31. janúar 2008

FM-kynslóðin?

Sáuð þið geðveika hnakkann í fréttunum á RÚV áðan?
Það var eitt langt skot af einhverjum svakalega töff hnakka í MR. Vel snyrtur og læti!
Hann virtist m.a.s. vera frekar harður!
Nú gætu einhverjir spurt sig: „Hvað var harður, vel snyrtur, myndarlegur hnakki að gera innan veggja MR?“
Þetta var minn hnakki!

Feitt feis á Verzló!

Hvar eru paparazzarnir?

29. janúar 2008

Vel gert

Það tók mig 20 mínútur að finna eitthvað til að blogga um.
Þetta varð niðurstaðan.

Vel gert, Einar. Vel gert.

22. janúar 2008

Yfirhelling

*VARÚÐ - Talsmáti þessarar færslu gæti misboðið einhverjum lesendum þessa bloggs... ef þeir eru algjörir helv**is aumingjar!*

Fórnarlamb 1 : Helvítis lærið á mér!
Af hverju má ég ekki bara drullast í gegnum a.m.k. tvo mánuði án þess að slasa mig eitthvað?! Fyrst fokka ég upp á mér sköflungnum í tvær/þrjár vikur, svo kálfanum í viku, því ökklanum í eina og hálfa og nú lærinu á mér í Guð veit hve langan tíma! Og hafið það í huga að ég er með sjittlód af læri til að finna til í!

Fórnarlamb 2 : Vitlausa beyglan sem blokkaði innkeyrsluna okkar!
Ég kem heim úr vinnu á mánudagskvöldi og hvað sé ég annað en einhvern hálfvita sem er búinn að leggja bílnum sínum algjörlega fyrir innkeyrsluna okkar. Gatan var fokking auð og innkeyrslan ekki falin!
"Ég hélt þetta væri göngustígur" - ok, þá ertu ekki ömurlega tillitslaus og glötuð manneskja heldur bara hreinn og beinn fáviti! Bílför, manneskja, BÍLFÖR!

Fórnarlamb 3 : Andskotans óveðrið í morgun!
Ég var orðinn blautur í fæturna þegar ég SETTIST INN í bílinn í morgun. Aftur tengist það fíflinu sem blokkaði innkeyrsluna í gær svo ég þurfti að leggja í Sviðholtsvörinni! Ég er kominn með upp í kok af þessu djöfulsins roki, alltaf hreint.

Fórnarlamb 4 : Þessi fokking handbolti!
Af hverju gerið þið mér þetta?! Af hverju getið þið ekki bara spilað eins og á síðasta móti?! Sóknin í rusli, vörnin í drasli og staða geðheilsu minnar jafn vafasöm og staða helvítis liðsins! Andskotans vesen!

Fórnarlamb 5 : Hátalarahelvítið!
„Whenever I fall you lift me up a-*KRRRRSHHHJJJ*-eed to worry it will al-*SKRRRRRRRAAAAA*-kay...“. Ég væri alveg til í að geta hlustað á a.m.k. eitt andskotans lag í BÁÐUM hátölurunum án þessara helvítis skruðninga á 8 sekúndna fresti.

Fórnarlamb 6 : Ég sjálfur!
Mikið djöfull er ég leiðinlegur í kvöld!

Þetta bara fer mér ekki...

17. janúar 2008

Tilkynning

Þetta blogg hefur þann eina tilgang að vera nýtt blogg.
Ég er orðinn leiður á því að opna mína eigin síðu og sjá sömu sjúklega löngu færsluna í hvert einasta skipti og ég trúi ekki öðru en að aðrir séu einnig komnir með upp í kok.

Þannig að hér hafið þið það:
Nýtt blogg á nýju ári.

Let the blogging commence!