Hann var búinn að sitja við stýrið í hátt í 8 klukkustundir og það var ekki laust við það að hann væri orðinn heldur þreyttur.
Hann geispaði, hristi höfuðið kröftuglega og sló sig svo tvisvar sinnum utan undir.
-Ég verð að halda mér vakandi! Ég verð!
Hann sló sig einu sinni til viðbótar, bara til að vera viss.
Það ríkti algjör þögn í bílnum fyrir utan nauðið í miðstöðinni. Útvarpið hafði ekki virkað síðan sumarið áður. Það hafði hreinlega gefið upp öndina einn daginn í miðjum flutningi á "Video Killed the Radio Star". Hann hafði alltaf getað brosað að kaldhæðninni.
En hlátur var honum ekki ofarlega í huga þessa stundina.
Það hafði verið hið fínasta veður þegar hann lagði af stað, fyrr um daginn. Að vísu var svolítill snjór en skyggnið var fínt og færðin góð, samkvæmt öllum fréttum. Að vísu var hans ekki vænst fyrr en daginn eftir en það er nú nákvæmlega það sem skilgreinir óvæntar heimsóknir. Hann hafði gert þetta nokkrum sinnum áður og það hafði alltaf glatt þær svo mikið. Hann hafði alltaf verið veikur fyrir fallegu brosi og bros þeirra voru þau fegurstu sem hann gat hugsað sér.
Hann sló sig aftur.
-Koma svo, haltu þér vakandi!
Hann teygði sig í pakka af bréfþurrkum sem lágu í farþegasætinu og tók eina slíka úr plastinu. Þetta var sú næstsíðasta.
Hún hafði alltaf sagt honum að það væru 3 hlutir sem maður ætti alltaf að hafa á sér: Penni, varasalvi og bréfþurrkur. Hann komst snemma að því að pennar kæmu sér alltaf vel, hvort sem það væri fyrir símanúmer, heimilisföng eða fyndna brandara sem hann heyrði hér og þar. Varasalvinn kom sér einnig vel á þurrum, heitum dögum. Eða þá í bíó, þar sem varirnar hans virtust vera allt annað en hrifnar af söltu poppinu.
Þetta var í fyrsta sinn sem hann hafði þurft á bréfþurrkunum að halda.
Hann tók þurrkuna og strauk sér um ennið. Hann braut hana saman og strauk sér aftur.
Þetta var greinilega að skána, fyrir hálftíma hafði þurrkan verið gegnblaut strax og hann snerti ennið á sér. Hann kuðlaði þurrkunni svo saman og kastaði henni á gólfið, farþegamegin. Þar lágu fyrir átta slíkar þurrkur, allar álíka blautar og rauðar.
Miðstöðin þagnaði skyndilega. Ljósin í mælaborðinu dofnuðu hratt og dóu út. Loftljósið fór sömu leið. Nú sat hann einn í þögninni og myrkrinu.
Hann hafði svo sem búist við þessu. Í raun og veru var merkilegt að rafgeymirinn hafði enst svona lengi. Hann tók í hurðarhúninn. Dyrnar opnuðust ekki. Ekki frekar en í hin skiptin. Þögnin var alger. Hann var hættur að heyra í rokinu fyrir utan bílinn. Myrkrið hjálpaði svo ekki til. Hann sá ekki einu sinn eigin andardrátt í kuldanum. Hann gerði ráð fyrir því að það væri ennþá að snjóa. Hann gat ekkert gert nema haldið í vonina um að hjólförin sem lágu af veginum ofan í skurðinn væru ennþá til staðar.
Hann var ekkert gríðarlega vongóður.
Eina ljósið í myrkrinu var brosið þeirra.
3. mars 2010
2. mars 2010
Helstu tölur febrúarmánaðar:
0 orð voru skrifuð á þetta blogg.
1 lítill sigur hlotnaðist mér í lottói.
3 ný lög voru samin.
23. ár lífs míns hófst.
26 þættir af Q(uite) I(nteresting) glöddu mig.
28 dagar liðu.
38 ummæli voru skrifuð við nýju lögin 3 á MacJams.
102 afmæliskveðjur bárust mér á Facebook.
194 GB af hljóðfærasömplum voru keypt.
Gaman að því.
1 lítill sigur hlotnaðist mér í lottói.
3 ný lög voru samin.
23. ár lífs míns hófst.
26 þættir af Q(uite) I(nteresting) glöddu mig.
28 dagar liðu.
38 ummæli voru skrifuð við nýju lögin 3 á MacJams.
102 afmæliskveðjur bárust mér á Facebook.
194 GB af hljóðfærasömplum voru keypt.
Gaman að því.
Úr öskustónni
Þar sem ég sit einn inni í herberginu mínu og hlýði á ljúfa tóna Peter Gabriel í nýju headphonunum mínum er voða erfitt að komast hjá því að láta hugann reika.
Af einhverjum ástæðum ráfaði hann hingað.
Þetta er ekki í fyrsta sinn á undanförnum vikum sem mér verður hugsað til þessa gamalreynda, góða bloggs. Margar sögurnar hafa ratað hingað í gegnum árin, sem og fjöldinn allur af hálfleirkenndum vísum. Ófáar umræðurnar hafa sprottið fram í ummælahlutanum sem hafa að vísu verið afar mismálefnalegar.
Sumir vilja halda því fram að bloggið sé dautt og hefði einhver spurt mig að þeirri spurningu fyrir örfáum mánuðum þá hefði ég tekið undir það af fullum krafti.
En ég held að það sé kominn tími á endurkomu.
Nú er "bloggbólan" sprungin, þ.a. Moggabloggararnir hafa skriðið aftur ofan í þá myrku holu illskiljanlegra hugleiðinga, lélegra orðabrandara og almenns asnaskaps og kjánaláta sem þeir komu úr fyrir 3 árum eða svo.
Er þá til betri tími en nú fyrir þennan glæsta fönix að rísa úr öskunni og taka á loft upp í stórfenglegt himinhvolfið?
Er ekki kominn tími til að ýta við rithöfundinum innra með mér og segja honum að hans bíði hreint blað?
Er ekki mál að endurreisa mannorð heiðvirðra bloggara?
Það held ég.
Af einhverjum ástæðum ráfaði hann hingað.
Þetta er ekki í fyrsta sinn á undanförnum vikum sem mér verður hugsað til þessa gamalreynda, góða bloggs. Margar sögurnar hafa ratað hingað í gegnum árin, sem og fjöldinn allur af hálfleirkenndum vísum. Ófáar umræðurnar hafa sprottið fram í ummælahlutanum sem hafa að vísu verið afar mismálefnalegar.
Sumir vilja halda því fram að bloggið sé dautt og hefði einhver spurt mig að þeirri spurningu fyrir örfáum mánuðum þá hefði ég tekið undir það af fullum krafti.
En ég held að það sé kominn tími á endurkomu.
Nú er "bloggbólan" sprungin, þ.a. Moggabloggararnir hafa skriðið aftur ofan í þá myrku holu illskiljanlegra hugleiðinga, lélegra orðabrandara og almenns asnaskaps og kjánaláta sem þeir komu úr fyrir 3 árum eða svo.
Er þá til betri tími en nú fyrir þennan glæsta fönix að rísa úr öskunni og taka á loft upp í stórfenglegt himinhvolfið?
Er ekki kominn tími til að ýta við rithöfundinum innra með mér og segja honum að hans bíði hreint blað?
Er ekki mál að endurreisa mannorð heiðvirðra bloggara?
Það held ég.
13. nóvember 2008
Síjitt!
Ég veit ég virðist vera hættur að blogga, en ég stóðst bara ekki freistinguna núna, því ég var fyrir skömmu að klára spænsku hryllingsmyndina [REC].
Fyrsta mál á dagskrá er Hollywood. Af hverju þarf Hollywood að endurgera prýðisgóðar kvikmyndir fyrir bandarískan markað? Það er margsannað mál að í langflestum tilfellum er bandaríska útgáfan mun verri.
Allt í góðu, ég skil endurgerðir á myndum frá fyrri hluta 20. aldar, en nú kom t.d. [REC] út 2007. Af hverju í ósköpunum þurftu þeir að gera Quarantine? Eru Bandaríkjamenn það hrokafullir og þröngsýnir að þeir geta ekki horft á myndir sem eru ekki gerðar af öðrum Bandaríkjamönnum? Eru þeir það ólæsir að þeir geta ekki lesið texta? Hvað sem málið er, þá er það bara peningaplokk með engu tilliti til kvikmyndalistarinnar.
Til eru fleiri dæmi um svona. T.d. voru í blöðunum fyrir 2-3 dögum fréttir um að Steven Spielberg ætlar að endurgera Suður-Kóreska meistaraverkið Oldboy, sem kom út 2003! ÓÞARFI!
Auk þess er Oldboy allt of gróf og sjúk fyrir bandarískan almenning, þ.a. ég trúi ekki öðru en að Spielberg láti breyta plottinu, sem er bara dónaskapur við Chan-Wook Park, handritshöfund og leikstjóra upprunalegu myndarinnar.
En já, aðalefni þessarar færslu var aðallega það að lofsama [REC] í hástert!
Þetta er án nokkurs vafa ein óhugnanlegasta mynd sem ég hef séð og kemst þá í flokk hryllingsmynda eins og El Orfanato (líka spænsk) og The Shining. Ekki vondur hópur, þar.
En [REC] er bara svo ógeðslega krípí og raunveruleg (enda tekinn upp með e-s konar handycam fílíng). Baldvin, bróðir minn, gaf mér svo nákvæma útlistingu á muninum á [REC] og Quarantine. T.d. var [REC] miklu bjartari, þ.e. fleiri kveikt ljós og svona. Samt fannst honum [REC] óhugnanlegri. Það þarf nefnilega ekki alltaf myrkur og hávaða til að bregða manni og gera mann hræddan! Það fatta fæstir bandarískir hryllingsmyndagerðarmenn!
Nú er ég búinn að röfla minn skammt í bili og ég hvet ykkur öll til að horfa á [REC] sem allra, allra fyrst!
P.S. Ein spurning: Man einhver eftir bandarískri endurgerð sem er betri en originallinn?
Fyrsta mál á dagskrá er Hollywood. Af hverju þarf Hollywood að endurgera prýðisgóðar kvikmyndir fyrir bandarískan markað? Það er margsannað mál að í langflestum tilfellum er bandaríska útgáfan mun verri.
Allt í góðu, ég skil endurgerðir á myndum frá fyrri hluta 20. aldar, en nú kom t.d. [REC] út 2007. Af hverju í ósköpunum þurftu þeir að gera Quarantine? Eru Bandaríkjamenn það hrokafullir og þröngsýnir að þeir geta ekki horft á myndir sem eru ekki gerðar af öðrum Bandaríkjamönnum? Eru þeir það ólæsir að þeir geta ekki lesið texta? Hvað sem málið er, þá er það bara peningaplokk með engu tilliti til kvikmyndalistarinnar.
Til eru fleiri dæmi um svona. T.d. voru í blöðunum fyrir 2-3 dögum fréttir um að Steven Spielberg ætlar að endurgera Suður-Kóreska meistaraverkið Oldboy, sem kom út 2003! ÓÞARFI!
Auk þess er Oldboy allt of gróf og sjúk fyrir bandarískan almenning, þ.a. ég trúi ekki öðru en að Spielberg láti breyta plottinu, sem er bara dónaskapur við Chan-Wook Park, handritshöfund og leikstjóra upprunalegu myndarinnar.
En já, aðalefni þessarar færslu var aðallega það að lofsama [REC] í hástert!
Þetta er án nokkurs vafa ein óhugnanlegasta mynd sem ég hef séð og kemst þá í flokk hryllingsmynda eins og El Orfanato (líka spænsk) og The Shining. Ekki vondur hópur, þar.
En [REC] er bara svo ógeðslega krípí og raunveruleg (enda tekinn upp með e-s konar handycam fílíng). Baldvin, bróðir minn, gaf mér svo nákvæma útlistingu á muninum á [REC] og Quarantine. T.d. var [REC] miklu bjartari, þ.e. fleiri kveikt ljós og svona. Samt fannst honum [REC] óhugnanlegri. Það þarf nefnilega ekki alltaf myrkur og hávaða til að bregða manni og gera mann hræddan! Það fatta fæstir bandarískir hryllingsmyndagerðarmenn!
Nú er ég búinn að röfla minn skammt í bili og ég hvet ykkur öll til að horfa á [REC] sem allra, allra fyrst!
P.S. Ein spurning: Man einhver eftir bandarískri endurgerð sem er betri en originallinn?
14. október 2008
Random sjitt...
Það var fiðrildavængur klemmdur milli blaðsíðanna í hljómfræðiverkefninu mínu.
Þegar stórt er spurt...
Þegar stórt er spurt...
17. september 2008
Blautur, blautari, rakastur
Jæja, þá er knattspyrnutímabilið formlega búið.
Svona lauk þessum síðasta degi 2. árs míns sem leikmaður meistaraflokks Álftaness:
Dagurinn fór snemma af stað, strax á hinum óguðlega tíma 11:45 þegar ég kvaddi Guðrúnu mína og fór á Bessann. Þar voru þegar mættir nokkrir meðlimir 2. og meistaraflokks Álftaness, sem og hópur af fólki sem ég þekkti ekki baun, sem var sérstakt, því fyrir þá sem ekki þekkja Bessann af eigin raun þá rúmar Bessinn ekki "hóp" fólks - og hvað þá fleiri.
Brátt voru öll sæti inni á Bessanum - auk útistólanna - upptekinn og Leikurinn hófst.
Nú ætti stóri stafurinn að gefa upp hvaða leikur var þar á ferð.
Að sjálfsögðu stórleik Liverpool og Manchester United - en af gefnu tilefni ætla ég ekkert að fjalla meira um þann tíma sem ég eyddi í að horfa á leikinn...
Næsti liður á dagskrá hófst svo klukkan hálf þrjú þegar 12 leikmenn meistaraflokksins (ég meðtalinn) hittust, búnir hjólum og keppnistreyjum niður í íþróttahús. Nú var kominn tími á refsinguna okkar, þar sem við töpuðum veðmáli okkar við þjálfara liðsins.
(Díllinn var sem sagt sá að ná 15 af 18 síðustu stigum sumarsins, en við náðum einungis 13. Svekk.)
Veðmálið átti auðvitað við um alla leikmenn liðsins en sumir voru uppteknir við vinnu, fjölskyldu eða aumingjaskap.
Þ.a. við hjóluðum frá Álftanesi og niður í Smáralind í hávaðarigningu og roki í keppnistreyjum Álftaness. Þar höguðum við okkur eins og bjánar á meðan við litum út eins og fávitar. Rennblautir fávitar.
Annars segir mynd meira en þúsund orð.
Ennfremur segir myndband u.þ.b. 24x meira á hverri einustu sekúndu, þ.a. þetta myndband ætti því að vera meira en 5,4 milljónir orða.
(Myndbönd af ferðinni í Smáralindina eru alls 4 - þið smellið hreinlega á myndbandið hér að ofan og finnið linkana á hin, ef þið eruð á þeim buxunum.)
Hjólreiðaferðin endaði svo í ljósu fjörunni á Álftanesi þar sem smá viðbót var gerð við refsinguna.
Við vorum látnir hlaupa í sjóinn.
Þar með rennblotnuðu endanlega þær flíkur sem voru einungis hundvotar fyrir.
Aftur - myndband segir allt sem segja þarf.
Eftir þetta var gert smá hlé fyrir sturtu og snyrtingar á húð og hári, því klukkan 7 hófst hið eiginlega lokahóf í hátíðasal íþróttahússins. Þar beið okkar dýrindismatur, nokkur misgóð, mistruflandi skemmtiatriði (ég bíð bara eftir að það komi á youtube) og gríðarlegt magn af áfengi.
Taka skal fram að yðar einlægur hlaut þar verðlaun - "Flest mörk í eigið mark" og fékk ég að launum eina máltíð á Serrano's á eigin kostnað.
Kvöldið endaði svo á því að ég og Guðrún gengum heim í roki og rigningu - ekki það að ég hafi ekki verið vanur bleytunni eftir daginn...
Svona lauk þessum síðasta degi 2. árs míns sem leikmaður meistaraflokks Álftaness:
Dagurinn fór snemma af stað, strax á hinum óguðlega tíma 11:45 þegar ég kvaddi Guðrúnu mína og fór á Bessann. Þar voru þegar mættir nokkrir meðlimir 2. og meistaraflokks Álftaness, sem og hópur af fólki sem ég þekkti ekki baun, sem var sérstakt, því fyrir þá sem ekki þekkja Bessann af eigin raun þá rúmar Bessinn ekki "hóp" fólks - og hvað þá fleiri.
Brátt voru öll sæti inni á Bessanum - auk útistólanna - upptekinn og Leikurinn hófst.
Nú ætti stóri stafurinn að gefa upp hvaða leikur var þar á ferð.
Að sjálfsögðu stórleik Liverpool og Manchester United - en af gefnu tilefni ætla ég ekkert að fjalla meira um þann tíma sem ég eyddi í að horfa á leikinn...
Næsti liður á dagskrá hófst svo klukkan hálf þrjú þegar 12 leikmenn meistaraflokksins (ég meðtalinn) hittust, búnir hjólum og keppnistreyjum niður í íþróttahús. Nú var kominn tími á refsinguna okkar, þar sem við töpuðum veðmáli okkar við þjálfara liðsins.
(Díllinn var sem sagt sá að ná 15 af 18 síðustu stigum sumarsins, en við náðum einungis 13. Svekk.)
Veðmálið átti auðvitað við um alla leikmenn liðsins en sumir voru uppteknir við vinnu, fjölskyldu eða aumingjaskap.
Þ.a. við hjóluðum frá Álftanesi og niður í Smáralind í hávaðarigningu og roki í keppnistreyjum Álftaness. Þar höguðum við okkur eins og bjánar á meðan við litum út eins og fávitar. Rennblautir fávitar.
Annars segir mynd meira en þúsund orð.
Ennfremur segir myndband u.þ.b. 24x meira á hverri einustu sekúndu, þ.a. þetta myndband ætti því að vera meira en 5,4 milljónir orða.
(Myndbönd af ferðinni í Smáralindina eru alls 4 - þið smellið hreinlega á myndbandið hér að ofan og finnið linkana á hin, ef þið eruð á þeim buxunum.)
Hjólreiðaferðin endaði svo í ljósu fjörunni á Álftanesi þar sem smá viðbót var gerð við refsinguna.
Við vorum látnir hlaupa í sjóinn.
Þar með rennblotnuðu endanlega þær flíkur sem voru einungis hundvotar fyrir.
Aftur - myndband segir allt sem segja þarf.
Eftir þetta var gert smá hlé fyrir sturtu og snyrtingar á húð og hári, því klukkan 7 hófst hið eiginlega lokahóf í hátíðasal íþróttahússins. Þar beið okkar dýrindismatur, nokkur misgóð, mistruflandi skemmtiatriði (ég bíð bara eftir að það komi á youtube) og gríðarlegt magn af áfengi.
Taka skal fram að yðar einlægur hlaut þar verðlaun - "Flest mörk í eigið mark" og fékk ég að launum eina máltíð á Serrano's á eigin kostnað.
Kvöldið endaði svo á því að ég og Guðrún gengum heim í roki og rigningu - ekki það að ég hafi ekki verið vanur bleytunni eftir daginn...
2. september 2008
Listaspíra
Það er skemmtilegt að hugsa til þess að nú þegar skólinn er byrjaður og maður ætti að vera að nota tímann til að læra, þá loksins fer maður að blogga, en það gerir maður ekki þegar maður hefur ekkert að gera.
Gaman að því.
En já, ég er sumsé opinberlega orðin listaspíra, þó ég klæði mig ekkert sérstaklega sem slík. Ég þyrfti kannski að fara í verslunarleiðangur í leit að þröngum skærlitum buxum, treflum og stórum gleraugum.
Ekki það að ég sé eitthvað að setja út á klæðaburð skólasystkina minna.
Nú hef ég lokið heilli námsviku í LHÍ og enn svo komið er hef ég (t.d.)
-lært um Napólíhljóminn (lækkað 2. sæti í 6undarstöðu með tvöfalda 3und - ekki það að þið hafið ekki vitað þetta fyrir) í tónfræði.
-lært aðeins um Gregor-sönginn og fyrstu ár tónlistar (kirkjutónlist, aðallega) í tónlistarsögu.
-sungið og "ta-títtí-ta-að" í tónheyrn.
-næstum því sofnað í hljóðfærafræði.
-leiðst brjálæðislega í stafrænum miðlum (ég hef notað Makka síðan ég man eftir mér - ég VEIT hvað Dock er og hvernig maður lokar gluggum með lyklaborðinu!)
Sem sagt - gott stöff!
Keep the good times going!
En að öðru ekki jafn skemmtilegu.
Ég fór í bíó á sunnudagskvöld með Guðrúnu minni á heiladauðu aksjón-myndina Death Race. Myndin var svo sem fín - töff bílamynd með nóg af blóði, byssum, dauðsföllum og sprengingum.
En bíóferðin sjálf var full af litlum leiðindum.
Fyrst, í sjoppunni. Fólk sem treðst fram fyrir er ekkert nema ömurlegt. Ég get fyrirgefið ef einhver gengur til vina sinna sem eru framar í röðinni (það er samt á gráu svæði) en almennur troðningur og frekja er bara leiðinlegur.
Nr. 2 - Klemenz, Oddur og Viktor klikka á að passa sæti fyrir okkur Guðrúnu. Jú, rétt er það að ég hringdi ekki í þá fyrirfram og BAÐ þá um að passa fyrir okkur. En þess á ekki að þurfa! Þeir vissu að við ætluðum að koma og af hverju ættum við ekki að vilja sitja hjá þeim eins og við höfum gert síðan frá upphafi kvikmyndanna? Það er ekki eins og þeir væru að passa sæti fyrir 8 manns! Bara hugsunarleysi og ekkert annað.
Nr. 3 - Þessi helvítis hlé! Ég tel mig ekki þurfa að segja meira!
Nr. 4 - Fólk sem situr við hliðina á mér og fær sér að reykja í hléi lyktar alveg eins maðurinn sem er að reykja sígarettu í salnum 4 sætaröðum frá mér - það er enginn munur! Bara bögg.
Nr. 5 - Asnalegir töffarar sem tala sín á milli yfir 5-6 sæti í miðri mynd. Svo ekki sé minnst á í símanum. Heimska fólk.
Nú er röflarinn í mér sáttur og getur lagt sig eitthvað fram yfir helgi - vonandi.
Gaman að því.
En já, ég er sumsé opinberlega orðin listaspíra, þó ég klæði mig ekkert sérstaklega sem slík. Ég þyrfti kannski að fara í verslunarleiðangur í leit að þröngum skærlitum buxum, treflum og stórum gleraugum.
Ekki það að ég sé eitthvað að setja út á klæðaburð skólasystkina minna.
Nú hef ég lokið heilli námsviku í LHÍ og enn svo komið er hef ég (t.d.)
-lært um Napólíhljóminn (lækkað 2. sæti í 6undarstöðu með tvöfalda 3und - ekki það að þið hafið ekki vitað þetta fyrir) í tónfræði.
-lært aðeins um Gregor-sönginn og fyrstu ár tónlistar (kirkjutónlist, aðallega) í tónlistarsögu.
-sungið og "ta-títtí-ta-að" í tónheyrn.
-næstum því sofnað í hljóðfærafræði.
-leiðst brjálæðislega í stafrænum miðlum (ég hef notað Makka síðan ég man eftir mér - ég VEIT hvað Dock er og hvernig maður lokar gluggum með lyklaborðinu!)
Sem sagt - gott stöff!
Keep the good times going!
En að öðru ekki jafn skemmtilegu.
Ég fór í bíó á sunnudagskvöld með Guðrúnu minni á heiladauðu aksjón-myndina Death Race. Myndin var svo sem fín - töff bílamynd með nóg af blóði, byssum, dauðsföllum og sprengingum.
En bíóferðin sjálf var full af litlum leiðindum.
Fyrst, í sjoppunni. Fólk sem treðst fram fyrir er ekkert nema ömurlegt. Ég get fyrirgefið ef einhver gengur til vina sinna sem eru framar í röðinni (það er samt á gráu svæði) en almennur troðningur og frekja er bara leiðinlegur.
Nr. 2 - Klemenz, Oddur og Viktor klikka á að passa sæti fyrir okkur Guðrúnu. Jú, rétt er það að ég hringdi ekki í þá fyrirfram og BAÐ þá um að passa fyrir okkur. En þess á ekki að þurfa! Þeir vissu að við ætluðum að koma og af hverju ættum við ekki að vilja sitja hjá þeim eins og við höfum gert síðan frá upphafi kvikmyndanna? Það er ekki eins og þeir væru að passa sæti fyrir 8 manns! Bara hugsunarleysi og ekkert annað.
Nr. 3 - Þessi helvítis hlé! Ég tel mig ekki þurfa að segja meira!
Nr. 4 - Fólk sem situr við hliðina á mér og fær sér að reykja í hléi lyktar alveg eins maðurinn sem er að reykja sígarettu í salnum 4 sætaröðum frá mér - það er enginn munur! Bara bögg.
Nr. 5 - Asnalegir töffarar sem tala sín á milli yfir 5-6 sæti í miðri mynd. Svo ekki sé minnst á í símanum. Heimska fólk.
Nú er röflarinn í mér sáttur og getur lagt sig eitthvað fram yfir helgi - vonandi.
26. ágúst 2008
Litið um öxl
Ég var næstum því farinn að blogga þegar ég hætti við það.
Ég var næstum því hættur í tölvunni þegar ég skoðaði eldri bloggfærslur ársins.
Ég var næstum því hættur við að blogga þegar ég hætti við það að hætta við.
Ég er búinn að vera ótrúlega lélegur bloggari á þessu ári (og endurspeglast það bersýnilega í kommentafjöldanum). Til dæmis, nú er þetta 18. færsla ársins, á meðan á sama tíma í fyrra hafði ég skrifað 42 og árið 2006 voru þær 66! Ástæðan fyrir þessu hruni er mér ekki alveg ljós, þó mig gruni þær tengist fleiri fótboltaæfingum, tíðari spólukvöldum og kærustu (og ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að kvarta undan þessum "truflunum", ef truflanir má kalla!).
En þetta átti samt ekki að verða aðalefni þessarar færslu, því þá væri hún ekkert frábrugðin fyrri færslum ársins. Þess vegna ætla ég bara að koma mér að efninu.
