28. október 2004

Ó, hví?

Hví yfirgafst þú mig?
Ég ráfaði einn í myrkrinu á sléttu flatarmynda í tugi mínútna þar til ég sá ljós í fjarska!
Ég staulaðist áfram og hrasaði um ósannaðar þríhyrningareglur.
Úrköst stærðfræðinnar.
Er að ljósuppsprettunni var komið sá ég að það var eigi útgönguleið.
Engin björgun.
Engin sáluhjálp.
Ljósið hvarf inn í myrkrið ásamt von minni.
Í stað þess var djúp, enn myrkari hola sem veitti mér ekkert nema aukinn kulda og stærri svitaperlur.
Tíminn er að renna út.
Ég steypi mér ofan í hyldýpið. Ekkert heyrist nema vindgnauð og dropar í fjarska.
Fallið er langt.
Afar langt.
Bjallan glymur og ég lendi loksins.

Lengd hliðar b verður ávallt hulin vitneskju mannverunnar.

27. október 2004

Kaldur lærdómur

Ég sit í garðinum og læri þýsku, sönglandi í takt með Green Day, kemur aðvífandi nágranni minn og spyr: "Ertu læstur úti?"
Ég svara um hæl: "Nei, alls ekki! Ég læri best í 5 stiga frosti með vindinn í andlitið."

Mér er kalt á skriftarhöndinni...

Setning dagsins
"Viljiði hafa þögn, gott fólk! Þegiði nú! ... Var einhver að segja eitthvað?"

25. október 2004

And now for something completely different!

Í tilefni enskufyrirlesturs sem ég er að vinna...lesið þetta:

Palin: Hello, good evening and welcome to another edition of Blood Devastation Death War and Horror, and later on we'll be meeting a man who *does* gardening. But first on the show we've got a man who speaks entirely in anagrams.
Idle: Taht si crreoct.
Palin: Do you enjoy it?
Idle: I stom certainly od. Revy chum so.
Palin: And what's your name?
Idle: Hamrag - Hamrag Yatlerot
Palin: Well, Graham, nice to have you on the show. Now, where do you come from?
Idle: Bumcreland.
Palin: Cumberland?
Idle: Stah't it sepricely.
Palin: And I believe you're working on an anagram version of Shakespeare?
Idle: Sey, sey - taht si crreoct, er - ta the mnemot I'm wroking on "The Mating of the Wersh".
Palin: "The Mating of the Wersh"? By William Shakespeare?
Idle: Nay, by Malliwi Rapesheake.
Palin: And what else?
Idle: "Two Netlemeng of Verona", "Twelfth Thing", "The Chamrent of Venice"....
Palin: Have you done "Hamlet"?
Idle: "Thamle". 'Be ot or bot ne ot, tath is the nestquoi.'
Palin: And what is your next project?
Idle: "Ring Kichard the Thrid".
Palin: I'm sorry?
Idle: 'A shroe! A shroe! My dingkom for a shroe!'
Palin: Ah, Ring Kichard, yes... but surely that's not an anagram, that's a spoonerism.
Idle: If you're going to split hairs, I'm going to piss off.

24. október 2004

Vopnabúrið tómt?

Aumingja Arsenalmenn...
Fyrirgefið.
Ég meina að sjálfsögðu: Aumingjar, Arsenalmenn!

Setning dagsins
-Arsenal töpuðu-

P.S. Öllu veseni reddað...held ég

23. október 2004

The table is set... the pieces are moving...

Smávægilegar breytingar hafa orðið á þessu aðsetri mínu í þessari illþefjandi laug kláms og sora, sem einnig kallast internetið.
Commentakerfinu reddað, linkum bætt inn (fleiri á leiðinni) og almenn fínpússun...
Þið mættuð jafnvel búast við enn meiri breytingum.... hoohoo!

Setning dagsins
-Auga fyrir auga og heimurinn verður blindur-

P.S. YAARGH! Svo virðist sem ill öfl séu að verki: færsla númer þrjú hvarf!! Ojæja...hún olli bara vandræðum hvort sem er...

20. október 2004

Óslípaður demantur...

Eins og þið sjáið er þetta vefsetur mitt enn nokkuð hrjúft og ekki mikið um augnakonfekt. Þetta blogg er, jú, óslípaður demantur. En líkt og demantar kemur í ljós að undir hrjúfu yfirborðinu liggur veruleg harðneskja en jafnframt fegurð...
... nú er ég týndur... fer þetta ekki í prófílinn?

*ZING*

Hér munuð þið fá að sjá í framtíðinni fréttir af mínum afrekum jafnframt ákaflega heimspekilegum pælingum. Til dæmis:
-Hvers vegna fer Andrés Önd í buxur BARA þegar hann fer í sund?
-Hvers vegna virðist mann alltaf klæja í nefið þegar maður er nýbúinn að óhreinka hendurnar?
-Getur eitthvað efni sprottið upp úr engu, eða hefur eitthvað efni verið til frá upphafi? Hvað er þá upphafið?
Fylgist spennt með framhaldi þessa bloggs. Það verður eflaust viðkunnanlegra en fyrri bloggsíður.

Setning dagsins
-Igne Ferroque-