30. júní 2010

Hneykslunarblogg

Eftirtaldir hlutir eru afskaplega ofarlega í asnalegheitalistanum mínum þessa dagana:

Nr. 1 - Fólk sem finnst í alvörunni að RÚV ætti að endurgreiða þeim afnotagjöldin fyrir þann mánuð sem HM í fótbolta er

Ok, fyrst vil ég taka fram að ég virði það alveg að sumu fólki finnst fótbolti ekki skemmtilegur. Og ég fatta af hverju þeim leiðist að sjá ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolta.
EN - ég veit t.d. um FULLT af dagskrárliðum á RÚV sem ég hef engan áhuga á og nenni ekki að horfa á, s.s. Berlínaraspirnar, Kínverskar krásir, Rithöfundur með myndavél og Taggart. Þetta eru bara nokkrir af ótal hlutum sem mig langar ekki að horfa á. Á ég þá bara að krefjast endurgreiðslu?
Nei - og veistu af hverju?
Af því ég veit að það er fullt af fólki sem horfir á þetta og hefur gaman af. HM í fótbolta er ekkert öðruvísi - stærsta mót heims í vinsælustu íþrótt heims? Mér finnst bara nokkuð eðlilegt að sýna það.

Nr. 2 - Fólk sem setur tímarit, bækur og kort ekki á sinn stað í verslunum Eymundsson

Ef þú heldur á Elle blaði og sérð bunka af öðrum, alveg eins Elle blöðum í hillunni - af hverju ættirðu að vilja skila Elle blaðinu þínu í Ude og Hjemme bunkann? Það er bara ekki töff.
Og ef einhver ykkar lesenda (lesanda?) ætlar að púlla „Við erum bara að skapa verkefni fyrir starfsfólkið“-kjaftæðið, þá skal ég taka upp stein úr malarhaug og skila grjótinu í andlitið á viðkomandi - því það skapar atvinnu fyrir lýtalækna. (Ég mun ekki gera það í alvörunni - ég er ekki klikkaður. Ég mun aftur á móti endurtaka þessi rök mín til að hljóma geðveikt töff.)

Nr. 3 - Að vera heitt
Og... ö... já.
Þetta útskýrir sig soldið sjálft.

Nr. 4 - Rauða hellan fyrir utan Eymundsson í Mjódd sem er klárlega ekki á réttum stað
Þetta er sem sé ein rauð hella á göngugötunni í Mjódd, sem fellur ekki inn í munstrið sem búið er að mynda. Eini kosturinn við þessa blessuðu hellu er að ég nota hana gjarnan til að skilgreina skipulagsáráttu mína: Fólk með skipulagsáráttu tekur eftir henni - fólk sem skipulagsþráhyggju miss svefn vegna hennar og enda á því að brjótast inn í Mjóddina um miðja nótt með járnkall og kúbein og færa hana á réttan stað.
Sem ég er klárlega ekki að fara að gera.

Nr. 5 - Að finna ekkert atriði númer 5 í fljótu bragði
Sem þýðir að ég þarf að slútta þessu.

Þessi færsla var aðallega hugsuð sem kontrast við síðustu 2 tilfinningaríku og persónulegu færslur. Ég held það hafi bara gengið upp ágætlega.

23. júní 2010

Hvítur kross á maga

Nýtt blogg á morgun.
Ég lofa.

7. júní 2010

Fyrsta skrefið

Eins og venja er tók ég margar litlar ákvarðanir í dag. Flestar þeirra, ef ekki allar voru minniháttar og báru aldrei meira vægi en það að fá mér Maryland kex í hádegismat og spila aðra umferð af Word Challenge.
Aftur á móti er ein þessara litlu ákvarðana minna sem stendur allrækilega upp úr.

Á ákveðnum tímapunkti í kvöld, þegar ég var búinn að blóðmjólka Word Challenge algjörlega, þá fékk ég þá flugu í höfuðið að kíkja út. Ég var búinn að kúldrast inni í herbergi með þynnkunni minni í allan dag og það hvarflaði að mér að ég hefði kannski bara gott að því að viðra hausinn á mér aðeins.
Þannig að ég smeygði mér í jakkann minn, skellti iPodnum í eyrun og lagði af stað með nýju vinum mínum í Mumford & Sons. Bróðir minn hafði skilið "heimilisreiðhjólið" eftir hjá vini sínum fyrr í dag, þ.a. ég ákvað að rölta yfir nesið og sækja það.