Hvað varð um sumarið?
Í próftörninni í maí horfði maður björtum og vonarfullum augum til sumarsins og sá í hyllingum alla afslöppunina og gleðina sem maður átti eftir að upplifa í sumar; útilegur, partý, utanlandsferðir, hittingar, stefnumót o.s.frv. Hvað varð um allt þetta plan?
Jú, jú - maður gerði nú eitthvað, en ekki nærri því jafnmikið og vonast hafði verið til.
Farið var í eina útilegu og hitti hún einmitt á helgina þegar veðrið var leiðinlegt.
Ég fór aldrei til útlanda, en það var reyndar meðvituð ákvörðun, tekin af fjárhagslegum ástæðum.
Bíóferðir hafa verið færri í ár en í fyrra - 23 í ár miðað við 35 í fyrra.
Parýin voru m.a.s. færri, fannst mér.
Á móti kemur reyndar að miklum tíma var eytt með Guðrúnu og græt ég hann ekki vitund.
Önnur ástæða er vinnan í Eymundsson. Þegar maður vinnur á lykiltíma dagsins, 10-18, er voða lítið hægt að fara í bæjarferðir og þvíumlíkt stúss.
Og fótboltaæfingar voru einnig gríðarstór partur af sumrinu.
Kannski er þetta smá snertur af einhverju haustþunglyndi. Ég veit það ekki.
Það sem ég veit er það að ég hef enga ástæðu til að þjást af nokkru slíku. Ég er að byrja í nýjum, framandi og spennandi skóla, ég mun minnka við mig í vinnu og fótboltinn fer í dágott frí eitthvað fram eftir hausti. Það er allt opið!
Nú er bara málið að grípa tækifærin til að læra, leika og upplifa, því það er auðvelt að missa af þeim. Og þegar það hefur gerst er bara hægt að vona að þau komi aftur, sem er harla ólíklegt.
Ég var næstum því hættur í tölvunni þegar ég skoðaði eldri bloggfærslur ársins.
Ég var næstum því hættur við að blogga þegar ég hætti við það að hætta við.
Ég er búinn að vera ótrúlega lélegur bloggari á þessu ári (og endurspeglast það bersýnilega í kommentafjöldanum). Til dæmis, nú er þetta 18. færsla ársins, á meðan á sama tíma í fyrra hafði ég skrifað 42 og árið 2006 voru þær 66! Ástæðan fyrir þessu hruni er mér ekki alveg ljós, þó mig gruni þær tengist fleiri fótboltaæfingum, tíðari spólukvöldum og kærustu (og ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að kvarta undan þessum "truflunum", ef truflanir má kalla!).
En þetta átti samt ekki að verða aðalefni þessarar færslu, því þá væri hún ekkert frábrugðin fyrri færslum ársins. Þess vegna ætla ég bara að koma mér að efninu.
Hvað varð um sumarið?
Í próftörninni í maí horfði maður björtum og vonarfullum augum til sumarsins og sá í hyllingum alla afslöppunina og gleðina sem maður átti eftir að upplifa í sumar; útilegur, partý, utanlandsferðir, hittingar, stefnumót o.s.frv. Hvað varð um allt þetta plan?
Jú, jú - maður gerði nú eitthvað, en ekki nærri því jafnmikið og vonast hafði verið til.
Farið var í eina útilegu og hitti hún einmitt á helgina þegar veðrið var leiðinlegt.
Ég fór aldrei til útlanda, en það var reyndar meðvituð ákvörðun, tekin af fjárhagslegum ástæðum.
Bíóferðir hafa verið færri í ár en í fyrra - 23 í ár miðað við 35 í fyrra.
Parýin voru m.a.s. færri, fannst mér.
Á móti kemur reyndar að miklum tíma var eytt með Guðrúnu og græt ég hann ekki vitund.
Önnur ástæða er vinnan í Eymundsson. Þegar maður vinnur á lykiltíma dagsins, 10-18, er voða lítið hægt að fara í bæjarferðir og þvíumlíkt stúss.
Og fótboltaæfingar voru einnig gríðarstór partur af sumrinu.
Kannski er þetta smá snertur af einhverju haustþunglyndi. Ég veit það ekki.
Það sem ég veit er það að ég hef enga ástæðu til að þjást af nokkru slíku. Ég er að byrja í nýjum, framandi og spennandi skóla, ég mun minnka við mig í vinnu og fótboltinn fer í dágott frí eitthvað fram eftir hausti. Það er allt opið!
Nú er bara málið að grípa tækifærin til að læra, leika og upplifa, því það er auðvelt að missa af þeim. Og þegar það hefur gerst er bara hægt að vona að þau komi aftur, sem er harla ólíklegt.
25. ágúst 2008
Guð minn góður... það lifir!
Ótrúlegt en satt, þá er þetta nú vesæla blogg mitt enn á lífi - eða öllu heldur, endurfætt. Ég veit ég hef áður sagst ætla að taka mig á og gera þetta að sama lifandi stað og hann var fyrir 3 árum með 30-50 komment á færslu, en ég hef ekki staðið við það.
Aftur á móti finnst mér það réttur tímapunktur að lífga þetta við núna; nýr vetur, nýr skóli, ný byrjun.
Og bara svona til að vinna upp skort á uppfærslum um mitt líf í sumar, þá kemur hér stutt yfirlit.
•Ég er búinn að vera að vinna eins og ég get í Eymundsson í Mjódd, sem er afskaplega gott fyrir skipulagsþráhyggjufrík eins og mig. Bækurnar hafa aldrei verið í jafngóðri stafrófsröð og nú.
•Leiktíðin í boltanum kláraðist í gær með 1-1 jafntefli við Þrótt Vogum og enduðum þar með í 3. sæti riðilsins með 21 stig. Þessi stigafjöldi var þó ekki nægur til að forða okkur frá veðmálinu sem gert var við þjálfara liðsins - en frásagnir af því veðmáli koma þegar refsingunni er lokið.
•Ég byrja í LHÍ á morgun með skólakynningu og -setningu og ég er verulega spenntur.
•Bróðir minn, Vancouverbúinn, hefur lokið lokaverkefni sínu úr VFS, stuttmyndinni „Friends?“, þar sem músíkin er eftir yðar einlægan.
Þá held ég að aðalatriðin séu komin og ef eitthvað er að gleymast þá svekk fyrir ykkur.
Aftur á móti finnst mér það réttur tímapunktur að lífga þetta við núna; nýr vetur, nýr skóli, ný byrjun.
Og bara svona til að vinna upp skort á uppfærslum um mitt líf í sumar, þá kemur hér stutt yfirlit.
•Ég er búinn að vera að vinna eins og ég get í Eymundsson í Mjódd, sem er afskaplega gott fyrir skipulagsþráhyggjufrík eins og mig. Bækurnar hafa aldrei verið í jafngóðri stafrófsröð og nú.
•Leiktíðin í boltanum kláraðist í gær með 1-1 jafntefli við Þrótt Vogum og enduðum þar með í 3. sæti riðilsins með 21 stig. Þessi stigafjöldi var þó ekki nægur til að forða okkur frá veðmálinu sem gert var við þjálfara liðsins - en frásagnir af því veðmáli koma þegar refsingunni er lokið.
•Ég byrja í LHÍ á morgun með skólakynningu og -setningu og ég er verulega spenntur.
•Bróðir minn, Vancouverbúinn, hefur lokið lokaverkefni sínu úr VFS, stuttmyndinni „Friends?“, þar sem músíkin er eftir yðar einlægan.
Þá held ég að aðalatriðin séu komin og ef eitthvað er að gleymast þá svekk fyrir ykkur.
18. júní 2008
Pöntun!
Ég lýsi hér með eftir öllu því sniðuga, flotta, fallega og/eða heimskulega sem ég ku hafa sagt sem nemi í MR.
Ég veit að það er til fullt af því - ég man það bara ekki.
Takk fyrir!
Ég veit að það er til fullt af því - ég man það bara ekki.
Takk fyrir!
13. júní 2008
Uppgötvanir vikunnar
Í upphafi viku komst ég að því að þættirnir „How I Met Your Mother“ eru hreinlega stórskemmtilegir og karakterinn Barney Stinson er eiginlega ekkert nema ógeðslega svalur. Á þriðjudaginn uppgötvaði ég svo hve þægilegt það er að keyra stóran sjálfskiptan bíl og í framhaldi að því hve mikið vesen það er að þrífa stóran sjálfskiptan bíl.
Það kom mér líka skemmtilega á óvart hve svakalega ég hef verið að setja boltann á æfingum (4-3-2, strákar, 4-3-2). Maður spyr sig hvað ég er að gera í vörninni... þegar ég er á annað borð í liðinu.
Að lokum er ég að fatta að það er afskaplega erfitt að fela punktafærslu í samfelldu máli....
Það kom mér líka skemmtilega á óvart hve svakalega ég hef verið að setja boltann á æfingum (4-3-2, strákar, 4-3-2). Maður spyr sig hvað ég er að gera í vörninni... þegar ég er á annað borð í liðinu.
Að lokum er ég að fatta að það er afskaplega erfitt að fela punktafærslu í samfelldu máli....
2. júní 2008
Endurheimt
Það er svolítið fyndið hvernig ég fer að því að ýta þessu bloggstússi á undan mér heilu dagana og vikurnar. Eg hef oft hugsað um að láta loksins vaða og blogga eitthvað en mér hefur líka dottið í hug að gefa skít í þessa ímynduðu kröfu ykkar lesenda (lesanda?) um blogg frá mér og hætta þessu veseni.
En það getur verið gaman að blogga og þess vegna bægi ég fljótt seinni hugmyndinni frá.
Ferlið er venjulega alltaf það sama: Ég blogga einhvern tímann og næstu daga finnst mér óþarfi að blogga eða þá að ég hef hreinlega ekkert að segja. Svo kannski gerist eitthvað merkilegt í lífi mínu en þá hreinlega nenni ég ekki að blogga strax. Svo loksins þegar ég nenni að blogga um það þá hefur venjulega eitthvað meira gerst sem mér finnst ég ætti að segja frá, en þá er efni bloggsins orðið svo mikið að mér fallast hendur. Þannig vindur þetta svona skemmtilega upp á sig þar til ég læt fréttir af lífi mínu lönd og leið og kem með einhverja ómerkilega skítafærslu sem inniheldur eitt youtube myndband og setningu á borð við „Guð minn góður!“ eða eitthvað álíka. Ég hef líka átt það til að koma með stikkorða- eða punktafærslu eða jafnvel eitt ljóð eða svo, sem oftast vekur litla hamingju lesenda.
T.d. hef ég núna fullt af fréttum að færa af mér og mínum en ítarleg umfjöllun um þær allar væru allt of löng lesning (svo ekki sé minnst á skrifin) og mér finnst svo leim að koma með enn eina punktafærsluna þ.a. ég væri vís til að sleppa því algjörlega að blogga.
En á móti kemur að eitthvað blogg er betra en ekkert blogg og á það sérstaklega við þegar litið er á rýra blogguppskeru þessa árs, þ.a. til að vinna upp síðustu vikur og með loforði um betri frammistöðu í sumar kemur hér smá punktafréttafærsla um sjálfan mig:
• Stúdentsprófum lauk mánudaginn 26. maí eftir mánaðar langa törn af viðbjóði.
• GTA IV fylgdi í kjölfarið.
• Ég útskrifaðist frá eðlisfræðideild II í MR á föstudaginn og get því ekki lengur titlað mig „menntaskólanema“. Það er verulega flippuð tilhugsun.
• Ég byrja að vinna 16. júní í Eymundsson í Mjódd og ég hvet að sjálfsögðu flesta til að heimsækja mig sem oftast.
• Leiktímabilið í fótboltanum hefur farið brösulega af stað með tveimur töpum í fyrstu tveimur leikjum íslandsmótsins og tapi fyrir Hömrunum/Vinum í bikarnum. Ég hef basically ekkert getað síðan ég meiddist og hefur það valdið mér sem og öðrum miklum vonbrigðum. Aðallega mér.
• Ég er hættur að neyta viðbjóðs á borð við nammi og gos. Taka skal fram að áfengi fellur ekki undir 'viðbjóð' í mínum bókum (Komm on, maður þarf að fá að halda einhverjum ósið).
• Man U owna Chelsea. Langaði bara að koma því að.
• Ég hef engan veginn verið að standa mig sem MacJammer. Ég hef viljað kenna skólanum um en ég er ekki viss hvort ég trúi því sjálfur...
...og á þessum nótum segi ég þessari ó, svo tímabæru færslu lokið.
En það getur verið gaman að blogga og þess vegna bægi ég fljótt seinni hugmyndinni frá.
Ferlið er venjulega alltaf það sama: Ég blogga einhvern tímann og næstu daga finnst mér óþarfi að blogga eða þá að ég hef hreinlega ekkert að segja. Svo kannski gerist eitthvað merkilegt í lífi mínu en þá hreinlega nenni ég ekki að blogga strax. Svo loksins þegar ég nenni að blogga um það þá hefur venjulega eitthvað meira gerst sem mér finnst ég ætti að segja frá, en þá er efni bloggsins orðið svo mikið að mér fallast hendur. Þannig vindur þetta svona skemmtilega upp á sig þar til ég læt fréttir af lífi mínu lönd og leið og kem með einhverja ómerkilega skítafærslu sem inniheldur eitt youtube myndband og setningu á borð við „Guð minn góður!“ eða eitthvað álíka. Ég hef líka átt það til að koma með stikkorða- eða punktafærslu eða jafnvel eitt ljóð eða svo, sem oftast vekur litla hamingju lesenda.
T.d. hef ég núna fullt af fréttum að færa af mér og mínum en ítarleg umfjöllun um þær allar væru allt of löng lesning (svo ekki sé minnst á skrifin) og mér finnst svo leim að koma með enn eina punktafærsluna þ.a. ég væri vís til að sleppa því algjörlega að blogga.
En á móti kemur að eitthvað blogg er betra en ekkert blogg og á það sérstaklega við þegar litið er á rýra blogguppskeru þessa árs, þ.a. til að vinna upp síðustu vikur og með loforði um betri frammistöðu í sumar kemur hér smá punktafréttafærsla um sjálfan mig:
• Stúdentsprófum lauk mánudaginn 26. maí eftir mánaðar langa törn af viðbjóði.
• GTA IV fylgdi í kjölfarið.
• Ég útskrifaðist frá eðlisfræðideild II í MR á föstudaginn og get því ekki lengur titlað mig „menntaskólanema“. Það er verulega flippuð tilhugsun.
• Ég byrja að vinna 16. júní í Eymundsson í Mjódd og ég hvet að sjálfsögðu flesta til að heimsækja mig sem oftast.
• Leiktímabilið í fótboltanum hefur farið brösulega af stað með tveimur töpum í fyrstu tveimur leikjum íslandsmótsins og tapi fyrir Hömrunum/Vinum í bikarnum. Ég hef basically ekkert getað síðan ég meiddist og hefur það valdið mér sem og öðrum miklum vonbrigðum. Aðallega mér.
• Ég er hættur að neyta viðbjóðs á borð við nammi og gos. Taka skal fram að áfengi fellur ekki undir 'viðbjóð' í mínum bókum (Komm on, maður þarf að fá að halda einhverjum ósið).
• Man U owna Chelsea. Langaði bara að koma því að.
• Ég hef engan veginn verið að standa mig sem MacJammer. Ég hef viljað kenna skólanum um en ég er ekki viss hvort ég trúi því sjálfur...
...og á þessum nótum segi ég þessari ó, svo tímabæru færslu lokið.
11. maí 2008
4. maí 2008
The Blame Game
„Einar! Þú gera mistök og þeir skora mark! Við tapa út af þessi mistök!
'Scuse me, please!“
Hve gaman er að fá svona í andlitið?
'Scuse me, please!“
Hve gaman er að fá svona í andlitið?
27. apríl 2008
Óvenjulegir dagar
Sumarið er komið.
Fokkstóra býflugan í glugganum mínum hvíslaði því að mér.
Annars hafa undanfarnir dagar verið nett óvenjulegir.
Síðasta laugardag var massívt afmæli hjá Andreu á Hverfisbarnum sem leiddi til viðbjóðslegs þynnkujarðfræðipróflesturs á sunnudeginum sem varð þó til þess að prófið á mánudeginum gekk furðulega vel.
Á þriðjudaginn var ég kominn í jakkaföt 20 mínútum eftir að ég vaknaði og var í þeim langt fram eftir degi á síðasta skóladegi mínum í MR.
Það var frekar furðuleg tilfinning að sitja í sinni síðustu kennslustund í menntaskóla - sorgleg gleði, einhvers konar.
Miðvikudagurinn einkenndist af leðri, drykkju, gervihári, drykkju, hatri, hvítu meiki og drykkju:
Dimissio.
6.Z tók sig til og klæddi sig upp sem gotharar og vakti mikla lukku. Nei, ekki lukku - hatur. Fólki virðist almennt vera afskaplega illa við gothara. A.m.k. er það frekar hrætt við þá, sem er kannski skiljanlegt þegar 20 þeirra ganga saman í hóp. Ekki skemmir það fyrir þegar þeir eru svona glæsilegir.

Reyndar verður að taka fram að okkur var ekki sýndur neinn áhugi inni í Menntaskólanum við Hamrahlíð, enda víst daglegt brauð að sjá svona föngulegan hóp lífhatandi þunglyndissinna.
Á furðulega þynnkulausum fimmtudegi barst mér svo bréf frá Listaháskóla Íslands þar sem ég fékk þær upplýsingar að ég er ekki að fara til Rhodos í sumar. Peningurinn fer frekar í skólagjöld þar sem ég er kominn inn.
Föstudagurinn var svo litaður af afar yfirborðskenndri fegurð þegar ég fór með Guðrúnu og vinkonum hennar á Ungfrú Reykjavík á Broadway. Þetta er mín fyrsta fegurðarsamkeppni og jafnframt ein furðulegasta keppni sem ég hef horft á.
Ég veit ekki af hverju, en hún var bara eitthvað svo spes.
En ef við eigum að ræða furðulegt - af hverju er Merzedes Club vinsæl hljómsveit? Með forsprakka eins og Ceres 4 og Gazman eða hvað þeir nú heita sem eru takt- og litlausari (fyrir utan feykinóg af brúnku) en dáinn maður skil ég ekki af hverju fólk vill hlusta á þetta. En kannski er ég bara ekki töff og skil þetta ekki...
...sénsinn!
Í gær vann ég í rólegri bókabúð, horfði á rólegan Supernatural þátt, borðaði á rólegum pizzustað og fór á rólegt spólukvöld við afskaplega órólega og fáránlega mynd. Mannætukindur? Hvernig getur það klikkað?
T.d. með því að gera bíómynd um þær.
Í dag hef ég svo lifað í grískri goðafræði með aðstoð sögubókarinnar minnar með Ixíon, sem eignaðist mannhesta með skýi, Metis, sem var breytt í flugu og étin af Seifi, og Díógenes, kaldhæðnum kynista sem bjó í tunnu í Aþenuborg.
Eðlileg vika, ekki satt?
Fokkstóra býflugan í glugganum mínum hvíslaði því að mér.
Annars hafa undanfarnir dagar verið nett óvenjulegir.
Síðasta laugardag var massívt afmæli hjá Andreu á Hverfisbarnum sem leiddi til viðbjóðslegs þynnkujarðfræðipróflesturs á sunnudeginum sem varð þó til þess að prófið á mánudeginum gekk furðulega vel.
Á þriðjudaginn var ég kominn í jakkaföt 20 mínútum eftir að ég vaknaði og var í þeim langt fram eftir degi á síðasta skóladegi mínum í MR.
Það var frekar furðuleg tilfinning að sitja í sinni síðustu kennslustund í menntaskóla - sorgleg gleði, einhvers konar.
Miðvikudagurinn einkenndist af leðri, drykkju, gervihári, drykkju, hatri, hvítu meiki og drykkju:
Dimissio.
6.Z tók sig til og klæddi sig upp sem gotharar og vakti mikla lukku. Nei, ekki lukku - hatur. Fólki virðist almennt vera afskaplega illa við gothara. A.m.k. er það frekar hrætt við þá, sem er kannski skiljanlegt þegar 20 þeirra ganga saman í hóp. Ekki skemmir það fyrir þegar þeir eru svona glæsilegir.
Reyndar verður að taka fram að okkur var ekki sýndur neinn áhugi inni í Menntaskólanum við Hamrahlíð, enda víst daglegt brauð að sjá svona föngulegan hóp lífhatandi þunglyndissinna.
Á furðulega þynnkulausum fimmtudegi barst mér svo bréf frá Listaháskóla Íslands þar sem ég fékk þær upplýsingar að ég er ekki að fara til Rhodos í sumar. Peningurinn fer frekar í skólagjöld þar sem ég er kominn inn.
Föstudagurinn var svo litaður af afar yfirborðskenndri fegurð þegar ég fór með Guðrúnu og vinkonum hennar á Ungfrú Reykjavík á Broadway. Þetta er mín fyrsta fegurðarsamkeppni og jafnframt ein furðulegasta keppni sem ég hef horft á.
Ég veit ekki af hverju, en hún var bara eitthvað svo spes.
En ef við eigum að ræða furðulegt - af hverju er Merzedes Club vinsæl hljómsveit? Með forsprakka eins og Ceres 4 og Gazman eða hvað þeir nú heita sem eru takt- og litlausari (fyrir utan feykinóg af brúnku) en dáinn maður skil ég ekki af hverju fólk vill hlusta á þetta. En kannski er ég bara ekki töff og skil þetta ekki...
...sénsinn!
Í gær vann ég í rólegri bókabúð, horfði á rólegan Supernatural þátt, borðaði á rólegum pizzustað og fór á rólegt spólukvöld við afskaplega órólega og fáránlega mynd. Mannætukindur? Hvernig getur það klikkað?
T.d. með því að gera bíómynd um þær.
Í dag hef ég svo lifað í grískri goðafræði með aðstoð sögubókarinnar minnar með Ixíon, sem eignaðist mannhesta með skýi, Metis, sem var breytt í flugu og étin af Seifi, og Díógenes, kaldhæðnum kynista sem bjó í tunnu í Aþenuborg.
Eðlileg vika, ekki satt?
19. apríl 2008
8. apríl 2008
Fyrsta hjalla náð
Jæja... nú hef ég verið boðaður í viðtal vegna náms í LHÍ næsta haust.
Ég treysti því að þið krossleggið öll fingur fyrir mig.
Ég treysti því að þið krossleggið öll fingur fyrir mig.
3. apríl 2008
Baráttukveðjur
Ég vil bara nota tækifærið og senda harðar og hlýjar baráttukveðjur til vörubílstjóra á Íslandi!
Þið eruð að standa ykkur, strákar!
Of lengi hafa Íslendingar keyrt um götur borgarinnar eins og þeim sýnist! En nú er komið nóg!
Hlustum á vörubílstjórana og hættum að keyra!
...
Þið skuldið mér eitt stykki kvikmyndafræðifyrirlestur!
Þið eruð að standa ykkur, strákar!
Of lengi hafa Íslendingar keyrt um götur borgarinnar eins og þeim sýnist! En nú er komið nóg!
Hlustum á vörubílstjórana og hættum að keyra!
...
Þið skuldið mér eitt stykki kvikmyndafræðifyrirlestur!
31. mars 2008
Eitthvað spurningadæmi...
Hafsteinn gerði eitthvað við mig á blogginu sínu, þ.a. nú á ég að svara eftirtöldum spurningum, sem ég og gerð með eftirtöldum svörum:
Hvernig bíl keyriru?
Gamall og góður Opel Vectra sem foreldrar mínir eiga. Ég hef samt sem áður næstum því ótakmarkaðan aðgang að honum.
Hvaða drykk drakkstu síðast?
Undanrennuglas. Og drekk það enn.
Ertu hamingjusamur núna?
Svona nokkuð, já. Búinn að læra fyrir morgundaginn og stress prófanna sem bíða mín í vikulok og allar næstu vikur hefur ekki enn náð til mín... ekki alveg strax...
Hver kom síðast í heimsókn til þín? Saumaklúbburinn hennar mömmu situr inni í stofu akkúrat núna, en hann er ekki beint að koma í heimsókn til mín. Þannig að þá er það Guðrún.
Drekkur þú bjór?
Ertu að bjóða uppá?
Hafa systkini þín e-n tímann sagt að þú sért ættleiddur?
Neibb, ekki svo ég muni - enda frekar slappur djókur og bræður mínir smekklegri en það.
Hvað ertu með í vasanum núna?
Ekki neitt. Allt það sem ég var með í vasanum liggur nú á skrifborðinu mínu fyrir framan mig (lyklar, sími, veski, karamellur - bara þetta klassíska).
Hver kynnti þig fyrir kærustunni?
Ég sá eiginlega um það sjálfur. Tjah, ég og Tenerife.
Við hvern talaðiru síðast í símann?
Einhverja Iðunni sem hringdi í dag og hélt að ég væri pabbi minn.
Hvaða DVD mynd er í spilaranum þínum núna?
Enginn, en ég var að taka Litlu Hafmeyjunna úr og skella henni á sinn stað uppi í hillu.
Hvað ertu að hlusta á akkúrat núna?
„I Wanna Go Back to Dixie“ með Tom Lehrer - gott stöff.
Hvenær áttu afmæli?
23. febrúar - sama dag og Georg Frideric Handel, Dakota Fanning og Kristin Davis.
Hvenær keyptiru bolinn sem þú ert í núna?
Einhvern tímann í haust í Hagkaup á 2000 kall. Stórglæsileg flík eins og við má búast.
Manstu hvað kennarinn þínn hét frá því þú varst í 1. bekk?
Hún Guðlaug? Kannski Ragnheiður þurfi að aðstoða mig við þetta... (ef hún les þetta á annað borð, ennþá)
Hefur einhver gefið þér rósir?
Ég bara man það ekki...
Kanntu vel við foreldra þína?
Mjög svo. Ég meina... hver kann ekki vel við foreldra mína?
Hvort líkistu meira mömmu þinni eða pabba?
Líkari mömmu í útliti en ég hef tónlistaráhugann frá pabba. Annars er ég blanda af því besta frá báðum.
Hógværðina keypti ég af netinu... hún virkar ekki alveg.
Notar þú bílbelti?
Alltaf.
Ertu flughræddur?
Ekki vitund. Kannski verð ég það ef eitthvað virkilega dramatískt gerist...
Ertu með einhver tattú?
