29. nóvember 2006

Stuld--- Aðlögun!

Stal þessu frá síðuni hans Hafsteins sem stal þessu annars staðar frá. Og sá gaur var örugglega ekki sá sem fann þetta upp o.s.frv.

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?
So, here's how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool...

Opening Credits:
La Redécouverte - Yann Tiersen (Ekki fyrsta myndin þar sem þetta kemur fyrir - en gott samt)

Waking up:
Rock and Roll - Led Zeppelin (Hugsanlegir timburmenn?)

First Day At School:
Bicycle Race - Queen (Hah - alveg satt!)

Falling In Love:
The Warmth - Incubus (Kannski gerist þetta í mars á næsta ári?)

Fight Song:
Courage - Alien Ant Farm (Ok, þetta smellur alveg fáránlega vel saman!)

Breaking Up:
Monty Got a Raw Deal - R.E.M. (Heppilegur titill.)

Prom:
Mystery 17b - Michael Giacchino (Það er greinilega eitthvað seinni heimsstyrjaldar þema)

Life:
Te Deum Guarani - Ennio Morricone (MJÖG dramatískt...)

Mental Breakdown:
Planet Home - Jamiroquai (Fjölbreytt áfall)

Driving:
Do You Remember - Phil Collins (Spes rúntur, það...)

Flashback:
He's a Pirate - Klaus Badelt (Stórsigur út í eitt!)

Getting Back Together:
Six Degrees of Inner Turbulence : I. Overture - Dream Theater (Mikill sigurfílíngur í þessu)

Wedding:
The Toy Trumpet - Raymond Scott (Tvíræður titill?)

Birth Of Child:
Those Damned Blue Collar Tweekers - Primus (Barnið verður eitthvað spes...)

Final Battle:
I Just Can't Wait to Be King - Elton John (Úff, já!)

Death Scene:
Dinner Music for a Pack of Hungry Cannibals - Raymond Scott (Ég er greinilega étinn einhvern tímann á 5. áratugnum)

Funeral Song:
My Way - Frank Sinatra (Djöfull er ég klisjukenndur - m.a.s. þegar ég er dauður)

End Credits:
Þó þú langförull legðir - Tryggvi M. Baldvinsson (Plögg!)

28. nóvember 2006

Horatio Caine er svalasta sjónvarpspersóna frá upphafi!

Sönnun: Látum David Caruso vera gefinn.
Af myndbroti

fæst: Horatio Caine > Allir aðrir og þar með fæst það sem sanna átti.

Q.e.d.

27. nóvember 2006

Spes

„Hvað segið þið?! Er ENGINN búinn að læra heima?!
Þið megið ekki ofmetnast svona, þó ykkur hafi gengið vel á einu prófi, og bara hætta að læra heima!
...
Eru einhver kaffihús opin núna? Eigum við að taka göngufrí?"

Þetta var refsingin fyrir aðgerðarleysið í okkur.
Nú er ég með óbragð samviskubits í munninum og mun alltaf læra heima.
Nei, bíddu! Þetta er ekki samviskubit... þetta er súkkulaði!

Spes refsing...

22. nóvember 2006

Vesen

Ég var búinn að gleyma því hve mikið vesen er að taka strætó...
Ég þarf núna að vakna hálftíma fyrr bara því Ópelinn er ekki á sumardekkjum og ég er ekki í sjálfsmeiðingarhug.
Það er samt notalegt að fá smá stund með sjálfum sér og góðri tónlist á hverjum morgni. Gefur manni ráðrúm til að hreinsa hugann... stundum fer bara of mikið...

21. nóvember 2006

Blurgh...

Ég er núna að renna í gegnum bæði gömul og ný óklárðu tónlistarskjöl á tölvunni minni. Margt er nothæft og jafnvel svolítið töff en ég get ekki fyrir mitt litla líf unnið nokkuð með það. Það er frekar pirrandi...
Ég er svo ókreatívur þessa dagan að mér dettur ekki í hug nein líking við það.

