30. júlí 2005

About damn time

Ég held að það sé kominn tími á eitthvað alvöru blogg...
Fyrst ber að nefna að besta mynd í heimi er komin í hús.
Ójá, ég var svo heppinn að slysast til að finna Garden State á DVD í fremstu hillu Skífunnar í Kringlunni á sunnudag. Síðan þá er ég búinn að horfa á hana þrisvar og rífast við afar þröngsýnan og hrokafullan hálfvita á spjallborði IMDB. Hann hefur ekki svarað í sólarhring, þannig að ég vil líta á mig sem sigurvegara í rökræðunum... en hálfgert virðingartap hvorn veginn sem er.
Ég byrjaði svo að horfa á Scrubs í framhaldi af kaupunum. (Zach Braff er bæði í Garden State og Scrubs.) Og vá, ég hef verið að missa af fyrsta flokks gamanþáttum!
Never again!
Jafngaman og alltaf í vinnunni...voða lítið að frétta þaðan... skiljanlega... ("Hey, VÁ, bandið mitt slitnaði ALDREI á mánudaginn!!!!")

Ég er búinn að vera með óttalega músíkalska ritstíflu...þannig að frekari uppfærslur verða að bíða.
Komment vikunnar er þó: "Þetta er flott og allt það, þetta er bara svo ógeðslega leiðinlegt!"

Laglegt!

21. júlí 2005

17. júlí 2005

Ahhh...íslensk nepja!

En hvað íslensk rigning er ljúf viðkomu!
Líka æðislegt að geta fengið smá rigningu án þess að henni fylgi þrumur og eldingar.

•Króatía er fallegt og ódýrt land.
•Króatar horfa ekki á DVD.
•Ég varð ekki sólbrúnn.
•Ég sólbrann ekki.
•Útibíó eru skrýtin en þó laus við hlé.
•Það er æðislegt að svífa í 30 metra hæð yfir Adríahafinu í fallhlíf aftan í hraðbát.
•Þjóðverjar eru ömurlega miklir málverndarsinnar.
•Ég nenni ómögulega að blogga.