16. apríl 2007

Flashback

Af einhverjum ástæðum datt ég í það að skoða gamlar bloggfærslur (þar var ekki þverfótað fyrir kommentum - langflest milli Evu og Stebba...) og rakst ég þar á þessa færslu.
Mér datt þá í hug að endurnýja "Áður en ég dey ætla ég að..."-flokkinn.

Þá:
Áður en ég dey ætla ég að...
...verða "MacJammer of the week".

(Þetta mun líklega aldrei gerast þar sem búið er að leggja þann leik niður, og réttilega. Var bara komið út í klíkuskap og vesen.)
...fara á Old Trafford.
...vinna fótboltamót.
...semja sönglag.

(Klárað með stæl!)
...geta sungið fyrir framan fólk.
...græða pening fyrir tónlist.
...sofa undir berum himni.


Nú:
Áður en ég dey ætla ég að...
...fara á Old Trafford.
...vinna fótboltamót.
...geta sungið fyrir framan fólk.
...græða pening fyrir tónlist.
...sofa undir berum himni.
...skora mark í Íslandsmótinu í knattspyrnu.
...vinna í póker.

Mér finnst líka réttast að í tilefni þessarar nostalgíufærslu fái ég a.m.k. 50 komment líkt og í gamla daga.

...kannski er það ekkert sniðugt...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?