Á miðri gönguleið helltist samt yfir mig furðuleg tilfinning sem ég tel með mikilli vissu að hafi sprottið algjörlega út frá tónlistinni í eyrunum á mér.

Ég fékk þá gríðarlegu löngun til að henda af mér jakkanum og hlaupa af stað.

Hugsanlega stafar þessi hlaupalöngun mín af því að vegna lærmeiðslanna sem hafa hrjáð mig undanfarnar vikur, hef ég ekkert getað hlaupið í langan tíma.
Kannski hélt ég að tónlistin hljómaði betur með vindinn í andlitið.
Kannski var undirmeðvitundin að gefa mér merki um að "drífa í því".

Hver svo sem ástæðan var þá gaf ég undan og hljóp af stað. (Ég hélt mig reyndar í jakkanum af praktískum ástæðum)

En þegar að hjólinu var komið, þá var lönguninni ekki fullnægt. Þannig að ég steig á hjólið og hjólaði af stað og tók stefnuna upp á Garðaholt. Af hverju upp á Garðaholt? Því þegar þú ert búinn að hjóla upp á Garðaholt, þá færðu að hjóla niður Garðaholt. Og ég get sagt ykkur það - tónlistin hljómaði miklu betur með vindinn í andlitinu.

Af hverju, það er ég ekki alveg viss um. Ég hef þó talið mér trú um það að það sé vegna þess að ég dreif í því og fór út; af því ég hljóp af stað; af því ég hjólaði upp á Garðaholt.

Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög gjarn á það að bíða með hluti fram á síðustu stundu. M.a.s. þessa stundina eru nokkur verkefni sem ég er, af einhverjum ástæðum, ekki búinn að gera. Það er hægt að kenna áðurnefndum dyraverði um eitthvað af þessu en ég held að það sé svolítil einföldun. Ég held, persónulega, að þetta sé vegna þess að líf mitt er á nokkuð öruggum stað þessa stundina, og allar stærri ákvarðanir sem gætu mögulega breytt einhverju í lífi mínu til frambúðar virka áhættusamar og allt að því hættulegar.
En þá er það hin sívinsæla hugsun: Er líf án áhætta það sem maður vill? "If it ain't broke - don't fix it?"
Því eftir allt saman - tónlistin hljómaði betur með vindinn í andlitið...



Vó... þessi færsla æxlaðist svolítið öðruvísi en ég lagði upp með.
Ég var eiginlega búinn að ákveða það að verða ekki svona djúpur og væminn aftur nærri því strax.
Ok - ég lofa því að næsta færsla verður stuttur, hugsanlega ósmekklegur, langsóttur brandari - svona eins og í 'gamla daga'.

3. júní 2010

Nei eða já? Af eða á?

Í ljósi þessarar persónulegu og opnu færslu sem ég skrifaði síðast, þá verður þessi öllu ómerkilegri og - tjah - vitlausari að mörgu leyti.

Mér datt í hug að skella saman einni listafærslu, því eins og þið vitið hef ég svo gaman að listum (no pun intended).

Sumir hlutir eiga hreinlega náttúrulega vel saman og það er ekkert hægt að mótmæla því. Þetta eru vinsæl pör eins og
·Popp og kók
·Grill og sumar
·Ross og Rachel
·Fáfræði og rasismi
·Negrar og Hip-hop
·Kex og mjólk

Þessir hlutir tilheyra hverjum öðrum - það er ekkert flóknara en það.
En aftur á móti hef ég kynnst nokkrum pörum á síðustu dögum/vikum/mánuðum sem eiga hreinlega ekki góða samleið hvor með öðrum.
Hefst þá lestur:

·Ridley Scott og Hrói Höttur (Eins og þetta par lofaði góðu...)
·Mjólk og hóstasaft (Om nom nom not)
·Kvef og lífsgleði (Blaaaaaaargh!)
·Kvikmyndahús og hlé (Ekki einu sinni þykjast ekki hafa átt von á þessu)
·Geitungar og heimurinn (Finndu *EINA* manneskju sem er ekki sammála - ég mana þig!)
·Liverpool og Enski úrvalsdeildartitillinn (Ú, hann sagði það!)
·Tómur gaskútur og gasgrill (Doj...)
·Fótbolti og lærið á mér (*Andvarp*)
·Tyrkneska Eurovisionrokkhljómsveitin „Manga“ og rokk (Ég meina - hljómsveitin ykkar heitir Manga...)
·Einar og listafærslur - eða hvað?