25. ágúst 2008

Guð minn góður... það lifir!

Ótrúlegt en satt, þá er þetta nú vesæla blogg mitt enn á lífi - eða öllu heldur, endurfætt. Ég veit ég hef áður sagst ætla að taka mig á og gera þetta að sama lifandi stað og hann var fyrir 3 árum með 30-50 komment á færslu, en ég hef ekki staðið við það.

Aftur á móti finnst mér það réttur tímapunktur að lífga þetta við núna; nýr vetur, nýr skóli, ný byrjun.

Og bara svona til að vinna upp skort á uppfærslum um mitt líf í sumar, þá kemur hér stutt yfirlit.

•Ég er búinn að vera að vinna eins og ég get í Eymundsson í Mjódd, sem er afskaplega gott fyrir skipulagsþráhyggjufrík eins og mig. Bækurnar hafa aldrei verið í jafngóðri stafrófsröð og nú.
•Leiktíðin í boltanum kláraðist í gær með 1-1 jafntefli við Þrótt Vogum og enduðum þar með í 3. sæti riðilsins með 21 stig. Þessi stigafjöldi var þó ekki nægur til að forða okkur frá veðmálinu sem gert var við þjálfara liðsins - en frásagnir af því veðmáli koma þegar refsingunni er lokið.
•Ég byrja í LHÍ á morgun með skólakynningu og -setningu og ég er verulega spenntur.
•Bróðir minn, Vancouverbúinn, hefur lokið lokaverkefni sínu úr VFS, stuttmyndinni „Friends?“, þar sem músíkin er eftir yðar einlægan.

Þá held ég að aðalatriðin séu komin og ef eitthvað er að gleymast þá svekk fyrir ykkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?