já, ég er sumsé opinberlega orðin listaspíra, þó ég klæði mig ekkert sérstaklega sem slík. Ég þyrfti kannski að fara í verslunarleiðangur í leit að þröngum skærlitum buxum, treflum og stórum gleraugum.
Ekki það að ég sé eitthvað að setja út á klæðaburð skólasystkina minna.
Nú hef ég lokið heilli námsviku í LHÍ og enn svo komið er hef ég (t.d.)
-lært um Napólíhljóminn (lækkað 2. sæti í 6undarstöðu með tvöfalda 3und - ekki það að þið hafið ekki vitað þetta fyrir) í tónfræði.
-lært aðeins um Gregor-sönginn og fyrstu ár tónlistar (kirkjutónlist, aðallega) í tónlistarsögu.
-sungið og "ta-títtí-ta-að" í tónheyrn.
-næstum því sofnað í hljóðfærafræði.
-leiðst brjálæðislega í stafrænum miðlum (ég hef notað Makka síðan ég man eftir mér - ég VEIT hvað Dock er og hvernig maður lokar gluggum með lyklaborðinu!)
Sem sagt - gott stöff!

Keep the good times going!

En að öðru ekki jafn skemmtilegu.
Ég fór í bíó á sunnudagskvöld með Guðrúnu minni á heiladauðu aksjón-myndina Death Race. Myndin var svo sem fín - töff bílamynd með nóg af blóði, byssum, dauðsföllum og sprengingum.
En bíóferðin sjálf var full af litlum leiðindum.

Fyrst, í sjoppunni. Fólk sem treðst fram fyrir er ekkert nema ömurlegt. Ég get fyrirgefið ef einhver gengur til vina sinna sem eru framar í röðinni (það er samt á gráu svæði) en almennur troðningur og frekja er bara leiðinlegur.
Nr. 2 - Klemenz, Oddur og Viktor klikka á að passa sæti fyrir okkur Guðrúnu. Jú, rétt er það að ég hringdi ekki í þá fyrirfram og BAÐ þá um að passa fyrir okkur. En þess á ekki að þurfa! Þeir vissu að við ætluðum að koma og af hverju ættum við ekki að vilja sitja hjá þeim eins og við höfum gert síðan frá upphafi kvikmyndanna? Það er ekki eins og þeir væru að passa sæti fyrir 8 manns! Bara hugsunarleysi og ekkert annað.
Nr. 3 - Þessi helvítis hlé! Ég tel mig ekki þurfa að segja meira!
Nr. 4 - Fólk sem situr við hliðina á mér og fær sér að reykja í hléi lyktar alveg eins maðurinn sem er að reykja sígarettu í salnum 4 sætaröðum frá mér - það er enginn munur! Bara bögg.
Nr. 5 - Asnalegir töffarar sem tala sín á milli yfir 5-6 sæti í miðri mynd. Svo ekki sé minnst á í símanum. Heimska fólk.

Nú er röflarinn í mér sáttur og getur lagt sig eitthvað fram yfir helgi - vonandi.

26. ágúst 2008

Litið um öxl

Ég var næstum því farinn að blogga þegar ég hætti við það.
Ég var næstum því hættur í tölvunni þegar ég skoðaði eldri bloggfærslur ársins.
Ég var næstum því hættur við að blogga þegar ég hætti við það að hætta við.

Ég er búinn að vera ótrúlega lélegur bloggari á þessu ári (og endurspeglast það bersýnilega í kommentafjöldanum). Til dæmis, nú er þetta 18. færsla ársins, á meðan á sama tíma í fyrra hafði ég skrifað 42 og árið 2006 voru þær 66! Ástæðan fyrir þessu hruni er mér ekki alveg ljós, þó mig gruni þær tengist fleiri fótboltaæfingum, tíðari spólukvöldum og kærustu (og ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að kvarta undan þessum "truflunum", ef truflanir má kalla!).

En þetta átti samt ekki að verða aðalefni þessarar færslu, því þá væri hún ekkert frábrugðin fyrri færslum ársins. Þess vegna ætla ég bara að koma mér að efninu.

Hvað varð um sumarið?
Í próftörninni í maí horfði maður björtum og vonarfullum augum til sumarsins og sá í hyllingum alla afslöppunina og gleðina sem maður átti eftir að upplifa í sumar; útilegur, partý, utanlandsferðir, hittingar, stefnumót o.s.frv. Hvað varð um allt þetta plan?
Jú, jú - maður gerði nú eitthvað, en ekki nærri því jafnmikið og vonast hafði verið til.

