31. desember 2006

Uppgjör (1/3)

Árið er að klárast og annálar ýmiss konar og uppgjör spretta upp hér og þar eins og jákvæð hliðstæða illgresis.
Ég ætla ekkert að skorast undan þessu og ætla því að skella upp lista og stuttri umsögn um þær kvikmyndir sem ég hef séð í bíó þetta árið.
Og hefst nú lestur.

1. Chronicles of Narnia.
Bókin er miklu betri en myndin ágætis fjölskylduskemmtun.

2. Brothers Grimm.
Úff, maður. Terry Gilliam olli mér miklum vonbrigðum með þessari. Hún var ágætlega flott og jafnvel pínulítið sniðug á köflum en hún var bara svo assgoti leiðinleg.

3. Hostel.
Brútal og blóðug. Aðallega brútal. Meira brútal en hún var góð, en svo sem ágæt samt.

4. Jarhead.
Mér fannst þessi góð. Jake Gyllenhaal, Jaime Foxx og Peter Sarsgaard standa sig allir með prýði.

5. Fun with Dick & Jane.
Jim Carrey eiginlega alltaf fyndinn en myndirnar hans hafa flestar verið betri.

6. Brokeback Mountain.
Afskaplega falleg og vel leikin mynd.

7. Munich.
Byrjaði nokkuð vel en varð alltaf leiðinlegri og langdregnari eftir því sem á leið.

8. Final Destination III.
Drasl. Fyndið drasl en drasl samt sem áður.

9. V for Vendetta.
Æðisleg. Wachowski bræðurnir björguðu sér algjörlega eftir Matrix draslið (II og III, þ.e.a.s.). Natalie Portman góð og Hugo Weaving er megasvalur!

10. Lucky Number Slevin.
Þessi var líka stórgóð. Flott plott og ferlega góður leikarahópur sem stóð sig allur glæsilega.

11. Ice Age II.
Ekki eins góð og fyrri myndin en skemmtileg þó.

12. The Hills Have Eyes.
Myndaði ágætis jafnvægi milli spennu og ógeðs. Var sem sagt ekki bara ógeðsleg til að vera ógeðsleg eins og Hostel. Ágætis spennu-/hryllingsmynd.

27. desember 2006

Takk fyrir mig!

Ég vil byrja á því að óska öllum gleðilegrar hátíðar (kveðjan kemur kannski örlítið seint, en betra er seint en aldrei) og gleðilegs nýs árs!
Næst vil ég skella upp jólagjafalista líkt og undanfarin 2 jól (Gjafirnar eru ekki flokkaðar í neinni ákveðinni röð).

1. Samsung SGH-X650 farsími - Mamma & pabbi
Kreisí lítill, nettur og kúl.

2. Gears of War f. Xbox 360 - Baldvin.
Flottasti leikur sem ég hef séð.

3. Axis & Allies D-Day (spil) - Sveinbjörn & Halldóra.
Fékk þetta með litla bróður mínum. Töff nördaspil.

4. Indjáninn e. Jón Gnarr - Sveinbjörn & Halldóra.
Byrjaður á henni og só far só gúd.

5. Flauelsjakki - Amma og afi.
Valdi hann sjálfur og er hæstánægður með valið.

6. Gjafakort Kringlunnar - Afi Baldvin & Dóra.
Algjörlega frjálsar hendur!

7. Meistarinn (spil) - Miðskógagengið.
Spurningaspil virka alltaf.

8. Nammi og jólakúla - Dísa frænka.
Stílað á fjölskylduna. Mjög kúl.

9. Eldspýtustokkur - Eyjabakkagengið.
Einnig stílað á fjölskylduna. Sænsk hönnun með mörgæsum. Tvöfaldur sigur.

10. Hrafnaspark (CD) - Gunna frænka & Addó.
Eflaust prýðileg gítartónlist.

11. Sængurver - Sörlaskjólsgengið.
Það er röndótt.

12. Konfektkassi frá Nóa Siríus - Sibbi kirkjuvörður.
Það var rétt hjá þér, Klemenz. Sibbi er krútt.

13. Jóladiskurinn 2006 (CD) - Verslunin Next.
Fylgdi með jakkanum.

14. Jólasveinahúfa - Klemenz.
Og dönsk í þokkabót.

15. Hanskar - Dídí frænka.
Voðalega hlýir.

Ég held ég sé ekki að gleyma neinum... vonandi ekki.
En nú kemur þökkin:
Takk fyrir mig!

21. desember 2006

Þreyta

Ég er þreyttur í fótum (standa/labba/hlaupa), höndum (lyfta/fletta/gramsa), eyrum (hlusta/heyra), augum (sterk ljós/ljótt fólk) og höfði (allt áðurnefnt).
Rúmið mitt hefur sjaldan verið jafn aðlaðandi...

