20. október 2004

Óslípaður demantur...

Eins og þið sjáið er þetta vefsetur mitt enn nokkuð hrjúft og ekki mikið um augnakonfekt. Þetta blogg er, jú, óslípaður demantur. En líkt og demantar kemur í ljós að undir hrjúfu yfirborðinu liggur veruleg harðneskja en jafnframt fegurð...
... nú er ég týndur... fer þetta ekki í prófílinn?

*ZING*

Hér munuð þið fá að sjá í framtíðinni fréttir af mínum afrekum jafnframt ákaflega heimspekilegum pælingum. Til dæmis:
-Hvers vegna fer Andrés Önd í buxur BARA þegar hann fer í sund?
-Hvers vegna virðist mann alltaf klæja í nefið þegar maður er nýbúinn að óhreinka hendurnar?
-Getur eitthvað efni sprottið upp úr engu, eða hefur eitthvað efni verið til frá upphafi? Hvað er þá upphafið?
Fylgist spennt með framhaldi þessa bloggs. Það verður eflaust viðkunnanlegra en fyrri bloggsíður.

Setning dagsins
-Igne Ferroque-

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hvað liggur þér á hjarta?