29. maí 2005

Reginmunur

Chernobyl er ógnvekjandi staður...

Tekið af www.kiddofspeed.com

Aftur á móti er Squaw Peak í Arizona fallegur staður...

Tekið af www.pbase.com/ericnoel/

Langaði bara að deila þessu með ykkur.

26. maí 2005

Stikl

1. Stóðst öll prófin => öruggur inn í 4.bekk. Újé!
2. Tapaði með Magic gegn Melsteð, 2-1, í gærkvöld.
3. Keypti þrjár snilldar DVD-myndir á þriðjudag: Donnie Darko, Good Will Hunting, og A Bug's Life.
4. Ég, Loftur Hreinsson, Sigurbjörn Viðar Karlsson og Stefán Már Möller erum ekki skemmtilegir bílfarþegar (Húbbeðe Flebbeðe!).
5. John Cleese er fáránlega fyndinn.
6. Mig langar í Garden State, myndina og soundtrackið.
7. Stikl er skemmtilegt orð.

23. maí 2005

Fólk er fífl

Fyrirspurnir til Símans.
Það eru greinilega fífl á fleiri stöðum en í Bandaríkjunum...

1: Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt númer???

2: Nei, nei. Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur. Ég er búinn að hafa þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!!!!!

3: Ég er að fara til USA á morgun, og ætla að taka GSM símann minn með. Þarf ég að taka hleðslutækið með mér líka?

4: Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá???

5: Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina. Hún er svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt. Veistu nokkuð litinn á kökunni sem er á skjánum núna???

6: Hvað á þetta að þýða að loka símanum? Ég gerði allt upp hjá ykkur fyrir nokkrum mánuðum síðan.

7: Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD. Getið þið reddað því fyrir mig?

8: Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu minni SMS, fær hún þau bara á íslensku!!!

P.S. Við hefðum átt að senda þetta í Eurovision!
P.P.S. Linkurinn virkar núna

20. maí 2005

Uppfærsla

Persónulegur kvikmyndatopplistinn minn hefur breyst örlítið á undanförnum dögum.
Síðustu helgi komst Dead Poets Society á listann. (Hún varð til þess að ég skrifaði ljóðið fyrir 2 færslum.)
Í kvöld komst síðan Garden State á hann líka. Hún er æðisleg í alla staði!
Einnig á listanum eru myndir eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind, The Shawshank Redemption, Dumb & Dumber, Donnie Darko, Shining og fleiri. (Ég mismuna ekki toppmyndunum...það er of erfitt.)

19. maí 2005

HAH!

Ef Ísland væri nokkur hundruð kílómetrum sunnar og austar værum við inni...
Uss....

...og síðan er fólk að styðja pólitík...

17. maí 2005

Týndur í alfræðinni

Ég stend á hæðinni og horfi á skýin í suðri.
Allar áttir stefna niður á við.
Sjóndeildarhringurinn er endalaus.
Hinn grimmi daunn fáfræði leggur að vitum mínum. Hann stígur upp úr mýrinni;
mýri fávisku og vanskilnings.
Hinum megin bíður áhyggjuleysið, vafið hálmstráum og hundasúrum.

Ég geng yfir mýrina og blotna í fæturna.
Ég missi annan skóinn en held ótrauður áfram.
Ég verð að komast burt.
Burt úr ólyktinni.
Burt úr áhyggjunum.
Burt úr fangelsi hins ritaða orðs.

Ég hnýt um fallinn félaga.
Hann missti trúna.

Ég stend aftur upp og hleyp af stað.
Ég er blautur upp að hnjám en það aftrar mér ekki.
Ilmur sóleyjanna og bláklukknanna heltekur hug minn.

Ég er svo nálægt.
Svo nálægt.

12. maí 2005

Hommar eru skemmtilegir

"Ditch the bitch and switch!"

Yeehaw!


P.S. Ég er ekki að tilkynna 'útkomu'...
...bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning.

11. maí 2005

RoboCup 2005

Flottasti íþróttaviðburður ársins!

Eftir hörkuspennandi leik töpuðu Bandaríkjamenn fyrir ríkjandi Evrópumeisturum Þjóðverja 2-0.

