1:Alli sagði að ég væri fífl!
2:Ábyggilega...
1:Bíddu, ertu sammála honum?
2Drengur, ég er að segja að hann hafi ábyggilega sagt það
1:Ertu að kalla mig fífl?
2:Ég er ekki að segja það!
1:Fjandi ertu leiðinlegur!
2:Guð minn góður...
1:Haltu kjafti!
2:Iss, geturðu ekki komið með betra svar en þetta?
1:Í rauninni get ég það ekki...
2:Jú, þú hlýtur að geta betur!
1:Kannski hafði Alli rétt fyrir sér?
2:Láttu ekki svona, þú ert ekki fífl!
1:Má vera, en hvað ef ég er í alvörunni geðveikt fífl?
2:Nonni, þú ert ekki fífl!
1:Ojú - ég er orðinn hræddur um það
2:Ó, Guð minn góður...
1:Prentum bara á bolinn minn „Nonni er fífl“ svo allir viti það örugglega!
2:Reyndar á ég einn slíkan?
1:Seldi Alli þér hann?
2:Tæknilega séð, já.
1:Undarlegur gaur, hann Alli.
2:Útlenskur í þokkabót!
1:Vestur-Íslendingar eru ekki útlendingar...
2:Yngvi segir annað!
1:Ýngvi er líka fífl!
2:Þú meinar „Yngvi“, er það ekki?
1:Æ, hvaða máli skiptir það?
2:Öllu! Ertu fífl eða...?
10. mars 2007
6. mars 2007
Éreggi fávidi!
Joel Schumacher er greinilega ekki sammála mér.
Ég var á The Number 23 núna áðan og það er svo sem ágæt mynd. Samt sem áður er einn stór galli á henni. Hún er fáránlega mikið „idiot-proof“.
Bíómynd: „Bla bla bla gerðist 19. apríl. 19 plús 4 er 23!“
Ég: [Kaldhæðni] Haaaaa?! [/Kaldhæðni]
Bíómynd: „2/3... ,666. 666 - tala Djöfulsins.“
Ég: [Kaldhæðni] Eins gott þú útskýrðir þetta fyrir mér, ég var nefnilega alveg týndur í samhenginu hérna...[/Kaldhæðni]
Bíómynd: „32! 32 er 23 afturábak!!“
Ég: [Dauðans alvara] Ég get svarið það, gaurinn er að gera grín að mér![/Dauðans alvara]
Boðskapur: Við vorum nógu klár til að koma okkur í bíóið, kaupa bíómiðann og finna réttan sal - við hljótum að vera nógu klár til að geta séð sjálf að 10+13=23.
Eða hvað?
Ég var á The Number 23 núna áðan og það er svo sem ágæt mynd. Samt sem áður er einn stór galli á henni. Hún er fáránlega mikið „idiot-proof“.
Bíómynd: „Bla bla bla gerðist 19. apríl. 19 plús 4 er 23!“
Ég: [Kaldhæðni] Haaaaa?! [/Kaldhæðni]
Bíómynd: „2/3... ,666. 666 - tala Djöfulsins.“
Ég: [Kaldhæðni] Eins gott þú útskýrðir þetta fyrir mér, ég var nefnilega alveg týndur í samhenginu hérna...[/Kaldhæðni]
Bíómynd: „32! 32 er 23 afturábak!!“
Ég: [Dauðans alvara] Ég get svarið það, gaurinn er að gera grín að mér![/Dauðans alvara]
Boðskapur: Við vorum nógu klár til að koma okkur í bíóið, kaupa bíómiðann og finna réttan sal - við hljótum að vera nógu klár til að geta séð sjálf að 10+13=23.
Eða hvað?
4. mars 2007
Ágætis byrjun
Ég náði merkum áfanga í lífi mínu í gærkvöld þegar ég fór á mína fyrstu alvöru rokktónleika. Fram að þeim var það stærsta sem ég hafði farið á flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Vorblótinu, Bobby McFerrin í Háskólabíói og Sir Elton John í frystihúsi.
En nú hafa tónleikar Incubus í Laugardalshöll vinninginn!
Persónulega fannst mér þessir tónleikar frábærir, þ.e.a.s. strax og Incubus byrjaði að spila, því Mínus finnst mér einstaklega óheillandi hljómsveit og ekki var tónlistin sem var spiluð á milli hljómsveitanna betri. Þögnin hefði verið betri en það.
Þeir tóku lög af flestum geisladiskum sínum (slepptu Enjoy Incubus/Fungus Amongus, enda kannski of gamalt fyrir marga Incubus-aðdáendur) við mikinn fögnuð gesta, þá sérstaklega við þeirra frægustu lög (döh...), þ.e.a.s. Drive, Wish You Were Here, Megalomaniac, Anna Molly o.s.frv. Þeir tóku reyndar ekki Make Yourself - eitt af mínum uppáhalds Incubus lögum - en ég get fyrirgefið þeim það.
Ekki nóg með að tónlistin hafi verið góð og flutningurinn frábær, þá var sýningin allmögnuð líka, sérstaklega laaangi og súrrealískt svali millikaflinn í Sick Sad Little Word.
Æði.
Lang-, lang-, LANGbestu rokktónleikar sem ég hef séð! (döh...)
P.S. Brandon Boyd talaði meiri íslensku en allir meðlimir Mínus til samans.
Gaman að því.
En nú hafa tónleikar Incubus í Laugardalshöll vinninginn!
Persónulega fannst mér þessir tónleikar frábærir, þ.e.a.s. strax og Incubus byrjaði að spila, því Mínus finnst mér einstaklega óheillandi hljómsveit og ekki var tónlistin sem var spiluð á milli hljómsveitanna betri. Þögnin hefði verið betri en það.
Þeir tóku lög af flestum geisladiskum sínum (slepptu Enjoy Incubus/Fungus Amongus, enda kannski of gamalt fyrir marga Incubus-aðdáendur) við mikinn fögnuð gesta, þá sérstaklega við þeirra frægustu lög (döh...), þ.e.a.s. Drive, Wish You Were Here, Megalomaniac, Anna Molly o.s.frv. Þeir tóku reyndar ekki Make Yourself - eitt af mínum uppáhalds Incubus lögum - en ég get fyrirgefið þeim það.
Ekki nóg með að tónlistin hafi verið góð og flutningurinn frábær, þá var sýningin allmögnuð líka, sérstaklega laaangi og súrrealískt svali millikaflinn í Sick Sad Little Word.
Æði.
Lang-, lang-, LANGbestu rokktónleikar sem ég hef séð! (döh...)
P.S. Brandon Boyd talaði meiri íslensku en allir meðlimir Mínus til samans.
Gaman að því.
2. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)