Hef látið mig dreyma um það, en aldrei látið verða af því - og mun eflaust aldrei gera það.
Þar hafið þið það!
Hvernig bíl keyriru?
Gamall og góður Opel Vectra sem foreldrar mínir eiga. Ég hef samt sem áður næstum því ótakmarkaðan aðgang að honum.
Hvaða drykk drakkstu síðast?
Undanrennuglas. Og drekk það enn.
Ertu hamingjusamur núna?
Svona nokkuð, já. Búinn að læra fyrir morgundaginn og stress prófanna sem bíða mín í vikulok og allar næstu vikur hefur ekki enn náð til mín... ekki alveg strax...
Hver kom síðast í heimsókn til þín? Saumaklúbburinn hennar mömmu situr inni í stofu akkúrat núna, en hann er ekki beint að koma í heimsókn til mín. Þannig að þá er það Guðrún.
Drekkur þú bjór?
Ertu að bjóða uppá?
Hafa systkini þín e-n tímann sagt að þú sért ættleiddur?
Neibb, ekki svo ég muni - enda frekar slappur djókur og bræður mínir smekklegri en það.
Hvað ertu með í vasanum núna?
Ekki neitt. Allt það sem ég var með í vasanum liggur nú á skrifborðinu mínu fyrir framan mig (lyklar, sími, veski, karamellur - bara þetta klassíska).
Hver kynnti þig fyrir kærustunni?
Ég sá eiginlega um það sjálfur. Tjah, ég og Tenerife.
Við hvern talaðiru síðast í símann?
Einhverja Iðunni sem hringdi í dag og hélt að ég væri pabbi minn.
Hvaða DVD mynd er í spilaranum þínum núna?
Enginn, en ég var að taka Litlu Hafmeyjunna úr og skella henni á sinn stað uppi í hillu.
Hvað ertu að hlusta á akkúrat núna?
„I Wanna Go Back to Dixie“ með Tom Lehrer - gott stöff.
Hvenær áttu afmæli?
23. febrúar - sama dag og Georg Frideric Handel, Dakota Fanning og Kristin Davis.
Hvenær keyptiru bolinn sem þú ert í núna?
Einhvern tímann í haust í Hagkaup á 2000 kall. Stórglæsileg flík eins og við má búast.
Manstu hvað kennarinn þínn hét frá því þú varst í 1. bekk?
Hún Guðlaug? Kannski Ragnheiður þurfi að aðstoða mig við þetta... (ef hún les þetta á annað borð, ennþá)
Hefur einhver gefið þér rósir?
Ég bara man það ekki...
Kanntu vel við foreldra þína?
Mjög svo. Ég meina... hver kann ekki vel við foreldra mína?
Hvort líkistu meira mömmu þinni eða pabba?
Líkari mömmu í útliti en ég hef tónlistaráhugann frá pabba. Annars er ég blanda af því besta frá báðum.
Hógværðina keypti ég af netinu... hún virkar ekki alveg.
Notar þú bílbelti?
Alltaf.
Ertu flughræddur?
Ekki vitund. Kannski verð ég það ef eitthvað virkilega dramatískt gerist...
Ertu með einhver tattú?
Hef látið mig dreyma um það, en aldrei látið verða af því - og mun eflaust aldrei gera það.
Þar hafið þið það!
4. mars 2008
Endurreisn
Áður en ég missi alla mína lesendur þá ætla ég núna loksins að koma með eitthvað blogg. Ég vil síðan bara biðjast afsökunar á skorti af slíkum færslum á nýja árinu.
Ástæðan fyrir þessu iðjuleysi mínu er tvíþætt:
Annars vegar hefur verið voða mikið að gera hjá mér, þ.a. þegar mér gefst tími til að blogga hef ég af einhverjum ástæðum kosið að gera eitthvað annað.
Í annan stað hefur önnur bloggsíða fengið athygli mína og þið megið endilega, ef þið nennið tékka á henni endrum og eins.
En þar sem ég var að ljúka við tvöfalt blogg á hinni síðunni hef ég litla orku í að bæta einhverju við þessa færslu.
En, eitthvað blogg er betra en ekkert blogg, ekki satt?
...ég lofa að reyna að sinna þessu betur!
Ástæðan fyrir þessu iðjuleysi mínu er tvíþætt:
Annars vegar hefur verið voða mikið að gera hjá mér, þ.a. þegar mér gefst tími til að blogga hef ég af einhverjum ástæðum kosið að gera eitthvað annað.
Í annan stað hefur önnur bloggsíða fengið athygli mína og þið megið endilega, ef þið nennið tékka á henni endrum og eins.
En þar sem ég var að ljúka við tvöfalt blogg á hinni síðunni hef ég litla orku í að bæta einhverju við þessa færslu.
En, eitthvað blogg er betra en ekkert blogg, ekki satt?
...ég lofa að reyna að sinna þessu betur!
3. febrúar 2008
Betra seint en aldrei
Ég fór einhvern veginn að því að gleyma einum áramótalistanum sem ég ætlaði að skella hingað inn.
Ég er búinn með kvikmyndirnar, en músíkin er eftir.
Eftirtalin lög eru sumsé mest spiluðu lögin á tölvunni minni árið 2007 (og reyndar janúar 2008 líka - ég er gleyminn):
1. Tomahawk - Rape This Day (77)
2. Tomahawk - God Hates a Coward (59)
3. Porcupine Tree - Shallow (48)
4. Peter Gabriel - Curtains (47)
5. Peter Gabriel - I Grieve (46)
6. The Dillinger Escape Plan - When Good Dogs Do Bad Things (45)
7. Peter Gabriel - More than This (43)
8. Tomahawk - Mayday (42)
9. Fantômas - 4-10-05 (41)
10. Bozzio Levin Stevens - Spiral (40)
11. TMR Soul - Get With It (40)
12. Scott Carmichael - Glimpses (38)
13. Mr. Bungle - Ars Moriendi (37)
14. Tomahawk - Jockstrap (37)
15. Faith No More - Easy (36)
16. Mezzoforte - Prime Time (36)
17. Porcupine Tree - Shesmovedon (36)
18. Molotov - No Manchez Mi Vida (35)
19. Porcupine Tree - Open Car (35)
20. TMR Soul - Psychosexual (35)
Og þar hafið þið það!
Ég er búinn með kvikmyndirnar, en músíkin er eftir.
Eftirtalin lög eru sumsé mest spiluðu lögin á tölvunni minni árið 2007 (og reyndar janúar 2008 líka - ég er gleyminn):
1. Tomahawk - Rape This Day (77)
2. Tomahawk - God Hates a Coward (59)
3. Porcupine Tree - Shallow (48)
4. Peter Gabriel - Curtains (47)
5. Peter Gabriel - I Grieve (46)
6. The Dillinger Escape Plan - When Good Dogs Do Bad Things (45)
7. Peter Gabriel - More than This (43)
8. Tomahawk - Mayday (42)
9. Fantômas - 4-10-05 (41)
10. Bozzio Levin Stevens - Spiral (40)
11. TMR Soul - Get With It (40)
12. Scott Carmichael - Glimpses (38)
13. Mr. Bungle - Ars Moriendi (37)
14. Tomahawk - Jockstrap (37)
15. Faith No More - Easy (36)
16. Mezzoforte - Prime Time (36)
17. Porcupine Tree - Shesmovedon (36)
18. Molotov - No Manchez Mi Vida (35)
19. Porcupine Tree - Open Car (35)
20. TMR Soul - Psychosexual (35)
Og þar hafið þið það!
31. janúar 2008
FM-kynslóðin?
Sáuð þið geðveika hnakkann í fréttunum á RÚV áðan?
Það var eitt langt skot af einhverjum svakalega töff hnakka í MR. Vel snyrtur og læti!
Hann virtist m.a.s. vera frekar harður!
Nú gætu einhverjir spurt sig: „Hvað var harður, vel snyrtur, myndarlegur hnakki að gera innan veggja MR?“
Þetta var minn hnakki!
Feitt feis á Verzló!
Hvar eru paparazzarnir?
Það var eitt langt skot af einhverjum svakalega töff hnakka í MR. Vel snyrtur og læti!
Hann virtist m.a.s. vera frekar harður!
Nú gætu einhverjir spurt sig: „Hvað var harður, vel snyrtur, myndarlegur hnakki að gera innan veggja MR?“
Þetta var minn hnakki!
Feitt feis á Verzló!
Hvar eru paparazzarnir?
29. janúar 2008
Vel gert
Það tók mig 20 mínútur að finna eitthvað til að blogga um.
Þetta varð niðurstaðan.
Vel gert, Einar. Vel gert.
Þetta varð niðurstaðan.
Vel gert, Einar. Vel gert.
22. janúar 2008
Yfirhelling
*VARÚÐ - Talsmáti þessarar færslu gæti misboðið einhverjum lesendum þessa bloggs... ef þeir eru algjörir helv**is aumingjar!*
Fórnarlamb 1 : Helvítis lærið á mér!
Af hverju má ég ekki bara drullast í gegnum a.m.k. tvo mánuði án þess að slasa mig eitthvað?! Fyrst fokka ég upp á mér sköflungnum í tvær/þrjár vikur, svo kálfanum í viku, því ökklanum í eina og hálfa og nú lærinu á mér í Guð veit hve langan tíma! Og hafið það í huga að ég er með sjittlód af læri til að finna til í!
Fórnarlamb 2 : Vitlausa beyglan sem blokkaði innkeyrsluna okkar!
Ég kem heim úr vinnu á mánudagskvöldi og hvað sé ég annað en einhvern hálfvita sem er búinn að leggja bílnum sínum algjörlega fyrir innkeyrsluna okkar. Gatan var fokking auð og innkeyrslan ekki falin!
"Ég hélt þetta væri göngustígur" - ok, þá ertu ekki ömurlega tillitslaus og glötuð manneskja heldur bara hreinn og beinn fáviti! Bílför, manneskja, BÍLFÖR!
Fórnarlamb 3 : Andskotans óveðrið í morgun!
Ég var orðinn blautur í fæturna þegar ég SETTIST INN í bílinn í morgun. Aftur tengist það fíflinu sem blokkaði innkeyrsluna í gær svo ég þurfti að leggja í Sviðholtsvörinni! Ég er kominn með upp í kok af þessu djöfulsins roki, alltaf hreint.
Fórnarlamb 4 : Þessi fokking handbolti!
Af hverju gerið þið mér þetta?! Af hverju getið þið ekki bara spilað eins og á síðasta móti?! Sóknin í rusli, vörnin í drasli og staða geðheilsu minnar jafn vafasöm og staða helvítis liðsins! Andskotans vesen!
Fórnarlamb 5 : Hátalarahelvítið!
„Whenever I fall you lift me up a-*KRRRRSHHHJJJ*-eed to worry it will al-*SKRRRRRRRAAAAA*-kay...“. Ég væri alveg til í að geta hlustað á a.m.k. eitt andskotans lag í BÁÐUM hátölurunum án þessara helvítis skruðninga á 8 sekúndna fresti.
Fórnarlamb 6 : Ég sjálfur!
Mikið djöfull er ég leiðinlegur í kvöld!
Þetta bara fer mér ekki...
Fórnarlamb 1 : Helvítis lærið á mér!
Af hverju má ég ekki bara drullast í gegnum a.m.k. tvo mánuði án þess að slasa mig eitthvað?! Fyrst fokka ég upp á mér sköflungnum í tvær/þrjár vikur, svo kálfanum í viku, því ökklanum í eina og hálfa og nú lærinu á mér í Guð veit hve langan tíma! Og hafið það í huga að ég er með sjittlód af læri til að finna til í!
Fórnarlamb 2 : Vitlausa beyglan sem blokkaði innkeyrsluna okkar!
Ég kem heim úr vinnu á mánudagskvöldi og hvað sé ég annað en einhvern hálfvita sem er búinn að leggja bílnum sínum algjörlega fyrir innkeyrsluna okkar. Gatan var fokking auð og innkeyrslan ekki falin!
"Ég hélt þetta væri göngustígur" - ok, þá ertu ekki ömurlega tillitslaus og glötuð manneskja heldur bara hreinn og beinn fáviti! Bílför, manneskja, BÍLFÖR!
Fórnarlamb 3 : Andskotans óveðrið í morgun!
Ég var orðinn blautur í fæturna þegar ég SETTIST INN í bílinn í morgun. Aftur tengist það fíflinu sem blokkaði innkeyrsluna í gær svo ég þurfti að leggja í Sviðholtsvörinni! Ég er kominn með upp í kok af þessu djöfulsins roki, alltaf hreint.
Fórnarlamb 4 : Þessi fokking handbolti!
Af hverju gerið þið mér þetta?! Af hverju getið þið ekki bara spilað eins og á síðasta móti?! Sóknin í rusli, vörnin í drasli og staða geðheilsu minnar jafn vafasöm og staða helvítis liðsins! Andskotans vesen!
Fórnarlamb 5 : Hátalarahelvítið!
„Whenever I fall you lift me up a-*KRRRRSHHHJJJ*-eed to worry it will al-*SKRRRRRRRAAAAA*-kay...“. Ég væri alveg til í að geta hlustað á a.m.k. eitt andskotans lag í BÁÐUM hátölurunum án þessara helvítis skruðninga á 8 sekúndna fresti.
Fórnarlamb 6 : Ég sjálfur!
Mikið djöfull er ég leiðinlegur í kvöld!
Þetta bara fer mér ekki...
17. janúar 2008
Tilkynning
Þetta blogg hefur þann eina tilgang að vera nýtt blogg.
Ég er orðinn leiður á því að opna mína eigin síðu og sjá sömu sjúklega löngu færsluna í hvert einasta skipti og ég trúi ekki öðru en að aðrir séu einnig komnir með upp í kok.
Þannig að hér hafið þið það:
Nýtt blogg á nýju ári.
Let the blogging commence!
Ég er orðinn leiður á því að opna mína eigin síðu og sjá sömu sjúklega löngu færsluna í hvert einasta skipti og ég trúi ekki öðru en að aðrir séu einnig komnir með upp í kok.
Þannig að hér hafið þið það:
Nýtt blogg á nýju ári.
Let the blogging commence!
31. desember 2007
Uppgjörið
1. Children of Men (2.1.2007)
Þvílík byrjun á kvikmyndaárinu! Frábær mynd í alla staði! Clive Owen góður eins og endranær, plottið nokkuð töff og kvikmyndatakan ein sú besta sem ég man eftir. Einnar töku atriðið í lokin þegar Clive Owen er fylgt eftir yfir allan helvítis vígvöllinn og inn í blokkina er bara snilld!
* * * * *
2. Stranger than Fiction (7.1.2007)
Eflaust besta mynd Will Ferrell. Hugmyndin frábær og framkvæmdin mjög góð. "Stranger than Fiction" er fyrir Will Ferrell eins og "Eternal Sunshine of the Spotless Mind" er fyrir Jim Carrey. Stórskemmtileg mynd.
* * * *
3. The Prestige (12.1.2007)
Christopher Nolan kemur enn einu sinni með frábæra mynd. Christian Bale verulega svalur og Hugh Jackman nógu sannfærandi til að ekki einu sinni Dr. Cox gæti ekki fílað hann. Og ekki má gleyma kick-ass plot tvistinu.
* * * *
4. Night at the Museum (21.1.2007)
Fór á hana með litlar væntingar sem voru flest allar uppfylltar. Ekkert stórvirki í kvikmyndasögunni, enda eflaust aldrei plönuð sem eitthvað slíkt. Bara ágætis fjölskylduskemmtun. Varð kannski helst fyrir vonbrigðum með Robin Williams. En maður fyrirgefur honum það og horfir bara aftur á uppistandið hans.
* * *
5. Babel (23.1.2007)
Verulega flott mynd. Verulega hæg, en verulega flott. Alls engin feel-good mynd og að mörgu leyti bara niðurdrepandi. En samt sem áður verulega flott.
* * * *
6. Blood Diamond (28.1.2007)
Fínasta spennumynd. Leonardo Di Caprio er fínn en Djimon Hounsou enn betri. Ágætis afþreying.
* * * 1⁄2
7. Little Miss Sunshine (29.1.2007)
Frábær mynd. Hún er bara svo yndisleg, eitthvað. Karakterarnir svo sympatískir að maður bæði hlær og grætur með þeim. Alan Arkin vel að Óskarnum sínum kominn en ég hefði ekki orðið fúll við að sjá Abigail Breslin fá sinn.
* * * * 1⁄2
8. Dreamgirls (9.2.2007)
Fín, fönký og bara nokkuð skemmtileg. Fyrir hlé. Eftir hlé er hún bara of mikið væl og hvert vælulag of langt. Jennifer Hudson syngur sjúklega vel, hún má eiga það, en maður þolir bara ákveðið magn af RnB krúsídúllum á einu kvöldi. Dreamgirls finnur það magn, gefur svo í og skilur mann eftir í svo miklum drulluútblæstri að manni verður óglatt.
* *
9. Pan's Labyrinth (11.2.2007)
Eftir að hafa séð treilerinn á netinu langaði mig ógeðslega að sjá þessa mynd. Sem ég og gerði. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún er bara svo flott að öllu leyti. Myndatakan, búningarnir, umhverfið, förðunin, leikurinn, sagan og allur fílíngurinn yfir þessari mynd er til fyrirmyndar. Svona átti Lady in the Water að vera - en tókst bara ekki.
* * * * 1⁄2
10. The Last King of Scotland (25.2.2007)
Ég sá svo fyrir að Forest Whitaker fengi Óskarinn fyrir hana, enda á hann hann alveg skilið. Hann er svo dásamlega sturlaður og kolsnargeggjaður, en samt svo viðkunnanlegur sem Idi Amin að maður vissi ekki alveg hvort maður átti að hata einræðisherrann eða elska manneskjuna. Frábær mynd.
* * * *
11. The Number 23 (5.3.2007)
Óttalega misheppnuð. Grunnhugmyndin hljómaði ágætlega en myndin sjálf var svo klisjukennd og sjúklega idiot-proof að ég móðgaðist næstum því. Jim Carrey hefur valið betri myndir.
*
12. 300 (18.3.2007)
Sjúklega flott, bæði "effect-wise" og "action-wise" en hún skildi ekkert meira eftir sig en það. Klárlega EKKI besta mynd ársins - ólíkt skoðunum lesenda "24 stunda" - en fínasta afþreying.
* * 1⁄2
13. Hot Fuzz (1.4.2007)
Frábær gamanmynd. Simon Pegg og Nick Frost koma með aðra snilld sem gefur Shaun of the Dead ekkert eftir. Myndin verður nokkuð flippuð í lokin, en samt bara nógu flippuð til að verða ógeðslega fyndin. Stórgóð skemmtun.
* * * *
14. Blades of Glory (28.4.2007)
Ekta Will Ferrell gamanmynd - heimskuleg og óttalega ómerkileg í sjálfu sér, en samt sem áður verulega fyndin. Jon Heder er líka ágætur, en Napoleon Dynamite er ennþá hans toppur.
* * *
15. Spiderman 3 (4.5.2007)
Ekta blockbuster trilogíulok - flott og epísk í útliti en óttalegt rusl í raun og veru. Hún var bara óttalegt overkill, eitthvað.
* *
16. Zodiac (20.5.2007)
Var búinn að hlakka lengi til þessarar myndar, enda mikill David Fincher aðdáandi og þegar ég loksins sá hana gekk ég út úr salnum fullkomlega sáttur. Zodiac er bara helvíti góð raðmorðingjarannsóknarmynd.
* * * *
17. Pirates of the Caribbean : At World's End (24.5.2007)
Alveg eins og Spiderman 3, nema hvað Johnny Depp er miklu skemmtilegri en Tobey Maguire.
* * 1⁄2
18. 28 Weeks Later (1.6.2007)
Verulega töff og alls ekki síðri en "28 Days Later". Upphafsatriði myndarinnar er til að mynda ótrúlega svalt og gefur mér ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um það. Pottþétt vírusfaraldursmynd.
* * * 1⁄2
19. Das Leben Der Anderen (7.6.2007)
Snilld. Í henni er enginn hasar, enginn bilaður húmor og voða lítill kynþokki (hóran sem hann sefur hjá er ekki beint gella) en hún er samt frábær. Vel að Óskarnum sínum kominn og klárlega ein besta mynd ársins.
* * * * *
20. Ocean's Thirteen (10.6.2007)
Ég hef alltaf haft gaman af myndum sem fjalla um eitthvað úthugsað rán eða eitthvað þvíumlíkt. Þess vegna líkaði mér vel við Ocean's Eleven og illa við Ocean's Twelve. Ocean's Thirteen stendur nær Ocean's Eleven að gæðum.
* * *
21. The Invisible (21.6.2007)
Lítt þekkt mynd enda ærin ástæða fyrir því. Hún er bara ekkert góð. Táningsstrákur er næstum myrtur og skilinn eftir í skógi og andi hans fer um bæinn í von um að láta bjarga líkama sínum. Hljómaði vel í fyrstu, en leikurinn og handritið er bara ekki neitt neitt og dregur alla myndina niður í svaðið.
* 1⁄2
22. Shrek the Third (22.6.2007)
Bara nokkuð skemmtileg. Ekki eins frábær og fyrsta myndin en - já - bara nokkuð skemmtileg.
* * 1⁄2
23. Evan Almighty (4.7.2007)
Drasl. Var svosem sniðug fyrir hlé, en varð bara væmin og of kristileg eftir hlé. Eins og ég var bjartsýnn...
*
24. The Lookout (8.7.2007)
Vanmetin mynd, að mínu mati. Var stutt í bíó og bara í litlum sölum en var bara furðulega góð. Jeff Daniels var sérstaklega flottur - alveg þar til í lokasenunum. Þá er hann bara kjánalegur og klisjukenndur.
* * *
25. Die Hard 4.0 (10.7.2007)
John McClane er mættur aftur - hnyttnari, ýktari og fjölskylduvænni en nokkru sinni fyrr! Die Hard mynd sem inniheldur hvorki blóð né blótsyrði er ekki Die Hard mynd! Hann fékk ekki einu sinni að segja línuna sína í friði! Þeir drulluðu einhverjum helvítis skothvelli inn í hana: „Yibbee-ka-yay, Mother f*BANG*er!“ - það er bara svindl.
Ágætis hasarmynd, en bara svik við Die Hard málstaðinn.
* * 1⁄2
26. 1804 (15.7.2007)
Flott og ógnvekjandi. Báðir endarnir eru m.a.s. góðir (já, þeir eru 2 - sá einn í bíó, annan í DVD-útgáfunni), en það eru einmitt oftast endarnir sem eyðileggja svona myndir.
* * * 1⁄2
27. Transformers (22.7.2007)
Flottari en andskotinn og nokkuð fyndin, en skilur ekkert eftir sig. Alvöru sumarsmellur.
Með vélmennum.
Og sjittlód af sprengingum.
* * *
28. Planet Terror (6.8.2007)
Yndislega blóðug og ógeðsleg og æðislega over-the-top. Stórskemmtilegur djókur á vírusfaraldursmyndir.
* * * *
29. The Bourne Ultimatum (23.8.2007)
Ekki eins góð og sú fyrsta, en samt helvíti góð. Skemmtileg undantekning frá trilogíulokareglunni.
* * * 1⁄2
30. Astrópía (26.8. 2007)
Fór inn með litlar væntingar og fór út bara nokkuð sáttur. Ég átti alls ekki von á að íslensk mynd gæti púllað einhvern ævintýraheim. Ég hafði greinilega rangt fyrir mér. Verst bara hvað það var helvíti dýrt á hana...
* * 1⁄2
31. Disturbia (2.9.2007)
Greinileg stæling á "Rear Window" eftir Hitchcock en samt sem áður þrususpennandi. Skemmtilega uppfærð til nútímaaðstæðna og David Morse er ferlega creepy sem sleazy, sjarmerandi, morðóði nágranninn.
* * *
32. Knocked Up (9.9.2007)
Fyndin og ekki eins vitlaus og við var að búast. Alveg eins og maður upplifði með "40 Year Old Virgin". Hin fínasta kómedíurómantík.
* * *
33. Mr. Brooks (16.9.2007)
Kevin Costner er verulega svalur og William Hurt engu síðri. Demi Moore er aftur á móti hálfpirrandi. Sagan töff, lúkkið svalt og leikurinn góður.
* * * *
34. Veðramót (19.9.2007)
Ágætis drama. Eins og svo oft áður eru margir íslensku leikaranna ósannfærandi (nema Jörundur og Hilmir - og svo að sjálfsögðu Baldvin Kári), en myndin er samt ekki svo slæm. Krakkarnir eru einnig ágætir í sínum hlutverkum. Ekki allir, þó...
* * 1⁄2
35. Shoot 'em Up (22.9.2007)
Ekkert nema snilld, allan fokking tímann. One-linerar eru alls staðar og öllum lögum eðlisfræðinnar er grimmilega misþyrmt til þess eins að gera Clive Owen svalari en Chuck Norris og Steven Seagal til samans. Þarf ég að segja meira?
* * * * 1⁄2
36. Superbad (1.10.2007)
Nokkuð fyndin mynd, verð ég að segja. Ekkert stórvirki, en ég efast líka um að hún hafi verið ætluð sem eitthvað slíkt. Hún átti eflaust að koma manni til að hlæja og skemmta sér í tæpa tvo tíma og það tókst barasta mjög vel.
* * * 1⁄2
37. Helvetica (3.10.2007)
Súrasta bíóferð lífs míns. Ég fór bara á þessa mynd til þess að geta sagst hafa horft á tveggja tíma heimildamynd um leturgerð. Hún var samt furðulega áhugaverð á köflum. Hina kaflana var hún eiginlega bara leiðinleg. Hún er nú einu sinni bara um font...
* *
38. Auf der anderen Seite (7.10.2007)
Hin RIFF-myndin sem ég sá á árinu og öllu áhugaverðari en Helvetica. Nokkuð flott og á köflum átakanleg mynd með flottum leikurum og góðu handriti.
* * * 1⁄2
39. 3:10 to Yuma (10.10.2007)
Russell Crowe og Christian Bale leika (gagnkynhneigða) kúreka með byssur. Þarf maður meira?
Já, en 3:10 to Yuma inniheldur það mest allt. Fín saga, góður leikur og flott lúkk.
* * * 1⁄2
40. The Kingdom (14.10.2007)
Eins og vitur maður mælti einu sinni: „"The Kingdom" er "Syriana" fyrir fífl“, og það er svolítið til í því. Ófrumlegir karakterar og fyrirsjáanlegt plott mæta ágætis hasarsenum og fínni tónlist í afskaplega meðalgóðri mynd.
