31. mars 2008

Eitthvað spurningadæmi...

Hafsteinn gerði eitthvað við mig á blogginu sínu, þ.a. nú á ég að svara eftirtöldum spurningum, sem ég og gerð með eftirtöldum svörum:

Hvernig bíl keyriru?
Gamall og góður Opel Vectra sem foreldrar mínir eiga. Ég hef samt sem áður næstum því ótakmarkaðan aðgang að honum.

Hvaða drykk drakkstu síðast?
Undanrennuglas. Og drekk það enn.

Ertu hamingjusamur núna?
Svona nokkuð, já. Búinn að læra fyrir morgundaginn og stress prófanna sem bíða mín í vikulok og allar næstu vikur hefur ekki enn náð til mín... ekki alveg strax...

Hver kom síðast í heimsókn til þín? Saumaklúbburinn hennar mömmu situr inni í stofu akkúrat núna, en hann er ekki beint að koma í heimsókn til mín. Þannig að þá er það Guðrún.

Drekkur þú bjór?
Ertu að bjóða uppá?

Hafa systkini þín e-n tímann sagt að þú sért ættleiddur?
Neibb, ekki svo ég muni - enda frekar slappur djókur og bræður mínir smekklegri en það.

Hvað ertu með í vasanum núna?
Ekki neitt. Allt það sem ég var með í vasanum liggur nú á skrifborðinu mínu fyrir framan mig (lyklar, sími, veski, karamellur - bara þetta klassíska).

Hver kynnti þig fyrir kærustunni?
Ég sá eiginlega um það sjálfur. Tjah, ég og Tenerife.

Við hvern talaðiru síðast í símann?
Einhverja Iðunni sem hringdi í dag og hélt að ég væri pabbi minn.

Hvaða DVD mynd er í spilaranum þínum núna?
Enginn, en ég var að taka Litlu Hafmeyjunna úr og skella henni á sinn stað uppi í hillu.

Hvað ertu að hlusta á akkúrat núna?
„I Wanna Go Back to Dixie“ með Tom Lehrer - gott stöff.

Hvenær áttu afmæli?
23. febrúar - sama dag og Georg Frideric Handel, Dakota Fanning og Kristin Davis.

Hvenær keyptiru bolinn sem þú ert í núna?
Einhvern tímann í haust í Hagkaup á 2000 kall. Stórglæsileg flík eins og við má búast.

Manstu hvað kennarinn þínn hét frá því þú varst í 1. bekk?
Hún Guðlaug? Kannski Ragnheiður þurfi að aðstoða mig við þetta... (ef hún les þetta á annað borð, ennþá)

Hefur einhver gefið þér rósir?
Ég bara man það ekki...

Kanntu vel við foreldra þína?
Mjög svo. Ég meina... hver kann ekki vel við foreldra mína?

Hvort líkistu meira mömmu þinni eða pabba?
Líkari mömmu í útliti en ég hef tónlistaráhugann frá pabba. Annars er ég blanda af því besta frá báðum.
Hógværðina keypti ég af netinu... hún virkar ekki alveg.

Notar þú bílbelti?
Alltaf.

Ertu flughræddur?
Ekki vitund. Kannski verð ég það ef eitthvað virkilega dramatískt gerist...

Ertu með einhver tattú?
Hef látið mig dreyma um það, en aldrei látið verða af því - og mun eflaust aldrei gera það.

Þar hafið þið það!

4. mars 2008

Endurreisn

Áður en ég missi alla mína lesendur þá ætla ég núna loksins að koma með eitthvað blogg. Ég vil síðan bara biðjast afsökunar á skorti af slíkum færslum á nýja árinu.

Ástæðan fyrir þessu iðjuleysi mínu er tvíþætt:
Annars vegar hefur verið voða mikið að gera hjá mér, þ.a. þegar mér gefst tími til að blogga hef ég af einhverjum ástæðum kosið að gera eitthvað annað.
Í annan stað hefur önnur bloggsíða fengið athygli mína og þið megið endilega, ef þið nennið tékka á henni endrum og eins.

En þar sem ég var að ljúka við tvöfalt blogg á hinni síðunni hef ég litla orku í að bæta einhverju við þessa færslu.
En, eitthvað blogg er betra en ekkert blogg, ekki satt?

...ég lofa að reyna að sinna þessu betur!