18. september 2005

Einar pólfari

Ekki nóg með að ég hafi heimsótt einn pól - heldur heimsótti ég báða!
Á sama degi!

Ef þú hélst að ég væri að tala um hina víðfrægu Suður- og Norðurpóla, heimkynni mörgæsa, jólasveina og geðveikra vísindamanna, þá ert þú viti þínu fjær.
Ég heimsótti hins vegar báða póla menningarpriksi

Annars vegar norðurpólinn. Hinn kalda, yfirborðslega, menningarlega. (Sjaldan hefur maður heyrt um að íslensk áhrif sjáist í dönskum abstrakt verkum, en í tilfelli Else Alfelt eru þau nokkuð greinileg, eins og sést af hinum skæra, en þó rólega, græna lit.)
Og hins vegar suðurpólinn. Hinn hlýja, geðveika og oftar en ekki heimskulega. (Glory, Glory Man Uniiiiited!!!)

Ég ætla hins vegar ekki að gera upp á milli þeirra, af hættu við hinar ýmsu hættur sem leynast á báðum stöðum...


P.S. Ég er syfjaður...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?