24. febrúar 2005

Oj, poj!

Ógeðslega er ég slappur bloggari...
...tjah...maður getur ekki búist við öðru þegar ellin er farin að leggjast svona yfir mann...

14. febrúar 2005

Pínlegar samræður

Samræður við leigubílstjóra, hárgreiðslufólk og fólk af þeim toga eru alltaf jafnspennandi og upplífgandi.

Fýr: "Jæja...ertu námsmaður, eða...?"
Ég: "Já."
Fýr: "Nújá."
*Þögn*
Fýr: "Hvaða skóla?"
Ég: "MR."
Fýr: "Jaaaá. Svoleiðis."
*Þögn*
Fýr: "Góður skóli."
Ég: "Jájájá! Rosalega."
Fýr: "Gengur ekki bara vel?"
Ég: "Jújú. Það gengur ágætlega."
*Þögn*
Fýr: "Ég var sko þar."
Ég: "Já já... svoleiðis..."
*Þögn*
Fýr: "Þið fáið ekkert frí á öskudag, er það?"
Ég: "Neibb."
Fýr: "Það eru bara grunnskólar, er það ekki?"
Ég: "Jú. Flest allir, held ég."

Æðislegt