28. desember 2005

Checklist

Jæja, nú er komið að því að vekja upp öfund/vorkunn hjá lesendum mínum.

1. Leðurveski (M+P) (Laglegt veski, sérstaklega þegar það er fullt af peningum)
2. Saving Private Ryan á DVD (M+P) (Glæsileg mynd í alla staði - Vin Diesel er m.a.s. áhorfanlegur!)
3. Argóarflísin eftir Sjón (Amma + afi) (Hún á víst að vera ansi góð)
4. Gjafakort í Kringluna (Amma + afi) (The world is my oyster!)
5. Rokland eftir Hallgrím Helgason (Afi Baldvin og Dóra) (Hún á víst að vera ansi fyndin)
6. 3000 krónur (Afi Baldvin og Dóra) (Smellpassar í veskið)
7. Scrubs Season 1 á DVD (Sveinbjörn + Halldóra) (Fyndnustu leiknu þættir í mörg, mörg ár (Boing Fhip!))
8. The 40 Year Old Virgin á DVD (Baldvin) (Furðulega góð og ekki nærri því eins vitlaus og við mátti búast)
9. Die Hard I, II & III á DVD (Sörlaskjól) (Yippee-ka-yay, motherfucker!)
10. Little Britain Seasons 1 & 2 á DVD (Miðskógar) (Eh, eh, ehhh!)
11. 12 íslensk topplög með Á móti sól (Dídí) (Á móti sól er ekki beint mitt uppáhald, en takk samt)
12. Ósögð orð og ekkert meir eftir Rúnar Þórisson (Gunna & Addó) (Hef nákvæmlega ekki hugmynd um hver þetta er...)
13. Almond Sunset Dessert Tea (C.J.) (Nú þarf maður að byrja að drekka te)
14. Lítill trédiskur (C.J.) (Afar sléttur)
15. Das Wohltemperierte Klavier I (C.J.) (Nú þarf maður að byrja að æfa aftur á píanóið)
16. Witness á DVD (Kertasníkir) (Þarf að horfa á þessa)

Takk fyrir mig!

14. desember 2005

Svo nálægt!

Eitt próf eftir!
Þá get ég loksins ekki lært undir próf og verið laus við samviskubit!
Jei!

9. desember 2005

Near death experience...

Á leið minni í knattspyrnu í gærkvöldi sá ég fjarskyldan ættingja í Kópavoginum. Ég hafði ekki séð hann í afar langan tíma og langaði því gífurlega mikið að heilsa upp á hann. Bílstjóri bílsins er ég sat í virtist lesa hugsanir mínar því nú jók hann hraðann og stefndi í humátt að þessum ættingja mínum. En er nær honum var komið uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar: "Ég er ekki skyldur neinum helvítis steypustólpa!!!"
Aftur virtist bílstjóri bílsins lesa hugsanir mínar, þó örlítið á eftir mér, því nú beygði hann snarlega framhjá þessum platættingja, en ekki mátti miklu muna. Ég get sagt svo án nokkurs efa því ég finn ennþá lyktina af gráleitum, illþefjandi, rykkenndum rakspíranum hans.
Þar slapp ég naumlega við vandræðalegan fund.

5. desember 2005

Hversu kúl?

Hversu hipp, kúl og 'ýkt, mega töff' væri að sjá George Bush dansa hlutverk regnskýs sem kemur og þvær burt öll óhreinindi heimsins?
Það virkaði fyrir Lúðvík...

1. desember 2005

Gorglepoof

Gorglepoof.

Huzzah!

David Letterman (kannski er það sköllótti, leiðinlegi hljómborðsleikarinn hans...) fær hrós vikunnar í mínum bókum.
Hver sá sem velur Schism, þó það sé í kjánalegri accoustic/brass útgáfu, til flutnings getur ekki verið alslæmur.

Húrra fyrir Tool!