* * 1⁄2
41. Michael Clayton (4.11.2007)
George Clooney er verulega flottur í góðri samsærislögfræðirannsóknarkvikmynd, sem því miður er aðeins of langdregin. Ekki mjög - alls ekki - en bara smá.
* * *
42. The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford (11.11.2007)
Það eina sem er lengra en titillinn er myndin sjálf. Hún er samt sem áður mjög flott (bæði sjónrænt og efnislega) og Brad Pitt og Casey Affleck standa sig báðir með prýði. Það er ekki spurning hver er virkilega góði "Affleck-inn"...
* * * *
43. Wedding Daze (18.11.2007)
Hugmyndin að plottinu fannst mér voða sniðug en utan hennar hefur þessi mynd ekkert sem maður hefur ekki séð oft áður. Það er þó ekki þar með sagt að mér leiddist hún - alls ekki. Ég myndi bara ekki vilja eignast hana á DVD.
* *
44. Dan in Real Life (25.11.2007)
Þessa mynd fílaði ég í botn. Hún var svo sæt en samt svo pínlega sorgleg. Maður finnur virkilega til með persónu Steve Carell, sem á fantagóðan leik hérna. Verst bara hvað hún var ögn fyrirsjáanleg á köflum.
* * * *
45. Hitman (30.11.2007)
Leikirnir eru miklu betri en myndin, sem hefur þó sinn sjarma líka. Aðallega bardagaatriðin.
Ok, *bara* bardagaatriðin.
Ég er líka bara ennþá ógeðslega feginn því að Vin Diesel lék ekki Agent 47.
* *
46. Run, Fat Boy, Run (16.12.2007)
Simon Pegg er náttúrulega alltaf æði í mínum augum eftir "Shaun of the Dead" og "Hot Fuzz". Þessi er alls ekki jafngóð. Þetta er bara sniðug og hugljúf feel-good mynd. Stundum þarf maður bara að sjá einhverja svoleiðis.
* * 1⁄2
47. I Am Legend (29.12.2007)
Verulega töff og nokkuð ógnvekjandi, en skrímslin voru bara of óraunveruleg til að ég gæti fílað myndina í botn. Will Smith stendur þó fyrir sínu.
* * * 1⁄2
48. We Own the Night (30.12.2007)
Afskaplega flöt mynd, eitthvað. Það eru bara nokkrir litlir hápunktar á víð og dreif um myndina en á milli þeirra er hún voða stefnulaus.
* *
Niðurstöður
Besta mynd ársins:
Das Leben der Anderen
Fyndnasta mynd ársins:
Shoot 'em Up
Sorglegasta mynd ársins:
I Am Legend
Lélegasta mynd ársins:
The Number 23
Vonbrigði ársins:
Evan Almighty
Jahá - þar hafiði það.
365 dagar, 48 myndir og yfir 50.000 krónur.
Sjitt....
Þvílík byrjun á kvikmyndaárinu! Frábær mynd í alla staði! Clive Owen góður eins og endranær, plottið nokkuð töff og kvikmyndatakan ein sú besta sem ég man eftir. Einnar töku atriðið í lokin þegar Clive Owen er fylgt eftir yfir allan helvítis vígvöllinn og inn í blokkina er bara snilld!
* * * * *
2. Stranger than Fiction (7.1.2007)
Eflaust besta mynd Will Ferrell. Hugmyndin frábær og framkvæmdin mjög góð. "Stranger than Fiction" er fyrir Will Ferrell eins og "Eternal Sunshine of the Spotless Mind" er fyrir Jim Carrey. Stórskemmtileg mynd.
* * * *
3. The Prestige (12.1.2007)
Christopher Nolan kemur enn einu sinni með frábæra mynd. Christian Bale verulega svalur og Hugh Jackman nógu sannfærandi til að ekki einu sinni Dr. Cox gæti ekki fílað hann. Og ekki má gleyma kick-ass plot tvistinu.
* * * *
4. Night at the Museum (21.1.2007)
Fór á hana með litlar væntingar sem voru flest allar uppfylltar. Ekkert stórvirki í kvikmyndasögunni, enda eflaust aldrei plönuð sem eitthvað slíkt. Bara ágætis fjölskylduskemmtun. Varð kannski helst fyrir vonbrigðum með Robin Williams. En maður fyrirgefur honum það og horfir bara aftur á uppistandið hans.
* * *
5. Babel (23.1.2007)
Verulega flott mynd. Verulega hæg, en verulega flott. Alls engin feel-good mynd og að mörgu leyti bara niðurdrepandi. En samt sem áður verulega flott.
* * * *
6. Blood Diamond (28.1.2007)
Fínasta spennumynd. Leonardo Di Caprio er fínn en Djimon Hounsou enn betri. Ágætis afþreying.
* * * 1⁄2
7. Little Miss Sunshine (29.1.2007)
Frábær mynd. Hún er bara svo yndisleg, eitthvað. Karakterarnir svo sympatískir að maður bæði hlær og grætur með þeim. Alan Arkin vel að Óskarnum sínum kominn en ég hefði ekki orðið fúll við að sjá Abigail Breslin fá sinn.
* * * * 1⁄2
8. Dreamgirls (9.2.2007)
Fín, fönký og bara nokkuð skemmtileg. Fyrir hlé. Eftir hlé er hún bara of mikið væl og hvert vælulag of langt. Jennifer Hudson syngur sjúklega vel, hún má eiga það, en maður þolir bara ákveðið magn af RnB krúsídúllum á einu kvöldi. Dreamgirls finnur það magn, gefur svo í og skilur mann eftir í svo miklum drulluútblæstri að manni verður óglatt.
* *
9. Pan's Labyrinth (11.2.2007)
Eftir að hafa séð treilerinn á netinu langaði mig ógeðslega að sjá þessa mynd. Sem ég og gerði. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún er bara svo flott að öllu leyti. Myndatakan, búningarnir, umhverfið, förðunin, leikurinn, sagan og allur fílíngurinn yfir þessari mynd er til fyrirmyndar. Svona átti Lady in the Water að vera - en tókst bara ekki.
* * * * 1⁄2
10. The Last King of Scotland (25.2.2007)
Ég sá svo fyrir að Forest Whitaker fengi Óskarinn fyrir hana, enda á hann hann alveg skilið. Hann er svo dásamlega sturlaður og kolsnargeggjaður, en samt svo viðkunnanlegur sem Idi Amin að maður vissi ekki alveg hvort maður átti að hata einræðisherrann eða elska manneskjuna. Frábær mynd.
* * * *
11. The Number 23 (5.3.2007)
Óttalega misheppnuð. Grunnhugmyndin hljómaði ágætlega en myndin sjálf var svo klisjukennd og sjúklega idiot-proof að ég móðgaðist næstum því. Jim Carrey hefur valið betri myndir.
*
12. 300 (18.3.2007)
Sjúklega flott, bæði "effect-wise" og "action-wise" en hún skildi ekkert meira eftir sig en það. Klárlega EKKI besta mynd ársins - ólíkt skoðunum lesenda "24 stunda" - en fínasta afþreying.
* * 1⁄2
13. Hot Fuzz (1.4.2007)
Frábær gamanmynd. Simon Pegg og Nick Frost koma með aðra snilld sem gefur Shaun of the Dead ekkert eftir. Myndin verður nokkuð flippuð í lokin, en samt bara nógu flippuð til að verða ógeðslega fyndin. Stórgóð skemmtun.
* * * *
14. Blades of Glory (28.4.2007)
Ekta Will Ferrell gamanmynd - heimskuleg og óttalega ómerkileg í sjálfu sér, en samt sem áður verulega fyndin. Jon Heder er líka ágætur, en Napoleon Dynamite er ennþá hans toppur.
* * *
15. Spiderman 3 (4.5.2007)
Ekta blockbuster trilogíulok - flott og epísk í útliti en óttalegt rusl í raun og veru. Hún var bara óttalegt overkill, eitthvað.
* *
16. Zodiac (20.5.2007)
Var búinn að hlakka lengi til þessarar myndar, enda mikill David Fincher aðdáandi og þegar ég loksins sá hana gekk ég út úr salnum fullkomlega sáttur. Zodiac er bara helvíti góð raðmorðingjarannsóknarmynd.
* * * *
17. Pirates of the Caribbean : At World's End (24.5.2007)
Alveg eins og Spiderman 3, nema hvað Johnny Depp er miklu skemmtilegri en Tobey Maguire.
* * 1⁄2
18. 28 Weeks Later (1.6.2007)
Verulega töff og alls ekki síðri en "28 Days Later". Upphafsatriði myndarinnar er til að mynda ótrúlega svalt og gefur mér ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um það. Pottþétt vírusfaraldursmynd.
* * * 1⁄2
19. Das Leben Der Anderen (7.6.2007)
Snilld. Í henni er enginn hasar, enginn bilaður húmor og voða lítill kynþokki (hóran sem hann sefur hjá er ekki beint gella) en hún er samt frábær. Vel að Óskarnum sínum kominn og klárlega ein besta mynd ársins.
* * * * *
20. Ocean's Thirteen (10.6.2007)
Ég hef alltaf haft gaman af myndum sem fjalla um eitthvað úthugsað rán eða eitthvað þvíumlíkt. Þess vegna líkaði mér vel við Ocean's Eleven og illa við Ocean's Twelve. Ocean's Thirteen stendur nær Ocean's Eleven að gæðum.
* * *
21. The Invisible (21.6.2007)
Lítt þekkt mynd enda ærin ástæða fyrir því. Hún er bara ekkert góð. Táningsstrákur er næstum myrtur og skilinn eftir í skógi og andi hans fer um bæinn í von um að láta bjarga líkama sínum. Hljómaði vel í fyrstu, en leikurinn og handritið er bara ekki neitt neitt og dregur alla myndina niður í svaðið.
* 1⁄2
22. Shrek the Third (22.6.2007)
Bara nokkuð skemmtileg. Ekki eins frábær og fyrsta myndin en - já - bara nokkuð skemmtileg.
* * 1⁄2
23. Evan Almighty (4.7.2007)
Drasl. Var svosem sniðug fyrir hlé, en varð bara væmin og of kristileg eftir hlé. Eins og ég var bjartsýnn...
*
24. The Lookout (8.7.2007)
Vanmetin mynd, að mínu mati. Var stutt í bíó og bara í litlum sölum en var bara furðulega góð. Jeff Daniels var sérstaklega flottur - alveg þar til í lokasenunum. Þá er hann bara kjánalegur og klisjukenndur.
* * *
25. Die Hard 4.0 (10.7.2007)
John McClane er mættur aftur - hnyttnari, ýktari og fjölskylduvænni en nokkru sinni fyrr! Die Hard mynd sem inniheldur hvorki blóð né blótsyrði er ekki Die Hard mynd! Hann fékk ekki einu sinni að segja línuna sína í friði! Þeir drulluðu einhverjum helvítis skothvelli inn í hana: „Yibbee-ka-yay, Mother f*BANG*er!“ - það er bara svindl.
Ágætis hasarmynd, en bara svik við Die Hard málstaðinn.
* * 1⁄2
26. 1804 (15.7.2007)
Flott og ógnvekjandi. Báðir endarnir eru m.a.s. góðir (já, þeir eru 2 - sá einn í bíó, annan í DVD-útgáfunni), en það eru einmitt oftast endarnir sem eyðileggja svona myndir.
* * * 1⁄2
27. Transformers (22.7.2007)
Flottari en andskotinn og nokkuð fyndin, en skilur ekkert eftir sig. Alvöru sumarsmellur.
Með vélmennum.
Og sjittlód af sprengingum.
* * *
28. Planet Terror (6.8.2007)
Yndislega blóðug og ógeðsleg og æðislega over-the-top. Stórskemmtilegur djókur á vírusfaraldursmyndir.
* * * *
29. The Bourne Ultimatum (23.8.2007)
Ekki eins góð og sú fyrsta, en samt helvíti góð. Skemmtileg undantekning frá trilogíulokareglunni.
* * * 1⁄2
30. Astrópía (26.8. 2007)
Fór inn með litlar væntingar og fór út bara nokkuð sáttur. Ég átti alls ekki von á að íslensk mynd gæti púllað einhvern ævintýraheim. Ég hafði greinilega rangt fyrir mér. Verst bara hvað það var helvíti dýrt á hana...
* * 1⁄2
31. Disturbia (2.9.2007)
Greinileg stæling á "Rear Window" eftir Hitchcock en samt sem áður þrususpennandi. Skemmtilega uppfærð til nútímaaðstæðna og David Morse er ferlega creepy sem sleazy, sjarmerandi, morðóði nágranninn.
* * *
32. Knocked Up (9.9.2007)
Fyndin og ekki eins vitlaus og við var að búast. Alveg eins og maður upplifði með "40 Year Old Virgin". Hin fínasta kómedíurómantík.
* * *
33. Mr. Brooks (16.9.2007)
Kevin Costner er verulega svalur og William Hurt engu síðri. Demi Moore er aftur á móti hálfpirrandi. Sagan töff, lúkkið svalt og leikurinn góður.
* * * *
34. Veðramót (19.9.2007)
Ágætis drama. Eins og svo oft áður eru margir íslensku leikaranna ósannfærandi (nema Jörundur og Hilmir - og svo að sjálfsögðu Baldvin Kári), en myndin er samt ekki svo slæm. Krakkarnir eru einnig ágætir í sínum hlutverkum. Ekki allir, þó...
* * 1⁄2
35. Shoot 'em Up (22.9.2007)
Ekkert nema snilld, allan fokking tímann. One-linerar eru alls staðar og öllum lögum eðlisfræðinnar er grimmilega misþyrmt til þess eins að gera Clive Owen svalari en Chuck Norris og Steven Seagal til samans. Þarf ég að segja meira?
* * * * 1⁄2
36. Superbad (1.10.2007)
Nokkuð fyndin mynd, verð ég að segja. Ekkert stórvirki, en ég efast líka um að hún hafi verið ætluð sem eitthvað slíkt. Hún átti eflaust að koma manni til að hlæja og skemmta sér í tæpa tvo tíma og það tókst barasta mjög vel.
* * * 1⁄2
37. Helvetica (3.10.2007)
Súrasta bíóferð lífs míns. Ég fór bara á þessa mynd til þess að geta sagst hafa horft á tveggja tíma heimildamynd um leturgerð. Hún var samt furðulega áhugaverð á köflum. Hina kaflana var hún eiginlega bara leiðinleg. Hún er nú einu sinni bara um font...
* *
38. Auf der anderen Seite (7.10.2007)
Hin RIFF-myndin sem ég sá á árinu og öllu áhugaverðari en Helvetica. Nokkuð flott og á köflum átakanleg mynd með flottum leikurum og góðu handriti.
* * * 1⁄2
39. 3:10 to Yuma (10.10.2007)
Russell Crowe og Christian Bale leika (gagnkynhneigða) kúreka með byssur. Þarf maður meira?
Já, en 3:10 to Yuma inniheldur það mest allt. Fín saga, góður leikur og flott lúkk.
* * * 1⁄2
40. The Kingdom (14.10.2007)
Eins og vitur maður mælti einu sinni: „"The Kingdom" er "Syriana" fyrir fífl“, og það er svolítið til í því. Ófrumlegir karakterar og fyrirsjáanlegt plott mæta ágætis hasarsenum og fínni tónlist í afskaplega meðalgóðri mynd.
* * 1⁄2
41. Michael Clayton (4.11.2007)
George Clooney er verulega flottur í góðri samsærislögfræðirannsóknarkvikmynd, sem því miður er aðeins of langdregin. Ekki mjög - alls ekki - en bara smá.
* * *
42. The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford (11.11.2007)
Það eina sem er lengra en titillinn er myndin sjálf. Hún er samt sem áður mjög flott (bæði sjónrænt og efnislega) og Brad Pitt og Casey Affleck standa sig báðir með prýði. Það er ekki spurning hver er virkilega góði "Affleck-inn"...
* * * *
43. Wedding Daze (18.11.2007)
Hugmyndin að plottinu fannst mér voða sniðug en utan hennar hefur þessi mynd ekkert sem maður hefur ekki séð oft áður. Það er þó ekki þar með sagt að mér leiddist hún - alls ekki. Ég myndi bara ekki vilja eignast hana á DVD.
* *
44. Dan in Real Life (25.11.2007)
Þessa mynd fílaði ég í botn. Hún var svo sæt en samt svo pínlega sorgleg. Maður finnur virkilega til með persónu Steve Carell, sem á fantagóðan leik hérna. Verst bara hvað hún var ögn fyrirsjáanleg á köflum.
* * * *
45. Hitman (30.11.2007)
Leikirnir eru miklu betri en myndin, sem hefur þó sinn sjarma líka. Aðallega bardagaatriðin.
Ok, *bara* bardagaatriðin.
Ég er líka bara ennþá ógeðslega feginn því að Vin Diesel lék ekki Agent 47.
* *
46. Run, Fat Boy, Run (16.12.2007)
Simon Pegg er náttúrulega alltaf æði í mínum augum eftir "Shaun of the Dead" og "Hot Fuzz". Þessi er alls ekki jafngóð. Þetta er bara sniðug og hugljúf feel-good mynd. Stundum þarf maður bara að sjá einhverja svoleiðis.
* * 1⁄2
47. I Am Legend (29.12.2007)
Verulega töff og nokkuð ógnvekjandi, en skrímslin voru bara of óraunveruleg til að ég gæti fílað myndina í botn. Will Smith stendur þó fyrir sínu.
* * * 1⁄2
48. We Own the Night (30.12.2007)
Afskaplega flöt mynd, eitthvað. Það eru bara nokkrir litlir hápunktar á víð og dreif um myndina en á milli þeirra er hún voða stefnulaus.
* *
Besta mynd ársins:
Das Leben der Anderen
Fyndnasta mynd ársins:
Shoot 'em Up
Sorglegasta mynd ársins:
I Am Legend
Lélegasta mynd ársins:
The Number 23
Vonbrigði ársins:
Evan Almighty
Jahá - þar hafiði það.
365 dagar, 48 myndir og yfir 50.000 krónur.
Sjitt....
29. desember 2007
Gleðileg jól!
Ég vil byrja á því að óska öllum gleðilegra jóla og vil svo biðjast afsökunar á bloggleysinu í mér undanfarnar vikur.
Í sárabætur fáið þið þessa líka glæsilegu punktafærslu.
• Ég náði öllum jólaprófunum. Sumum öllu naumlegar en ég hefði viljað...
• Ég fékk vinnu í Eymundsson í Mjóddinni og hef verið að vinna þar síðan mánudaginn 17. desember. Þar er frábært að vinna. Miklu betra en í Kringlunni a.m.k. - þægilegri staður, opnari og stærri verslun, færri viðskiptavinir og mun skemmtilegra starfsfólk.
• Jólagjafirnar sem ég fékk voru eftirtaldar:
-Ljóðabókin „Blótgælur“, flíshálsskjól, spilið „Bíóbrot“ frá mömmu og pabba.
-Calvin Klein náttbuxur, „Ghostbusters“ 1 og 2 á DVD og „Enjoy spending time with your mother“ tyggjópakki frá Svalldóru.
-Tölvuleikurinn „Mass Effect“ frá Baldvini.
-Rennd hettupeysa og skyrta frá ömmu og afa.
-„Planet Terror“ á DVD frá Miðskógarfólkinu.
-2 fjölskylduljósmyndir og gjafakort í Kringluna frá Afa og Dóru
-Geisladiskur með “Benny Crespo's Gang“ frá Gunnu og Addó.
-Bókin „Íslensk knattspyrna 2007“ og ostakarfa frá UMFÁ
-Te- og kaffikarfa frá Pennanum
-Snyrtitösku, svitalyktareyði og rakspíra frá Dídí frænku.
-Næturvaktina á DVD frá Kertasníki.
• Ég er kominn með samviskubit af ofáti.
That's about it.
En takk fyrir mig og gleðilega hátíð!
Í sárabætur fáið þið þessa líka glæsilegu punktafærslu.
• Ég náði öllum jólaprófunum. Sumum öllu naumlegar en ég hefði viljað...
• Ég fékk vinnu í Eymundsson í Mjóddinni og hef verið að vinna þar síðan mánudaginn 17. desember. Þar er frábært að vinna. Miklu betra en í Kringlunni a.m.k. - þægilegri staður, opnari og stærri verslun, færri viðskiptavinir og mun skemmtilegra starfsfólk.
• Jólagjafirnar sem ég fékk voru eftirtaldar:
-Ljóðabókin „Blótgælur“, flíshálsskjól, spilið „Bíóbrot“ frá mömmu og pabba.
-Calvin Klein náttbuxur, „Ghostbusters“ 1 og 2 á DVD og „Enjoy spending time with your mother“ tyggjópakki frá Svalldóru.
-Tölvuleikurinn „Mass Effect“ frá Baldvini.
-Rennd hettupeysa og skyrta frá ömmu og afa.
-„Planet Terror“ á DVD frá Miðskógarfólkinu.
-2 fjölskylduljósmyndir og gjafakort í Kringluna frá Afa og Dóru
-Geisladiskur með “Benny Crespo's Gang“ frá Gunnu og Addó.
-Bókin „Íslensk knattspyrna 2007“ og ostakarfa frá UMFÁ
-Te- og kaffikarfa frá Pennanum
-Snyrtitösku, svitalyktareyði og rakspíra frá Dídí frænku.
-Næturvaktina á DVD frá Kertasníki.
• Ég er kominn með samviskubit af ofáti.
That's about it.
En takk fyrir mig og gleðilega hátíð!
13. desember 2007
A Break From It All
11. desember 2007
Gæsahúð
Mér datt í hug, alveg sjálfum án nokkurra uppástungna frá nokkrum manni og hvað þá Hafsteini, að útbúa eins og eitt stykki lista (því ég elska lista) yfir nokkur "gæsahúðarlög". Fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið "gæsahúðarlag" þá er það einfaldlega lag sem gefur manni gæsahúð.
Verulega flókið.
Langflest þessara laga er að finna á iTunes hjá mér og þessi listi er engan veginn tæmandi. Og til einföldunar, þá mun ég ekki hafa kvikmynda- og tölvuleikjatónlist í listanum. Sá listi væri aðeins of langur og leiðinlegur í gerð.
•Farewell með Apocalyptica.
(Þetta er reyndar á gráu svæði - mín gallaða útgáfa klippist við klímaxinn, en það hefur alla möguleika á að vera gott gæsahúðarlag)
•Adagio for Strings eftir Samuel Barber.
(Úff - átakanlegt, alveg)
•Spiral og Tragic með Bozzio, Levin, Stevens.
(Verulega svöl)
•Don't Panic með Coldplay.
(Kveikir alltaf svolítið í mér eftir Garden State)
•Digital Bath með Deftones.
(Hart, en ég elska bara „trommubítið“)
•Passenger með Deftones.
(Maynard J. Keenan gestasöngvari => Getur ekki klikkað)
•When Good Dogs Do Bad Things með The Dillinger Escape Plan.
(Reiðasta lag sem ég hef heyrt - frábært til að peppa sig upp fyrir fótboltaleiki)
•The Spirit Carries On með Dream Theater.
(Svo fallegt og epískt).
•Remembrance og Rampancy Part I : Melancholy eftir Einarus.
(Þegar ég hlustaði á það með gítarpörtunum frá Fran Dagostino, þá fylltist ég miklu gæsahúðarstolti)
•How to Save a Life og Vienna með The Fray.
(H.t.S.a.L. var náttúrulega klikkað í Scrubs)
•Let Go með Frou Frou.
(Garden State aftur að verki)
•Signal to Noise, More Than This, I Grieve, Here Comes the Flood og The Drop með Peter Gabriel.
(Þau gætu jafnvel verið fleiri)
•Good Riddance með Green Day.
(Besta lag Green Day - ekki spurning)
•Just Another Story með Jamiroquai.
(Fönkaðra en næstum því allt)
•Come What May, Tiny Dancer og Can you Feel the Love Tonight eftir Elton John.
(Jaðrar við kvikmyndatónlist en bara of gott til að sleppa því)
•Spain með Bobby McFerrin og Chick Corea.
(Magnað dúó)
•Part of Your World eftir Alan Menken.
(Reyndar úr teiknimynd en það verðskuldar að vera hérna)
•Everloving með Moby.
(Massívt)
•No Manchez Mi Vida með Molotov.
(Mexíkóskt rokkrapp eins og það gerist best... held ég)
•Retrovertigo með Mr. Bungle.
(Aðgengilegt en samt svo yndislega öðruvísi)
•Da Pacem Domine eftir Arvo Pärt.
(Gullfallegt og róandi)
•We're Not Alone með Peeping Tom.
(Chorusinn er geðveikur!)
•Orestes og The Noose með A Perfect Circle.
(Ein bestu rokklög sem ég hef heyrt)
•Comfortably Numb með Pink Floyd.
(Eina Pink Floyd lagið sem ég elska)
•Who Wants to Live Forever og Too Much Love Will Kill You með Queen.
(Sjitt, hvað hann syngur vel)
•Requiem For Larissa: IV. Largo eftir Valentin Silvestrov.
(Frábært að leggja sig með þetta í eyrunum)
•Bridge Over Troubled Water og The Only Living Boy in New York með Simon & Garfunkel.
(T.O.L.B.i.N.Y.: Garden State að þakka. B.O.T.W.: Það er bara sjúklega gott)
•Love og Father & Daughter með Paul Simon.
(Hann er ekki síðri sóló)
•Rape This Day, God Hates a Coward og Mayday með Tomahawk.
(Sjúklega góð „upppepplög“)
•Chapter Nine með Tomorrow Is Forever.
(Eina Mac Jams lagið sem fær að sitja á listanum (fyrir utan sjálfan mig (að sjálfsögðu (svona til að fá einn sviga í viðbót))))
•Lateralus og Triad með Tool.
(Bara fáránlega gott rokk)
•Soul With a Capital 'S' með Tower of Power.
(Það eina sem er fönkaðra en Just Another Story með Jamiroquai)
•Þar sem háfjöllin heilög rísa og Stúlkan í turninum eftir Tryggva M. Baldvinsson.
(Kemur það einhverjum á óvart?)
Jæja, vá.
Aðeins lengri listi en ég hafði ímyndað mér...
...og aðeins meiri tími sem fór í þetta en ég hélt.
Ef ég fell í sögu á morgun þá kenni ég þeim sem átti hugmyndina að þessu um - sem er a.m.k. ekki Hafsteinn.
Verulega flókið.
