28. febrúar 2006

Afmælisþökk fleyguð með ritstuldi

Takk fyrir kv-

*Mér fannst þessi fleyg-hugmynd svo sniöug að ég varð að stela henni... ef ekki nema bara til að stela henni.*

-eðjurnar!!!

22. febrúar 2006

Síðan hvenær?

Síðan hvenær varð Steve Jobs skotspónn almennings sem tilfinningalaus milljónamæringur sem reynir að yfirtaka heiminn með því að kúga meðalmanninn?

Þetta er samt svolítið fyndið...

19. febrúar 2006

Það er komið að því...

Ójá, tíminn er kominn.
Nú mun ég segja reynslusögu af sjálfum mér.

Hún nær alla leið aftur til sunnudagsins 12. febrúar síðastliðins. Þar var ég að iðka knattspyrnu ásamt félögum mínum í mesta sakleysi þar til *BÚMM* (*KRAKK* - það kom þó ekki í ljós fyrr en síðar). Þar hafði ég farið upp í sama skallabolta og samherji minn sem endaði þó á því að ég fékk olnbogann á honum beint í andlitið með þónokkrum þunga.
Eins og við má búast var það ansi vont en ég hélt þó áfram mínu daglega lífi þrátt fyrir verkinn og litlu skekkjuna sem virtist hafa lagst á nefið á mér.
Á föstudagsmorgun, eftir árshátíðina, fór ég svo upp á Háls-, nef- og eyrnadeild borgarspítalans. Ungur læknir (sem var svolítið líkur Edwin Van Der Sar, nema með minna nef (haha)) leit þar á nefið á mér og potaði eitthvað í það og þreifaði. Hann sagði mér þá að beinið hafði kýlst inn að einhverju leyti og ég sagðist að sjálfsögðu vilja láta laga það.
Hann byrjaði þá á því að sprauta mig með einhverri deyfingu (ég man að það var skylt kókaíini) fjórum sinnum - einu sinni í hvert 'horn' nefsins, þ.e.a.s. tvisvar við efri vör og tvisvar undir augunum. Því næst rak hann nokkra pinna upp undir brotstaðinn (já, langt upp í nös) til að deyfa nefið að innanverðu.
Eftir 15 mínútna bið (sem ég eyddi liggjandi með hausinn hallandi niður á við vegna svima (deyfingin var nokkuð sársaukafull og/eða óþægileg)) kom hann svo inn ásamt hjúkrunarkonu og tók þá upp langan járnpinna. Hann tróð honum svo upp í nefið á mér og ýtti brotinu út.
Það var miklu verra en þegar það var kýlt inn.
Því fylgdi að sjálfsögðu svimi, verkur, blóðnasir, verkur, þreyta eftir átökin og verkur. Sá verkur situr enn að einhverju leyti hjá mér. Ekki mikill, en nógu mikill til að ég hafnaði bæði bíóferð og afmælispartýi (Fyrirgefðu Klemmi og co.) (Fyrirgefðu Halla og co.).

Jæja, þá er þessari frásögn lokið og vona ég að ykkur hafi fundist lesturinn skemmtilegur, því ekki var athöfnin skemmtileg.
Hreint ekki.

16. febrúar 2006

VODDAFOKK!

Nú er ég reiður.
Mjög reiður.

Ó, MIKLA VEFDAGBÓK!
HVÍ GLEYPIÐ ÞÉR FÆRSLUR MÍNAR?
ERU VANGAVELTUR MÍNAR EKKI NÓGU METTANDI
TIL AÐ SEÐJA HUNGUR YÐAR?
ERU RIFRILDIN Í UMSÖGNUNUM EKKI NÓGU FEIT TIL AÐ
GLEÐJA YÐUR?
ER ANGIST MÍN ÞAÐ SEM ÞÉR VILJIÐ?!
JÆJA ÞÁ! SVO VERÐI YÐAR VILJI!
EN GÆTIÐ YÐAR - REIÐI FER ILLA Í TÓMAN MAGA!

15. febrúar 2006

Gerðu það.....

....ekki láta þetta verða eitthvað rusl!
Mig langar í almennilega hryllingsmynd...

14. febrúar 2006

Trilogiur eru skemmtilegar

Hér er t.d. fyrsti partur af trilogiu.
(ATH. ef þið fáið upp auða síðu þá hefur lagið ekki enn verið samþykkt => prófið aftur síðar!)

12. febrúar 2006

Hefndin er sæt

"Skemmdarverk unnin á gröfum múslima í Danmörku
Um 25 grafreitir múslima voru eyðilagðir í kirkjugarði í Esbjerg í Danmörku um helgina. Var legsteinum velt um koll og sumir þeirra brotnir annað hvort aðfararnótt sunnudags eða snemma í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Esbjerg. Í kirkjugarðinum eru bæði grafir kristinna og múslima en einungis var hreyft við legsteinum á gröfum múslima.

Forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, segist harma skemmdarverkin og segist fordæma skemmdarverk sem tengjast trúarbrögðum og kynþáttum fólks. "Skemmdarverk unnin í kirkjugörðum eru lögbrot og stjórnvöld munu gera það sem nauðsynlegt er til að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð. Verða þeir sóttir til saka," að sögn forsætisráðherra Danmerkur."


En hvað þetta var nú aldeilis sniðugt hjá ykkur, Danir!
(Ég geri mér fullvel grein fyrir því að þetta voru hugsanlega múslimar til þess einungis að hafa fleiri afsakanir fyrir að, tjah - brenna danskan ost? En annars virkar þessi bloggfærsla ekki...)

Voðalega er ég pólitískur þessa dagana...

10. febrúar 2006

NEEEEEI!!!

"Pakistanskir mótmælendur brenna danskan ost
Mótmælendur í Karachi í Pakistan brenndu í dag danskan ost og aðrar danskar mjólkurvörur til að mótmæla birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhameð. Mótmæli urðu víða um landið og brutu menn rúður og tókust á við lögreglu. Fjölmennust urðu mótmælin í Islamabad, þar voru um 5.000 saman komin. Þá var skilti norsks fyrirtækis, Telenor ASA, rifið niður.
"


Nei...nei! NEI! EKKI OSTINN!!! Í GUÐANNA BÆNUM, EKKI OSTINN!!!

Komm on...

6. febrúar 2006

Nú þarf maður...

...að eignast fullt af börnum, bara til að nota öll æðislegu nöfnin sem eru til.

Geirröður Gýgjar
Gautviður Fritz
Dósóþeus Engiljón
Bambi Kort
Natanael Nóvember
Tímon Príor
Úddi Dúi

Alfífa Elley
Kolfreyja Hlökk
Milda Ninja
Laugheiður Ögn
Kathinka Lúsinda
Kaðlín Mjaðveig

Frábært...

2. febrúar 2006