Svo virðist sem Þjóðverjar séu drullugóðir í öllum gerðum knattspyrnu...

10. maí 2005

Titlakaup

Lengi vel var talað illa um Manchester United sem stórveldi peninga og þar af leiðandi spillingar og svindls!
Ósjaldan hafa tapsárir aðdáendur annarra liða kvartað undan ímynduðum mútum og sagt: "Ef við ættum svona fo**ing mikinn pening..." og tala þar að sjálfsögðu um lið sitt.
Ástæðan fyrir þessari umræðu minni er Chelsea.
Chelsea er greinilegasta merki peninganotkunnar í knattspyrnusögunni. Ekkert lið hefur eitt jafnmiklum pening í leikmannakaup á jafnstuttum tíma. Til dæmis má nefna að af aðalleikmannahópi Chelsea, sem samanstendur af 24 leikmönnum eru aðeins 5 sem hafa leikið með liðinu í meira en 2 ár, og þar af aðeins 2 sem hafa leikið í meira en 5 ár (Terry-'98 og Cudicini-'99).
Þetta finnst mér hálfgerð óvirðing við Chelsea liðið eins og það leggur sig! Hver man ekki eftir snillingum eins og Gianfranco Zola, Gianluca Vialli og Ruud Gulllit sem prýddu liðið í allmörg ár.
Svo ekki sé minnst á önnur lið.
Lítum á Manchester United. Ryan Giggs hefur spilað með liðinu frá blautu barnsbeini og það sama á við um menn eins og Paul Scholes, Neville-bræður og Roy Keane.
Enginn efast um það að liðið hefði aldrei unnið titilinn í ár án aðstoðar þessara nýju leikmanna.
Það mætti jafnvel líta svo á að Chelsea hafi keypt sér titilinn í ár!

Já, Chelsea vann Manchester og já, ég er sár.
En ef þið hugsið virkilega út í málið, þjá sjáið þið glögglega að þetta er ekki bara uppspuni og ímyndun.

9. maí 2005

Negatífur fyrirvari

Fékk póst frá Mogganum í dag:
"Það verður fylgidreifing með blaðinu þriðjudaginn 3. maí. Biðjumst við velvirðingar á hversu seint tilkynningin birtist."

KnattspyrnuHreimurinn greinilegur

Hverjir hafa spilað fótbolta með selebritíi?

ÉG!!!

8. maí 2005

Humm...

Er ég var að skoða hina guðdómlegu síðu IMDB þá rakst ég á myndina The Magic 7 sem kemur út 2005.
Ég veit ekkert um þessa mynd, nema það að Kevin Bacon leikur sjálfan sig og ein aðalpersónan er leikin af snillingnum John Candy.

...

Það fannst mér svolítið skrýtið... þar sem John Candy fyrir rúmum 11 árum!


Ætli hann búi í sömu blokk og John Lennon, Elvis og Chris Farley?

6. maí 2005

Fly, my pretty!

Ég ætla að fá hleypa út mínum innri tölvunörd í smástund.
Ég rakst á þetta:

Playstation 3, baby!

P.S. Ef einhver ætlar að segja: "Puh! Þú fannst þetta bara á b2.is!"
Þá bara "Skrú jú! Ég sendi þetta þangað inn!"

3. maí 2005

Töfrum likast

Knattspyrnugyðjan sneri aftur til mín á sunnudaginn.
Hún hafði samband við mig símleiðis, í gegnum Jóa ex-þjálfara.
Hann hringdi, bauð mér að keppa með Magic gegn Carpe Diem.
Ég þáði.
Ég fór með honum og Bjögga ex-þjálfara niður á Framvöll.
Ég keppti.
Við unnum.
Ég var valinn maður leiksins. (*Prump* (rétt samhengi, flettu því upp))
Hann hringdi áðan og bauð mér inngöngu.
Ég þáði.
Ég er glaður.


P.S. Vil benda fólki á linkinn "Í spilaranum" fyrir neðan Bloggmaskínulinkana.

2. maí 2005

America we stand as one!

Bandaríkjamenn eru æðislegir og fátt hægt að segja annað en að þeir elski landið sitt.
Það sést mjög svo greinilega hér.

Hreint út sagt yndislegt.