30. júlí 2005

About damn time

Ég held að það sé kominn tími á eitthvað alvöru blogg...
Fyrst ber að nefna að besta mynd í heimi er komin í hús.
Ójá, ég var svo heppinn að slysast til að finna Garden State á DVD í fremstu hillu Skífunnar í Kringlunni á sunnudag. Síðan þá er ég búinn að horfa á hana þrisvar og rífast við afar þröngsýnan og hrokafullan hálfvita á spjallborði IMDB. Hann hefur ekki svarað í sólarhring, þannig að ég vil líta á mig sem sigurvegara í rökræðunum... en hálfgert virðingartap hvorn veginn sem er.
Ég byrjaði svo að horfa á Scrubs í framhaldi af kaupunum. (Zach Braff er bæði í Garden State og Scrubs.) Og vá, ég hef verið að missa af fyrsta flokks gamanþáttum!
Never again!
Jafngaman og alltaf í vinnunni...voða lítið að frétta þaðan... skiljanlega... ("Hey, VÁ, bandið mitt slitnaði ALDREI á mánudaginn!!!!")

Ég er búinn að vera með óttalega músíkalska ritstíflu...þannig að frekari uppfærslur verða að bíða.
Komment vikunnar er þó: "Þetta er flott og allt það, þetta er bara svo ógeðslega leiðinlegt!"

Laglegt!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?