Langflest þessara laga er að finna á iTunes hjá mér og þessi listi er engan veginn tæmandi. Og til einföldunar, þá mun ég ekki hafa kvikmynda- og tölvuleikjatónlist í listanum. Sá listi væri aðeins of langur og leiðinlegur í gerð.
•Farewell með Apocalyptica.
(Þetta er reyndar á gráu svæði - mín gallaða útgáfa klippist við klímaxinn, en það hefur alla möguleika á að vera gott gæsahúðarlag)
•Adagio for Strings eftir Samuel Barber.
(Úff - átakanlegt, alveg)
•Spiral og Tragic með Bozzio, Levin, Stevens.
(Verulega svöl)
•Don't Panic með Coldplay.
(Kveikir alltaf svolítið í mér eftir Garden State)
•Digital Bath með Deftones.
(Hart, en ég elska bara „trommubítið“)
•Passenger með Deftones.
(Maynard J. Keenan gestasöngvari => Getur ekki klikkað)
•When Good Dogs Do Bad Things með The Dillinger Escape Plan.
(Reiðasta lag sem ég hef heyrt - frábært til að peppa sig upp fyrir fótboltaleiki)
•The Spirit Carries On með Dream Theater.
(Svo fallegt og epískt).
•Remembrance og Rampancy Part I : Melancholy eftir Einarus.
(Þegar ég hlustaði á það með gítarpörtunum frá Fran Dagostino, þá fylltist ég miklu gæsahúðarstolti)
•How to Save a Life og Vienna með The Fray.
(H.t.S.a.L. var náttúrulega klikkað í Scrubs)
•Let Go með Frou Frou.
(Garden State aftur að verki)
•Signal to Noise, More Than This, I Grieve, Here Comes the Flood og The Drop með Peter Gabriel.
(Þau gætu jafnvel verið fleiri)
•Good Riddance með Green Day.
(Besta lag Green Day - ekki spurning)
•Just Another Story með Jamiroquai.
(Fönkaðra en næstum því allt)
•Come What May, Tiny Dancer og Can you Feel the Love Tonight eftir Elton John.
(Jaðrar við kvikmyndatónlist en bara of gott til að sleppa því)
•Spain með Bobby McFerrin og Chick Corea.
(Magnað dúó)
•Part of Your World eftir Alan Menken.
(Reyndar úr teiknimynd en það verðskuldar að vera hérna)
•Everloving með Moby.
(Massívt)
•No Manchez Mi Vida með Molotov.
(Mexíkóskt rokkrapp eins og það gerist best... held ég)
•Retrovertigo með Mr. Bungle.
(Aðgengilegt en samt svo yndislega öðruvísi)
•Da Pacem Domine eftir Arvo Pärt.
(Gullfallegt og róandi)
•We're Not Alone með Peeping Tom.
(Chorusinn er geðveikur!)
•Orestes og The Noose með A Perfect Circle.
(Ein bestu rokklög sem ég hef heyrt)
•Comfortably Numb með Pink Floyd.
(Eina Pink Floyd lagið sem ég elska)
•Who Wants to Live Forever og Too Much Love Will Kill You með Queen.
(Sjitt, hvað hann syngur vel)
•Requiem For Larissa: IV. Largo eftir Valentin Silvestrov.
(Frábært að leggja sig með þetta í eyrunum)
•Bridge Over Troubled Water og The Only Living Boy in New York með Simon & Garfunkel.
(T.O.L.B.i.N.Y.: Garden State að þakka. B.O.T.W.: Það er bara sjúklega gott)
•Love og Father & Daughter með Paul Simon.
(Hann er ekki síðri sóló)
•Rape This Day, God Hates a Coward og Mayday með Tomahawk.
(Sjúklega góð „upppepplög“)
•Chapter Nine með Tomorrow Is Forever.
(Eina Mac Jams lagið sem fær að sitja á listanum (fyrir utan sjálfan mig (að sjálfsögðu (svona til að fá einn sviga í viðbót))))
•Lateralus og Triad með Tool.
(Bara fáránlega gott rokk)
•Soul With a Capital 'S' með Tower of Power.
(Það eina sem er fönkaðra en Just Another Story með Jamiroquai)
•Þar sem háfjöllin heilög rísa og Stúlkan í turninum eftir Tryggva M. Baldvinsson.
(Kemur það einhverjum á óvart?)
Jæja, vá.
Aðeins lengri listi en ég hafði ímyndað mér...
...og aðeins meiri tími sem fór í þetta en ég hélt.
Ef ég fell í sögu á morgun þá kenni ég þeim sem átti hugmyndina að þessu um - sem er a.m.k. ekki Hafsteinn.
2. desember 2007
Andaskinn
Rakst á þetta í dag þegar ég átti að vera að læra.
Hlustaði á þetta nokkrum sinnum á meðan ég var að læra.
Bloggaði svo um þetta þegar ég átti að vera að læra.
Ég nenni ekki að læra lengur...
1. desember 2007
Í tilefni 1. des
Þegar ég var að búa til playlistann „Íslenskt“ í iTunes hjá mér áðan, fékk ég sting fyrir hjartað þegar ég kom að Leoncie...
30. nóvember 2007
Athyglisbrestur
1: Afhommunarnámskeið?!
2: Á laugardaginn klukkan 2.
1: Bíddu, ertu búinn að skrá mig?
2: Drífðu þig bara, þú hefur gott af því.
1: Ertu ekki að grínast, pabbi?
2: Ég er bara að reyna að hjálpa þér.
1: Fyndið að þú skulir kalla þetta að hjálpa...
2: Grín er mér ekki ofarlega í huga akkúrat núna.
1: Hættu þá að segja svona ömurlega brandara!
2: Indriði minn, ég held bara að þetta sé rétta lausnin.
1: Í guðanna bænum, pabbi!
2: Jonni bróðir sendi Ragnar á þetta námskeið og nú er hann fullkomlega heilbrigður.
1: Klamydía er sjúkdómur, pabbi - samkynhneigð er það ekki!
2: Langar þig ekki að læknast?
1: Maður getur ekki „læknast“ af samkynhneigð!
2: Neikvæðni hjálpar a.m.k. ekki til!
1: Ofboðslega ertu mikill fáviti!
2: Ógeðslega ert þú þrjóskur!
1: Pabbi, þrjóska tengist málinu ekki neitt - ég er bara svona og get ekkert breytt því.
2: Ragnar gat það...
1: Strákurinn er 14 ára; Hvað veit hann?!
2: Tólf... og hann veit greinilega nóg til að gera sér grein fyrir því að heimurinn hatar homma!
1: Umburðarlyndið í hámarki, heyri ég...
2: Útskýrðu bara fyrir mér af hverju þú vilt ekki verða betri manneskja.
1: Vilt þú ekki frekar segja mér af hverju þú ert svona sjúklega mikið á móti hommum?
2: Yngri bræður mínir eru báðir hommar...
1: Ýmir og Mímir?!
2: Þeir komu út sama dag og ég útskrifaðist úr menntó; Stálu allri athyglinni, helvískir...
1: ... Æ, greyið litla að hafa lent í svona skelfilegri lífsreynslu...
2: Öllum er illa við kaldhæðna homma.
Ég ætti kannski að fara að fylgjast með í jarðfræði í stað þess að skrifa svona vitleysu...
P.S. Það er nákvæmlega engin sérstök ástæða fyrir þessu dramatíska stafrófsleikriti... fyrsta orðið passaði bara vel inn og framhaldið þróaðist út frá því.
2: Á laugardaginn klukkan 2.
1: Bíddu, ertu búinn að skrá mig?
2: Drífðu þig bara, þú hefur gott af því.
1: Ertu ekki að grínast, pabbi?
2: Ég er bara að reyna að hjálpa þér.
1: Fyndið að þú skulir kalla þetta að hjálpa...
2: Grín er mér ekki ofarlega í huga akkúrat núna.
1: Hættu þá að segja svona ömurlega brandara!
2: Indriði minn, ég held bara að þetta sé rétta lausnin.
1: Í guðanna bænum, pabbi!
2: Jonni bróðir sendi Ragnar á þetta námskeið og nú er hann fullkomlega heilbrigður.
1: Klamydía er sjúkdómur, pabbi - samkynhneigð er það ekki!
2: Langar þig ekki að læknast?
1: Maður getur ekki „læknast“ af samkynhneigð!
2: Neikvæðni hjálpar a.m.k. ekki til!
1: Ofboðslega ertu mikill fáviti!
2: Ógeðslega ert þú þrjóskur!
1: Pabbi, þrjóska tengist málinu ekki neitt - ég er bara svona og get ekkert breytt því.
2: Ragnar gat það...
1: Strákurinn er 14 ára; Hvað veit hann?!
2: Tólf... og hann veit greinilega nóg til að gera sér grein fyrir því að heimurinn hatar homma!
1: Umburðarlyndið í hámarki, heyri ég...
2: Útskýrðu bara fyrir mér af hverju þú vilt ekki verða betri manneskja.
1: Vilt þú ekki frekar segja mér af hverju þú ert svona sjúklega mikið á móti hommum?
2: Yngri bræður mínir eru báðir hommar...
1: Ýmir og Mímir?!
2: Þeir komu út sama dag og ég útskrifaðist úr menntó; Stálu allri athyglinni, helvískir...
1: ... Æ, greyið litla að hafa lent í svona skelfilegri lífsreynslu...
2: Öllum er illa við kaldhæðna homma.
Ég ætti kannski að fara að fylgjast með í jarðfræði í stað þess að skrifa svona vitleysu...
P.S. Það er nákvæmlega engin sérstök ástæða fyrir þessu dramatíska stafrófsleikriti... fyrsta orðið passaði bara vel inn og framhaldið þróaðist út frá því.
28. nóvember 2007
Fórnarlamb skammdegisins
Ekki ég.
Mér finnst skammdegið soldið huggulegt.
Bloggið, aftur á móti, er orðið öllu litlausara og kaldara.
En mun svalara fyrir vikið.
Hressti einnig upp á linkana hér til hægri og skellti líka inn þessari fínu mynd sem ég tók úr garðinum mínum í síðustu viku.
Gaman að því.
Langaði bara að koma þessu á framfæri...
Mér finnst skammdegið soldið huggulegt.
Bloggið, aftur á móti, er orðið öllu litlausara og kaldara.
En mun svalara fyrir vikið.
Hressti einnig upp á linkana hér til hægri og skellti líka inn þessari fínu mynd sem ég tók úr garðinum mínum í síðustu viku.
Gaman að því.
Langaði bara að koma þessu á framfæri...
27. nóvember 2007
Skammir
Nú ætla ég að skamma nokkra aðila. Vonið bara að þið séuð ekki á eftirfarandi lista.
Baldvin, sóknarmaður Berserkja og MR-ingur:
Ekki vera svona stór, maður!
Sæbjörn Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins:
2 stjörnur fyrir „Dan in Real Life“? Hún á klárlega meira skilið! Og ég hef ekki enn fyrirgefið þér fyrir „V for Vendetta“ yfirdrullið!
Manchester United, knattspyrnulið:
Hvað eruð þið að gera að tapa fyrir Bolton? Skamm!
Svalldóra, bróðir minn og mágkona:
Það líður lengri tími milli blogga hjá ykkur en mér! Og þá er mikið sagt!
Einar, fullkomin og umfram allt hógvær mannvera:
Hættu að blogga eitthvað út í loftið og drullastu til að læra!
Baldvin, sóknarmaður Berserkja og MR-ingur:
Ekki vera svona stór, maður!
Sæbjörn Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins:
2 stjörnur fyrir „Dan in Real Life“? Hún á klárlega meira skilið! Og ég hef ekki enn fyrirgefið þér fyrir „V for Vendetta“ yfirdrullið!
Manchester United, knattspyrnulið:
Hvað eruð þið að gera að tapa fyrir Bolton? Skamm!
Svalldóra, bróðir minn og mágkona:
Það líður lengri tími milli blogga hjá ykkur en mér! Og þá er mikið sagt!
Einar, fullkomin og umfram allt hógvær mannvera:
Hættu að blogga eitthvað út í loftið og drullastu til að læra!
25. nóvember 2007
Note to self:
Aldrei nokkurn tímann, undir neinum kringumstæðum, ætla ég aftur að djamma langt fram á nótt kvöldið fyrir fótboltaleik.
Skamm, skamm, Einar.
Það breytir því samt ekki að við „ownuðum“ leikinn.
Skamm, skamm, Einar.
Það breytir því samt ekki að við „ownuðum“ leikinn.
20. nóvember 2007
Úps
Ég ætlaði ekkert að blogga. Ég hafði hugsað mér að gera það en hætti við á síðustu stundu.
En hvað gerist?
Ég rek mig í eitthvað og birti þar af leiðandi bloggið mitt. Sem innihélt ekkert. Nákvæmlega ekki neitt.
En það er náttúrulega ekkert nema gígantísk sóun á uppbyggilegu internetplássi, þið vitið - eitthvað heilsusamlegt til að vega upp á móti magni viðbjóðs, sem hægt er að finna alltof auðveldlega. M.a.s. þegar maður er ekki að reyna.
Þannig að vissu leyti má túlka þetta aðgerðarleysisleysi mitt sem tilraun til að gera heiminn að betri stað. A.m.k. vefheiminn.
Mikið djöfull er ég göfugur.
En hvað gerist?
Ég rek mig í eitthvað og birti þar af leiðandi bloggið mitt. Sem innihélt ekkert. Nákvæmlega ekki neitt.
En það er náttúrulega ekkert nema gígantísk sóun á uppbyggilegu internetplássi, þið vitið - eitthvað heilsusamlegt til að vega upp á móti magni viðbjóðs, sem hægt er að finna alltof auðveldlega. M.a.s. þegar maður er ekki að reyna.
Þannig að vissu leyti má túlka þetta aðgerðarleysisleysi mitt sem tilraun til að gera heiminn að betri stað. A.m.k. vefheiminn.
Mikið djöfull er ég göfugur.
14. nóvember 2007
Leiðréttingar
Ég hef ákveðið að nota þennan miðil minn í að leiðrétta nokkur atriði sem virðast vera algjör misskilningur.
1. Ég er EKKI hættur að blogga, langt í frá. Þannig að, Sía, þú þarft alls ekki að eyða mér úr eftirlætisfrændaminninu. Þú þarft ekki einu sinni að eyða mér úr bookmarks.
2. Ég er EKKI svona feitur um kálfana. Ég er meiddur og bólginn.
3. Litli færanlegi lampaskermurinn heima hjá mér er EKKI einhver klikkuð tækninýjug. Þetta er hún litla vesalings Loppa mín.
4. Ég er EKKI með bíladellu. Furðulegt hvað margir gera ráð fyrir því.
5. Ég er EKKI að trassa fótboltaæfingar. Sjá útskýringu við lið 2.
6. Justin Timberlake er EKKI skemmtilegur tónlistarmaður. Nei nei.
7.Ég er EKKI herra Norðurland. Löng saga. Spyrjið mig endilega út í hana þegar þið hittið mig.
Og þar hafið þið það.
1. Ég er EKKI hættur að blogga, langt í frá. Þannig að, Sía, þú þarft alls ekki að eyða mér úr eftirlætisfrændaminninu. Þú þarft ekki einu sinni að eyða mér úr bookmarks.
2. Ég er EKKI svona feitur um kálfana. Ég er meiddur og bólginn.
3. Litli færanlegi lampaskermurinn heima hjá mér er EKKI einhver klikkuð tækninýjug. Þetta er hún litla vesalings Loppa mín.
4. Ég er EKKI með bíladellu. Furðulegt hvað margir gera ráð fyrir því.
5. Ég er EKKI að trassa fótboltaæfingar. Sjá útskýringu við lið 2.
6. Justin Timberlake er EKKI skemmtilegur tónlistarmaður. Nei nei.
7.Ég er EKKI herra Norðurland. Löng saga. Spyrjið mig endilega út í hana þegar þið hittið mig.
Og þar hafið þið það.
2. nóvember 2007
Tímamót
Hér með er fyrsta skólabloggið mitt á ferlinum hafið.
Erfitt það er rétta úrlausn að fá,
-andskotans torskildi fjári!
Tröllslegt hefur hann tak mér á,
talningarfræðinnar ári.
Og hér með lýkur þessu sama merkisbloggi.
...og húrra fyrir því.
Erfitt það er rétta úrlausn að fá,
-andskotans torskildi fjári!
Tröllslegt hefur hann tak mér á,
talningarfræðinnar ári.
Og hér með lýkur þessu sama merkisbloggi.
...og húrra fyrir því.
26. október 2007
25. október 2007
"Down"-heilkenni
Ég held að sorgmæddasta vera í heimi (kannski fyrir utan þennan) sé helvítis kallinn í hraðamælingarskiltinu á Suðurnesvegi.
Hann er bara ALLTAF í einhverri helvítis fýlu.
Bölvaður ræfillinn.
Hann er bara ALLTAF í einhverri helvítis fýlu.
Bölvaður ræfillinn.
16. október 2007
Deja Vu?
Eftir fótboltaæfingu gærkvöldsins er afar kunnugleg sveigja á nefinu á mér. Hún er ekki eðlileg og orsakast af olnboganum á ónefndum samherja mínum hvern ég fékk af þónokkru afli í andlitið á mér.
Nú er nefið á mér skakkt. Aftur.
Nú er mér illt í nefinu. Aftur.
Nú mun ég þurfa að ganga í gegnum helvítis réttingaraðgerðina. Aftur.
Deja Vu er ekki vinur minn.
P.S. Þetta blogg er tileinkað skónum hennar Alex. Það er kannski ekki jafnlangt og skóhælarnir eru, en ég vona að þetta dugi.
:)
Nú er nefið á mér skakkt. Aftur.
Nú er mér illt í nefinu. Aftur.
Nú mun ég þurfa að ganga í gegnum helvítis réttingaraðgerðina. Aftur.
Deja Vu er ekki vinur minn.
P.S. Þetta blogg er tileinkað skónum hennar Alex. Það er kannski ekki jafnlangt og skóhælarnir eru, en ég vona að þetta dugi.
:)
14. október 2007
Gleymska
Einhvern tímann í dag fékk ég góða hugmynd að örbloggi. Hugmyndin var fyndin og stutt - uppfyllir öll skilyrði fyrir gott örblogg.
En nú man ég ekki hver hugmyndin var, þannig að þetta örblogg verður að nægja í bili. En það uppfyllir aðeins annað skilyrðið...
...og getið nú!
En nú man ég ekki hver hugmyndin var, þannig að þetta örblogg verður að nægja í bili. En það uppfyllir aðeins annað skilyrðið...
...og getið nú!
26. september 2007
Heimferð
„Fyrirgefðu, en þetta er ekki stysta leiðin út á Nes!“
Strax og ég hafði sagt þetta og sá hlátursblandinn hneykslunarsvipinn á fólkinu í kringum gerði ég mér grein fyrir mistökum mínum. Ég var búinn að gleyma því hvernig það var að sitja í strætó.
Ég þagnaði samstundis og ákvað þess í stað, í tilraun til að forðast stingandi augnaráð gömlu konunnar sem sat á móti mér, að stara á beyglaða stuðarann á Toyotunni við hliðina á strætónum. Sú tilraun heppnaðist ekki. Ég fann fyrir augnaráði hennar á eyranu á mér.
Ég leit frá glugganum og á konuna. Hún blikkaði ekki einu sinni. Starði bara á mig í gegnum rautt, úfið hárið og þykkt strætóloftið. Þetta var farið að verða ansi óþægilegt. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvaða ástæðu hún gæti haft fyrir þessari einhliða störukeppni sinni. Hún var varla svona hneyksluð á vingjarnlegu ábendingunni minni til bílsjórans. Það var ekki mögulegt. Eða hvað?
Það var eitthvað við hana sem sagði mér að hún væri tíður gestur í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins. Kannski var það snjáða, græna dúnúlpan sem hún var í eða Krónupokinn sem hún ríghélt í þar sem hún sat grafkyrr í sætinu sínu og starði inn í höfuðið á mér. Ég reyndi að sjá hvað var í pokanum en miðað við það hvernig hún ríghélt í hann hafði hún greinilega ákveðið að það skyldi enginn gera.
Og enn starði hún.
Ég var farinn að svitna óþægilega mikið. Svo mikið að ég skildi í rauninni ekki af hverju unga stelpan sem sat við hliðina á mér var ekki búinn að færa sig. En hún sat sem fastast og fiktaði í farsímanum sínum og virtist ekki einu sinni taka eftir gömlu konunni. Hvernig fór hún eiginlega að því? Miðað við einbeitingarsvip gömlu konunnar kom það mér á óvart að það heyrðist ekki í augnaráðinu kljúfa loftið. Ég gat ekki verið sá eini sem tók eftir henni. Eftir að hafa litið stuttlega yfir hópinn sá ég að mér skjátlaðist. Allir aðrir voru að hugsa um eitthvað allt annað.
Ég, aftur á móti, gat ekki hugsað um neitt. Hún var farinn að brenna hugsanir mínar jafnóðum og þær urðu til. „Hvað gæti helvítis kellingin verið að hugsa?“ hugsaði ég. En sá þankagangur náði ekki lengra.
Ég prófaði að loka augunum. Ég lokaði þeim svo fast að mig verkjaði, en samt sá ég augun í konunni. Þau voru gróin föst í heilann á mér. Ég lokaði þeim enn fastar og hugsaði aldrei um það hve heimskulegur ég hlyti að líta út. Ég gat það hvort sem er ekki.
Skyndilega opnaði ég augun. Það var ekki mín ákvörðun. Háværi dynkurinn olli því. Ég leit rakleiðis á gömlu konunna og mér til mikillar furðu var Krónupokinn ekki lengur grafinn í fangið á henni. Hann lá nú yfir hnén á henni og innihaldið hafði dottið í gólfið með látum.
Þrjár bjórflöskur rúlluðu nú fram og aftur við fætur hennar í takt við beygjur strætósins. Í pokanum sást svo glitta í tvær til viðbótar sem og litla flösku af hóstasafti. En konan hafði engan áhuga á flöskunum sínum. Hún sat bara sem fastast og boraði smám saman í gegnum höfuðið á mér.
Unga stelpan við hliðina á mér hafði nú litið upp frá símanum sínum. Hún beygði sig fram í sætinu og tók upp eina flöskuna. Af svipnum að dæma var stelpan ekki byrjuð í menntaskóla ennþá. Hún virti fyrir sér flöskuna í andartak áður en hún rétti gömlu konunni.
„Fyrirgefðu, en þú misstir þetta.“
Gamla konan ansaði engu og hélt áfram að kveikja í hugsunum mínum.
„Fyrirgefðu,“ endurtók unga stelpan, „þú misstir flöskuna þína!“
Gamla konan hreyfði sig ekki.
Unga stelpan sveiflaði flöskunni létt fyrir framan hrukkótt andlit gömlu konunnar í leit að viðbrögðum. Hún fann engin.
Nú fóru fleiri farþegar að veita gömlu konunni eftirtekt. Áhugaleysi hennar kom öllum til mikillar furðu. Venjulega myndi fólk sýna einhver viðbrögð við því að vera með skítuga bjórflösku nokkrum sentímetrum frá nefinu á sér, ef ekki nema að skilja eftir smá móðu á glerinu.
Ég var greinilega ekki sá eini sem tók eftir því því nú stóð lágvaxinn, herðabreiður maður og gekk hröðum, litlum skrefum í átt að gömlu konunni. Hann bað ungu stelpuna um að færa sig frá, greip um handlegg konunnar - sem ennþá sýndi enginn viðbrögð og starði sem fastast inn í höfuðið á mér - og leit á úrið sitt.
Eftir nokkrar sekúndur af algjörri dauðaþögn andvarpaði maðurinn. Hann sleppti hönd konunnar. Stóð því næst upp, hallaði sér að henni, lagði höndina yfir andlit hennar og lokaði augunum.
Loksins friður.
-Einar S. Tryggvason
(Taka skal fram að þetta er 98% skáldskapur - ég fór í alvörunni í strætó í dag.)
Strax og ég hafði sagt þetta og sá hlátursblandinn hneykslunarsvipinn á fólkinu í kringum gerði ég mér grein fyrir mistökum mínum. Ég var búinn að gleyma því hvernig það var að sitja í strætó.
Ég þagnaði samstundis og ákvað þess í stað, í tilraun til að forðast stingandi augnaráð gömlu konunnar sem sat á móti mér, að stara á beyglaða stuðarann á Toyotunni við hliðina á strætónum. Sú tilraun heppnaðist ekki. Ég fann fyrir augnaráði hennar á eyranu á mér.
Ég leit frá glugganum og á konuna. Hún blikkaði ekki einu sinni. Starði bara á mig í gegnum rautt, úfið hárið og þykkt strætóloftið. Þetta var farið að verða ansi óþægilegt. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvaða ástæðu hún gæti haft fyrir þessari einhliða störukeppni sinni. Hún var varla svona hneyksluð á vingjarnlegu ábendingunni minni til bílsjórans. Það var ekki mögulegt. Eða hvað?
Það var eitthvað við hana sem sagði mér að hún væri tíður gestur í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins. Kannski var það snjáða, græna dúnúlpan sem hún var í eða Krónupokinn sem hún ríghélt í þar sem hún sat grafkyrr í sætinu sínu og starði inn í höfuðið á mér. Ég reyndi að sjá hvað var í pokanum en miðað við það hvernig hún ríghélt í hann hafði hún greinilega ákveðið að það skyldi enginn gera.
Og enn starði hún.
Ég var farinn að svitna óþægilega mikið. Svo mikið að ég skildi í rauninni ekki af hverju unga stelpan sem sat við hliðina á mér var ekki búinn að færa sig. En hún sat sem fastast og fiktaði í farsímanum sínum og virtist ekki einu sinni taka eftir gömlu konunni. Hvernig fór hún eiginlega að því? Miðað við einbeitingarsvip gömlu konunnar kom það mér á óvart að það heyrðist ekki í augnaráðinu kljúfa loftið. Ég gat ekki verið sá eini sem tók eftir henni. Eftir að hafa litið stuttlega yfir hópinn sá ég að mér skjátlaðist. Allir aðrir voru að hugsa um eitthvað allt annað.
Ég, aftur á móti, gat ekki hugsað um neitt. Hún var farinn að brenna hugsanir mínar jafnóðum og þær urðu til. „Hvað gæti helvítis kellingin verið að hugsa?“ hugsaði ég. En sá þankagangur náði ekki lengra.