Farið var í eina útilegu og hitti hún einmitt á helgina þegar veðrið var leiðinlegt.
Ég fór aldrei til útlanda, en það var reyndar meðvituð ákvörðun, tekin af fjárhagslegum ástæðum.
Bíóferðir hafa verið færri í ár en í fyrra - 23 í ár miðað við 35 í fyrra.
Parýin voru m.a.s. færri, fannst mér.

Á móti kemur reyndar að miklum tíma var eytt með Guðrúnu og græt ég hann ekki vitund.
Önnur ástæða er vinnan í Eymundsson. Þegar maður vinnur á lykiltíma dagsins, 10-18, er voða lítið hægt að fara í bæjarferðir og þvíumlíkt stúss.
Og fótboltaæfingar voru einnig gríðarstór partur af sumrinu.

Kannski er þetta smá snertur af einhverju haustþunglyndi. Ég veit það ekki.
Það sem ég veit er það að ég hef enga ástæðu til að þjást af nokkru slíku. Ég er að byrja í nýjum, framandi og spennandi skóla, ég mun minnka við mig í vinnu og fótboltinn fer í dágott frí eitthvað fram eftir hausti. Það er allt opið!

Nú er bara málið að grípa tækifærin til að læra, leika og upplifa, því það er auðvelt að missa af þeim. Og þegar það hefur gerst er bara hægt að vona að þau komi aftur, sem er harla ólíklegt.

25. ágúst 2008

Guð minn góður... það lifir!

Ótrúlegt en satt, þá er þetta nú vesæla blogg mitt enn á lífi - eða öllu heldur, endurfætt. Ég veit ég hef áður sagst ætla að taka mig á og gera þetta að sama lifandi stað og hann var fyrir 3 árum með 30-50 komment á færslu, en ég hef ekki staðið við það.

Aftur á móti finnst mér það réttur tímapunktur að lífga þetta við núna; nýr vetur, nýr skóli, ný byrjun.

Og bara svona til að vinna upp skort á uppfærslum um mitt líf í sumar, þá kemur hér stutt yfirlit.

•Ég er búinn að vera að vinna eins og ég get í Eymundsson í Mjódd, sem er afskaplega gott fyrir skipulagsþráhyggjufrík eins og mig. Bækurnar hafa aldrei verið í jafngóðri stafrófsröð og nú.
•Leiktíðin í boltanum kláraðist í gær með 1-1 jafntefli við Þrótt Vogum og enduðum þar með í 3. sæti riðilsins með 21 stig. Þessi stigafjöldi var þó ekki nægur til að forða okkur frá veðmálinu sem gert var við þjálfara liðsins - en frásagnir af því veðmáli koma þegar refsingunni er lokið.
•Ég byrja í LHÍ á morgun með skólakynningu og -setningu og ég er verulega spenntur.
•Bróðir minn, Vancouverbúinn, hefur lokið lokaverkefni sínu úr VFS, stuttmyndinni „Friends?“, þar sem músíkin er eftir yðar einlægan.

Þá held ég að aðalatriðin séu komin og ef eitthvað er að gleymast þá svekk fyrir ykkur.

18. júní 2008

Pöntun!

Ég lýsi hér með eftir öllu því sniðuga, flotta, fallega og/eða heimskulega sem ég ku hafa sagt sem nemi í MR.
Ég veit að það er til fullt af því - ég man það bara ekki.

Takk fyrir!

13. júní 2008

Uppgötvanir vikunnar

Í upphafi viku komst ég að því að þættirnir „How I Met Your Mother“ eru hreinlega stórskemmtilegir og karakterinn Barney Stinson er eiginlega ekkert nema ógeðslega svalur. Á þriðjudaginn uppgötvaði ég svo hve þægilegt það er að keyra stóran sjálfskiptan bíl og í framhaldi að því hve mikið vesen það er að þrífa stóran sjálfskiptan bíl.
Það kom mér líka skemmtilega á óvart hve svakalega ég hef verið að setja boltann á æfingum (4-3-2, strákar, 4-3-2). Maður spyr sig hvað ég er að gera í vörninni... þegar ég er á annað borð í liðinu.
Að lokum er ég að fatta að það er afskaplega erfitt að fela punktafærslu í samfelldu máli....

