4. janúar 2011

Hækuannáll 2010

Nú er komið að persónulegum fréttaannál fyrir árið 2010.
En þar sem ég er skemmtilega furðulegur ætla ég ekki að hafa hann í hefðbundnum texta, heldur í hækuformi, þar sem hver mánuður á sitt erindi.

Janúar
Ár hófst, að vanda.
Við Guðrún vorum ei meir -
Mjög vondur tími.

Febrúar
Lífið hélt áfram,
varð tuttugu og tveggja,
Fékk mörg jelloshots.

Mars
Safnaði mottu,
Tapaði í Útsvari.
Fokking Garðabær...

Apríl
Breytti herbergi.
Elli sprengdi lærið mitt.
Fagnaði vori.

Maí
Ég samdi tónlist
fyrir tvær töff stuttmyndir.
Datt svo vel í það.

Júní
Naut sumarsins vel
Vann eins og brjálæðingur
á milli teita.

Júlí
Samdi fínt djammlag
fyrir vinaárshátíð
Naut lífs og vina.

Ágúst
Fór á Þjóðhátíð
var með mjög svo flottan hatt.
Sjitt - það var gaman!

September
Skólinn byrjaði.
Fór að hlusta á Steve Reich
Samdi svo tónlist.

Október
Varð semi-frægur
Fyrir að autotuna
- fékk ekki píkur.

Nóvember
Sinnti skólanum
og samdi drög að ritgerð.
Hún klárast í vor.

Desember
Fór til Amsterdam,
Amsterdjammaði mikið.
Kláraði árið.

Nú er bara málið að krossleggja fingur og vona að nýja árið verði enn betra og að næsti annáll verði ítarlegri!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?