Ég prófaði að loka augunum. Ég lokaði þeim svo fast að mig verkjaði, en samt sá ég augun í konunni. Þau voru gróin föst í heilann á mér. Ég lokaði þeim enn fastar og hugsaði aldrei um það hve heimskulegur ég hlyti að líta út. Ég gat það hvort sem er ekki.
Skyndilega opnaði ég augun. Það var ekki mín ákvörðun. Háværi dynkurinn olli því. Ég leit rakleiðis á gömlu konunna og mér til mikillar furðu var Krónupokinn ekki lengur grafinn í fangið á henni. Hann lá nú yfir hnén á henni og innihaldið hafði dottið í gólfið með látum.
Þrjár bjórflöskur rúlluðu nú fram og aftur við fætur hennar í takt við beygjur strætósins. Í pokanum sást svo glitta í tvær til viðbótar sem og litla flösku af hóstasafti. En konan hafði engan áhuga á flöskunum sínum. Hún sat bara sem fastast og boraði smám saman í gegnum höfuðið á mér.
Unga stelpan við hliðina á mér hafði nú litið upp frá símanum sínum. Hún beygði sig fram í sætinu og tók upp eina flöskuna. Af svipnum að dæma var stelpan ekki byrjuð í menntaskóla ennþá. Hún virti fyrir sér flöskuna í andartak áður en hún rétti gömlu konunni.
„Fyrirgefðu, en þú misstir þetta.“
Gamla konan ansaði engu og hélt áfram að kveikja í hugsunum mínum.
„Fyrirgefðu,“ endurtók unga stelpan, „þú misstir flöskuna þína!“
Gamla konan hreyfði sig ekki.
Unga stelpan sveiflaði flöskunni létt fyrir framan hrukkótt andlit gömlu konunnar í leit að viðbrögðum. Hún fann engin.
Nú fóru fleiri farþegar að veita gömlu konunni eftirtekt. Áhugaleysi hennar kom öllum til mikillar furðu. Venjulega myndi fólk sýna einhver viðbrögð við því að vera með skítuga bjórflösku nokkrum sentímetrum frá nefinu á sér, ef ekki nema að skilja eftir smá móðu á glerinu.
Ég var greinilega ekki sá eini sem tók eftir því því nú stóð lágvaxinn, herðabreiður maður og gekk hröðum, litlum skrefum í átt að gömlu konunni. Hann bað ungu stelpuna um að færa sig frá, greip um handlegg konunnar - sem ennþá sýndi enginn viðbrögð og starði sem fastast inn í höfuðið á mér - og leit á úrið sitt.
Eftir nokkrar sekúndur af algjörri dauðaþögn andvarpaði maðurinn. Hann sleppti hönd konunnar. Stóð því næst upp, hallaði sér að henni, lagði höndina yfir andlit hennar og lokaði augunum.
Loksins friður.
-Einar S. Tryggvason
(Taka skal fram að þetta er 98% skáldskapur - ég fór í alvörunni í strætó í dag.)
19. september 2007
Daglegt líf
Er til verri byrjun á skóladegi en að...
...mæta of seint,
...fatta að maður gleymdi mikilvægum bókum,
...vera rekinn út úr tíma fyrir smámuni,
...gleyma því að maður átti að flytja fyrirlestur þennan dag,
...sparka fast í þröskuld á leið í hádegishlé,
...vera að lokum hafnað af stelpunni sem maður er hrifinn af?
Ég held ekki.
Þess vegna er ég helvíti feginn því að minn dagur var ekki svona.
Mig langaði bara að koma því á framfæri.
P.S. Á meðan ég man - hrós dagsins fær Baldvin Kári Sveinbjörnsson fyrir framúrskarandi leik í Veðramótum :)
...mæta of seint,
...fatta að maður gleymdi mikilvægum bókum,
...vera rekinn út úr tíma fyrir smámuni,
...gleyma því að maður átti að flytja fyrirlestur þennan dag,
...sparka fast í þröskuld á leið í hádegishlé,
...vera að lokum hafnað af stelpunni sem maður er hrifinn af?
Ég held ekki.
Þess vegna er ég helvíti feginn því að minn dagur var ekki svona.
Mig langaði bara að koma því á framfæri.
P.S. Á meðan ég man - hrós dagsins fær Baldvin Kári Sveinbjörnsson fyrir framúrskarandi leik í Veðramótum :)
11. september 2007
Bissí deis!
Alvöru-Einar og Blogg-Einar eru líklega að miklu leyti andhverfur hvors annars. A.m.k. lítur það út fyrir að svo sé. Til að mynda hefur Blogg-Einar ekki gert sjitt í heillangan tíma en á meðan hefur Alvöru-Einar farið hamförum í aðgerðum og stússi.
Fyrst ber að nefna Busadaginn og -kvöldið.
Ég vil ennþá meina að Busavígsla MRinga sé ein svalasta hefð sem ég hef orðið vitni að og hún er bara svalari þegar maður horfir á hana klæddur í tóga. Og málaður. Og ofboðslega reiður út í busakvikindin. Þegar „O Fortuna“ fer á fullt flug og við byrjum öll að öskra á leiðinni upp göngustíginn að MR þá fékk ég svo svakalega gæsahúð að það var ekki fyndið. Og ég neita að trúa því að það hafi nokkuð með það að gera að ég var ekki í neinu nema nærbuxum, laki og sandölum í rigningu og íslenskri septembergolu.
Ég hef sjaldan glaðst svo mikið yfir hræðslu annarra.
Seinna sama dag hófst svo partýið. Sjötti Z og þriðji I fögnuðu þá saman í veislu þar sem drykkjuhlutfallið var tógaklæddum sjötta bekk mjög í hag. Eðlilega.
En til að gera langa og æðislega skemmtilega sögu mjög stutta og frekar óspennandi þá er þetta eflaust besta fyrirpartý sem ég hef farið í. Ballið var aftur á móti ekkert æðislegt, en þá sigtar maður þá minningu bara í burtu.
Föstudagurinn byrjaði á afskaplega þreyttum, mygluðum og hljóðum skóladegi, sem er ekki óalgengt eftir böll sem þessi. En ég var nokkuð hress. Ég þurfti að vera nokkuð hress þar sem mín beið annað partý um kvöldið: Lokahóf meistaraflokks Álftaness.
Eins og við má búast frá slíkum íþróttapartýum var fátt annað gert en að drekka, borða, drekka, reykja og skemmta sér - oftar en ekki við það að drekka. Einhvers staðar á milli atriða í þessu stífa prógrammi var svo verðlaunaafhending. Veitt voru verðlaun fyrir:
Ljótasta mark ársins: Guðbjörn Sæmundsson.
Flottasta mark ársins: Ómar „Bangsi“ Rafnsson.
Gullkorn ársins: Yðar einlægur. („Ég finn greindarvísitöluna mína lækka við það að hlusta á þá tala saman!“)
Vinsælasti leikmaðurinn: Ragnar Arinbjarnarson.
Mestu framfarir: Yðar einlægur.
Leikmaður ársins: Andri Janusson.
Þannig að þið getið ímyndað ykkur hvort ég var ekki ánægður þetta kvöld.
En þegar verðlaunaafhendingu var lokið hélt teitið áfram þar til þar var búið, enda er það venjan með partý.
Laugardagurinn byrjaði svo eldsnemma á fótbolta uppi í Mosfellsbæ á Firmamóti. En vegna atburða kvöldsins á undan var frammistaða mín þar ekkert sem ég ætla að minnast á - því annars gæti ég þurft að skila bikarnum mínum. Ég ætla líka að sleppa því að minnast á landsleikinn sem ég fór á vegna spælingar. Og fyrst ég er í því að minnast ekki á hluti þá ætla ég ekkert að minnast á chillið/rúntinn um kvöldið með Partýpleis-fólkinu, tölvuleikinn sem ég keypti mér í gær og hef verið að spila síðan - eða svo gott sem - og ég ætla alls ekki að minnast á fyrstu æfinguna mína sem þjálfari 8. flokks barna á Álftanesi. Enda var hún svo fámenn og róleg að ef ég myndi minnast á hana, þá mynduð þið biðja mig um að hafa aldrei gert það. Sem ég er að gera - eða... ekki.
...ég er að fá hausverk....
Fyrst ber að nefna Busadaginn og -kvöldið.
Ég vil ennþá meina að Busavígsla MRinga sé ein svalasta hefð sem ég hef orðið vitni að og hún er bara svalari þegar maður horfir á hana klæddur í tóga. Og málaður. Og ofboðslega reiður út í busakvikindin. Þegar „O Fortuna“ fer á fullt flug og við byrjum öll að öskra á leiðinni upp göngustíginn að MR þá fékk ég svo svakalega gæsahúð að það var ekki fyndið. Og ég neita að trúa því að það hafi nokkuð með það að gera að ég var ekki í neinu nema nærbuxum, laki og sandölum í rigningu og íslenskri septembergolu.
Ég hef sjaldan glaðst svo mikið yfir hræðslu annarra.
Seinna sama dag hófst svo partýið. Sjötti Z og þriðji I fögnuðu þá saman í veislu þar sem drykkjuhlutfallið var tógaklæddum sjötta bekk mjög í hag. Eðlilega.
En til að gera langa og æðislega skemmtilega sögu mjög stutta og frekar óspennandi þá er þetta eflaust besta fyrirpartý sem ég hef farið í. Ballið var aftur á móti ekkert æðislegt, en þá sigtar maður þá minningu bara í burtu.
Föstudagurinn byrjaði á afskaplega þreyttum, mygluðum og hljóðum skóladegi, sem er ekki óalgengt eftir böll sem þessi. En ég var nokkuð hress. Ég þurfti að vera nokkuð hress þar sem mín beið annað partý um kvöldið: Lokahóf meistaraflokks Álftaness.
Eins og við má búast frá slíkum íþróttapartýum var fátt annað gert en að drekka, borða, drekka, reykja og skemmta sér - oftar en ekki við það að drekka. Einhvers staðar á milli atriða í þessu stífa prógrammi var svo verðlaunaafhending. Veitt voru verðlaun fyrir:
Ljótasta mark ársins: Guðbjörn Sæmundsson.
Flottasta mark ársins: Ómar „Bangsi“ Rafnsson.
Gullkorn ársins: Yðar einlægur. („Ég finn greindarvísitöluna mína lækka við það að hlusta á þá tala saman!“)
Vinsælasti leikmaðurinn: Ragnar Arinbjarnarson.
Mestu framfarir: Yðar einlægur.
Leikmaður ársins: Andri Janusson.
Þannig að þið getið ímyndað ykkur hvort ég var ekki ánægður þetta kvöld.
En þegar verðlaunaafhendingu var lokið hélt teitið áfram þar til þar var búið, enda er það venjan með partý.
Laugardagurinn byrjaði svo eldsnemma á fótbolta uppi í Mosfellsbæ á Firmamóti. En vegna atburða kvöldsins á undan var frammistaða mín þar ekkert sem ég ætla að minnast á - því annars gæti ég þurft að skila bikarnum mínum. Ég ætla líka að sleppa því að minnast á landsleikinn sem ég fór á vegna spælingar. Og fyrst ég er í því að minnast ekki á hluti þá ætla ég ekkert að minnast á chillið/rúntinn um kvöldið með Partýpleis-fólkinu, tölvuleikinn sem ég keypti mér í gær og hef verið að spila síðan - eða svo gott sem - og ég ætla alls ekki að minnast á fyrstu æfinguna mína sem þjálfari 8. flokks barna á Álftanesi. Enda var hún svo fámenn og róleg að ef ég myndi minnast á hana, þá mynduð þið biðja mig um að hafa aldrei gert það. Sem ég er að gera - eða... ekki.
...ég er að fá hausverk....
9. september 2007
29. ágúst 2007
Babelfish.altavista.com
Ljóðrænasti staður á jarðríki.
Leyfið mér að gefa ykkur dæmi:
1. Skrifið einfaldan texta á ensku. Í þessu tilfelli ætla ég að nota textann:
„I am only writing this block of text so I can show you how poetic these words can become once I have translated them back and forth.“
2. Þýðið textabrotið fram og aftur á milli hinna ýmsu tungumála með því að nota Babelfish.
3. Lesið lokaútkomuna á ensku. Í þessu tilfelli breytist textabrotið í:
„I write only this block from test can you show that, how much poetic this tests you can have translated me of starmi very in former times forward and backwards.“
4. Verið dolfallinn yfir dýptinni og dulúðinni í hinu nýja textabroti. (Eða skellið upp úr - það er ekki óeðlilegt.)
Mig langar afskaplega mikið að semja lag með slíkum texta...
Leyfið mér að gefa ykkur dæmi:
1. Skrifið einfaldan texta á ensku. Í þessu tilfelli ætla ég að nota textann:
„I am only writing this block of text so I can show you how poetic these words can become once I have translated them back and forth.“
2. Þýðið textabrotið fram og aftur á milli hinna ýmsu tungumála með því að nota Babelfish.
3. Lesið lokaútkomuna á ensku. Í þessu tilfelli breytist textabrotið í:
„I write only this block from test can you show that, how much poetic this tests you can have translated me of starmi very in former times forward and backwards.“
4. Verið dolfallinn yfir dýptinni og dulúðinni í hinu nýja textabroti. (Eða skellið upp úr - það er ekki óeðlilegt.)
Mig langar afskaplega mikið að semja lag með slíkum texta...
28. ágúst 2007
22. ágúst 2007
Tjútt og tan og léleg slagorð!
Já, lífið getur loksins haldið áfram - ég er kominn heim.
Og aðeins of snemma ef ég á að vera hreinskilinn.
Ein vika var kannski aðeins of stutt. Hún leið a.m.k. aðeins of hratt fyrir minn smekk.
Kannski vegna þess að rútínan var svo regluleg og skemmtileg, ég veit það ekki. En hún var semsagt í grófum dráttum svona:
1. Vakna upp úr hádegi.
2. Leggjast út á sólbekk/strönd með bók og liggja í leti í nokkurn tíma.
3. Fara inn á herbergi í smástund, þrífa sig og jafnvel leggja sig aðeins.
4. Fá sér að borða einhvers staðar.
5. Fara út á svalir heima á hóteli með nóg af "vökva".
6. Halda niður í bæ í leit að meiri "vökva".
7. Koma heim milli 6 og 8, stúta vatni í lítravís og skríða upp í rúm.
8. Endurtaka skref 1-7.
Þó var fleira að finna á Tene en "vökva" og sól. Þar voru líka háværar, pirrandi apabrúður sem öskruðu úr sér sitt litla mekaníska líf, litlir hraðskreiðir kakkalakkar, uppáþrengjandi starfsfólk skemmtistaða, svartir gleraugna- og úrsalar sem höfðu á einhvern ótrúlegan hátt fundið upp nýja leið til viðskipta; þeir gefa manni fríar vörur gegn því að við gefum þeim einhverja smá skiptimynt. Það er það minnsta sem maður getur gert fyrir fríar vörur, ekki satt?
Og ekki má gleyma hinum fríða flokki nemenda Lærða skólans í Reykjavík sem varla var hægt að tvífóta fyrir.Þar á meðal var að finna:
a) fólk sem ég þekki vel
b) fólk sem ég kannaðist við
c) fólk sem ég hafði aldrei talað við áður.
Síðasti flokkurinn var eiginlega sá sem gerði ferðina eins skemmtilega og raun bar vitni.
En til að gera langa sögu mjög stutta:
Besta útlandaferð lífs míns.
Og aðeins of snemma ef ég á að vera hreinskilinn.
Ein vika var kannski aðeins of stutt. Hún leið a.m.k. aðeins of hratt fyrir minn smekk.
Kannski vegna þess að rútínan var svo regluleg og skemmtileg, ég veit það ekki. En hún var semsagt í grófum dráttum svona:
1. Vakna upp úr hádegi.
2. Leggjast út á sólbekk/strönd með bók og liggja í leti í nokkurn tíma.
3. Fara inn á herbergi í smástund, þrífa sig og jafnvel leggja sig aðeins.
4. Fá sér að borða einhvers staðar.
5. Fara út á svalir heima á hóteli með nóg af "vökva".
6. Halda niður í bæ í leit að meiri "vökva".
7. Koma heim milli 6 og 8, stúta vatni í lítravís og skríða upp í rúm.
8. Endurtaka skref 1-7.
Þó var fleira að finna á Tene en "vökva" og sól. Þar voru líka háværar, pirrandi apabrúður sem öskruðu úr sér sitt litla mekaníska líf, litlir hraðskreiðir kakkalakkar, uppáþrengjandi starfsfólk skemmtistaða, svartir gleraugna- og úrsalar sem höfðu á einhvern ótrúlegan hátt fundið upp nýja leið til viðskipta; þeir gefa manni fríar vörur gegn því að við gefum þeim einhverja smá skiptimynt. Það er það minnsta sem maður getur gert fyrir fríar vörur, ekki satt?
Og ekki má gleyma hinum fríða flokki nemenda Lærða skólans í Reykjavík sem varla var hægt að tvífóta fyrir.Þar á meðal var að finna:
a) fólk sem ég þekki vel
b) fólk sem ég kannaðist við
c) fólk sem ég hafði aldrei talað við áður.
Síðasti flokkurinn var eiginlega sá sem gerði ferðina eins skemmtilega og raun bar vitni.
En til að gera langa sögu mjög stutta:
Besta útlandaferð lífs míns.
31. júlí 2007
Heiðarleiki => Powerade
Fótboltaæfing
=>Ganga frá dótinu með Ellunum
=>Finna DVD-disk í mölinni
=>Skila disknum á Bessann
=>Fá Powerade í fundarlaun.
Heiðarleikinn bragðast vel.
=>Ganga frá dótinu með Ellunum
=>Finna DVD-disk í mölinni
=>Skila disknum á Bessann
=>Fá Powerade í fundarlaun.
Heiðarleikinn bragðast vel.
19. júlí 2007
Vikan í 17 orðum á dag
Sunnudagur:
Vaknaði seint, þreyttur, eftir grillið hjá Oddi. Fór í tívolíið og í gott bíó með góðu fólki.
Mánudagur:
Fékk mígrenikast þannig að ég sleppti vinnu. Fór á fótboltaæfingu og hitti seinna sama ofangreinda góða fólk.
Þriðjudagur:
Rólegur vinnudagur. Fór á fótboltaæfingu og meiddi mig í tánni. Bauð góðu fólki í grill og gaman.
Miðvikudagur:
Gerðum *ekkert* í vinnunni. Fékk RayBan sólgleraugun mín úr viðgerð og samdi góða byrjun á nýju lagi.
Fimmtudagur:
Blotnaði í vinnunni. Var mjög illt í tánni en fór samt á fótboltaæfingu. Skrifaði frekar súra bloggfærslu.
Af hverju 17 orð á dag?
...af hverju ekki?
Vaknaði seint, þreyttur, eftir grillið hjá Oddi. Fór í tívolíið og í gott bíó með góðu fólki.
Mánudagur:
Fékk mígrenikast þannig að ég sleppti vinnu. Fór á fótboltaæfingu og hitti seinna sama ofangreinda góða fólk.
Þriðjudagur:
Rólegur vinnudagur. Fór á fótboltaæfingu og meiddi mig í tánni. Bauð góðu fólki í grill og gaman.
Miðvikudagur:
Gerðum *ekkert* í vinnunni. Fékk RayBan sólgleraugun mín úr viðgerð og samdi góða byrjun á nýju lagi.
Fimmtudagur:
Blotnaði í vinnunni. Var mjög illt í tánni en fór samt á fótboltaæfingu. Skrifaði frekar súra bloggfærslu.
Af hverju 17 orð á dag?
...af hverju ekki?
14. júlí 2007
Stereoflipp
Þetta er örugglega eitt það flippaðasta sem ég hef hlustað á.
Setjið á ykkur heyrnatól (það verður að hlusta á þetta í heyrnatólum, annars virkar það ekki), smellið á linkinn hér fyrir ofan, hunsið alla portúgölskuna á síðunni og smellið bara beint á "play" takkann og njótið!
Setjið á ykkur heyrnatól (það verður að hlusta á þetta í heyrnatólum, annars virkar það ekki), smellið á linkinn hér fyrir ofan, hunsið alla portúgölskuna á síðunni og smellið bara beint á "play" takkann og njótið!
10. júlí 2007
Hroki og fáviska
Fólk er fífl.
Þetta er frasi sem ég haft mikla trú á síðustu ár og þá *sérstaklega* í sambandi við internetheiminn. Að sjálfsögðu er þetta ekkert algild regla, því eins og með flestar aðrar reglur (ef ekki allar) eru undantekningar.
Ástæða þess að ég minnist á þetta núna er sú að ég var aðeins í sakleysi mínu að fletta í gegnum www.imdb.com og skoða ýmsar myndir sem og umsagnir um nokkrar þeirra. Það er alveg sama hve góðar myndirnar þykja, það eru alltaf slatti af einstaklingum sem eru mættir til að drulla yfir hlutina.
En ekki misskilja mig. Allir hafa rétt á sínum skoðunum og allt það dæmi. Ef einhver er ekki hrifin af einhverju, þá má sá hinn sami alveg láta það í ljós. Ég veit að ég hef gert það og ég mun halda áfram að gera það (t.d. núna : Mér finnst Dark Side of the Moon með Pink Floyd leiðinlegur). En það er þegar fólk drullar yfir skoðanir annarra og heldur því fram að sínar skoðanir séu þeim æðri sem mér finnst komið nóg.
Ég var sem sagt að lesa umsagnir frá ýmsu fólki um hinar ýmsu myndir, þá sér í lagi Garden State og Oldboy.
Eins og alkunnugt er er Garden State ein af mínum uppáhaldsmyndum og hún hafði einhver áhrif á mig sem engin mynd hefur áður gert. Mér fannst hún bara eitthvað svo hjartnæm og sæt að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þess vegna fer það mjög illa í mig þegar einhver Gummi fyrir vestan segir: "I just want to reiterate how bad this movie is. If you like this movie, then you just haven't seen many movies. This is a cliché, self indulgent, angst ridden high school teen movie.".
Þetta er það sem ég þoli ekki við "fólk" (munið : undantekningar).
Hvaða rétt hefur þessi manneskja til að fullyrða eitthvað svona um kvikmyndasmekk minn (og greinilega marga annarra - Garden State er með 8,0 í einkunn)?
Sömu sögu er að segja af Oldboy. Þarna er mynd sem vakti áhuga minn á erlendum myndum og opnaði fyrir mér nýjar dyr inn í nýjan kvikmyndaheim. Og aftur fer það í mig þegar einhver Sigga fyrir austan segir : "I realized too late that all of the positive reviews are posted by teenage boys. Grow up, boys. Grow up. Go out and see the world."
Ég kýs að telja mig vera nokkuð þroskaðan einstakling og þess vegna verð ég hreinlega pirraður út í slíkar yfirlýsingar.
Kannski eru margir ósammála mér og finnst ég vera að taka þessu of persónulega.
Það er líka bara allt í lagi. Fólki má alveg finnast það. En strax og það fer að gera lítið úr mínum skoðunum þá fæ ég nóg.
Smekkur fólks og skoðanir er ekki rökræðuhæft efni.
Þetta er frasi sem ég haft mikla trú á síðustu ár og þá *sérstaklega* í sambandi við internetheiminn. Að sjálfsögðu er þetta ekkert algild regla, því eins og með flestar aðrar reglur (ef ekki allar) eru undantekningar.
Ástæða þess að ég minnist á þetta núna er sú að ég var aðeins í sakleysi mínu að fletta í gegnum www.imdb.com og skoða ýmsar myndir sem og umsagnir um nokkrar þeirra. Það er alveg sama hve góðar myndirnar þykja, það eru alltaf slatti af einstaklingum sem eru mættir til að drulla yfir hlutina.
En ekki misskilja mig. Allir hafa rétt á sínum skoðunum og allt það dæmi. Ef einhver er ekki hrifin af einhverju, þá má sá hinn sami alveg láta það í ljós. Ég veit að ég hef gert það og ég mun halda áfram að gera það (t.d. núna : Mér finnst Dark Side of the Moon með Pink Floyd leiðinlegur). En það er þegar fólk drullar yfir skoðanir annarra og heldur því fram að sínar skoðanir séu þeim æðri sem mér finnst komið nóg.
Ég var sem sagt að lesa umsagnir frá ýmsu fólki um hinar ýmsu myndir, þá sér í lagi Garden State og Oldboy.
Eins og alkunnugt er er Garden State ein af mínum uppáhaldsmyndum og hún hafði einhver áhrif á mig sem engin mynd hefur áður gert. Mér fannst hún bara eitthvað svo hjartnæm og sæt að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þess vegna fer það mjög illa í mig þegar einhver Gummi fyrir vestan segir: "I just want to reiterate how bad this movie is. If you like this movie, then you just haven't seen many movies. This is a cliché, self indulgent, angst ridden high school teen movie.".
Þetta er það sem ég þoli ekki við "fólk" (munið : undantekningar).
Hvaða rétt hefur þessi manneskja til að fullyrða eitthvað svona um kvikmyndasmekk minn (og greinilega marga annarra - Garden State er með 8,0 í einkunn)?
Sömu sögu er að segja af Oldboy. Þarna er mynd sem vakti áhuga minn á erlendum myndum og opnaði fyrir mér nýjar dyr inn í nýjan kvikmyndaheim. Og aftur fer það í mig þegar einhver Sigga fyrir austan segir : "I realized too late that all of the positive reviews are posted by teenage boys. Grow up, boys. Grow up. Go out and see the world."
Ég kýs að telja mig vera nokkuð þroskaðan einstakling og þess vegna verð ég hreinlega pirraður út í slíkar yfirlýsingar.
Kannski eru margir ósammála mér og finnst ég vera að taka þessu of persónulega.
Það er líka bara allt í lagi. Fólki má alveg finnast það. En strax og það fer að gera lítið úr mínum skoðunum þá fæ ég nóg.
Smekkur fólks og skoðanir er ekki rökræðuhæft efni.
6. júlí 2007
Mr. Skallagrímsson
Kóm(ed)ísku jafnvægi hefur verið komið á á ný.
Í gær fór ég á Evan Almighty með miklar hláturtengdar væntingar og uppskar mjög lítið.
Í kvöld fór ég á Mr. Skallagrímsson með sæmilegar hláturtengdar væntingar og uppskar svo miklu, miklu meira.
Þessi sýning var svo miklu skemmtilegri, svo miklu fyndnari og svo miklu notalegri (óformleg og kammó) en ég hafði ímyndað mér. SVONA á að kenna þetta í menntaskólum!