2. júní 2008

Endurheimt

Það er svolítið fyndið hvernig ég fer að því að ýta þessu bloggstússi á undan mér heilu dagana og vikurnar. Eg hef oft hugsað um að láta loksins vaða og blogga eitthvað en mér hefur líka dottið í hug að gefa skít í þessa ímynduðu kröfu ykkar lesenda (lesanda?) um blogg frá mér og hætta þessu veseni.

En það getur verið gaman að blogga og þess vegna bægi ég fljótt seinni hugmyndinni frá.

Ferlið er venjulega alltaf það sama: Ég blogga einhvern tímann og næstu daga finnst mér óþarfi að blogga eða þá að ég hef hreinlega ekkert að segja. Svo kannski gerist eitthvað merkilegt í lífi mínu en þá hreinlega nenni ég ekki að blogga strax. Svo loksins þegar ég nenni að blogga um það þá hefur venjulega eitthvað meira gerst sem mér finnst ég ætti að segja frá, en þá er efni bloggsins orðið svo mikið að mér fallast hendur. Þannig vindur þetta svona skemmtilega upp á sig þar til ég læt fréttir af lífi mínu lönd og leið og kem með einhverja ómerkilega skítafærslu sem inniheldur eitt youtube myndband og setningu á borð við „Guð minn góður!“ eða eitthvað álíka. Ég hef líka átt það til að koma með stikkorða- eða punktafærslu eða jafnvel eitt ljóð eða svo, sem oftast vekur litla hamingju lesenda.

T.d. hef ég núna fullt af fréttum að færa af mér og mínum en ítarleg umfjöllun um þær allar væru allt of löng lesning (svo ekki sé minnst á skrifin) og mér finnst svo leim að koma með enn eina punktafærsluna þ.a. ég væri vís til að sleppa því algjörlega að blogga.

En á móti kemur að eitthvað blogg er betra en ekkert blogg og á það sérstaklega við þegar litið er á rýra blogguppskeru þessa árs, þ.a. til að vinna upp síðustu vikur og með loforði um betri frammistöðu í sumar kemur hér smá punktafréttafærsla um sjálfan mig:
• Stúdentsprófum lauk mánudaginn 26. maí eftir mánaðar langa törn af viðbjóði.
• GTA IV fylgdi í kjölfarið.
• Ég útskrifaðist frá eðlisfræðideild II í MR á föstudaginn og get því ekki lengur titlað mig „menntaskólanema“. Það er verulega flippuð tilhugsun.
• Ég byrja að vinna 16. júní í Eymundsson í Mjódd og ég hvet að sjálfsögðu flesta til að heimsækja mig sem oftast.
• Leiktímabilið í fótboltanum hefur farið brösulega af stað með tveimur töpum í fyrstu tveimur leikjum íslandsmótsins og tapi fyrir Hömrunum/Vinum í bikarnum. Ég hef basically ekkert getað síðan ég meiddist og hefur það valdið mér sem og öðrum miklum vonbrigðum. Aðallega mér.
• Ég er hættur að neyta viðbjóðs á borð við nammi og gos. Taka skal fram að áfengi fellur ekki undir 'viðbjóð' í mínum bókum (Komm on, maður þarf að fá að halda einhverjum ósið).
• Man U owna Chelsea. Langaði bara að koma því að.
• Ég hef engan veginn verið að standa mig sem MacJammer. Ég hef viljað kenna skólanum um en ég er ekki viss hvort ég trúi því sjálfur...

...og á þessum nótum segi ég þessari ó, svo tímabæru færslu lokið.

11. maí 2008

Glory, glory!

GLORY, GLORY MAN. UNITED!Langaði bara að koma þessu að svona í tilefni dagsins.

4. maí 2008

The Blame Game

„Einar! Þú gera mistök og þeir skora mark! Við tapa út af þessi mistök!
'Scuse me, please!“

Hve gaman er að fá svona í andlitið?

27. apríl 2008

Óvenjulegir dagar

Sumarið er komið.
Fokkstóra býflugan í glugganum mínum hvíslaði því að mér.

Annars hafa undanfarnir dagar verið nett óvenjulegir.

Síðasta laugardag var massívt afmæli hjá Andreu á Hverfisbarnum sem leiddi til viðbjóðslegs þynnkujarðfræðipróflesturs á sunnudeginum sem varð þó til þess að prófið á mánudeginum gekk furðulega vel.

