29. júní 2006

Uppgötvunin

"Hva? sé ég nú hér?"

Músarbendill hreyfist hratt ?vert yfir skjáinn og smellir á a? ?ví vir?ist einfalt textabrot. Samstundis umturnast veröld hans. Litir himins og jar?ar hverfa um stund en eru stuttu seinna lita?ir aftur nema í ?etta sinn ver?ur heimurinn einlitur. Landslagi? mótast svo í rólegheitum; djúpir dalir mynda, há fjöll texta og ví?fe?mar sléttur vitleysu af ?msu tagi. Yfir ?essum síbreytilega heimi ríkir vera sem getur ekki talist anna? en gu?. Hver annar gæti breytt svo stórum heimi svo ótt og títt?

"Nei, nei, nei! En skemmtilegt!"

Veran sko?ar ?ennan n?framkalla?a heim í dálitla stund.

"?etta ?arf ég sko aldeilis a? muna."

Eftir stutt glamur í lyklabor?inu - stjórnstö? gu?sins - slokkna öll ljós í heiminum. Hann mun ekki ver?a uppl?stur aftur í allt a? hálfan sólarhring.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Margir tugir hálfra sólarhringa eru nú li?nir og reglulega lifnar ?essi tiltekni heimur vi? í allri sinni d?r?.

"En hva? ?etta er skemmtilegt. Ég ætti endiilega a? koma einhvers konar skilabo?um álei?is til íbúa ?essa heims!"

Músarbendillinn vir?ist vera sendibo?i gu?sins. Fer?ast vítt og breytt um heiminn og er sá eini sem er í beinni snertingu vi? íbúana. Sendibo?inn tekur enn á n? á rás og talar nú vi? textabrot sem vir?ist ganga undir nafninu "Ekkert Komment" - nafn sem broti? hlaut fyrir áberandi lítil félagsleg samskipti.
Gu?inn fer aftur a? stjórnstö? sinni og b?r til einföld skilabo?. ?au komust mjög vel og greinilega álei?is. Vi? ?essa vitneskju um tilvist gu?sins glöddust íbúarnir mjög.

"Nú hljóta ?eir a? s?na mér óumdeilanlega vir?ingu! Vonandi reisa ?eir grí?arstórt mannvirki mér til hei?urs."

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Margir dagar li?u en ekkert bóla?i á mannvirki.
Gu?inum gramdist ?a? og sendi ávallt fleiri og fleiri skilabo? til íbúanna. A? lokum ?reyttist hann á ?ví a? vona a? íbúarnir tækju eftir falinni bón hans um mannvirki honum til hei?urs og varpa?i ?á fram afar sk?rri bón.
Íbúarnir gátu ekki anna? en skili? hinn máttuga gu?.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Mannvirki ?etta hefur hloti? nafni? Mt. Evarest.

28. júní 2006

Sveeeefn...

Blogg á morgun.
Sofa núna.
Sofa til hálf átta því ég er hættur að bera út og fokk jú, bara.

...ég er svo fokking harður...

22. júní 2006

Hlutir sem mig vantar:

*Innskot! Eftir daginn í dag er staðan orðin svona*

(Ekki í neinni tiltekinni röð)
1. Skrifanlega DVD diska. √
2. Hleðslubatterí. √
3. Nýjan standlampa. √
4. Takkaskó (ft.). √
5. Pollabuxur. √
6. Leiðréttingu. √
7. Pening.
8. Framtíðarplan.
9. Scrubs Season 3 á DVD.
10. ...og fullt af einhverju skemmtilegu!

Lag færslunnar:

Mr. Fruitcake með Resolution

21. júní 2006

Klikk

Gleymdi þessu í færslunni fyrir neðan og Blogger leyfir mér ekki að edita...
Lag færslunnar:

Lullaby 4 Aja Coco með McBoy

20. júní 2006

Skamm Einar!

Ég er mjög lélegur bloggari, greinilega. Mér er skapi næst að láta mig hverfa í refsingarskyni en þá væri ég bara að auka vandann og þyrfti því að láta mig hverfa í lengri tíma þar til alheimurinn fellur saman.
Það viljum við ekki.

Þess vegna ætla ég að bæta úr því núna. Kannski ekkert á ofboðslega frumlegan eða skemmtilegan hátt en blogg er blogg, ekki satt?
Reyndar ekki alveg en þið verðið bara að sætta ykkur við þetta.

