21. maí 2006

Rokið í logninu

Það er logn.
Það hreyfir ekki vind en samt fýkur allt lauslegt rusl.
Ruslið fýkur upp. Upp í himinhvolfið þar til hættir að sjást til sólar.
Á sama tíma missi ég jarðtenginguna. Jörðin hefur horfið undan fótum mér og skilið mig eftir í lausu lofti.
Til að steypast ekki niður í myrkrið gríp ég í reipið sem liggur í gegnum heiminn minn. Reipið er furðu sterkt, þrátt fyrir að samanstanda einungis af innantómum orðum, fléttuðum saman.
Reipið endist þó bara í örfáa daga. Bráðum neyðist ég til að sleppa og taka á móti örlögum mínum.
Mun ég falla?
Ég mun vita það fyrir víst þegar ég lendi.


Þessar djúpu orð eru samin undir áhrifum stærðfræðiprófstengdrar taugaveiklunar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?