Á þriðjudaginn var ég kominn í jakkaföt 20 mínútum eftir að ég vaknaði og var í þeim langt fram eftir degi á síðasta skóladegi mínum í MR.
Það var frekar furðuleg tilfinning að sitja í sinni síðustu kennslustund í menntaskóla - sorgleg gleði, einhvers konar.

Miðvikudagurinn einkenndist af leðri, drykkju, gervihári, drykkju, hatri, hvítu meiki og drykkju:
Dimissio.
6.Z tók sig til og klæddi sig upp sem gotharar og vakti mikla lukku. Nei, ekki lukku - hatur. Fólki virðist almennt vera afskaplega illa við gothara. A.m.k. er það frekar hrætt við þá, sem er kannski skiljanlegt þegar 20 þeirra ganga saman í hóp. Ekki skemmir það fyrir þegar þeir eru svona glæsilegir.

Reyndar verður að taka fram að okkur var ekki sýndur neinn áhugi inni í Menntaskólanum við Hamrahlíð, enda víst daglegt brauð að sjá svona föngulegan hóp lífhatandi þunglyndissinna.

Á furðulega þynnkulausum fimmtudegi barst mér svo bréf frá Listaháskóla Íslands þar sem ég fékk þær upplýsingar að ég er ekki að fara til Rhodos í sumar. Peningurinn fer frekar í skólagjöld þar sem ég er kominn inn.

Föstudagurinn var svo litaður af afar yfirborðskenndri fegurð þegar ég fór með Guðrúnu og vinkonum hennar á Ungfrú Reykjavík á Broadway. Þetta er mín fyrsta fegurðarsamkeppni og jafnframt ein furðulegasta keppni sem ég hef horft á.
Ég veit ekki af hverju, en hún var bara eitthvað svo spes.
En ef við eigum að ræða furðulegt - af hverju er Merzedes Club vinsæl hljómsveit? Með forsprakka eins og Ceres 4 og Gazman eða hvað þeir nú heita sem eru takt- og litlausari (fyrir utan feykinóg af brúnku) en dáinn maður skil ég ekki af hverju fólk vill hlusta á þetta. En kannski er ég bara ekki töff og skil þetta ekki...
...sénsinn!

Í gær vann ég í rólegri bókabúð, horfði á rólegan Supernatural þátt, borðaði á rólegum pizzustað og fór á rólegt spólukvöld við afskaplega órólega og fáránlega mynd. Mannætukindur? Hvernig getur það klikkað?
T.d. með því að gera bíómynd um þær.

Í dag hef ég svo lifað í grískri goðafræði með aðstoð sögubókarinnar minnar með Ixíon, sem eignaðist mannhesta með skýi, Metis, sem var breytt í flugu og étin af Seifi, og Díógenes, kaldhæðnum kynista sem bjó í tunnu í Aþenuborg.

Eðlileg vika, ekki satt?

19. apríl 2008

Númer 46

Lokaverkefni okkar í kvikmyndagerð í MR.


Endilega látið í ykkur heyra.

8. apríl 2008

Fyrsta hjalla náð

Jæja... nú hef ég verið boðaður í viðtal vegna náms í LHÍ næsta haust.

Ég treysti því að þið krossleggið öll fingur fyrir mig.

3. apríl 2008

Baráttukveðjur

Ég vil bara nota tækifærið og senda harðar og hlýjar baráttukveðjur til vörubílstjóra á Íslandi!
Þið eruð að standa ykkur, strákar!
Of lengi hafa Íslendingar keyrt um götur borgarinnar eins og þeim sýnist! En nú er komið nóg!
Hlustum á vörubílstjórana og hættum að keyra!

...

Þið skuldið mér eitt stykki kvikmyndafræðifyrirlestur!

31. mars 2008

Eitthvað spurningadæmi...

Hafsteinn gerði eitthvað við mig á blogginu sínu, þ.a. nú á ég að svara eftirtöldum spurningum, sem ég og gerð með eftirtöldum svörum:

Hvernig bíl keyriru?
Gamall og góður Opel Vectra sem foreldrar mínir eiga. Ég hef samt sem áður næstum því ótakmarkaðan aðgang að honum.

Hvaða drykk drakkstu síðast?
Undanrennuglas. Og drekk það enn.

Ertu hamingjusamur núna?
Svona nokkuð, já. Búinn að læra fyrir morgundaginn og stress prófanna sem bíða mín í vikulok og allar næstu vikur hefur ekki enn náð til mín... ekki alveg strax...

