4. janúar 2011

Hækuannáll 2010

Nú er komið að persónulegum fréttaannál fyrir árið 2010.
En þar sem ég er skemmtilega furðulegur ætla ég ekki að hafa hann í hefðbundnum texta, heldur í hækuformi, þar sem hver mánuður á sitt erindi.

Janúar
Ár hófst, að vanda.
Við Guðrún vorum ei meir -
Mjög vondur tími.

Febrúar
Lífið hélt áfram,
varð tuttugu og tveggja,
Fékk mörg jelloshots.

Mars
Safnaði mottu,
Tapaði í Útsvari.
Fokking Garðabær...

Apríl
Breytti herbergi.
Elli sprengdi lærið mitt.
Fagnaði vori.

Maí
Ég samdi tónlist
fyrir tvær töff stuttmyndir.
Datt svo vel í það.

Júní
Naut sumarsins vel
Vann eins og brjálæðingur
á milli teita.

Júlí
Samdi fínt djammlag
fyrir vinaárshátíð
Naut lífs og vina.

Ágúst
Fór á Þjóðhátíð
var með mjög svo flottan hatt.
Sjitt - það var gaman!

September
Skólinn byrjaði.
Fór að hlusta á Steve Reich
Samdi svo tónlist.

Október
Varð semi-frægur
Fyrir að autotuna
- fékk ekki píkur.

Nóvember
Sinnti skólanum
og samdi drög að ritgerð.
Hún klárast í vor.

Desember
Fór til Amsterdam,
Amsterdjammaði mikið.
Kláraði árið.

Nú er bara málið að krossleggja fingur og vona að nýja árið verði enn betra og að næsti annáll verði ítarlegri!