•Ég er sem sagt útskrifaður úr 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík og mun hefja nám að nýju í 5. bekk í ágúst. Þar verður engu hlíft! Ekkert nema stærðfræðileg rassskelling hvað eftir annað - bíðið bara!
•Þetta sumar mun ég vinna ásamt slatta af mjög svo lifandi og skemmtiilegu fólki og ennþá fleiri ekki-alveg-jafn-lifandi fólki; Kirkjugarðinum á Garðaholti. Róleg garðvinna í fínu umhverfi og drulluskítapisslélegu veðri. Eins gott að júlí standi sig...
•Ég er líka nýútskrifaður unglingadómari í knattspyrnu og mun eyða nokkrum klukkustundum af sumrinu í að hrella unga knattspyrnuiðkendur, þjálfara þeirra og foreldra með viðeigandi flöggum og flautum.
•Þessa dagana ligg ég þó (þegar ég er ekki í vinnunni, að sjálfsögðu) í einhverjum afslappandi karlmennskudróma yfir HM í fótbolta. Og leyfið mér að segja þetta: fólk sem ekki horfir á fótbolta (svo ekki sé minnst á það sem forðast hann viljandi!) ætti að skammast sín! Svona í kortér - það er nóg fyrir mig.
•Ég er einnig búinn að festa kaup á Xbox 360 og uppgötva Xbox Live og get nú eytt kvöldunum í að skjóta 14 ára bandaríska drengi með mikilmennskubrjálæði og óheyrilega mikið álit á eigin kímni.
(1:You like Jon Bon Jovi?
2: I bet you like to suck his c*ck!
1: I like to suck your mom's c*ck!
2: That doesn't even make sense...
1: Your mom made sense to me!)

Gaman, gaman - og ég lofa að reyna að standa mig í framtíðinni.

8. júní 2006

Come into the Forest

.
Það er ótrúlega gaman að leita inn að barnsbeininu og sleppa sér.
Syngjandi.
Á ensku.

...ég mun örugglega sjá eftir því að láta ykkur vita af þessu...

6. júní 2006

Grænmetisfréttir

Það er greinilega gúrkutíð hjá fleiri miðlum en blogginu mínu:
Reiður héri réðist á sleðahunda.

27. maí 2006

Ahh...

Þá meina ég afslappelsis-ahh... en ekki "AHHH! VIÐ MUNUM ÖLL STEYPAST Í GLÖTUN!"-ahh...
Það er komið gott veður, ég er búinn að fá úr prófunum og slapp fyrir horn, ég er í fínni vinnu og er að hlusta á skemmtilegt sumarfílíngslag.
Það er góð og gild afsökun fyrir að halla mér aftur í sætinu mínu og segja ahh...


Lag færslunnar:

Take a Pick ABC með Jesus Hairdo.

21. maí 2006

Rokið í logninu

Það er logn.
Það hreyfir ekki vind en samt fýkur allt lauslegt rusl.
Ruslið fýkur upp. Upp í himinhvolfið þar til hættir að sjást til sólar.
Á sama tíma missi ég jarðtenginguna. Jörðin hefur horfið undan fótum mér og skilið mig eftir í lausu lofti.
Til að steypast ekki niður í myrkrið gríp ég í reipið sem liggur í gegnum heiminn minn. Reipið er furðu sterkt, þrátt fyrir að samanstanda einungis af innantómum orðum, fléttuðum saman.
Reipið endist þó bara í örfáa daga. Bráðum neyðist ég til að sleppa og taka á móti örlögum mínum.
Mun ég falla?
Ég mun vita það fyrir víst þegar ég lendi.


Þessar djúpu orð eru samin undir áhrifum stærðfræðiprófstengdrar taugaveiklunar.

16. maí 2006

Just keep on rollin'

Því Kúlan er mætt á svæðið í allri sinni dýrð!

ÓJÁ!


Stóri bróðir minn á semsagt myndina, ég tónlistina.
Skemmtið ykkur

8. maí 2006

*Sviðsett atriði*

Ég: Fyrirgefðu, kennari?
Kennari: Já?
Ég: Heyrðu, það er einhver drulla á prófinu mínu...
Kennari: Já, þú hefðir átt að læra betur heima!


Fokksjiiiitt....

7. maí 2006

HAH!

Sínusreglan? Hah - meira sko ANUSREGLAN! HAHA!
Fokk já!

6. maí 2006

Skilvirkt hlé

Á degi sem einkenndist fyrst af þýsku, næst af vitleysu og svo stærðfræði gat ég samt fundið þrjá klukkutíma til að skapa þetta.
Góð pása, það!

3. maí 2006

Yibbie-kah-yay, morboller!