„Selebritísætings“:
•Páll Óskar

P.S. Mezzofax er komið upp á MacJams.com.

20. desember 2006

Úff

Próf búin (veió), vinna byrjuð (...veió?) og jólin alveg að koma (úberveió).
Ég er sem sagt orðinn starfsmaður Pennans í Kringlunni og ef þið stefnið á að kaupa ritföng og/eða bækur í jólagjafir, þá endilega farið eitthvert annað þar sem það er alveg nóg af fólki í búðinni á hverju augnabliki.
Nei, nei - þið megið alveg koma, en leggið þessar staðreyndir á minnið áður en þið komið:
Nr. 1: Barnabókin Drekafræði er uppseld ALLS STAÐAR (ekkert djók)!
Nr. 2: Já, við seljum límband.
Nr. 3: Ef þið eruð að leita að mjög sjaldséðri og/eða mjög sérhæfðri bók þá er hún örugglega ekki til hjá okkur - tékkið frekar á Eymundssyni (við hliðina á Bónus) í Kringlunni.
Leggið þetta á minnið því þetta virðist vera að vefjast fyrir fólki.

En næstu daga/vikur mun ég hafa eftirfarandi lið í bloggfærslunum:
„Selebritísætings“:
•Gunnar Helgason
•Gunnar Hansson (e.þ.s. Frímann Gunnarsson)
•Barði úr Bang Gang
•Ómar „fugladans“ Ragnarsson
•(Ég sá líka Magna fyrir utan búðina, en það gildir kannski ekki alveg)

Jólin nálgast, jafnt og þétt.
"Jiii, nú magnast spennan!"
Kauptu vel og kauptu rétt
og komdu beint í Pennann!

17. desember 2006

Skítur í viftunni... (3)

15. Mick Jagger (The Rolling Stones).
Örugglega einn asnalegasti söngvari dagsins í dag og ég fíla hann ekki vitund.
(Mick Jagger hefur verið fjórgiftur - 3 eiginkvennanna týndust í munninum á honum.)

16. Jonathan Davis (Korn).
Komm on! Jonathan Davis á jafnmikið heima á þessum lista og heima hjá mér.

17. Roger Daltrey (The Who).
Ég hef ekkert slæmt um hann að segja. Ég hef ekki heyrt mikið í The Who en þemað fyrir CSI (Grissom þættina) er töff.

18. Paul Stanley (Kiss).
Tjái mig ekkert um hann.

19. David Lee Roth (Van Halen)
Af því litla sem ég hef heyrt (Jump) þá er hann með fína rödd en er ekkert allt of tónviss (kannski meðvituð ákvörðun, en þá er hann vitlaus í stað þess að vera lélegur).

20. Kurt Cobain (Nirvana.
Töff, gróf rödd en ekkert merkilegur "söngvari" per se. Virkar fyrir Nirvana en eflaust ekki mikið fyrir utan það.

Ég vil taka það fram að ég þekki ekki mikið til sumra af þessum og jafnvel ekkert um nokkra þeirra.
En ég hef nokkrar spurningar.
Hvar er Mike Patton (Faith no More, Mr. Bungle, Fantômas, Peeping Tom)?
Hvar er Maynard James Keenan (Tool, A Perfect Circle)?
Hvar er Brandon Boyd (Incubus)?
Hvar er Dave Grohl (Foo Fighters)?
Og hvar er Elvis?!

14. desember 2006

Skítur í viftunni... (2)

4. Chris Cornell (Audioslave).
Það sem ég hef heyrt með Chris Cornell byrjar nokkurn veginn og endar með You Know My Name (nýja Bond-lagið) en það finnst mér töff. Hann mætti vera djúpraddaðri (bara aðeins) en annars hef ég ekkert um hann að segja (Samt betri en Plant!).

5. Bon Scott (AC/DC).
Annar "vælari". Allt í lagi að hlusta á hann í kannski 2-3 lög í röð en svo viill maður eitthvað annað. Ekki sá 5. besti fyrir fimmaur.

6. Freddie Mercury (Queen).
Hér erum við komnir með mann sem kann að syngja. Sá besti þessara sem ég minntist á hér að ofan.

7. Bruce Dickinson (Iron Maiden).
Enn einn vælarinn. Fínn kraftur en maður verður þreyttur og pirraður eftir 2-3 lög.

8. Ozzy Osbourne (Black Sabbath).
Miklu áhugverðari manneskja en söngvari.

9. Paul Rodgers (Bad Company).
Lítið heyrt, en það sem ég hef heyrt er ansi gott. Kröftug og nokkuð töff rödd.

10. Ronnie James Dio (Dio).
Þekki verk hans svo gott sem ekkert en það litla sem ég hef heyrt þá finnst mér hann ekki ólíkur Bon Scott, Bruce Dickinson og Robert Plant nema ögn djúpraddaðri. Vælari, samt sem áður og hef þið hafið ekki tekið eftir kerfinu þá líkar mér ekkert allt of vel við vælara. Nema kannski söngvara Steelheart. Hann vælir þó hátt!

