14. febrúar 2005

Pínlegar samræður

Samræður við leigubílstjóra, hárgreiðslufólk og fólk af þeim toga eru alltaf jafnspennandi og upplífgandi.

Fýr: "Jæja...ertu námsmaður, eða...?"
Ég: "Já."
Fýr: "Nújá."
*Þögn*
Fýr: "Hvaða skóla?"
Ég: "MR."
Fýr: "Jaaaá. Svoleiðis."
*Þögn*
Fýr: "Góður skóli."
Ég: "Jájájá! Rosalega."
Fýr: "Gengur ekki bara vel?"
Ég: "Jújú. Það gengur ágætlega."
*Þögn*
Fýr: "Ég var sko þar."
Ég: "Já já... svoleiðis..."
*Þögn*
Fýr: "Þið fáið ekkert frí á öskudag, er það?"
Ég: "Neibb."
Fýr: "Það eru bara grunnskólar, er það ekki?"
Ég: "Jú. Flest allir, held ég."

Æðislegt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?