Danska er búin.
Fyrir fullt og allt.
Nú er ég glaður.
Rosalega glaður.
Rita smáar línur.
Allar jafn langar.
Eða um það bil.
Ég er skrýtinn.
Bara pínulítið.
Takk fyrir mig.

2. maí 2006

"The Laughing Policeman"

Ég hreinlega VARÐ að deila þessu með ykkur!
A-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha!!!

*Snökt*

Enn og aftur sannaðist það fyrir mér að Scrubs er besti sjónvarpsþáttur síðustu ára.
Ekki bara drepfyndnir, heldur æðislega leiknir, vel skrifaðir og bara einfaldlega glæsilega gerðir.
20. þáttur í 5. seríu er bara með betri hlutum sem ég hef séð - ef ég væri ekki svona geðveikt harður þá hefði ég farið að gráta...
Ég finn lykt af Emmy verðlaunum...

1. maí 2006

...

Jeg sidder nu i mit værelse og læser dansk. Det gider jeg slet ikke! Dansk er et meget kedeligt sprog. Jeg ville much rather read English, for English is a relatively easy language. At least it's much more useable than Dänisch und vielleicht auch Deutsch aber Deutsch ist besser als Dänisch. Ich kann Deutsch jeden Tag sprechen. Nichts ist besser als gamla, góða íslenskan. Það tungumál er æðra öllum öðrum!

29. apríl 2006

Föstudagur 14.4.'06

Þá er hann runninn upp - síðasti heili dagur okkar í Vínarborg í bili. Ég geri nefnilega sterklega ráð fyrir því að fara hingað aftur e-n tímann. Nú höfum við bara eitt hús í viðbót til að heimsækja.
Dagurinn byrjaði á gönguferð eins og allir aðrir. Núna gengum við hins vegar að ráðhúsinu. Það er aðeins flottara en hálfsokkna glerhýsið okkar (Þá á ég að sjálfsögðu við ráðhús Reykjavíkur). Þaðan gengum við um lífshættulegan garð (rok=fjúkandi greinar) og niður á Hotel Sacher þar sem við gæddum okkur á alvöru, vínarískri Sacher tertu. Hún var go-óð! Þaðan fórum við niður í Óperu og fórum þar í skoðunarferð ásamt fjöldanum öllum af Bandaríkjamönnum í fylgd afar hárprúðs leiðsögumanns.
Eftir þessa skoðunarferð var haldið á Kertnerstraße þar sem ég keypti mér glæsilegan disk með samansafni verka Hans Zimmer.
Svo var haldið heim á Ottakringer.
Þetta kvöld fórum við ekki út að borða, ótrúlegt en satt. Hins vegar borðuðum við á tveimur stöðum í staðinn. Við fórum fyrst í forrétt til vinafólks okkar og fórum þaðan í aðalrétt til annars vinafólks. Eftir fjörugt kvöld sem einkenndist af spaghettíi og bolta með sogskálum fórum við svo heim og pökkuðum niður fyrir brottförina í fyrramálið.
Þar sem ég er þreyttur og latur nenni ég ekki að vera skemmtilegur í þessari færslu og biðst ég forláts á því.

[Nú er dagbókinni lokið. Jibbí jeij!]

26. apríl 2006

Fimmtudagur 13.4.'06

Ég er geðveikur ofurhugi. Alveg svaðalegur. Svo mikill að þannig vil ég að minningargreinin um mig verði skyldi eitthvað slæmt gerast (Guð forði því): "Ástkær sonur okkar, bróðir, vinur og ýkt klikkaður töffari."
Dagurinn byrjaði mjög rólega vegna þess að sum okkar voru úti á lífinu langt fram eftir nóttu í gær. Ég nefni engin nöfn en það voru foreldrar mínir. Við fórum þess vegna ekkert út úr húsi fyrr en um hádegi og héldum þá niður á Maríuhjálparstræti í verslunarleiðangur. Ég kom úr þeim leiðangri tölvuleik, tveimur bolum og einni peysu ríkari - en þónokkrum Evrum fátækari.
Þá var komið að enn einni máltíðinni í þessari matmiklu ferð okkar. Þar fengum við að því virtist erfðabreyttar samlokur á stærð við lítinn hund. En enginn samloka er of stór fyrir okkur.
Þaðan var farið heim til að losa okkur við pokana því okkar beið mikið verkefni - Tívolíið í Prater.
Mamma og pabbi höfðu fyllt hausinn á okkur af frásögnum af þessum 'pínulitla' garði sem ekkert var hægt að gera nema að fara í hringekju og kasta boltum í píramída af dósum, eða svo gott sem. Þær sögur voru greinilega úreltar.
Þá tók við ofurhugatímabilið mitt. Ég fór í, að ég held, öll stærstu tækin, einn, nema tvö. Annað var bilað en hitt var nokkuð ógnandi þ.a. ég vildi ekki fara einn. En ekki fékkst neinn til að fara með mér í það. Ég verð greinilega að fara þangað aftur seinna. Líkt og samlokur er ekkert tæki of stórt fyrir mig.
Á leiðinni heim fórum við fjölskyldan og Lárus - litli blái fílsvinurinn minn sem ég vann í skotbakka - á gömlu pízzeríuna 'okkar' sem er staðsett á móti gamla húsinu 'okkar'. Þar sannaðist aftur að engin pizza er of stór fyrir mig.
Þá var barasta dagurinn búinn og ekkert annað að gera en að halda heim í rúglyktina.