Í gær fór ég á Evan Almighty með miklar hláturtengdar væntingar og uppskar mjög lítið.
Í kvöld fór ég á Mr. Skallagrímsson með sæmilegar hláturtengdar væntingar og uppskar svo miklu, miklu meira.
Þessi sýning var svo miklu skemmtilegri, svo miklu fyndnari og svo miklu notalegri (óformleg og kammó) en ég hafði ímyndað mér. SVONA á að kenna þetta í menntaskólum!
5. júlí 2007
Evan-gelísk vonbrigði
Ég var kannski ekkert búinn að búa mig undir neitt meistaraverk en ég átti nú von á því að geta hlegið duglega að mynd sem inniheldur Steve Carell, Morgan Freeman, John Goodman og Wöndu Sykes.
"Duglega" voru allt of háar væntingar.
Auðvitað voru sniðugir brandarar í þessu og að sjálfsögðu er alltaf hægt að hlæja að Steve Carell öskrandi af hræðslu. En það endist manni bara í ákveðinn tíma. Húmorinn var miklu fjölskylduvænni en ég átti von á (t.d. má nefna 5 mínútna langa atriðið sem sýnir Steve Carell meiða sig á margvíslegan hátt við smíðar) og eftir hlé (sem ég er ennþá ósáttur við, btw) vék húmorinn fyrir kjánalega augljósri leið til að benda á hinn kristna boðskap myndarinnar. Það er ekki laust við það að maður hafi fengið smá kjánahroll oftar en sex (ca.) sinnum.
Þetta er kannski ekkert svo slæm mynd, ef þú ferð á hana í von um að sjá fyndna fjölskyldumynd með fullt, fullt, fullt af dýrum. En ef þú ert að leita að "frábærri gamanmynd", þá myndi ég bara geyma peninginn og leigja mér Clerks 2 á DVD í staðinn.
"Duglega" voru allt of háar væntingar.
Auðvitað voru sniðugir brandarar í þessu og að sjálfsögðu er alltaf hægt að hlæja að Steve Carell öskrandi af hræðslu. En það endist manni bara í ákveðinn tíma. Húmorinn var miklu fjölskylduvænni en ég átti von á (t.d. má nefna 5 mínútna langa atriðið sem sýnir Steve Carell meiða sig á margvíslegan hátt við smíðar) og eftir hlé (sem ég er ennþá ósáttur við, btw) vék húmorinn fyrir kjánalega augljósri leið til að benda á hinn kristna boðskap myndarinnar. Það er ekki laust við það að maður hafi fengið smá kjánahroll oftar en sex (ca.) sinnum.
Þetta er kannski ekkert svo slæm mynd, ef þú ferð á hana í von um að sjá fyndna fjölskyldumynd með fullt, fullt, fullt af dýrum. En ef þú ert að leita að "frábærri gamanmynd", þá myndi ég bara geyma peninginn og leigja mér Clerks 2 á DVD í staðinn.
3. júlí 2007
Viðlíkingar
Einhver lítil stelpa: *bendir á mig á fótboltaæfingu mfl. Álftaness* "Hey, vá - Eiður Smári er að æfa með þeim!"


Heiðdís: "Þú ert nákvæmlega eins og gaurinn, þarna! Þessi sem leikur í "The Mummy"!"


Árdís (minnir mig): "Mér hefur alltaf fundist þú soldið líkur Mr. Incredible..."


Já... þið segið það...
Hreint út sagt sláandi.
Heiðdís: "Þú ert nákvæmlega eins og gaurinn, þarna! Þessi sem leikur í "The Mummy"!"
Árdís (minnir mig): "Mér hefur alltaf fundist þú soldið líkur Mr. Incredible..."
Já... þið segið það...
Hreint út sagt sláandi.
28. júní 2007
Lagakast
Ég átti mín fyrstu kynni við lögregluna síðasta laugardag og ef það er alltaf svona skemmtilegt þá er ég alveg tilbúinn til að íhuga það að gera þetta að áhugamáli mínu.
Þessi laugardagur hafði verið langur og skemmtilegur. Byrjaði fyrir alvöru þegar ég, Klemmi og Atli fórum í sund í Laugardalslaug og hittum þar fyrir Elfar, Davíð og seinna meir Steinunni. Eftir 2-3 tíma sundsprett (og vægar líkamsmeiðingar) fengum við okkur í gogginn á American Style. Þar leyfði ég myndlistarhæfileikum mínum að blómstra þegar ég skapaði persónu sem ég kýs að kalla "Vegga" (nf = Veggi). Hann samanstóð sem sagt úr grænmetisbitum og kartöflubútum - glæsileg fígúra. Svo glæsileg að stelpan sem tók til af borðinu eftir okkur sótti vinkonu sína til að sýna henni... svo stútaði tíkin Vegga.
...
Eftir ömurlegan póker (allur póker er ömurlegur póker ef veskið er ekki þyngra eftir á...) fórum við niður í bæ. Eftir stutt stopp á N-einum við Hringbraut tókum við stefnuna á Laugaveginn og keyrðum þess vegna eftir gömlu Hringbrautinni og stoppuðum á ljósunum við Snorrabraut.
Þá hófst fjörið.
Viktor stekkur út úr bílnum mínum, með hrekkjalómsglampa í augunum, hleypur að bíl Steinunnar sem var stopp fyrir framan okkur og byrjar að lyfta upp rúðuþurrkum, opna bílhurðir o.þ.h. skemmtilegheit. Klemenz, sem sat í bíl Steinunnar, er ekki náungi sem lætur slíkt viðgangast og gerði því slíkt hið sama við minn bíl, auk þess sem hann stal tösku Davíðs í leiðinni. Davíð rýkur þá út úr bílnum og ræðst á Klemma sem var búinn að fela sig í skottinu á bíl Steinunnar - Yarisnum hennar Steinunnar, svo þið getið ímyndað ykkur plássið.
Þ.a. staðan er svona: Klemmi liggur kraminn í skottinu á Yaris með Davíð ofan á sér, Viktor með rúðuþurrku í höndinni, ég úti að loka bílhurðunum á bílnum mínum og bíllinn minn því ökumannslaus. Þá gerðum við okkur grein fyrir því að hinum megin við götuna hafði stoppað lögreglubíll með blikkandi ljós.
Præsless.
(P.S. Engin sekt - bara ábending um að vera bara heima ef við ætlum að haga okkur eins og fífl.)
Þessi laugardagur hafði verið langur og skemmtilegur. Byrjaði fyrir alvöru þegar ég, Klemmi og Atli fórum í sund í Laugardalslaug og hittum þar fyrir Elfar, Davíð og seinna meir Steinunni. Eftir 2-3 tíma sundsprett (og vægar líkamsmeiðingar) fengum við okkur í gogginn á American Style. Þar leyfði ég myndlistarhæfileikum mínum að blómstra þegar ég skapaði persónu sem ég kýs að kalla "Vegga" (nf = Veggi). Hann samanstóð sem sagt úr grænmetisbitum og kartöflubútum - glæsileg fígúra. Svo glæsileg að stelpan sem tók til af borðinu eftir okkur sótti vinkonu sína til að sýna henni... svo stútaði tíkin Vegga.
...
Eftir ömurlegan póker (allur póker er ömurlegur póker ef veskið er ekki þyngra eftir á...) fórum við niður í bæ. Eftir stutt stopp á N-einum við Hringbraut tókum við stefnuna á Laugaveginn og keyrðum þess vegna eftir gömlu Hringbrautinni og stoppuðum á ljósunum við Snorrabraut.
Þá hófst fjörið.
Viktor stekkur út úr bílnum mínum, með hrekkjalómsglampa í augunum, hleypur að bíl Steinunnar sem var stopp fyrir framan okkur og byrjar að lyfta upp rúðuþurrkum, opna bílhurðir o.þ.h. skemmtilegheit. Klemenz, sem sat í bíl Steinunnar, er ekki náungi sem lætur slíkt viðgangast og gerði því slíkt hið sama við minn bíl, auk þess sem hann stal tösku Davíðs í leiðinni. Davíð rýkur þá út úr bílnum og ræðst á Klemma sem var búinn að fela sig í skottinu á bíl Steinunnar - Yarisnum hennar Steinunnar, svo þið getið ímyndað ykkur plássið.
Þ.a. staðan er svona: Klemmi liggur kraminn í skottinu á Yaris með Davíð ofan á sér, Viktor með rúðuþurrku í höndinni, ég úti að loka bílhurðunum á bílnum mínum og bíllinn minn því ökumannslaus. Þá gerðum við okkur grein fyrir því að hinum megin við götuna hafði stoppað lögreglubíll með blikkandi ljós.
Præsless.
(P.S. Engin sekt - bara ábending um að vera bara heima ef við ætlum að haga okkur eins og fífl.)
Þversögn
Vegna þess hve mikið ég hef haft að gera hef ég efni í gígantískt blogg en ég hef haft svo mikið að gera að bloggið sjálft verður að bíða betri tíma.
...vonandi á morgun...
(Btw: Himininn við sólina kl. 00:30 áðan var ein fallegasta sjón sem ég hef séð...
...nánast efni í blogg út af fyrir sig. Verst að ég hef haft svona mikið að gera.)
...vonandi á morgun...
(Btw: Himininn við sólina kl. 00:30 áðan var ein fallegasta sjón sem ég hef séð...
...nánast efni í blogg út af fyrir sig. Verst að ég hef haft svona mikið að gera.)
19. júní 2007
Djók?
(Keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 22:30 (ca.))
Afgreiðslustelpa: ...og hvað er skónúmerið þitt?
Ég: 48.
Afgreiðslustelpa: Ertu að grínast?
Ég: Heh, nei.
Random viðskiptavinur: Sjiiiiiiitt....
Afgreiðslustelpa: ...og hvað er skónúmerið þitt?
Ég: 48.
Afgreiðslustelpa: Ertu að grínast?
Ég: Heh, nei.
Random viðskiptavinur: Sjiiiiiiitt....
6. júní 2007
Stríð og friður
Hér með lýkur minni mánaðalöngu eftirhermu af hroðalega lélegum bloggara og vona ég að þið hafið notið vel.
Margt hefur drifið á daga mína síðan ég tók mér ofangreint afrek fyrir hendur á má þar helst nefna:
1. Ég kláraði prófin, stóðst þau öll - sum aðeins tæplegar en önnur - og er því öruggur inn í 6.bekk!
2. Ég hóf í kjölfarið garðvinnu í Garðakirkjugarði á Garðaholti í Garðabæ (það er í svona aðstöðu sem óska þess að ég þekkti einhvern sem heitir Garðar...). Mín biðu þó óvæntar fréttir þar sem ég hafði undirbúið mig undir að hefja störf með 5 stelpum en mætti þess í stað á vinnustað þar sem strákar eru í meirihluta. Ánægjuleg uppgötvun? Við látum svarið bíða betri tíma...
3. Ég held áfram að æfa með meistaraflokki Álftaness sem situr nú eins og stendur í 4. sæti síns riðils í þriðju deildinni með 2 stig eftir 3 leiki. í ljósi þessa gengis finnst mér nauðsynlegt að taka það fram að ég hef ekki spilað í þessum leikjum.
4. Ég sá Sigga Hall ganga syngjandi í átt að bílnum sínum niðri í miðbæ.
5. Ég er skráður á sumarnámskeið í hljómfræði I í Listaháskóla Íslands og fer létt með... ennþá...
6. Ég fór á Álftnesinga-"Reunion" síðustu helgi til að fagna því að við vorum öll í Álftanesskóla á einhverjum tímapunkti. Það er gaman að fagna hlutum. Í góðra vina hóp. Í ágætu veðri. Í partýi þar sem boðið er upp á bollu.
7. Ég keyrði minn fyrsta Laugavegsrúnt á föstudaginn var. Ég varð þreyttur í vinstri fætinum.
8. Ég var kallaður "köttaður" mér til mikillar ánægju. Ánægjan dvínaði örlítið er ég uppgötvaði að hrósið kom frá hálfberum karlmanni.
9. Ég skrifaði langa bloggfærslu.
10. Ég fór að sofa eftir að hafa skrifað langa bloggfærslu.
...
Margt hefur drifið á daga mína síðan ég tók mér ofangreint afrek fyrir hendur á má þar helst nefna:
1. Ég kláraði prófin, stóðst þau öll - sum aðeins tæplegar en önnur - og er því öruggur inn í 6.bekk!
2. Ég hóf í kjölfarið garðvinnu í Garðakirkjugarði á Garðaholti í Garðabæ (það er í svona aðstöðu sem óska þess að ég þekkti einhvern sem heitir Garðar...). Mín biðu þó óvæntar fréttir þar sem ég hafði undirbúið mig undir að hefja störf með 5 stelpum en mætti þess í stað á vinnustað þar sem strákar eru í meirihluta. Ánægjuleg uppgötvun? Við látum svarið bíða betri tíma...
3. Ég held áfram að æfa með meistaraflokki Álftaness sem situr nú eins og stendur í 4. sæti síns riðils í þriðju deildinni með 2 stig eftir 3 leiki. í ljósi þessa gengis finnst mér nauðsynlegt að taka það fram að ég hef ekki spilað í þessum leikjum.
4. Ég sá Sigga Hall ganga syngjandi í átt að bílnum sínum niðri í miðbæ.
5. Ég er skráður á sumarnámskeið í hljómfræði I í Listaháskóla Íslands og fer létt með... ennþá...
6. Ég fór á Álftnesinga-"Reunion" síðustu helgi til að fagna því að við vorum öll í Álftanesskóla á einhverjum tímapunkti. Það er gaman að fagna hlutum. Í góðra vina hóp. Í ágætu veðri. Í partýi þar sem boðið er upp á bollu.
7. Ég keyrði minn fyrsta Laugavegsrúnt á föstudaginn var. Ég varð þreyttur í vinstri fætinum.
8. Ég var kallaður "köttaður" mér til mikillar ánægju. Ánægjan dvínaði örlítið er ég uppgötvaði að hrósið kom frá hálfberum karlmanni.
9. Ég skrifaði langa bloggfærslu.
10. Ég fór að sofa eftir að hafa skrifað langa bloggfærslu.
...
21. maí 2007
26. apríl 2007
24. apríl 2007
Truflun
Ég var alveg við það að blogga um fótbolta en þá tók ég eftir að Zach Braff var gestur hjá Jay Leno.
Í stuttu máli - bloggmómentið er horfið.
Btw, fannst einhverjum öðrum eins og Jay Leno hefði engan áhuga á að tala við Zach?
Bara pæling...
Í stuttu máli - bloggmómentið er horfið.
Btw, fannst einhverjum öðrum eins og Jay Leno hefði engan áhuga á að tala við Zach?
Bara pæling...
Bömmer
1. "Komið bara, helvítis sjöttu bekkingar - þið getið ekki sjitt!
*Ding, ding*
"Oh, sjitt..."
2. "Einar, áttu ekki að mæta klukkan 9:40 á morgun?
"Jú."
"Ekki lengur. Þú þarft fara með mér með bílinn í viðgerð. Stilltu klukkuna á hálf átta."
3. "Einar! Gerðu þig kláran til að fara inná! Ö, nei annars. Elli - farð ÞÚ inná!"
Mánudagurinn tuttugasti og þriðji hefur aldrei verið minn happadagur...
*Ding, ding*
"Oh, sjitt..."
2. "Einar, áttu ekki að mæta klukkan 9:40 á morgun?
"Jú."
"Ekki lengur. Þú þarft fara með mér með bílinn í viðgerð. Stilltu klukkuna á hálf átta."
3. "Einar! Gerðu þig kláran til að fara inná! Ö, nei annars. Elli - farð ÞÚ inná!"
Mánudagurinn tuttugasti og þriðji hefur aldrei verið minn happadagur...
16. apríl 2007
Flashback
Af einhverjum ástæðum datt ég í það að skoða gamlar bloggfærslur (þar var ekki þverfótað fyrir kommentum - langflest milli Evu og Stebba...) og rakst ég þar á þessa færslu.
Mér datt þá í hug að endurnýja "Áður en ég dey ætla ég að..."-flokkinn.
Þá:
Áður en ég dey ætla ég að...
...verða "MacJammer of the week".
(Þetta mun líklega aldrei gerast þar sem búið er að leggja þann leik niður, og réttilega. Var bara komið út í klíkuskap og vesen.)
...fara á Old Trafford.
...vinna fótboltamót.
...semja sönglag.
(Klárað með stæl!)
...geta sungið fyrir framan fólk.
...græða pening fyrir tónlist.
...sofa undir berum himni.
Nú:
Áður en ég dey ætla ég að...
...fara á Old Trafford.
...vinna fótboltamót.
...geta sungið fyrir framan fólk.
...græða pening fyrir tónlist.
...sofa undir berum himni.
...skora mark í Íslandsmótinu í knattspyrnu.
...vinna í póker.
Mér finnst líka réttast að í tilefni þessarar nostalgíufærslu fái ég a.m.k. 50 komment líkt og í gamla daga.
...kannski er það ekkert sniðugt...
Mér datt þá í hug að endurnýja "Áður en ég dey ætla ég að..."-flokkinn.
Þá:
Áður en ég dey ætla ég að...
...verða "MacJammer of the week".
(Þetta mun líklega aldrei gerast þar sem búið er að leggja þann leik niður, og réttilega. Var bara komið út í klíkuskap og vesen.)
...fara á Old Trafford.
...vinna fótboltamót.
...semja sönglag.
(Klárað með stæl!)
...geta sungið fyrir framan fólk.
...græða pening fyrir tónlist.
...sofa undir berum himni.
Nú:
Áður en ég dey ætla ég að...
...fara á Old Trafford.
...vinna fótboltamót.
...geta sungið fyrir framan fólk.
...græða pening fyrir tónlist.
...sofa undir berum himni.
...skora mark í Íslandsmótinu í knattspyrnu.
...vinna í póker.
Mér finnst líka réttast að í tilefni þessarar nostalgíufærslu fái ég a.m.k. 50 komment líkt og í gamla daga.
...kannski er það ekkert sniðugt...
14. apríl 2007
Játning
Hæ.
Ég heiti Einar og ég er ekki spilafíkill.
Mér finnst hins vegar ofboðslega gaman að reyna að vinna pening, t.d. í póker og spilakössum.
Ég kann að hætta á réttum tíma, en hins vegar kann ég ekki eins vel að byrja ekki.
Þessi játning var bara inngangurinn að aðalefni bloggsins sem samanstendur reyndar eiginlega bara af einni setningu.
Ekkert gengur eins og hægt og gamlar konur í spilakössum!
Takk fyrir.
Ég heiti Einar og ég er ekki spilafíkill.
Mér finnst hins vegar ofboðslega gaman að reyna að vinna pening, t.d. í póker og spilakössum.
Ég kann að hætta á réttum tíma, en hins vegar kann ég ekki eins vel að byrja ekki.
Þessi játning var bara inngangurinn að aðalefni bloggsins sem samanstendur reyndar eiginlega bara af einni setningu.
Ekkert gengur eins og hægt og gamlar konur í spilakössum!
Takk fyrir.
7. apríl 2007
10. mars 2007
Stafrófsflipp
1:Alli sagði að ég væri fífl!
2:Ábyggilega...
1:Bíddu, ertu sammála honum?
2Drengur, ég er að segja að hann hafi ábyggilega sagt það
1:Ertu að kalla mig fífl?
2:Ég er ekki að segja það!
1:Fjandi ertu leiðinlegur!
2:Guð minn góður...
1:Haltu kjafti!
2:Iss, geturðu ekki komið með betra svar en þetta?
1:Í rauninni get ég það ekki...
2:Jú, þú hlýtur að geta betur!
1:Kannski hafði Alli rétt fyrir sér?
2:Láttu ekki svona, þú ert ekki fífl!
1:Má vera, en hvað ef ég er í alvörunni geðveikt fífl?
2:Nonni, þú ert ekki fífl!
1:Ojú - ég er orðinn hræddur um það
2:Ó, Guð minn góður...
1:Prentum bara á bolinn minn „Nonni er fífl“ svo allir viti það örugglega!
2:Reyndar á ég einn slíkan?
1:Seldi Alli þér hann?
2:Tæknilega séð, já.
1:Undarlegur gaur, hann Alli.
2:Útlenskur í þokkabót!
1:Vestur-Íslendingar eru ekki útlendingar...
2:Yngvi segir annað!
1:Ýngvi er líka fífl!
2:Þú meinar „Yngvi“, er það ekki?
1:Æ, hvaða máli skiptir það?
2:Öllu! Ertu fífl eða...?
2:Ábyggilega...
1:Bíddu, ertu sammála honum?
2Drengur, ég er að segja að hann hafi ábyggilega sagt það
1:Ertu að kalla mig fífl?
2:Ég er ekki að segja það!
1:Fjandi ertu leiðinlegur!
2:Guð minn góður...
1:Haltu kjafti!
2:Iss, geturðu ekki komið með betra svar en þetta?
1:Í rauninni get ég það ekki...
2:Jú, þú hlýtur að geta betur!
1:Kannski hafði Alli rétt fyrir sér?
2:Láttu ekki svona, þú ert ekki fífl!
1:Má vera, en hvað ef ég er í alvörunni geðveikt fífl?
2:Nonni, þú ert ekki fífl!
1:Ojú - ég er orðinn hræddur um það
2:Ó, Guð minn góður...
1:Prentum bara á bolinn minn „Nonni er fífl“ svo allir viti það örugglega!
2:Reyndar á ég einn slíkan?
1:Seldi Alli þér hann?
2:Tæknilega séð, já.
1:Undarlegur gaur, hann Alli.
2:Útlenskur í þokkabót!
1:Vestur-Íslendingar eru ekki útlendingar...
2:Yngvi segir annað!
1:Ýngvi er líka fífl!
2:Þú meinar „Yngvi“, er það ekki?
1:Æ, hvaða máli skiptir það?
2:Öllu! Ertu fífl eða...?
6. mars 2007
Éreggi fávidi!
Joel Schumacher er greinilega ekki sammála mér.
Ég var á The Number 23 núna áðan og það er svo sem ágæt mynd. Samt sem áður er einn stór galli á henni. Hún er fáránlega mikið „idiot-proof“.
Bíómynd: „Bla bla bla gerðist 19. apríl. 19 plús 4 er 23!“
Ég: [Kaldhæðni] Haaaaa?! [/Kaldhæðni]
Bíómynd: „2/3... ,666. 666 - tala Djöfulsins.“
Ég: [Kaldhæðni] Eins gott þú útskýrðir þetta fyrir mér, ég var nefnilega alveg týndur í samhenginu hérna...[/Kaldhæðni]
Bíómynd: „32! 32 er 23 afturábak!!“
Ég: [Dauðans alvara] Ég get svarið það, gaurinn er að gera grín að mér![/Dauðans alvara]
Boðskapur: Við vorum nógu klár til að koma okkur í bíóið, kaupa bíómiðann og finna réttan sal - við hljótum að vera nógu klár til að geta séð sjálf að 10+13=23.
Eða hvað?
Ég var á The Number 23 núna áðan og það er svo sem ágæt mynd. Samt sem áður er einn stór galli á henni. Hún er fáránlega mikið „idiot-proof“.
Bíómynd: „Bla bla bla gerðist 19. apríl. 19 plús 4 er 23!“
Ég: [Kaldhæðni] Haaaaa?! [/Kaldhæðni]
Bíómynd: „2/3... ,666. 666 - tala Djöfulsins.“
Ég: [Kaldhæðni] Eins gott þú útskýrðir þetta fyrir mér, ég var nefnilega alveg týndur í samhenginu hérna...[/Kaldhæðni]
Bíómynd: „32! 32 er 23 afturábak!!“
Ég: [Dauðans alvara] Ég get svarið það, gaurinn er að gera grín að mér![/Dauðans alvara]
Boðskapur: Við vorum nógu klár til að koma okkur í bíóið, kaupa bíómiðann og finna réttan sal - við hljótum að vera nógu klár til að geta séð sjálf að 10+13=23.
Eða hvað?
4. mars 2007
Ágætis byrjun
Ég náði merkum áfanga í lífi mínu í gærkvöld þegar ég fór á mína fyrstu alvöru rokktónleika. Fram að þeim var það stærsta sem ég hafði farið á flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Vorblótinu, Bobby McFerrin í Háskólabíói og Sir Elton John í frystihúsi.
En nú hafa tónleikar Incubus í Laugardalshöll vinninginn!
Persónulega fannst mér þessir tónleikar frábærir, þ.e.a.s. strax og Incubus byrjaði að spila, því Mínus finnst mér einstaklega óheillandi hljómsveit og ekki var tónlistin sem var spiluð á milli hljómsveitanna betri. Þögnin hefði verið betri en það.
Þeir tóku lög af flestum geisladiskum sínum (slepptu Enjoy Incubus/Fungus Amongus, enda kannski of gamalt fyrir marga Incubus-aðdáendur) við mikinn fögnuð gesta, þá sérstaklega við þeirra frægustu lög (döh...), þ.e.a.s. Drive, Wish You Were Here, Megalomaniac, Anna Molly o.s.frv. Þeir tóku reyndar ekki Make Yourself - eitt af mínum uppáhalds Incubus lögum - en ég get fyrirgefið þeim það.
Ekki nóg með að tónlistin hafi verið góð og flutningurinn frábær, þá var sýningin allmögnuð líka, sérstaklega laaangi og súrrealískt svali millikaflinn í Sick Sad Little Word.
Æði.
Lang-, lang-, LANGbestu rokktónleikar sem ég hef séð! (döh...)
P.S. Brandon Boyd talaði meiri íslensku en allir meðlimir Mínus til samans.
Gaman að því.
En nú hafa tónleikar Incubus í Laugardalshöll vinninginn!
Persónulega fannst mér þessir tónleikar frábærir, þ.e.a.s. strax og Incubus byrjaði að spila, því Mínus finnst mér einstaklega óheillandi hljómsveit og ekki var tónlistin sem var spiluð á milli hljómsveitanna betri. Þögnin hefði verið betri en það.
Þeir tóku lög af flestum geisladiskum sínum (slepptu Enjoy Incubus/Fungus Amongus, enda kannski of gamalt fyrir marga Incubus-aðdáendur) við mikinn fögnuð gesta, þá sérstaklega við þeirra frægustu lög (döh...), þ.e.a.s. Drive, Wish You Were Here, Megalomaniac, Anna Molly o.s.frv. Þeir tóku reyndar ekki Make Yourself - eitt af mínum uppáhalds Incubus lögum - en ég get fyrirgefið þeim það.