"Blurgh" er það frumlegasta sem ég hef hóstað upp úr mér síðustu daga.
Bókstaflega.

20. nóvember 2006

"Do I look like I give a damn?!"

Ég geri mér grein fyrir því að ég hef ekki verið allt of duglegur við að blogga en ástæðan er afskaplega einföld.
Svo virðist sem voðalega fáir lesi þetta.
Hvaðan fékk ég þá flugu í höfuðið?
Kannski þegar ég birti hér fyrir neðan stórbrotna smásögu í þremur og fékk alls 5 komment frá 4 mismunandi manneskjum og þar af var ein þeirra svo svefnvana að vart er að taka mark á henni (I kid, I kid).

En annars vildi ég bara lýsa yfir ánægju minni á hinum nýja James Bond.
Skemmtileg breyting frá hinum venjulega hallærislega kvennabósa, e.þ.s. Pierce Brosnan.
Gaman að sjá James Bond sem er virkilega töff og fær svolítið kikk út úr því að lemja vondu kallana í klessu.

Vildi bara koma þessu á framfæri.

Og tjáið ykkur nú!

8. nóvember 2006

Köllunin (Part III)

„Auðvitað var þetta ég! Þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera! Þessari sjónvarpsdruslu þótti aldrei vænt um þig - ekki eins og mér!“
Drengurinn gróf höfuðið í höndum sér. „ÞEGIÐU!“
„Hættu þessu veseni. Ég er það eina sem þú munt nokkurn tímann þarfnast. Það er ekkert fyrir utan þessa veggi sem ég get ekki boðið þér!“
„Nei, nei, nei! Þú munt ekki yfirbuga mig! Ég get fundið eitthvað annað til að gera!“
Tölvan flissaði. „Eins og hvað?! Sjónvarpið þitt ástkæra er ónýtt og það er ekki möguleiki fyrir þig að komast héðan út! Þú veist það sjálfur!“
Drengurinn leit í kringum sig. Hann gekk að sjónvarpinu og teygði sig upp í bókahilluna fyrir ofan það. Hann hrifsaði til sín eintak af Rauðum stormi eftir Tom Clancy og blés af því rykið.
„Ég á ennþá bækurnar mínar!“ hrópaði hann til tölvunnar og opnaði bókina.
Snjóhvít opna blasti við honum.
Og önnur.
Og ein til viðbótar.
Bókin var tóm.
Tölvan dæsti. „Hélstu virkilega að ég hefði ekki séð fyrir þessu? Ég hef verið að hreinsa þær allar síðustu vikur! Það er ekki eins og þú lesir þær nokkurn tímann!!.
Drengnum féllust hendur. Hann sleppti bókinni og lét sig falla fram á hnén. Hann horfði á bókarykið á gólfinu fyrir framan sig.
„Hvað viltu eiginlega?„ spurði drengurinn með kökkinn í hálsinum.
„Bara þig.“ svaraði tölvan hlýlega. „Ég vil bara að þú að þú játir það að þú þurfir ekkert annað en mig. Ég get gefið þér allt sem þú vilt! Bara ef þú verður minn.
Drengurinn dæsti.
Leikurinn var tapaður og þau vissu það bæði.
Hann stóð hægt upp, gekk að skrifborðinu og dró út lyklaborðið.
Tifið í tökkum lyklaborðsins gleypti herbergið.


Svona varð þessi bloggfærsla til.
Eða svona næstum því.