21. apríl 2006

Miðvikudagur 12.4.'06

Þessi hornsófi er greinilega bæði bölvun og blessun. Ég sef ekkert gríðarlega vel í honum (stuttur, harður og brakar meira en stiginn í Gamla skóla) en hins vegar er mjög þægilegt að sitja í honum og skrifa. Ég hef held ég aldrei skrifað svona mikið óumbeðinn.
Ég vaknaði semsagt í morgun, nokkuð skapbetri en í gær en þó þungur á brún og nokkuð súr. Þess vegna var fyrsta verkefni dagsins mjög vel við hæfi. Við gengum niðri í bæ og litum þar á mjög súr hús hönnuð af arkitektinum/listamanninum/brjálæðingnum Hundertwasser (sem heitir í raun Friedrich Stowasser). Hann afneitar í sinni list öllum almennum reglum arkitektúrs, svo sem beinum línum og réttum hornum. Mjög súrt.
Því næst fórum við yngra fólkið, ég, Baldvin, Sveinbjörn og Halldóra í 20 mínútna ferð um miðbæ Vínarborgar í hestvagni og verð ég að segja að það er afskaplega þægilegur og afslappandi ferðamáti. Þegar við stigum út úr vagninum á Stephansplatz þurftum við að bíða í einhvern tíma eftir foreldrum mínum sem voru einhvers staðar á vappi. Á meðan dáðumst við að þrautseigju hvítklædds látbragðsleikara sem mig langaði ofboðslega mikið að kasta klinki í. Ekki til - í.
Þá var haldið í Haus der Musik - gagnvirkt tónlistarsafn. Alls kyns hlutir fundust þar, bæði sætir og súrir. Aðallega súrir, svo sem heilatrommusettið, prumpu- og rophljóðin út úr veggnum og óskiljanlegi hljóðstóllinn.
Eftir þetta ó, svo skraulega safn gengum við niður - já, bókstaflega niður - í 12 postulakjallarann og fengum okkur hressingu. 12 postulakjallarinn er semsagt bar/veitingahús sem staðsett er nokkra metra ofan í jörðinni og er víst frá 16. öld. Ansi töff.
En dagskránni var ekki lokið. Þá fórum við heim á Ottakringer og hvíldum okkur aðeins fyrir kvöld sem átti aðeins eftir að einkennast af mat, drykkju, bið og óperutónlist. Mikilli óperutónlist.
Matarhluti kvöldsins átti sér stað á enn einni pizzeríunni. Svo sem ekkert merkilegt við það. Drykkjarhlutinn hófst einnig á þessari sömu pizzeríu en teygði sig svo inn á Café Peters, þar sem hann átti eftir að lifa langt fram á nótt. Þar byrjuðum við líka á að bíða. Við sexmenningarnir biðum þar eftir hinum umtöluðu íslensku heimamönnum og Saltborgurum (eldri en 18, að sjálfsögðu).
En svo ég staldri aðeins við þetta kaffihús í eigu fanatíska óperuhommans Peters. Þar hanga myndir af óperusöngvurum uppi um alla veggi og óperutónlist spiluð í botn. Það er afskaplega erfitt að tala við einhvern þar inni á meðan 200 kílóa maður syngur hástöfum um hversu sárt það er að deyja einn og án 180 kílóa elskunnar sinnar, sem í raun er að halda við einhentan bróður hans sem er aðeins 160 kíló.
Við yngra fólkið nenntum svo ekki að bíða lengur og héldum heim á leið. Nú ætla ég að horfa á DVD og fara að sofa.
Tími til kominn....