13. júní 2008

Uppgötvanir vikunnar

Í upphafi viku komst ég að því að þættirnir „How I Met Your Mother“ eru hreinlega stórskemmtilegir og karakterinn Barney Stinson er eiginlega ekkert nema ógeðslega svalur. Á þriðjudaginn uppgötvaði ég svo hve þægilegt það er að keyra stóran sjálfskiptan bíl og í framhaldi að því hve mikið vesen það er að þrífa stóran sjálfskiptan bíl.
Það kom mér líka skemmtilega á óvart hve svakalega ég hef verið að setja boltann á æfingum (4-3-2, strákar, 4-3-2). Maður spyr sig hvað ég er að gera í vörninni... þegar ég er á annað borð í liðinu.
Að lokum er ég að fatta að það er afskaplega erfitt að fela punktafærslu í samfelldu máli....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?