30. janúar 2006

Enginn innblástur...

...ekkert blogg.

Það er svo einfalt.

25. janúar 2006

The Wrath of the Geek:

"Þú tekur ekki he***tis, fo**ing örgjörvann! AAAAAAAAAA!!! ÞÚ VEIST EKKI EINU SINNI HVAÐ ÞAÐ ER, ÞÚ ÞARNA DJÖ***SINS, FO**ING HEIMSKI AND**OTI!!!".

Maður heyrir svona greinilega ekki bara á Skjálfta...

24. janúar 2006

Bloggi, bloggi, blogg-blogg

[Skyldurækniblogg]
Hápunktar/lágpunktar dagsins:

LÁGPUNKTUR - blaðburður
HÁPUNKTUR - blaðburður búinn
LÁGPUNKTUR - mígreni
HÁPUNKTUR - meiri svefn
LÁGPUNKTUR - var sagt að fara út með hundinn
HÁPUNKTUR - fór út með hundinn
LÁGPUNKTUR - allt of mörg fífl í American Idol
HÁPUNKTUR - allt of mörg fífl í American Idol
LÁGPUNKTUR - skyldurækniblogg
HÁPUNKTUR - svefn

Afar sveiflukenndur dagur.
[/Skyldurækniblogg]

20. janúar 2006

Nætursvefn um miðdegisbil

Vegna tiltölulega lítils svefns af völdum góðmennsku í kjölfar danstengds slyss (ha ha) var ég afar þreyttur í allan dag. Svo þreyttur að ég held ég hafi átt svolítið "out of body experience".
Ég leit upp úr þýskuglósunum mínum og sá sjálfan mig sitja ráðvilltan inni í stofunni. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var í fyrstu en þegar ég var kominn með það á hreint gat ég samt sem áður ekki hreyft mig. Ég vissi ekkert hvað var að gerast í heiminum í svona u.þ.b. 10 sekúndur. Einar óþægilegustu (ó, þroskist!) 10 sekúndur sem ég hef upplifað í áraraðir.
Svefnleysið, sem þó var ekkert svo mikið, hafði einnig fleiri eftirköst. Ég lagði mig er ég kom heim (um 4 leytið) og svaf til rúmlega 7. En í millitíðinni hringdi Erlendur Halldór Durante í mig (kynnti sig fyrir móður minni þó bara sem 'Elli') og spurði hvort ég vildi fara á Morfísviðureign MR og Borgarholtsskóla. Svo virðist sem ég hafi sagt nei, sem var hreinlega ekki það sem ég ætlaði að segja. Ég man m.a.s. eiginlega ekkert eftir því að hafa talað í símann.
Þannig að nú sit ég hér, bloggandi á föstudagskvöldi á meðan ég ætti að vera sitjandi í sal Loftkastalans að njóta vel úthugsaðra rökræðna. En allt kom fyrir ekki.

Óla lokbrá er illa við mig...

19. janúar 2006

Frestunarfreisting

Maður veit að maður er að fresta því að fara að sofa þegar maður situr við tölvuna og skrifar um það að fresta því að fara að sofa á meðan maður horfir á Judging Amy með öðru auganu.

Úps, þarf að hætta - dóttir Amy var gripin við skemmdarverk!

17. janúar 2006

Fréttadiss

"Fyrir 37 árum var Alan Poster 26 ára og stoltur eigandi nýrrar Corvette bifreiðar. Hann hafði einungis átt bílinn í nokkra mánuði þegar honum var stolið úr bílastæðahúsi í New York. Poster varð nokkuð hissa þegar lögreglan í Carson í Kaliforníu tilkynnti honum að bíllinn væri fundinn. Fréttavefur New York Times greindi frá því að eigandi og bíll væru nú sameinaðir á ný."

Finn ég lykt af Hallmark bíómynd í vændum?

"Bandaríska leikkonan Pamela Anderson hefur skrifað forsvarsmönnum skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken, KFC, í Víetnam bréf þar sem hún kvartar undan kjúklingaeldi og slátrunaraðferðum birgja í Víetnam í nafni dýraverndarsamtakanna PETA. "Kjúklingar, sem eru ætlaðir fyrir KFC eru fóðraðir með efnum til að auka vöxt þeirra á stuttum tíma. Bringurnar verða svo stórar að kjúklingarnir geta ekki lengur staðið í fæturnar,“ skrifaði Anderson í bréfinu."

Er hún rétta manneskjan til þessa verkefnis?

"John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, var ekki ánægður með þá ákvörðun dómarans að reka Arjen Robben af velli í leiknum gegn Sunderland í dag. Robben fékk þá gult spjald fyrir að stökkva yfir auglýsingaskilti og fagna með stuðningsmönnum Chelsea eftir að hafa skorað sigurmarkið, og hafði fengið gula spjaldið áður í leiknum."

Að yfirgefa völlinn án leyfis er - ég endurtek - ER gult spjald! Hættu að væla!

"Sjötíu og sex ára gamall Bandaríkjamaður, Clarence Ray Allen, sem taka á af lífi í Kaliforníu í fyrramálið að íslenskum tíma hefur beðið hæstarétt að hnekkja dauðadómnum á þeirri forsendu að það teljist grimmileg og óvenjuleg refsing að taka af lífi aldraðan og lasburða mann. Allen telst blindur, er næstum því heyrnarlaus og bundinn við hjólastól."

Er ekki grimmilegra að láta hann umgangast nauðgara og morðingja í 10 ár í viðbót? Ég bara spyr...

"Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, segir að leikmenn Arsenal ætli sér að enda í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni í maí."

HAHAHAHAHAHA!


Hana - nú líður mér svolítið eins og Jay Leno...

16. janúar 2006

Memoirs of a Teenage Drama Queen

Þetter buið að vera gegt góur dagur, sko!!!! :D :D :D
vaknaðí morgun og leit útum glugan og bara VÁÁÁÁ - SNJÓR!!!! AFTUR!!!!! fékk me´r svo seríos sem ég er reyndar orðinn soldið þreittru á, þegar ég var búinn að bera út
Svo fór ég með pabba í skólann og það var MIKIL umferð!!!
Mættof seint en það var bara alltílæ. Og svo - OMG - Lo FtUr var kominn heim frá EGIPTALANDI!!!
Ógó gaman, skomm!
Eftir skóla fór ég heim og lærði smá undir stærfræðipróf (ÖÖÖÖÖHHHH)
Svo var GETTU BETUR líka í kvöld - og surprise, sruprise MR VANN FB! Audda mr er nottla bestur!!!!!!
:D:D:D:D:D:D:D:D


Svo virðist ég hafa fengið vægt taugaáfall... a.m.k. gerðist eitthvað sem fékk mig til að tileinka mér þennan afar athyglisverða bloggstíl, þó ekki nema í 10 mínútur.
ALDREI aftur!

13. janúar 2006

Graaaaa!

Djöfulsins vesen er þetta, maður...

"All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play
makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work
and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.

All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a
dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play makes Jack a dull boy. All work and no play
makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.
All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy.All work and no play makes Jack a dull boy."

-Stephen King

Njótið...

1. janúar 2006