Hver kom síðast í heimsókn til þín? Saumaklúbburinn hennar mömmu situr inni í stofu akkúrat núna, en hann er ekki beint að koma í heimsókn til mín. Þannig að þá er það Guðrún.

Drekkur þú bjór?
Ertu að bjóða uppá?

Hafa systkini þín e-n tímann sagt að þú sért ættleiddur?
Neibb, ekki svo ég muni - enda frekar slappur djókur og bræður mínir smekklegri en það.

Hvað ertu með í vasanum núna?
Ekki neitt. Allt það sem ég var með í vasanum liggur nú á skrifborðinu mínu fyrir framan mig (lyklar, sími, veski, karamellur - bara þetta klassíska).

Hver kynnti þig fyrir kærustunni?
Ég sá eiginlega um það sjálfur. Tjah, ég og Tenerife.

Við hvern talaðiru síðast í símann?
Einhverja Iðunni sem hringdi í dag og hélt að ég væri pabbi minn.

Hvaða DVD mynd er í spilaranum þínum núna?
Enginn, en ég var að taka Litlu Hafmeyjunna úr og skella henni á sinn stað uppi í hillu.

Hvað ertu að hlusta á akkúrat núna?
„I Wanna Go Back to Dixie“ með Tom Lehrer - gott stöff.

Hvenær áttu afmæli?
23. febrúar - sama dag og Georg Frideric Handel, Dakota Fanning og Kristin Davis.

Hvenær keyptiru bolinn sem þú ert í núna?
Einhvern tímann í haust í Hagkaup á 2000 kall. Stórglæsileg flík eins og við má búast.

Manstu hvað kennarinn þínn hét frá því þú varst í 1. bekk?
Hún Guðlaug? Kannski Ragnheiður þurfi að aðstoða mig við þetta... (ef hún les þetta á annað borð, ennþá)

Hefur einhver gefið þér rósir?
Ég bara man það ekki...

Kanntu vel við foreldra þína?
Mjög svo. Ég meina... hver kann ekki vel við foreldra mína?

Hvort líkistu meira mömmu þinni eða pabba?
Líkari mömmu í útliti en ég hef tónlistaráhugann frá pabba. Annars er ég blanda af því besta frá báðum.
Hógværðina keypti ég af netinu... hún virkar ekki alveg.

Notar þú bílbelti?
Alltaf.

Ertu flughræddur?
Ekki vitund. Kannski verð ég það ef eitthvað virkilega dramatískt gerist...

Ertu með einhver tattú?
Hef látið mig dreyma um það, en aldrei látið verða af því - og mun eflaust aldrei gera það.

Þar hafið þið það!

4. mars 2008

Endurreisn

Áður en ég missi alla mína lesendur þá ætla ég núna loksins að koma með eitthvað blogg. Ég vil síðan bara biðjast afsökunar á skorti af slíkum færslum á nýja árinu.

Ástæðan fyrir þessu iðjuleysi mínu er tvíþætt:
Annars vegar hefur verið voða mikið að gera hjá mér, þ.a. þegar mér gefst tími til að blogga hef ég af einhverjum ástæðum kosið að gera eitthvað annað.
Í annan stað hefur önnur bloggsíða fengið athygli mína og þið megið endilega, ef þið nennið tékka á henni endrum og eins.

En þar sem ég var að ljúka við tvöfalt blogg á hinni síðunni hef ég litla orku í að bæta einhverju við þessa færslu.
En, eitthvað blogg er betra en ekkert blogg, ekki satt?

...ég lofa að reyna að sinna þessu betur!

3. febrúar 2008

Betra seint en aldrei

Ég fór einhvern veginn að því að gleyma einum áramótalistanum sem ég ætlaði að skella hingað inn.
Ég er búinn með kvikmyndirnar, en músíkin er eftir.

