20. júní 2006

Skamm Einar!

Ég er mjög lélegur bloggari, greinilega. Mér er skapi næst að láta mig hverfa í refsingarskyni en þá væri ég bara að auka vandann og þyrfti því að láta mig hverfa í lengri tíma þar til alheimurinn fellur saman.
Það viljum við ekki.

Þess vegna ætla ég að bæta úr því núna. Kannski ekkert á ofboðslega frumlegan eða skemmtilegan hátt en blogg er blogg, ekki satt?
Reyndar ekki alveg en þið verðið bara að sætta ykkur við þetta.

•Ég er sem sagt útskrifaður úr 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík og mun hefja nám að nýju í 5. bekk í ágúst. Þar verður engu hlíft! Ekkert nema stærðfræðileg rassskelling hvað eftir annað - bíðið bara!
•Þetta sumar mun ég vinna ásamt slatta af mjög svo lifandi og skemmtiilegu fólki og ennþá fleiri ekki-alveg-jafn-lifandi fólki; Kirkjugarðinum á Garðaholti. Róleg garðvinna í fínu umhverfi og drulluskítapisslélegu veðri. Eins gott að júlí standi sig...
•Ég er líka nýútskrifaður unglingadómari í knattspyrnu og mun eyða nokkrum klukkustundum af sumrinu í að hrella unga knattspyrnuiðkendur, þjálfara þeirra og foreldra með viðeigandi flöggum og flautum.
•Þessa dagana ligg ég þó (þegar ég er ekki í vinnunni, að sjálfsögðu) í einhverjum afslappandi karlmennskudróma yfir HM í fótbolta. Og leyfið mér að segja þetta: fólk sem ekki horfir á fótbolta (svo ekki sé minnst á það sem forðast hann viljandi!) ætti að skammast sín! Svona í kortér - það er nóg fyrir mig.
•Ég er einnig búinn að festa kaup á Xbox 360 og uppgötva Xbox Live og get nú eytt kvöldunum í að skjóta 14 ára bandaríska drengi með mikilmennskubrjálæði og óheyrilega mikið álit á eigin kímni.
(1:You like Jon Bon Jovi?
2: I bet you like to suck his c*ck!
1: I like to suck your mom's c*ck!
2: That doesn't even make sense...
1: Your mom made sense to me!)

Gaman, gaman - og ég lofa að reyna að standa mig í framtíðinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?