16. október 2005

Re: Klukk

Vegna kvörtunar frá ákveðnum aðila (nefni engin nöfn, byrjar á Kl og endar á ara) hef ég ákveðið að gera þetta klukkdæmi aftur og nú aðeins meira alvöru.

Og hefst nú lestur:

1. Ég átti afmæli í febrúar og hef enn ekki tekið bílprófið. Ekki bara vegna leti eins og ég sagði síðast heldur er ég afar stressaður ökumaður og að vissu leyti hræddur við það að keyra. Hvort það er af hræðslu við að lenda í árekstri, valda árekstri eða einfaldlega að valda einhvers konar uppnámi, það hef ég ekki hugmynd um.
2. Ég er frekar innhverfur einstaklingur. INNhverfur - til að koma í veg fyrir alla ósmekklega brandara. Mér finnst oft gott að sitja einn heima rólegheitum með tónlist eða góða bíómynd. En þar með er ég ekki að segja að ég hrífist ekki að góðum teitum.
3. Ég er afar montinn en reyni að fela það á bakvið hógværð, eins gáfulegt og það hljómar.
4. Ég kveikti einu sinni í hól fyrir aftan hús milli tveggja íbúðagatna hér úti á Nesi. Ég var á línuskautum þann daginn (ég var 11 eða 12) og þaut heim hið snarasta í gífurlegu móðursýkiskasti. Á leiðinni datt ég og útskýrir það verulega rispuðu hnéhlífina inni í bílskúr. Ég hef aldrei verið eins hræddur á ævi minni.
5. Ég er afar feiminn. Til dæmis hef ég verið hrifinn af ákveðinni stúlku í dágóðan tíma en er of mikil kelling til að gera nokkuð í því.

Þar hafið þið það!
Ef einhver nálgast mig með þessi mál í huga í öðrum tilgangi en að styðja og ræða á skynsaman hátt, þá eyði ég þessum pósti og afneita öllu saman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?