11. desember 2007

Gæsahúð

Mér datt í hug, alveg sjálfum án nokkurra uppástungna frá nokkrum manni og hvað þá Hafsteini, að útbúa eins og eitt stykki lista (því ég elska lista) yfir nokkur "gæsahúðarlög". Fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið "gæsahúðarlag" þá er það einfaldlega lag sem gefur manni gæsahúð.
Verulega flókið.

Langflest þessara laga er að finna á iTunes hjá mér og þessi listi er engan veginn tæmandi. Og til einföldunar, þá mun ég ekki hafa kvikmynda- og tölvuleikjatónlist í listanum. Sá listi væri aðeins of langur og leiðinlegur í gerð.

Farewell með Apocalyptica.
(Þetta er reyndar á gráu svæði - mín gallaða útgáfa klippist við klímaxinn, en það hefur alla möguleika á að vera gott gæsahúðarlag)

Adagio for Strings eftir Samuel Barber.
(Úff - átakanlegt, alveg)

Spiral og Tragic með Bozzio, Levin, Stevens.
(Verulega svöl)

Don't Panic með Coldplay.
(Kveikir alltaf svolítið í mér eftir Garden State)

Digital Bath með Deftones.
(Hart, en ég elska bara „trommubítið“)

Passenger með Deftones.
(Maynard J. Keenan gestasöngvari => Getur ekki klikkað)

When Good Dogs Do Bad Things með The Dillinger Escape Plan.
(Reiðasta lag sem ég hef heyrt - frábært til að peppa sig upp fyrir fótboltaleiki)

The Spirit Carries On með Dream Theater.
(Svo fallegt og epískt).

Remembrance og Rampancy Part I : Melancholy eftir Einarus.
(Þegar ég hlustaði á það með gítarpörtunum frá Fran Dagostino, þá fylltist ég miklu gæsahúðarstolti)

How to Save a Life og Vienna með The Fray.
(H.t.S.a.L. var náttúrulega klikkað í Scrubs)

Let Go með Frou Frou.
(Garden State aftur að verki)

Signal to Noise, More Than This, I Grieve, Here Comes the Flood og The Drop með Peter Gabriel.
(Þau gætu jafnvel verið fleiri)

Good Riddance með Green Day.
(Besta lag Green Day - ekki spurning)

Just Another Story með Jamiroquai.
(Fönkaðra en næstum því allt)

Come What May, Tiny Dancer og Can you Feel the Love Tonight eftir Elton John.
(Jaðrar við kvikmyndatónlist en bara of gott til að sleppa því)

Spain með Bobby McFerrin og Chick Corea.
(Magnað dúó)

Part of Your World eftir Alan Menken.
(Reyndar úr teiknimynd en það verðskuldar að vera hérna)

Everloving með Moby.
(Massívt)

No Manchez Mi Vida með Molotov.
(Mexíkóskt rokkrapp eins og það gerist best... held ég)

Retrovertigo með Mr. Bungle.
(Aðgengilegt en samt svo yndislega öðruvísi)

Da Pacem Domine eftir Arvo Pärt.
(Gullfallegt og róandi)

We're Not Alone með Peeping Tom.
(Chorusinn er geðveikur!)

Orestes og The Noose með A Perfect Circle.
(Ein bestu rokklög sem ég hef heyrt)

Comfortably Numb með Pink Floyd.
(Eina Pink Floyd lagið sem ég elska)

Who Wants to Live Forever og Too Much Love Will Kill You með Queen.
(Sjitt, hvað hann syngur vel)

Requiem For Larissa: IV. Largo eftir Valentin Silvestrov.
(Frábært að leggja sig með þetta í eyrunum)

Bridge Over Troubled Water og The Only Living Boy in New York með Simon & Garfunkel.
(T.O.L.B.i.N.Y.: Garden State að þakka. B.O.T.W.: Það er bara sjúklega gott)

Love og Father & Daughter með Paul Simon.
(Hann er ekki síðri sóló)

Rape This Day, God Hates a Coward og Mayday með Tomahawk.
(Sjúklega góð „upppepplög“)

Chapter Nine með Tomorrow Is Forever.
(Eina Mac Jams lagið sem fær að sitja á listanum (fyrir utan sjálfan mig (að sjálfsögðu (svona til að fá einn sviga í viðbót))))

Lateralus og Triad með Tool.
(Bara fáránlega gott rokk)

Soul With a Capital 'S' með Tower of Power.
(Það eina sem er fönkaðra en Just Another Story með Jamiroquai)

Þar sem háfjöllin heilög rísa og Stúlkan í turninum eftir Tryggva M. Baldvinsson.
(Kemur það einhverjum á óvart?)


Jæja, vá.
Aðeins lengri listi en ég hafði ímyndað mér...
...og aðeins meiri tími sem fór í þetta en ég hélt.

Ef ég fell í sögu á morgun þá kenni ég þeim sem átti hugmyndina að þessu um - sem er a.m.k. ekki Hafsteinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?