11. Axl Rose (Guns N'Roses).
Fáir söngvarar fara jafnmikið í taugarnar á mér. 'Nuff said.

12. Sammy Hagar (Van Halen).
Veit ekkert um hann.

13. Geddy Lee (Rush).
Þekki hann ekki baun heldur

14. Geoff Tate (Queenrÿche).
Það sama á við um þennan.

*Framhald síðar*

13. desember 2006

Skítur í viftunni...

Það er löngu kominn tími á almennilegt skítkast, leiðindi og vangaveltur á þetta blogg mitt.
Ekki myndi skemma fyrir að vekja upp kommenta- og/eða rifrildislöngun hjá lesendum.

Um daginn, er ég las minn daglega skammt af Pondusi í Fréttablaðinu (sem var ekkert allt of merkilegur, btw), rak ég augun í fyrirsögn á mótlægri blaðsíðu: "Plant besti rokksöngvari allra tíma." Þetta er sem sagt grein um niðurstöður könnunar á því hver væri að mati almennings besti rokksöngvari allra tíma.
Ég er ekki alveg sammála þeim lista.
Og hefst nú (reiði)lestur!

1. Robert Plant (Led Zeppelin).
Eitt stórt NEI. Allt í lagi, hann var í góðri hljómsveit (meðalgóðri a.m.k.) og Stairway to Heaven er geðveikt flott lag, en Robert Plant er ekki æðislegur söngvari. Hann heldur lagi, jú, og gerir það ágætlega - en það gera flestir atvinnusöngvarar hvort sem er. Það sem greinir Robert Plant frá mörgum öðrum söngvurum er að hann er með öðruvísi rödd. En hana hefur Leoncie líka!

2. Rob Halford (Judas Priest).
Ég get ekki mikið sagt um þennan mann, þar sem ég hef eiginlega ekki hlustað mikið á Judas Priest (mikið = neitt). En það litla sem ég hef heyrt gefur strax ástæðu til að skipta út Plant. Halford hefur ágæta rödd og kann að nota hana. Plant aftur á móti vælir meira og treður hljóðunum út með offorsi - ekki gott.

3. Steven Tyler (Aerosmith).
Við þennan söngvara líkar mér ekki. Burtséð frá því að maðurinn lítur út eins og rifinn strigapoki, þá finnst mér hann ekki með merkilega rödd og ég hata litlu ískurkrúsídúllurnar í lok línanna hjá honum. Michael Jackson gat "púllað" það, ekki Steven Tyler.

*Framhald síðar*

9. desember 2006

Niðurtalning

5 búnar, 49 eftir.*


*Gróf námundun.

7. desember 2006

Uppgjöf

Hvarflaði að mér að kveða hér
kvæði nokkurt kennt við drótt.
En allt of erfitt það reyndist mér
svo ykkur býð ég góða nótt.

6. desember 2006

Ralph W.

Ein setning hljómar sí og æ í höfðinu á mér í dag.
„Me fail English? That's unpossible!“

Mér fannst hún eiga við í dag.

5. desember 2006

Kærkomnar breytingar

Eins og þið ættuð að hafa tekið eftir þá er nýjung á síðunni!
í tilefni "Hot or not" listans í síðustu færslu þá ákvað ég að hafa það færslulegan viðburð og bjó því til "Heitt & kalt" gluggann hér við hliðina.

Afar fallegt.

3. desember 2006

Hot or not!

Það er kominn tími á góðan "Hot or not" lista.

HOT
Efnafræðibókin mín (bók sem maður les og skilur nánast samstundis.)
Manchester United (Djö'll eru þeir góðir í ár!)
Soundtrackið úr Lady in the Water (Ég elska aðallaglínuna.)
Jólaskraut (Vei, herbergið mitt er litríkt!)
Nýi diskurinn frá Incubus (Ég Dig-ga hann mjög.)

NOT
Saw III (Saw I: Góð og ekkert svo ógeðsleg, Saw II: Ekki jafngóð en talsvert ógeðslegri, Saw III: Ekki góð en verulega ógeðsleg.)
Jólapróf (Ég nenni ekki...)
Leiðinlegar táningsstelpur (Goes without saying.)
José Mourinho (Gamall vani.)
Efnafræðiprófið í morgun (Meeen...)
Fólk sem vinkar manni út um skyggðar bílrúður (Ég sé hönd sem vinkar, en ekki hverjum hún tilheyrir.)