28. október 2004

Ó, hví?

Hví yfirgafst þú mig?
Ég ráfaði einn í myrkrinu á sléttu flatarmynda í tugi mínútna þar til ég sá ljós í fjarska!
Ég staulaðist áfram og hrasaði um ósannaðar þríhyrningareglur.
Úrköst stærðfræðinnar.
Er að ljósuppsprettunni var komið sá ég að það var eigi útgönguleið.
Engin björgun.
Engin sáluhjálp.
Ljósið hvarf inn í myrkrið ásamt von minni.
Í stað þess var djúp, enn myrkari hola sem veitti mér ekkert nema aukinn kulda og stærri svitaperlur.
Tíminn er að renna út.
Ég steypi mér ofan í hyldýpið. Ekkert heyrist nema vindgnauð og dropar í fjarska.
Fallið er langt.
Afar langt.
Bjallan glymur og ég lendi loksins.

Lengd hliðar b verður ávallt hulin vitneskju mannverunnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?