Eftirtalin lög eru sumsé mest spiluðu lögin á tölvunni minni árið 2007 (og reyndar janúar 2008 líka - ég er gleyminn):

1. Tomahawk - Rape This Day (77)
2. Tomahawk - God Hates a Coward (59)
3. Porcupine Tree - Shallow (48)
4. Peter Gabriel - Curtains (47)
5. Peter Gabriel - I Grieve (46)
6. The Dillinger Escape Plan - When Good Dogs Do Bad Things (45)
7. Peter Gabriel - More than This (43)
8. Tomahawk - Mayday (42)
9. Fantômas - 4-10-05 (41)
10. Bozzio Levin Stevens - Spiral (40)
11. TMR Soul - Get With It (40)
12. Scott Carmichael - Glimpses (38)
13. Mr. Bungle - Ars Moriendi (37)
14. Tomahawk - Jockstrap (37)
15. Faith No More - Easy (36)
16. Mezzoforte - Prime Time (36)
17. Porcupine Tree - Shesmovedon (36)
18. Molotov - No Manchez Mi Vida (35)
19. Porcupine Tree - Open Car (35)
20. TMR Soul - Psychosexual (35)

Og þar hafið þið það!

31. janúar 2008

FM-kynslóðin?

Sáuð þið geðveika hnakkann í fréttunum á RÚV áðan?
Það var eitt langt skot af einhverjum svakalega töff hnakka í MR. Vel snyrtur og læti!
Hann virtist m.a.s. vera frekar harður!
Nú gætu einhverjir spurt sig: „Hvað var harður, vel snyrtur, myndarlegur hnakki að gera innan veggja MR?“
Þetta var minn hnakki!

Feitt feis á Verzló!

Hvar eru paparazzarnir?

29. janúar 2008

Vel gert

Það tók mig 20 mínútur að finna eitthvað til að blogga um.
Þetta varð niðurstaðan.

Vel gert, Einar. Vel gert.

22. janúar 2008

Yfirhelling

*VARÚÐ - Talsmáti þessarar færslu gæti misboðið einhverjum lesendum þessa bloggs... ef þeir eru algjörir helv**is aumingjar!*

Fórnarlamb 1 : Helvítis lærið á mér!
Af hverju má ég ekki bara drullast í gegnum a.m.k. tvo mánuði án þess að slasa mig eitthvað?! Fyrst fokka ég upp á mér sköflungnum í tvær/þrjár vikur, svo kálfanum í viku, því ökklanum í eina og hálfa og nú lærinu á mér í Guð veit hve langan tíma! Og hafið það í huga að ég er með sjittlód af læri til að finna til í!

Fórnarlamb 2 : Vitlausa beyglan sem blokkaði innkeyrsluna okkar!
Ég kem heim úr vinnu á mánudagskvöldi og hvað sé ég annað en einhvern hálfvita sem er búinn að leggja bílnum sínum algjörlega fyrir innkeyrsluna okkar. Gatan var fokking auð og innkeyrslan ekki falin!
"Ég hélt þetta væri göngustígur" - ok, þá ertu ekki ömurlega tillitslaus og glötuð manneskja heldur bara hreinn og beinn fáviti! Bílför, manneskja, BÍLFÖR!

Fórnarlamb 3 : Andskotans óveðrið í morgun!
Ég var orðinn blautur í fæturna þegar ég SETTIST INN í bílinn í morgun. Aftur tengist það fíflinu sem blokkaði innkeyrsluna í gær svo ég þurfti að leggja í Sviðholtsvörinni! Ég er kominn með upp í kok af þessu djöfulsins roki, alltaf hreint.

Fórnarlamb 4 : Þessi fokking handbolti!
Af hverju gerið þið mér þetta?! Af hverju getið þið ekki bara spilað eins og á síðasta móti?! Sóknin í rusli, vörnin í drasli og staða geðheilsu minnar jafn vafasöm og staða helvítis liðsins! Andskotans vesen!

Fórnarlamb 5 : Hátalarahelvítið!
„Whenever I fall you lift me up a-*KRRRRSHHHJJJ*-eed to worry it will al-*SKRRRRRRRAAAAA*-kay...“. Ég væri alveg til í að geta hlustað á a.m.k. eitt andskotans lag í BÁÐUM hátölurunum án þessara helvítis skruðninga á 8 sekúndna fresti.

Fórnarlamb 6 : Ég sjálfur!
Mikið djöfull er ég leiðinlegur í kvöld!

Þetta bara fer mér ekki...

17. janúar 2008

Tilkynning

Þetta blogg hefur þann eina tilgang að vera nýtt blogg.
Ég er orðinn leiður á því að opna mína eigin síðu og sjá sömu sjúklega löngu færsluna í hvert einasta skipti og ég trúi ekki öðru en að aðrir séu einnig komnir með upp í kok.

Þannig að hér hafið þið það:
Nýtt blogg á nýju ári.

Let the blogging commence!