Ekki nóg með að tónlistin hafi verið góð og flutningurinn frábær, þá var sýningin allmögnuð líka, sérstaklega laaangi og súrrealískt svali millikaflinn í Sick Sad Little Word.
Æði.
Lang-, lang-, LANGbestu rokktónleikar sem ég hef séð! (döh...)
P.S. Brandon Boyd talaði meiri íslensku en allir meðlimir Mínus til samans.
Gaman að því.
2. mars 2007
22. febrúar 2007
Hver hatar fýluferðir?
Ég!
Ég gerði mér ferð í Kringluna í dag til að kaupa mér ýmislegt smálegt, þ.e. enskubók og Simpsons, en endaði á að kaupa, eins og upphafleg spurning mín gefur til kynna, ekki neitt.
9. þáttaröð af The Simpsons er ekki komin í verslanir, ÞRÁTT FYRIR að BT hafi auglýst hana síðustu helgi og ég fann enga enskbókanna, sem er afar sérstakt þar sem maður myndi halda að Eymundsson ætti til bækur eftir Jane Austen, Ernest Hemingway og William Shakespeare.
Greinilega ekki.
Ég fann bara Gilzenegger.
Bjartast punktur ferðarinnar var án efa 15 ára strákurinn sem var að lýsa einhverjum slagsmálum og kýldi "nýju og rándýru" (að hans eigin sögn) derhúfuna sína af höfðinu á sér fram af svölunum hjá Stjörnutorgi og ofan í innkaupakerru.
Gaman að því.
Ég gerði mér ferð í Kringluna í dag til að kaupa mér ýmislegt smálegt, þ.e. enskubók og Simpsons, en endaði á að kaupa, eins og upphafleg spurning mín gefur til kynna, ekki neitt.
9. þáttaröð af The Simpsons er ekki komin í verslanir, ÞRÁTT FYRIR að BT hafi auglýst hana síðustu helgi og ég fann enga enskbókanna, sem er afar sérstakt þar sem maður myndi halda að Eymundsson ætti til bækur eftir Jane Austen, Ernest Hemingway og William Shakespeare.
Greinilega ekki.
Ég fann bara Gilzenegger.
Bjartast punktur ferðarinnar var án efa 15 ára strákurinn sem var að lýsa einhverjum slagsmálum og kýldi "nýju og rándýru" (að hans eigin sögn) derhúfuna sína af höfðinu á sér fram af svölunum hjá Stjörnutorgi og ofan í innkaupakerru.
Gaman að því.
7. febrúar 2007
6. febrúar 2007
Pepsi max-imum asnalegheit
Ég hef verið að pæla í þessari nýju „Pefsí maks“ auglýsingu með Evu Longoriu...
Allt í lagi, gaurarnir tveir eru fastir úti í rassgati og hafa það skítt.
Ég skil það.
Eva Longoria stoppar fyrir þeim og þeir fíla það.
Ég skil það líka.
Næst verður bíllinn bensínlaus og gaurarnir verða úbervongóðir, því eins og allir vita er fátt meira turn-on fyrir konur en að sitja fastar úti í eyðimörk í blæjubíl með tveimur puttaferðalöngum.
Það er langsótt en ég fatta hugsunina.
Þegar hér er komið sögu fer minn skilningur dvínandi.
Af hverju finnst gaurunum það svona æðislegt þegar Eva Longoria segir: „Let's get you out of those wet clothes!“?
Af hverju eru þeir svona hrifnir af því að ÞEIR eigi að fara úr fötunum?
Af hverju þurfa þeir þá Evu Longoriu?
...é eggi fadda...
Allt í lagi, gaurarnir tveir eru fastir úti í rassgati og hafa það skítt.
Ég skil það.
Eva Longoria stoppar fyrir þeim og þeir fíla það.
Ég skil það líka.
Næst verður bíllinn bensínlaus og gaurarnir verða úbervongóðir, því eins og allir vita er fátt meira turn-on fyrir konur en að sitja fastar úti í eyðimörk í blæjubíl með tveimur puttaferðalöngum.
Það er langsótt en ég fatta hugsunina.
Þegar hér er komið sögu fer minn skilningur dvínandi.
Af hverju finnst gaurunum það svona æðislegt þegar Eva Longoria segir: „Let's get you out of those wet clothes!“?
Af hverju eru þeir svona hrifnir af því að ÞEIR eigi að fara úr fötunum?
Af hverju þurfa þeir þá Evu Longoriu?
...é eggi fadda...
1. febrúar 2007
Skemmtilegur leikur
Ég rakst á líka svona ansi skemmtilegan tónlistar-/internetleik á einhverri vefsíðu (man ekki alveg hvar).
Hann gengur svona fyrir sig:
1. Kveiktu á iTunes, Winamp eða hvað sem þú notar og stilltu á shuffle.
2. Hlustaðu á fimm lög í röð og taktu fyrsta orðið úr fyrsta lagaheitinu, annað orðið úr öðru lagaheitinu o.s.frv. (ef orðafjöldinn í lagaheitinu er ekki nægur, þá telur þú orðin í hring, þ.e.a.s. fjórða orðið í þriggja orða lagi er fyrsta orðið). Að sjálfsögðu þurfa orðin í laginu að vera til (þarf ekki endilega að vera á ensku, en það hentar betur fyrir næstu skref í leiknum).
3. Takið þessi fimm orð og farið inn á www.youtube.com. Þar skuluð þið leita að þessum orðum, helst öllum fimm í einu, þ.e.a.s innan gæsalappa. Það gæti tekið nokkrar tilraunir að fá e-r niðurstöður og ef þið fáið alls engar með orðunum innan gæsalappa þá skuluð þið sleppa þeim. Ef ekkert fæst ennþá, þá endurtakið þið skref 2.
4. Af þeim niðurstöðum sem þið fáið, þá veljið þið það myndband sem hefur það númer í röðinni og fjöldi stafa í nafninu ykkar segir til um.
5. Þar takið þið fyrsta staf þess sem upphlóð (Öpplódaði) myndbandinu og skrifið hann hjá ykkur
6. Endurtakið skref 6 og 7 fjórum sinnum í viðbót nema takið annan stafinn í nafni annars "myndbandsupphlaðara" o.s.frv. (líkt og í skrefi 2).
7. Því næst (róleg, þetta er að klárast) takið þið þessa fimm stafi og leitið að þeim í iTunes (eða hvað sem er) og hlustið á efsta lagið í niðurstöðunum.
8. Að lokum farið þið hingað og segið mér hve langt þið voruð komin þegar þið komust að því að ég er bara að "fokka" í ykkur.
Hann gengur svona fyrir sig:
1. Kveiktu á iTunes, Winamp eða hvað sem þú notar og stilltu á shuffle.
2. Hlustaðu á fimm lög í röð og taktu fyrsta orðið úr fyrsta lagaheitinu, annað orðið úr öðru lagaheitinu o.s.frv. (ef orðafjöldinn í lagaheitinu er ekki nægur, þá telur þú orðin í hring, þ.e.a.s. fjórða orðið í þriggja orða lagi er fyrsta orðið). Að sjálfsögðu þurfa orðin í laginu að vera til (þarf ekki endilega að vera á ensku, en það hentar betur fyrir næstu skref í leiknum).
3. Takið þessi fimm orð og farið inn á www.youtube.com. Þar skuluð þið leita að þessum orðum, helst öllum fimm í einu, þ.e.a.s innan gæsalappa. Það gæti tekið nokkrar tilraunir að fá e-r niðurstöður og ef þið fáið alls engar með orðunum innan gæsalappa þá skuluð þið sleppa þeim. Ef ekkert fæst ennþá, þá endurtakið þið skref 2.
4. Af þeim niðurstöðum sem þið fáið, þá veljið þið það myndband sem hefur það númer í röðinni og fjöldi stafa í nafninu ykkar segir til um.
5. Þar takið þið fyrsta staf þess sem upphlóð (Öpplódaði) myndbandinu og skrifið hann hjá ykkur
6. Endurtakið skref 6 og 7 fjórum sinnum í viðbót nema takið annan stafinn í nafni annars "myndbandsupphlaðara" o.s.frv. (líkt og í skrefi 2).
7. Því næst (róleg, þetta er að klárast) takið þið þessa fimm stafi og leitið að þeim í iTunes (eða hvað sem er) og hlustið á efsta lagið í niðurstöðunum.
8. Að lokum farið þið hingað og segið mér hve langt þið voruð komin þegar þið komust að því að ég er bara að "fokka" í ykkur.
31. janúar 2007
Ríks manns frasi:
„Er það bilað? Jæja, þá kaupi ég bara nýtt!“
Fyrir þá sem ekki vita, þá á þetta við um úrið mitt.
Fyrir þá sem ekki vita, þá á þetta við um úrið mitt.
30. janúar 2007
Djö...
Ég var búinn að skrifa ágætis færslu um bíóafrek mín það sem af er árinu (7 myndir á 29 dögum, takk fyrir) en Blogger ákvað skyndilega í einhverju flippi að hoppa upp í rassinn á sér með færsluna mína og ekki ætla ég að ná í hana.
Þannig að þess í stað ætla ég að lýsa yfir hrifningu minni á súkkulaðikexi á hækuformi.
Súkkulaðikex,
frábært í alla staði.
Enn betra með mjólk.
Þannig að þess í stað ætla ég að lýsa yfir hrifningu minni á súkkulaðikexi á hækuformi.
Súkkulaðikex,
frábært í alla staði.
Enn betra með mjólk.
24. janúar 2007
Leirburður
Mættum Túnismönnum fyrr í dag,
Allir búnir undir mikinn slag.
Ei var stundin löng,
þar til bolti í neti söng
Áfram Ísland! Strákar, nú er lag!
Allir búnir undir mikinn slag.
Ei var stundin löng,
þar til bolti í neti söng
Áfram Ísland! Strákar, nú er lag!
21. janúar 2007
Elítan, maður!
Ein spurning.
Hve margir Íslendingar hafa staðið innan við 5 metra frá Sir Elton John?
Ég veit það ekki, en ég hef gert það.
Þessi litli, þybbni, hýri maður er svalasti litli, þybbni, hýri maður í heimi!
Hve margir Íslendingar hafa staðið innan við 5 metra frá Sir Elton John?
Ég veit það ekki, en ég hef gert það.
Þessi litli, þybbni, hýri maður er svalasti litli, þybbni, hýri maður í heimi!
16. janúar 2007
Ég borða mat
...ekki akkúrat núna, en ég reyni að gera það reglulega.
Eins og þið ættuð að vera búin að fatta þá hef ég ekkert merkilegt að skrifa núna þ.a. ég ætla mér bara að skrifa svo sem eitt stykki punktafærslu.
•Ég er með marblett á stærð við lítinn kött á hægri sköflungi.
•Ég er með hægri fót (fyrir neðan hné) á stærð við vinstri fót (fyrir ofan hné) vegna bólgu.
•Ég var að horfa á 3 asískar, stuttar hryllingsmyndir um fósturétandi konu, nettklikkaðan statista og stelpu sem brenndi tvíburasystur sína ofan í gjafakassa.
•Úrið mitt er hætt að ganga.
•Ég borðaði mat fyrr í kvöld.
•Ég er farinn að fíla myndir eftir Chan-Wook Park (Oldboy, Lady Vengeance).
•iPhone er geðveikt svalur.
•Mig langar svolítið að læra japönsku.
•Mig langar svolítið að eiga ljón - bara upp á kikkið.
•Ég er kominn með samviskubit út af þessari arfaslöku bloggfærslu.
Talandi um leiðinlega og asnalega hluti á internetinu, þá er þetta hvorugt.
Eins og þið ættuð að vera búin að fatta þá hef ég ekkert merkilegt að skrifa núna þ.a. ég ætla mér bara að skrifa svo sem eitt stykki punktafærslu.
•Ég er með marblett á stærð við lítinn kött á hægri sköflungi.
•Ég er með hægri fót (fyrir neðan hné) á stærð við vinstri fót (fyrir ofan hné) vegna bólgu.
•Ég var að horfa á 3 asískar, stuttar hryllingsmyndir um fósturétandi konu, nettklikkaðan statista og stelpu sem brenndi tvíburasystur sína ofan í gjafakassa.
•Úrið mitt er hætt að ganga.
•Ég borðaði mat fyrr í kvöld.
•Ég er farinn að fíla myndir eftir Chan-Wook Park (Oldboy, Lady Vengeance).
•iPhone er geðveikt svalur.
•Mig langar svolítið að læra japönsku.
•Mig langar svolítið að eiga ljón - bara upp á kikkið.
•Ég er kominn með samviskubit út af þessari arfaslöku bloggfærslu.
Talandi um leiðinlega og asnalega hluti á internetinu, þá er þetta hvorugt.
8. janúar 2007
Fréttnæmt
„Skallagrímur og Álftanes gerðu 3-3 jafntefli á Framvelli í fyrrakvöld. Álftnesingar voru sterkari framan af og fengu fjölda færa sem ekki nýttust áður en Magnús Einar Magnússon kom þeim 1-0 yfir. Skallagrímsmenn jöfnuðu metin um 5 mínútum síðar þegar markvörður Álftnesinga sparkaði boltanum í eigið mark eftir misheppnað skot Guðmundar Björns Þorbjörnssonar. Staðan var 1-1 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Kjartan Kjartansson fyrir Álftnesinga áður en Borgnesingar jöfnuðu aftur þegar að Hörður Jens Guðmundsson skoraði. Guðbjörn Alexander Sæmundsson skoraði þriðja mark Álftnesinga áður en Valdimar K. Sigurðsson jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu. Bæði lið fengu ágætis færi til að skora sigurmarkið en það tókst ekki og því fór leikurinn 3-3.“.
Tekið af fótbolta punkti neti.
Hve töff? (þ.e.a.s. greinin, ekki úrslitin (sem áttu svo að detta okkar megin...))
Tekið af fótbolta punkti neti.
Hve töff? (þ.e.a.s. greinin, ekki úrslitin (sem áttu svo að detta okkar megin...))
5. janúar 2007
Stuld--- Aðlögun nr.2!
Rakst á þetta á bloggi bróður míns og mágkonu og fannst þetta ansi sniðugt.
Hér er því tónlistartopplisti síðasta árs (jafnvel allt að 3 ár aftur í tímann...) miðað við "Play count" í iTunes. Fjöldi spilana birtist í sviga fyrir aftan titilinn.
*NB* Af augljósum ástæðum eyði ég sjálfum mér og öðrum MacJammerum úr þessum lista.
1. The Colony of Slippermen - Genesis (65)
2. Counting Out Time - Genesis (64)
3. Just Another Story - Jamiroquai (63)
4. The Grand Parade of Lifeless Packaging - Genesis (62)
5. Anyway - Genesis (62)
6. Fair - Remy Zero (60)
7. The Chamber of 32 Doors - Genesis (53)
8. Carpet Crawlers - Genesis (52)
9. Lilywhite Lilith - Genesis (51)
10. It's Good To Be In Love - Frou Frou (47)
11. Cuckoo Cocoon - Genesis (47)
12. The Spirit Carries On - Dream Theater (46)
13. In the Rapids - Genesis (46)
14. Here Comes the Flood - Peter Gabriel (45)
15. Let Go - Frou Frou (44)
16. The Cinema Show - Genesis (43)
17. More Fool Me - Genesis (41)
18. The Lamb Lies Down on Broadway - Genesis (40)
19. The Noose - A Perfect Circle (39)
20. One of These Things First - Nick Drake (38)
21. Forty Six & 2 - Tool (38)
22. Broadway Melody of 1974 - Genesis (37)
23. Hairless Heart - Genesis (37)
24. The Light Dies Down on Broadway - Genesis (36)
25. Orestes - A Perfect Circle (35)
26. Back in N.Y.C. - Genesis (34)
27. Fly on a Windshield - Genesis (33)
28. The Lamia - Genesis (33)
29. Riding the Scree - Genesis (33)
30. The Outsider - A Perfect Circle (32)
Kannski ekkert allt of fjölbreytt....
Hér er því tónlistartopplisti síðasta árs (jafnvel allt að 3 ár aftur í tímann...) miðað við "Play count" í iTunes. Fjöldi spilana birtist í sviga fyrir aftan titilinn.
*NB* Af augljósum ástæðum eyði ég sjálfum mér og öðrum MacJammerum úr þessum lista.
1. The Colony of Slippermen - Genesis (65)
2. Counting Out Time - Genesis (64)
3. Just Another Story - Jamiroquai (63)
4. The Grand Parade of Lifeless Packaging - Genesis (62)
5. Anyway - Genesis (62)
6. Fair - Remy Zero (60)
7. The Chamber of 32 Doors - Genesis (53)
8. Carpet Crawlers - Genesis (52)
9. Lilywhite Lilith - Genesis (51)
10. It's Good To Be In Love - Frou Frou (47)
11. Cuckoo Cocoon - Genesis (47)
12. The Spirit Carries On - Dream Theater (46)
13. In the Rapids - Genesis (46)
14. Here Comes the Flood - Peter Gabriel (45)
15. Let Go - Frou Frou (44)
16. The Cinema Show - Genesis (43)
17. More Fool Me - Genesis (41)
18. The Lamb Lies Down on Broadway - Genesis (40)
19. The Noose - A Perfect Circle (39)
20. One of These Things First - Nick Drake (38)
21. Forty Six & 2 - Tool (38)
22. Broadway Melody of 1974 - Genesis (37)
23. Hairless Heart - Genesis (37)
24. The Light Dies Down on Broadway - Genesis (36)
25. Orestes - A Perfect Circle (35)
26. Back in N.Y.C. - Genesis (34)
27. Fly on a Windshield - Genesis (33)
28. The Lamia - Genesis (33)
29. Riding the Scree - Genesis (33)
30. The Outsider - A Perfect Circle (32)
Kannski ekkert allt of fjölbreytt....
3. janúar 2007
Tvö blogg á sama degi?
Mynd segir meira en þúsund orð.
Myndband segir u.þ.b. jafnmikið og þúsundir mynda sýndar hver á eftir annarri með örstuttu millibili, með hljóði.
Þetta myndband segir Fantômas með Terry Bozzio á Jazz-hátíð í Montreux.
Hvað það þýðir er hins vegar túlkunaratriði.
Myndband segir u.þ.b. jafnmikið og þúsundir mynda sýndar hver á eftir annarri með örstuttu millibili, með hljóði.
Þetta myndband segir Fantômas með Terry Bozzio á Jazz-hátíð í Montreux.
Hvað það þýðir er hins vegar túlkunaratriði.
1. janúar 2007
Uppgjör (3/3)
24. Clerks II..
Oh, þessi var yndisleg. Langt síðan ég hef hlegið svona ógeðslega mikið í bíó. Með betri gamanmyndum sem ég hef nokkurn tímann séð.
25. Nacho Libre.
Ekki jafn fyndin og Clerks II en Nacho hefur það fram yfir hana að Jack Black leikur í þessari. Góð skemmtun.
26. Crank.
Hasarmynd í fyllstu merkingu orðsins. Stanslaus spenna frá 4. mínútu og það var bara ágætis spenna.
27. Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby.
Afskaplega heimskuleg (enda Will Ferrell mynd) en bara nokkuð fyndin. Ekki næstum því jafngóð og Anchorman, samt.
28. The Guardian.
Nokkuð klisjukennd - sérstaklega undir lokin - en ágætis mynd samt sem áður.
29. The Departed.
Þrælgóð mynd. Stútfull af góðum leikurum og m.a.s. Mark Wahlberg var fínn! Mjög töff!
30. Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.
Eins og hún er röng og fordómafull þá er hún samt ógeðslega fyndin!
31. Casino Royale.
Besta Bond mynd sem ég hef séð og hugsanlega ein besta spennumynd sem ég hef séð í þónokkurn tíma!
32. A Scanner Darkly.
Lítur mjög vel út og ágætis plott. Flottir leikarar í þokkabót.
33. Saw III.
Óttalegt klúður miðað við fyrstu myndina. Þetta er annað dæmi um mynd sem er ógeðsleg bara til þess að vera ógeðsleg. Ekki merkileg kvikmynd.
34. Tenacious D in the Pick of Destiny.
Ef þið fílið Tenacious D, þá fílið þið þessa mynd - en annars finnst ykkur hún eflaust heimskuleg og bara óttalegt kjaftæði, sem hún er. En mér fannst hún samt ferlega fyndin.
Þar hafið þið það!
Gleðilegt nýtt ár!
Oh, þessi var yndisleg. Langt síðan ég hef hlegið svona ógeðslega mikið í bíó. Með betri gamanmyndum sem ég hef nokkurn tímann séð.
25. Nacho Libre.
Ekki jafn fyndin og Clerks II en Nacho hefur það fram yfir hana að Jack Black leikur í þessari. Góð skemmtun.
26. Crank.
Hasarmynd í fyllstu merkingu orðsins. Stanslaus spenna frá 4. mínútu og það var bara ágætis spenna.
27. Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby.
Afskaplega heimskuleg (enda Will Ferrell mynd) en bara nokkuð fyndin. Ekki næstum því jafngóð og Anchorman, samt.
28. The Guardian.
Nokkuð klisjukennd - sérstaklega undir lokin - en ágætis mynd samt sem áður.
29. The Departed.
Þrælgóð mynd. Stútfull af góðum leikurum og m.a.s. Mark Wahlberg var fínn! Mjög töff!
30. Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.
Eins og hún er röng og fordómafull þá er hún samt ógeðslega fyndin!
31. Casino Royale.
Besta Bond mynd sem ég hef séð og hugsanlega ein besta spennumynd sem ég hef séð í þónokkurn tíma!
32. A Scanner Darkly.
Lítur mjög vel út og ágætis plott. Flottir leikarar í þokkabót.
33. Saw III.
Óttalegt klúður miðað við fyrstu myndina. Þetta er annað dæmi um mynd sem er ógeðsleg bara til þess að vera ógeðsleg. Ekki merkileg kvikmynd.
34. Tenacious D in the Pick of Destiny.
Ef þið fílið Tenacious D, þá fílið þið þessa mynd - en annars finnst ykkur hún eflaust heimskuleg og bara óttalegt kjaftæði, sem hún er. En mér fannst hún samt ferlega fyndin.
Þar hafið þið það!
Gleðilegt nýtt ár!
Uppgjör (2/3)
13. The Da Vinci Code.
Bókin miklu skemmtilegri en myndin ágæt og hárið á Tom Hanks fór barasta ekkert í taugarnar á mér.
14. 16 Blocks.
Betri en ég átti von á. Ekkert verið að fela þá staðreynd að Bruce Willis er orðinn gamall og Mos Def skemmtilega pirrandi.
15. Over the Hedge.
Mér fannst þessi stórskemmtileg! Miklu fyndnari en ég átti von á en Garry Shandling fannst mér hreinlega lélegur (hann lék skjaldbökuna).
16. Pirates of the Caribbean.
Pínu vonbrigði en samt þrælskemmtileg. Kannski helsti gallinn að hún hefur svolítið orðið fyrir barðinu á of miklum tæknibrellum og of mikilli tölvuteiknun. Johnny Depp er samt fyndinn.
17. Cars.
Ekkert síðri en fyrri Pixar myndir!
18. The Sentinel.
Eitt stórt 'meh'. Michael Douglas fínn eins og alltaf en plottið var ekkert merkilegt.
19. Prairie Home Companion.
Svolítið spes en stórskemmtileg. Æðisleg tónlist og ferlega góðir leikarar.
20. Silent Hill.
Hún olli mér smá vonbriðgum þar sem hún var ekki næstum því jafn óhugnanleg og samnefndir tölvuleikir. En fín var hún samt og ég var mjög hrifinn af endanum á henni (vil ekki segja of mikið).
21. Lady in the Water.
Mér fannst hún bara helvíti fín. Öðruvísi en fyrri myndir Shyamalans en skemmtileg samt sem áður. Paul Giamatti var ferlega flottur og tónlistin hitti beint í mark hjá mér.
22. Snakes on a Plane.
Þetta var sérstök mynd. Hún var óttalegt drasl en það var eins og allir hafi vitað það og hafi þess vegna gert í því. Ef hún var asnaleg af ásettu ráði, þá var hún sniðug og fyndin, ef ekki þá var hún bara fyndið rusl.
23. United 93.
Byrjaði meira eins og heimildarmynd en sótti svo í sig veðrið og varð að lokum ein magnaðasta bíóreynsla sem ég hef upplifað.
Bókin miklu skemmtilegri en myndin ágæt og hárið á Tom Hanks fór barasta ekkert í taugarnar á mér.
14. 16 Blocks.
Betri en ég átti von á. Ekkert verið að fela þá staðreynd að Bruce Willis er orðinn gamall og Mos Def skemmtilega pirrandi.
15. Over the Hedge.
Mér fannst þessi stórskemmtileg! Miklu fyndnari en ég átti von á en Garry Shandling fannst mér hreinlega lélegur (hann lék skjaldbökuna).
16. Pirates of the Caribbean.
Pínu vonbrigði en samt þrælskemmtileg. Kannski helsti gallinn að hún hefur svolítið orðið fyrir barðinu á of miklum tæknibrellum og of mikilli tölvuteiknun. Johnny Depp er samt fyndinn.
17. Cars.
Ekkert síðri en fyrri Pixar myndir!
18. The Sentinel.
Eitt stórt 'meh'. Michael Douglas fínn eins og alltaf en plottið var ekkert merkilegt.
19. Prairie Home Companion.
Svolítið spes en stórskemmtileg. Æðisleg tónlist og ferlega góðir leikarar.
20. Silent Hill.
Hún olli mér smá vonbriðgum þar sem hún var ekki næstum því jafn óhugnanleg og samnefndir tölvuleikir. En fín var hún samt og ég var mjög hrifinn af endanum á henni (vil ekki segja of mikið).
21. Lady in the Water.
Mér fannst hún bara helvíti fín. Öðruvísi en fyrri myndir Shyamalans en skemmtileg samt sem áður. Paul Giamatti var ferlega flottur og tónlistin hitti beint í mark hjá mér.
22. Snakes on a Plane.
Þetta var sérstök mynd. Hún var óttalegt drasl en það var eins og allir hafi vitað það og hafi þess vegna gert í því. Ef hún var asnaleg af ásettu ráði, þá var hún sniðug og fyndin, ef ekki þá var hún bara fyndið rusl.
23. United 93.
Byrjaði meira eins og heimildarmynd en sótti svo í sig veðrið og varð að lokum ein magnaðasta bíóreynsla sem ég hef upplifað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)