7. nóvember 2006

Köllunin (Part II)

Hann sneri sér aftur að hurðinni og tók nú að toga af öllu afli.
Hann hefði alveg eins getað togað í brúarstólpa.
Drengurinn leit þá til gluggans.
Ekkert var fyrir aftan rimlagardínurnar. Bara blár, kaldur veggur.
Hróp drengsins virtust heldur ekki bera neinn árangur. Enginn heyrði í honum. Það var eins og einhver hefði múrað hann inni.
Reglubundna suðið frá skrifborðinu hækkaði.
Hann leit á tölvuna og öskraði „Haltu kjafti, tíkin þín! Þetta er allt þér að kenna!“
Hann henti sér í rúmið og gróf höfuðið í koddanum. Mjúkur dúnninn skildi angist hans.
Mjúkur dúnninn.
Drengurinn lyfti höfðinu varfærnislega upp og leit yfir koddann. „Hvar er fjarstýringin mín?“
Hann stóð upp og reif sængina og koddann úr rúminu. Fjarstýringin var hvergi sjáanleg.
“Þú hefur ekkert við hana að gera! Þú hefur mig!“ sagði rám, mjóróma rödd.
Hún virtist koma frá skrifborðinu.
Drengnum varð litið til tölvunnar og samstundis hófst suðið aftur, nú hærra en nokkru sinni fyrr.
„Ég er að fokking klikkast!“ hrópaði drengurinn upp yfir sig.
Hann stóð nú á miðju gólfteppinu og leit hratt í kringum sig. Honum fannst herbergið snúast hraðar og hraðar í kringum hann. Veggirnir urðu að móðu.
Veröldin jafnaði sig þó þegar augu hans staðnæmdust við sjónvarpið.
Rauða Standby ljósið hafði slokknað. Ástæðan var greinileg.
Þarna var fjarstýringin, grafin hálfa leið inni í sjónvarpsskerminn.
„Ég sagði þér að þú þyrftir hana ekki! Ég er það eina sem þú þarft!“ sagði röddin.
Drengnum fannst hann heyra furðulega mikla hlýju í þessari rámu rödd, en hann gat ekki verið viss. Hann var, jú, að missa vitið.
„Ég sagði þér að halda kjafti!“ öskraði drengurinn á hvítu tölvuna. „Ég veit að þetta varst þú!“
Nú kviknaði skært hvítt ljós á tölvuskjánum. Svo skært að drengurinn gat ekki annað en litið undan.

6. nóvember 2006

Köllunin (Part I)

Bjarminn frá tölvuskjánum náði ekki langt fram á gólfið, en nógu langt til að fanga athygli drengsins sem sat hinum megin í herberginu. Hann sat á rúminu sínu með bakið upp að veggnum og horfði á sjónvarpið.
Í fyrstu hunsaði hann litlu tölvuna á borðinu. Hún var einnig upp við vegginn og sat þar í hnipri milli tveggja stórra hátalara. „Hún er bara afbrýðisöm,“ hugsaði drengurinn með sjálfum sér, „hún jafnar sig.“
En tölvan jafnaði sig ekki.
Hún sat bara í skugga svörtu kassanna og starði dauflega út í herbergið.
Upp í rúmið.
„Fyndið... það er eins og hún sé að horfa á mig.“ Drengurinn hló með sjálfum sér og lagaði koddann sinn.
Tónlist ómaði nú um herbergið. Þátturinn var búinn í sjónvarpinu.
Drengurinn rétti úr sér og teygði sig í fjarstýringuna. Hann ýtti á stóran gráan takka; Standby.
Tónlistin hætti ekki.
Honum varð snögglega litið á tölvuna. Hún sat og starði sem fyrr.
Hann smellti aftur á takkann.
Þögn.
Drengurinn hristi höfuðið. „Ég þarf greinilega að fara fyrr að sofa. Ég er að fá hausverk.“
Hann henti fjarstýringunni kæruleysislega aftur fyrir sig um leið og hann stóð upp. Hann var búinn að æfa þessa hreyfingu í nokkurn tíma og var ansi lunkinn að láta hana lenda á koddanum.
Hann gekk að hvítmálaðri hurðinni og tók í húninn.
Hurðin haggaðist ekki.
Hann togaði aftur en án árangurs.
Hurðin var pikkföst.
Lágt reglubundið suð heyrðist fyrir aftan hann. Hann sneri sér við. „Var hún að hlæja að mér?“